„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2009/Þúsundaþjalasmiðurinn Tryggvi Sigurðsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Þorbjörn Víglundsson 2 Sdbl. 2009.jpg|miðja|thumb|192x192dp]]
[[Mynd:Þorbjörn Víglundsson 2 Sdbl. 2009.jpg|miðja|thumb|192x192dp]]
<center>'''ÞORBJÖRN VÍGLUNDSSON SKRIFAR'''</center><br>
<center>'''ÞORBJÖRN VÍGLUNDSSON SKRIFAR'''</center><br>
<big><big><center>'''Þúsund- þjalasmiðurinn Tryggvi Sigurðsson'''</center><br>  
<big><big><center>'''Þúsund- þjalasmiðurinn Tryggvi Sigurðsson'''</center></big></big><br>  


Tryggvi Sigurðsson, vélstjóri úr Vestmannaeyjum, er flestum í Eyjum vel kunnur. Tryggvi starfar sem vélstjóri á Frá VE 78 og hefur gert lengi. Ekki vil ég draga úr vélstjórnarhæfileikum Tryggva en hæfileikar hans í módelsmíðum eru ótvíræðir. Tryggvi hefur sinnt þessu áhugamáli sínu frá árinu 1988 en þá smíðaði hann sitt fyrsta líkan. Það var 48 tonna vertíðarbátur, Frigg VE 316, smíðaður í Danmörku. Þeir bátar sem voru smíðaðir í Eyjum eftir 1925 hafa alltaf verið mikið í uppáhaldi Tryggva og hefur hann smíðað módel af þeim nokkrum. Honum finnst þetta mjög merkilegur hluti í sögu Vestmannaeyja enda voru margir bátar smíðaðir í Eyjum og nokkrir þeirra komust í sögubækurnar.<br>
Tryggvi Sigurðsson, vélstjóri úr Vestmannaeyjum, er flestum í Eyjum vel kunnur. Tryggvi starfar sem vélstjóri á Frá VE 78 og hefur gert lengi. Ekki vil ég draga úr vélstjórnarhæfileikum Tryggva en hæfileikar hans í módelsmíðum eru ótvíræðir. Tryggvi hefur sinnt þessu áhugamáli sínu frá árinu 1988 en þá smíðaði hann sitt fyrsta líkan. Það var 48 tonna vertíðarbátur, Frigg VE 316, smíðaður í Danmörku. Þeir bátar sem voru smíðaðir í Eyjum eftir 1925 hafa alltaf verið mikið í uppáhaldi Tryggva og hefur hann smíðað módel af þeim nokkrum. Honum finnst þetta mjög merkilegur hluti í sögu Vestmannaeyja enda voru margir bátar smíðaðir í Eyjum og nokkrir þeirra komust í sögubækurnar.<br>

Núverandi breyting frá og með 31. janúar 2019 kl. 13:55

ÞORBJÖRN VÍGLUNDSSON SKRIFAR


Þúsund- þjalasmiðurinn Tryggvi Sigurðsson


Tryggvi Sigurðsson, vélstjóri úr Vestmannaeyjum, er flestum í Eyjum vel kunnur. Tryggvi starfar sem vélstjóri á Frá VE 78 og hefur gert lengi. Ekki vil ég draga úr vélstjórnarhæfileikum Tryggva en hæfileikar hans í módelsmíðum eru ótvíræðir. Tryggvi hefur sinnt þessu áhugamáli sínu frá árinu 1988 en þá smíðaði hann sitt fyrsta líkan. Það var 48 tonna vertíðarbátur, Frigg VE 316, smíðaður í Danmörku. Þeir bátar sem voru smíðaðir í Eyjum eftir 1925 hafa alltaf verið mikið í uppáhaldi Tryggva og hefur hann smíðað módel af þeim nokkrum. Honum finnst þetta mjög merkilegur hluti í sögu Vestmannaeyja enda voru margir bátar smíðaðir í Eyjum og nokkrir þeirra komust í sögubækurnar.

Tryggvi við líkan af Dala-Rafni sem er í smíðum.

Frá árinu 1988 liggja eftir Tryggva 40 líkön svo að ekki situr hann auðum höndum í fríum sínum frá sjónum. Mikill tími fer í þessar smíðar og talar hann um 1500 klukkustundir fyrir hvert módel, sum klárar hann á skemmri tíma en er lengur með önnur. Hann nefnir í því dæmi Beiti NK 123 frá Neskaupsstað, en í hann fóru rúmir 2000 tímar. Beitir NK var upphaflega smíðaður sem síðutogari í Bremerhaven árið 1958 og hét í upphafi Þormóður Goði RE 209. Þegar Tryggvi gerði af honum líkan hafði honum verið breytt mikið frá því hann kom til landsins og var orðinn sérútbúinn til nóta- og flottrollsveiða. Hann er farinn yfir móðuna miklu því hann var seldur í brotajárn árið 2007 svo að hann átti aðeins eitt ár eftir í að verða fimmtugur. Tryggva þótti erfitt að smíða líkan af honum því þegar skipið var uppi á vinnuborðinu hjá honum var það enn gert út. Það sem Tryggvi hafði í höndunum voru teikningar af skipinu og ljósmyndir en líkanið varð að vera eins og fyrirmyndin, því þeir sem störfuðu á skipinu þekktu hvert smáatriði um borð og hefðu tekið eftir minnstu skekkju. Líkanið af Beiti NK heppnaðist vel og fékk Tryggvi mikið lof fyrir smíðina og þykir ákaflega vænt um það líkan. Mun auðveldara reyndist að smíða líkan af Sigurði VE þó að svipaður tími hafi farið í hann og Beiti því ef hann vantaði upplýsingar um einhver smáatriði þá kíkti hann bara út um gluggann á verkstæðinu sem hann er með í krónni hjá Óskari á Frá niðri í Básum.

Vonin II VE 113 á tveimur smíðastigum.

En Tryggvi hefur ekki eingöngu gert líkön af fiskibátum þó svo að þeir séu í miklum meirihluta því hann gerði líkan af síldarflutningarskipinu Haferninum. Á síðasta ári kláraði Tryggvi líkan af Þorsteini GK 15 en það er eikarbátur, smíðaður í Svíþjóð árið l946 og er hann enn gerður út. Það fór mikil vinna í það líkan sem hann smíðaði fyrir eigendur Þorsteins GK. Svo skemmtilega vill til að útgerð Þorsteins tengist Eyjum, en að útgerðinni standa Una Elíasdóttir, ættuð frá Varmadal og Önundur Kristjánsson, eiginmaður hennar. Báturinn er gerður út frá Raufarhöfn.
Í dag er Tryggvi með þrjú líkön í höndunum en þau eru af Dala-Rafni VE 508, áður Sindri VE. Vonin II Ve 113 sem smíðuð var í dráttarbrautinni í Eyjum á fjórða áratugnum. Og svo er það síðutogarinn Surprise GK 4 en það er annað líkanið sem Tryggvi smíðar af síðutogara. Sá fyrsti var Austfirðingur SU 3. Surprise var upphaflega smíðaður hjá skipasmíðastöð John Lewis & Sons í Aberdeen í Skotlandi en í þeirri stöð var Bjarnarey VE 11 smíðuð fyrir Vestmannaeyinga. Eigandi Surprise var stórgreifinn Einar Þorgilsson í Hafnarfirði, afi fyrrverandi fjármálaráðherra landsins Árna Mathiesen. Hann var umsvifamikill í útgerð í Hafnarfirði og gerði út nokkur skip og báta, hann rak auk þess Einarsbúð þar í bæ. Hann tók töluna 4 í svipað ástfóstur og ákveðinn útgerðarmaður hér í Eyjum en allir hans bátar báru 4 í skipsnúmeri sínu.
Það mætti halda að Þórður Rafn Sigurðsson, útgerðarmaður Dala-Rafns VE 508, sé áskrifandi að líkönum hjá Tryggva, því hann er með tvö í smíðum fyrir Rabba. Annað er af togaranum sem Rabbi gerði út um árabil en hann hét áður Sindri VE 60. Einnig hefur Tryggvi nýhafið smíði á líkani af Dala-Rafni, sem hét áður Emma VE, en engin mynd er enn komin á það líkan. Tryggvi er kominn vel á leið með togarann fyrir Rabba og er skrokkurinn tilbúinn, ásamt yfirbyggingunni. Tryggvi hefur áður smíðað þrjú líkön fyrir útgerð Dala-Rafns svo að Rabbi á orðið líkön af öllum sínum skipum og bátum, fyrir utan þann nýjasta, og hefur Tryggvi smíðað þau öll.
Tryggvi leggur mikinn metnað í smíðarnar á líkönum sínum. Hann byrjar á því að fara yfir svokallaðar línuteikningar en á þeim sjást öll bönd skrokksins. Þegar hann hefur smíðað þau öll eru þau límd við kjölinn og bolurinn settur utan um. Síðan setur hann dekkið á, líkanið fer þá að taka á sig skipsmynd. Hljómar kannski auðvelt og fljótlegt en eins og komið hefur fram þá fer í þetta mikill tími og fer hann með að meðaltali um 1500 klukkustundir í hvert líkan, eða um 37 vinnuvikur (ef miðað er við 40 klst. vinnuviku). Hann hefur klárað 40 líkön svo að um 60 þúsund klukkustundir hafa farið í þetta áhugamál Tryggva frá árinu 1988. Þetta eru 2500 sólarhringar, það fara því 62 sólarhringar í hvert líkan. Tvö líkön á ári er ekki slæmur árangur því ef Tryggvi ætlaði sér að smíða mikið fleiri þá þyrfti hann aukalega tíu klukkustundir í sólarhringinn því hann sinnir einnig af ástríðu hinu áhugamálinu sínu en það eru mótorhjól. Hann á sjö mótorhjól og hefur gert þau flest upp sjálfur, því hlýtur maður að spyrja sig, er Tryggvi nokkurn tímann á sjó eða hefur hann tíma til að sinna konunni?

Líkan af Þorsteini GK 15.