„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2009/Minning látinna“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 63: | Lína 63: | ||
Harry kvæntist Margréti Jónsdóttur frá Vestmannaeyjum og eignuðust þau þrjú börn, Stefán Pedersen og Karólínu Pedersen, sem bæði eru búsett í Noregi, og barn fætt andvana. Margrét er, nú um stundir, búsett í Noregi hjá Karólínu og Stefáni.<br> | Harry kvæntist Margréti Jónsdóttur frá Vestmannaeyjum og eignuðust þau þrjú börn, Stefán Pedersen og Karólínu Pedersen, sem bæði eru búsett í Noregi, og barn fætt andvana. Margrét er, nú um stundir, búsett í Noregi hjá Karólínu og Stefáni.<br> | ||
Harry ólst upp á Siglufirði til 15 ára aldurs þá, árið 1951, flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Hann starfaði í fiskbúð föður síns til 1953 og síðan á Keflavíkurflugvelli við ýmis störf til 1957. Síðan var hann á sjó á Auðuni GK 27 í tvö ár. Því næst í svampframleiðslu hjá Pétri Snæland o.fl. störf til 1971 þegar hann flutti til Vestmannaeyja með fjölskyldu sína og hóf störf við sjómennsku á bátum þar, m.a. Haferni VE 23 og Sæfaxa VE 25. Síðustu starfsárin starfaði hann í Skipaviðgerðum en var hættur störfum nokkrum árum áður en hann lést. Harry hafði alla tíð ríka ábyrgðartilfinningu sem elsti bróðirinn í fjölskyldunni, bæði gagnvart okkur yngri bræðrunum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Öll fjölskyldutengsl voru honum mikilvæg og hann hélt alla tíð góðum tengslum við vini og kunningja sem hann eignaðist á lífsleiðinni. Væntanlega eru fáir á þessu landi sem hafa farið oftar með ferjunum Smyrli og Norrænu milli Íslands og meginlandsins. Þær hafa verið komnar vel á þriðja tuginn, í tengslum við heimsóknir, til barnanna þeirra í Noregi. Hluti þessara ferða var að koma við í fæðingarbæ sínum, Siglufirði, til að hitta kunningja og ættingja á leiðinni austurá Seyðisfjörð. Einnig notaði hann ferðirnar til að hlúa að norskum rótum sínum. Það er okkur ættingjum mikil eftirsjá aö missa þennan trausta mann og vin sem kvaddi alltof fljótt.<br> | Harry ólst upp á Siglufirði til 15 ára aldurs þá, árið 1951, flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Hann starfaði í fiskbúð föður síns til 1953 og síðan á Keflavíkurflugvelli við ýmis störf til 1957. Síðan var hann á sjó á Auðuni GK 27 í tvö ár. Því næst í svampframleiðslu hjá Pétri Snæland o.fl. störf til 1971 þegar hann flutti til Vestmannaeyja með fjölskyldu sína og hóf störf við sjómennsku á bátum þar, m.a. Haferni VE 23 og Sæfaxa VE 25. Síðustu starfsárin starfaði hann í Skipaviðgerðum en var hættur störfum nokkrum árum áður en hann lést. Harry hafði alla tíð ríka ábyrgðartilfinningu sem elsti bróðirinn í fjölskyldunni, bæði gagnvart okkur yngri bræðrunum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Öll fjölskyldutengsl voru honum mikilvæg og hann hélt alla tíð góðum tengslum við vini og kunningja sem hann eignaðist á lífsleiðinni. Væntanlega eru fáir á þessu landi sem hafa farið oftar með ferjunum Smyrli og Norrænu milli Íslands og meginlandsins. Þær hafa verið komnar vel á þriðja tuginn, í tengslum við heimsóknir, til barnanna þeirra í Noregi. Hluti þessara ferða var að koma við í fæðingarbæ sínum, Siglufirði, til að hitta kunningja og ættingja á leiðinni austurá Seyðisfjörð. Einnig notaði hann ferðirnar til að hlúa að norskum rótum sínum. Það er okkur ættingjum mikil eftirsjá aö missa þennan trausta mann og vin sem kvaddi alltof fljótt.<br> | ||
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Gudmundur Pedersen.'''</div> | <div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Gudmundur Pedersen.'''</div><br> | ||
<big>'''Gísli Óskarsson'''</big><br> | <big>'''Gísli Óskarsson'''</big><br> | ||
'''F. 19. júní 1939 - D. 12. mars 2009.'''<br> | '''F. 19. júní 1939 - D. 12. mars 2009.'''<br> | ||
Gísli Óskarsson fæddist í Vestmannaeyjum 19. júní 1939. Foreldrar hans voru Guðný Svava | Gísli Óskarsson fæddist í Vestmannaeyjum 19. júní 1939. Foreldrar hans voru Guðný Svava Gísladóttir, húsfreyja frá Arnarhóli í Vestmannaeyjum og Óskar Pétur Einarsson frá Búðarhóli í Landeyjum, skipasmiður og síðar lengi lögreglumaður. Þau bjuggu lengst af í Stakkholti við Vestmannabraut og við það hús var Gísli kenndur, sem Gísli í Stakkholti. Systkini hans eru: Guðný, gift Páli Sæmundssyni, Valgerður Erla, gift undirrituðum, Rebekka, gift Ara Pálssyni, bæði látin, Sigurbjörg Rut, gift Atla Einarssyni og Einar í sambúð með Guðbjörgu Elínu Heiðarsdóttur.<br> | ||
Eins og margir Eyjapeyjar var Gísli í sveit | Eins og margir Eyjapeyjar var Gísli í sveit undir Austur Eyjafjöllum í Drangshlíð hjá Kristjáni Magnússyni bónda þar. En starfsævin var á sjónum Hann byrjaði á síld, fimmtán ára, á Sigurfaranum með Óskari Ólafssyni á Garðstöðum, fyrir Norðurlandi en lengst af var hann vélstjóri bæði á fiski - og fraktskipum. Hann lauk námi hjá vélstjóradeild Fiskifélags Íslands í Reykjavík 1964 og fékk þá svokallaö meiravélstjórapróf sem veitti 1000 hestafla réttindi sem seinna voru hækkuð. Hann varð þá strax vélstjóri á skipum frá Patreksfirði, Helgu Guðmundsdóttur með Finnboga Magnúsyni og Jóni Þórðarsyni með Héðni Jónssyni. Seinna hér í Eyjum á Sjöstjörnunni og Kristbjörgu hjá Sveini Hjörleifssyni. Á tímann þar um borð minntist hann oft. Alltaf mikill afli og Sveinn einstakur og eftirminnilegur maður sem gott var að vera hjá. Hann var líka hjá Berg Hugin á Vestmannaey og Smáey. Þá sigldi hann um tíma hjá Hafskip og Sjóleiðum, alltaf vélstjóri. Siðast starfaði hann vélstjóri hjá Vestmannaeyjahöfn á grafskipinu og leysti vélstjórann á Lóðsinum af í sumarleyfum.<br> | ||
Allir sem þekktu vissu að Gísli var afbragðs vélstjóri, samviskusamur, snyrtimenni og þá var ekki hávaðinn í kringum hann. Nokkru áður en starfsævi lauk varð hann að hætta vegna veikinda í baki. Áhugamál Gísla var flug. Hann vissi mikið um þá tækni. Sótti flugsýningar erlendis þegar færi gafst og kynnti sér allt sem hann gat um flugvélar. Árið 1986 tók hann einkaflugmannspróf og flaug víða um land eftir það, á flugvél sem hann átti með flugvinum sínum. Oft tók hann vini og ættingja með og bar þeim saman um að það hefðu verið góðar ferðir. Hann þekkti landið vel og stundum var komið við hjá vinum uppi á landi í smáheimsóknir.<br> | |||
Magnússyni bónda þar. En starfsævin var á sjónum Hann byrjaði á síld, fimmtán ára, á Sigurfaranum með Óskari Ólafssyni á | Gísli kvæntist Kristínu Haraldsdóttur frá Patreksfirði 30. desember 1961. Hún er fædd þar 25. september 1938. Gísli var þá á togaranum Ólafi Jóhannessyni sem var þaðan, en Stína vann á símstöðinni þar sem þau hittust fyrsta sinni. Fyrstu sjö árin áttu þau heimili á Patreksfirði og þar eignuðust þau börnin sín þrjú: Guðnýju Svövu, Sigrúnu Olgu og Styrmi. Guðný Svava er gift Sigurði Einarssyni, þau eiga tvö börn, frá fyrra hjónabandi á Guðný Svava þrjú börn. Sigrún Olga á tvö börn og Styrmir er kvæntur Hólmfríði Ásu Sigurpálsdóttur, þau eiga eina dóttur. Hólmfríður Ása á þrjú börn frá fyrra hjónabandi.<br> | ||
Allir sem þekktu vissu að Gísli var afbragðs | Hingað til Eyja fluttu þau Gísli og Stína 1967 og settust að í kjallaranum á Sóleyjargötu 3 en 1970 keyptu þau hæðina fyrir ofan og hafa búið þar síðan.<br> | ||
Gísli kvæntist Kristínu Haraldsdóttur frá | Mágur minn var einstaklega geðþekkur og ljúfur maður. Aldrei nein háreysti þar á bæ. Þarna líktist hann mjög öðlingnum föður sínum svo ekki varð á betra kosið. Hann var mikill vinur barnabarnanna sinna og mikill dýravinur. Kisan Bolla og hann voru | ||
Hingað til Eyja fluttu þau Gísli og Stína 1967 og settust að í kjallaranum á Sóleyjargötu 3 | miklir vinir. Þá fór hann flesta daga, eftir starfslok, suður í Kinn og færði þar nokkrum hröfnum, vinum sínum, aö éta. Alltaf á sama stað og tíma. Þessu hafði hann gaman af og var honum líkt. Útför hans fór fram, frá Landakirkju 21. mars sl., að viðstöddu miklu fjölmenni sem sýndi vináttu hans, Stínu og barnanna við fjölda fólks svo ekki varð um villst. Á þann hátt var hann kvaddur hinstu kveðju.<br> | ||
Mágur minn var einstaklega geðþekkur og | Blessuð veri minning Gísla Óskarssonar<br> | ||
miklir vinir. Þá fór hann flesta daga, eftir starfslok, | <div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Friðrik Ásmundsson'''</div><br> | ||
<big>'''Emil Sigurður Magnússon'''</big><br> | |||
Emil Sigurður Magnússon | '''F. 23. september 1923 - I). 16. apríl 2008'''<br> | ||
F. 23. september 1923 - I). 16. apríl 2008 | Foreldrar Emils voru Jónína Sveinsdóttir húsmóðir frá Eyrarbakka og Magnús Gunnarsson sjómaður frá Vík í Mýrdal. Hann var þriðji í röð fimm systkina sem öll eru nú látin: Þau voru: Jóhanna Sigrún, Adólf Hafsteinn, Magnús og Kristján.<br> | ||
Foreldrar Emils voru Jónína Sveinsdóttir | Fjölskyldan átti heima í Sjónarhól, niður við höfn, skammt fyrir ofan Bæjarbryggjuna og við það hús var Emil kenndur til æviloka.. Þetta nána umhverfi við sjóinn mótaði Emil strax ungan og þegar aldur leyfði varð hann sjómaður og lengst af eftirsóttur vélstjóri eftir að því námi lauk. Hann var m. a. hjá Benóný Friðrikssyni í Gröf á Sævari og Gullborgu, Erlingi 3. hjá Sighvati Bjarnasyni í Ási, Andvara og Tý hjá Magnúsi Grímssyni á Felli o.fl. Síðar, árið 1962, lauk hann skipstjórnarprófi á námskeiði sem Stýrimannaskólinn í Reykjavík hélt hér í Eyjum og veitti 120 tonna réttindi. Þegar sjómennskunni lauk varð hann verkstjóri í Fiskiðjunni og seinna á vöruafgreiðslu Herjólfs. Þar lenti hann í slæmu slysi sem hann jafnaði sig aldrei af þrátt fyrir endurhæfingu á Reykjalundi í rúm tvö ár. Þá gerðist hann starfsmaður Áhaldahúss Vestmannaeyja á sóparabílnum og síðar sorpbílnum þar sem hann endaði starfsferil sinn um sjötugt.<br> | ||
Hann var | Á sjómannadaginn 1948 kvæntist hann unnustu sinni, Kristínu Helgu Hjálmarsdóttur. Hún var fædd hér í Eyjum 11. mars 1925 og lést 21. ágúst 1995. Kjörsonur þeirra er Magnús, fæddur 23. ágúst 1953, dáinn um aldur fram 25. nóvember 2006. Hann var lengi stýrimaður og matsveinn bæði á sjó og í landi. Hann eignaðist fimm börn. Elst barna hans er nafninn, Emil Sigurður, fæddur 19. apríl 1973. Hann ólst | ||
Magnús og Kristján. | upp hjá afa sínum og ömmu og eftir lát hennar voru þeir lengst af tveir saman alnafnarnir. Sá eldri var mjög ánægður þegar sá yngri lauk skipstjórnarnámi 2. stigs hér í Eyjum 1999. Þau Emil og Kristín hófu búskap í Langa-Hvammi við Kirkjuveg en lengst var heimili þeirra í Hátúni 8. Þar ofarlega í bænum, næstum því uppi í sveit, undu þau sér vel. Emil var mikill áhugamaður um fótbolta. Alltaf mættur á leiki ÍBV og í sjónvarpinu fylgdist hann meö enska, þýska og spænska boltanum af miklum áhuga. Síðustu árin var hann slæmur í fótum, þá hitti ég hann stundum á bryggjunum. Þar geymdi hann bílinn á vísum stað meðan hann gekk þar um. Á slíkum stundum ræddi hann mikið um þetta áhugamál sitt og ekki fór á milli mála að hann þekkti vel til leikmanna, þjálfara og dómara í fótboltalöndum í Evrópu. Hann var líka að sækjast eftir fréttum af fiskiríi og ööru sem um var að vera á sjónum. Starfsvettvangurinn var lengst þar og hann minntist á þann tíma með ánægju. Hann var dugnaðarforkur og eftirsóttur vélstjóri.<br> | ||
Fjölskyldan átti heima í Sjónarhól, niður | Blessuð veri minning Emils Sigurðar Magnússonar<br> | ||
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Friðrik Ásmundsson'''</div><br> | |||
upp hjá afa sínum og ömmu og eftir lát hennar voru þeir lengst af tveir saman alnafnarnir. Sá eldri var mjög ánægður þegar sá yngri lauk skipstjórnarnámi 2. stigs hér í Eyjum 1999. Þau Emil og Kristín hófu búskap í Langa-Hvammi við Kirkjuveg en lengst var heimili þeirra í Hátúni 8. Þar ofarlega í bænum, næstum því uppi í sveit, undu þau sér vel. Emil var mikill áhugamaður um fótbolta. Alltaf mættur á leiki ÍBV og í sjónvarpinu fylgdist hann meö enska, þýska og spænska boltanum af miklum áhuga. | <big>'''Ólafur Sigurjónsson'''</big><br> | ||
'''F. 9. janúar 1928 - D. 5. mai 2008'''<br> | |||
Ólafur Sigurjónsson var fæddur í Vestmannaeyjum 9. janúar 1928 og hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 5. mai 2008. | |||
Friðrik | Foreldrar hans voru:Sigurjón Olafsson fæddur á Núpi, Vestur EyjaíjölI- um, 17. febrúar 1894, dá- inn 7. júní 1964 og Guö- laug Einarsdóttir fædd á Raufarfelli, Austur Eyjaljöllum, 27. september 1892 dáin 20. október 1990. Bróöir hans var Einar, fæddur 7. janúar 1920, dáinn 14. október 1998. Ólafur var lærður vélstjóri og stundaöi lengst af sjómennsku. | ||
F. 9. janúar 1928 - D. 5. mai 2008 | |||
Ólafur Sigurjónsson var fæddur í Vestmannaeyjum 9. janúar 1928 og hann lést á | |||
Foreldrar hans voru: | |||
Sigurjón Olafsson fæddur á Núpi, Vestur EyjaíjölI- um, 17. febrúar 1894, dá- inn 7. júní 1964 og Guö- laug Einarsdóttir fædd á Raufarfelli, Austur Eyjaljöllum, 27. september 1892 dáin 20. október 1990. Bróöir hans var Einar, fæddur 7. janúar 1920, dáinn 14. október 1998. Ólafur var lærður vélstjóri og stundaöi lengst af sjómennsku. | |||
Hann var um margt einstakur maöur, heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, ljúflyndur og trúr sér og sínum. Þaö var ekki hávaðanum fyrir aö fara þeg- ar hann átti í hlut þó gat hann staðið fastur á sínu þegar því var aö skipta. | Hann var um margt einstakur maöur, heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, ljúflyndur og trúr sér og sínum. Þaö var ekki hávaðanum fyrir aö fara þeg- ar hann átti í hlut þó gat hann staðið fastur á sínu þegar því var aö skipta. | ||
Feröalög voru ekki hans ær og kýr. En hann fór nokkrum sinnum meö foreldrum mínum upp á fasta- landiö og þá oftar en ekki í sumarbústaðinn okkar í Hraunborgum í Grímsnesinu og þá kom fram í hon- | Feröalög voru ekki hans ær og kýr. En hann fór nokkrum sinnum meö foreldrum mínum upp á fasta- landiö og þá oftar en ekki í sumarbústaðinn okkar í Hraunborgum í Grímsnesinu og þá kom fram í hon- |
Útgáfa síðunnar 6. september 2018 kl. 14:50
Magnús Magnússon
F. 10. febrúar 1930 - D. 3. janúar 2009
Magnús Magnússon var fæddur á Miðhúsum í Vestmannaeyjum 10. febrúar 1930 en alinn upp, í næsta nágrenni, á Skansinum og lengst af kenndur við þann stað. Maggi á Skansinum, reyndar seinna þegar hann varð bóndi í Dalabúinu, þá Maggi í Dölum.
Foreldrar hans voru Gíslína Jónsdóttir f. 16. nóvember 1888 d. 22. mars 1984 og Magnús Th. Þórðarson kaupmaður f. 24. desember 1876 d. 1. apríl 1955.
Alsystkini Magnúsar eru: Halldóra, Sigríður, Ívar, Gísli Guðjón, Óskar, Guðrún Lilja, Klara, Þórður og Guðmundur. Samfeðra eru: Þórarinn Sigurður Thorlacius, Magnús Sigurður Hlíðdal, Anna Sigrid, Hafsteinn, Axel og Ólafur Þorbjörn Maríus.
Þarna á Skansinum, nyrst í kaupstaðnum, rétt við innsiglinguna í höfnina, var oftast mikið um að vera. Skansfjaran, Hringskersgarðurinn og klappirnar þar austur af, fullar af lífi og steinsnar sunnan við íbúðarhúsið var sundlaugin. Þeir höfðu því nóg að gera Skansararnir eins og þeir tápmiklu bræður á Skansinum voru oft kallaðir. Í austan stormum blés hann kröftuglega þarna og allt var baðað í sjóroki. Svo kom herinn. Þeir reistu þarna bragga og vöktuðu innsiglinguna, Maggi eignaðist þar góða vini.
Sem strákur var hann í sveit á sumrin, hjá Siggu systur sinni í Þykkvabænum og hjá Jóni bónda í Garðsauka í Hvolhreppi. Ungur byrjaði hann á sjó hjá Guðjóni Valdasyni á Kap, seinna á Helga og togaranum Elliðaey. Hann var mikill bóndi í sér og eignaðist snemma sauðfé heima á Skansinum, En árið 1962 urðu þáttaskil þegar hann, ásamt Daníel Guðmundssyni, keypti kúabú bæjarins í Dölum og árið eftir eignaðist hann það einn. Þarna voru um 70 gripir í fjósi og mikið um að vera við mjaltir, hirðingu kúnna og við heyskap á sumrin. Mjólkin fór á sjúkrahúsið, elliheimilið og mjólkurbúð sem bærinn rak. Þarna var líka ákjósanlegt að vera með kindurnar og hænsni.
Árið 1972 komu reglur sem bönnuðu sölu ógerilsneyddar mjólkur, þá varð sjálfhætt í Dölum. Bærinn keypti fasteignirnar og Maggi sneri sér að öðru. Hann starfaði hjá bænum og í Fiskiðjunni og áfram átti hann kindurnar sem þurftu sína umhirðu. Hann veiddi líka alltaf mikið af lunda í Höfðanum. Snöggur og klár við það eins og annað.
Hinn 7. október 1951 kvæntist hann Birnu Rut Guðjónsdóttur Tómassonar skipstjóra. Þau eignuðust þrjár dætur: Aðalheiði Svanhvíti, gift Eggerti Sveinssyni, þau eiga tvö börn, Gíslínu, gift Gísla Jóhannesi Óskarssyni, þau eiga sex börn, Magneu Ósk, gift Daða Garðarssyni, þau eiga þrjú börn. Þau ólu líka upp dótturdóttur sína, Sólveigu Birnu Magnúsdóttur. Birna og Maggi byrjuðu búskap á Skansinum, síðar á Helgafellsbraut 15. Þau byggðu nýtt hús að Smáragötu 12 eftir gosið. Þaðan lá leiðin að Kirkjuvegi 59 og nú síðast að Kirkjuvegi 31.
Þegar undirritaður eignaðist sauðfé, var oft leitað ráða hjá Magga, kom hann þá boðinn og búinn og leiðbeindi hvenær sem var. Við áttum líka saman smalaferðir í Ystaklett, Elliðaey og víðar á þessum árum. Hann var alltaf harðduglegur og frískur og hreif aðra með sér. Við fórum líka saman um helgar á vetrarvertíðinni á skak á trillunni hans, Ósk VE. Ljómandi ferðir sem gaman er að minnast. Hann átti lengi trillur í kindastússið, skakið og skytterí þegar færi gafst. Enginn var honum fremri í að reykja hvers konar kjöt. Fyrir jól og þjóðhátið var mikið að gera hjá honum því margir vildu fá þetta góða bragð sem hann var þekktur fyrir að skapa. Gíslína dóttir hans hefur nú tekið það að sér og ferst það vel eins og pabbanum.
Síðust tuttugu árin voru Magga erfið. Parkinsonveikin lék hann grátt. En hann bar sig alltaf vel og kollurinn var klár til hinstu stundar. Síðustu tvö árin var hann á sjúkrahúsinu, það var ekki hans stíll en hann bugaðist ekki stóð sig vel til æviloka.
Blessuð veri minning Magnúsar Magnússonar.
Magnús Grímsson frá Felli.
F. 10. sept. 1921 - D. 16. des. 2008.
Magnús Grímsson, skipstjóri frá Felli, lést seint á aðventu sl. vetur, rúmlega 87 ára. Hann var sæmilega heilsuhraustur alveg fram á sitt skapadægur, eldfjörugur í anda, lét fjúka óskafin orð, fyndinn og minnið var óbilað. Það kom því nokkuð á óvart að hann skyldi kveðja svona snöggt þótt aldurinn væri orðinn hár.
Magnús fæddist í Vestmannaeyjum 10. sept. 1921, sonur hjónanna Gríms Gíslasonar skipstjóra, sem var frá Stokkseyri, og konu hans Guðbjargar Magnúsdóttur frá Felli í Vestmannaeyjum. Þau voru fimm systkinin, hin Anton Einar (1924), Anna Sigríður (1928), Gísli (1931) og Guðni (1934). Magnús ólst upp á Felli hjá móðurforeldrum sínum, Magnúsi Magnússyni útvegsbónda og Guðrúnu Þórðardóttur. Sjósókn og útgerð mynda umgerð um líf hans; ætt, æsku og alla ævi síðar.
Þótt Magnús hefði óvenjulegar gáfur, nákvæmni, minni og skarpa athygli, hefur sennilega ekki hvarflað að honum að vera lengur á skólabekk en lagaskyldan bauð, né eyða miklum tíma yfir skólabókum. Hann lauk fullnaðarprófi frá Barnaskólanum í Vestmannaeyja 1935 og fór strax að stússa við útgerð föður síns og afa, í aðgerð, beitningu og öðru sem til féll. Hann hafði frá barnsaldri, 8 eða 9 ára, verið með föður sínum og afa á sumarúthaldi við Eyjar. Það lá því beint við að fara á vetrarvertíð þegar aldur leyfði. Hann var 16 ára orðinn háseti á bát föður síns, Kristbjörgu. Hann fékk stýrimannaréttindi 1943 og varð eftir það stýrimaður á Kristbjörgu og síðar á ýmsum bátum og skipstjóri á styttri úthöldum, m.a. með Skuld. Skipstjóri varð hann samfellt frá 1957, fyrst á Gylfa, síðan Tý, Andvara, Sídon, Ísleifi II. og fleiri bátum. Síðast var hann stýrimaður nokkrar vertíðir á Hrauney með vini sínum Guðjóni Kristinssyni frá Hvoli.
Magnús á Felli var ágætur aflamaður og hélst vel á mannskap. Hann var þeirrar gæfu aðnjótandi á sinni skipstjóratíð að missa aldrei mann. Hann var sérstaklega miðaglöggur og virtist þekkkja hverja nibbu á sjávarbotninum við Eyjar. Á sínum efstu árum hlaut hann viðurkenningu Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi á sjómannadaginn í Vestmannaeyjum 2006 fyrir störf sín á sjó og við útgerð.
Árið 1975 fór Magnús í land, en sagði auðvitað ekki skilið við sjó og útveg því að hann vann við netagerð hjá mági sínum, Guðjóni Magnússyni, og fleirum þar til starfsævi lauk um sjötugt. Þá tóku við rólegri tímar.
Magnús var á yngri árum ágætur íþróttamaður, bæði í frjálsum íþróttum og knattspyrnu. Hann var líka seinna liðtækur golfari og lengi félagi í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Hann var um áratugi í forustusveit íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum og m.a. heiðursfélagi í Knattspyrnufélaginu Þór. Eins og aðrir forustumenn íþróttafélaganna sinnti hann áratugum saman undirbúningi þjóðhátíðarhalda í Herjólfsdal. Ásamt ýmsum öðrum vann Magnús að stofnun ÍBV og sat í fyrstu stjórn þess. Hann var fyrir nokkrum árum sæmdur gullkrossi IBV. Auk alls þessa var Magnús ágætur bridge-spilari og eyddi mörgu kvöldinu með félögum sínum yfir því spili.
Íþróttaáhugi Magnúsar var með ólíkindum. Raunar var svo um fleiri í Eyjum um hans daga og það skýrir auðvitað hve íþróttahreyfingin í Eyjum hefur verið sterk og árangursrík. Magnús fór á alla íþróttaleiki fram á efri ár, fótbolta, frjálsar, golf og annað af því tagi. Og í sjónvarpi fór ekkert fram hjá honum sem tengt var íþróttum, hvort sem það var frumsýnt eða endurtekið. Og ekki var vogandi að heilsa á hann meðan heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð yfir í sjónvarpinu.
Hinn 8. des. 1945 gaf sr. Jes A. Gíslason þau Magnús og Aðalbjörgu Þorkelsdóttur frá Sandprýði (f. 5. mars 1924) saman í hjónaband. Vígslan fór fram á Hól, í skrifstofu hins gamla uppgjafarprests, án mikillar viðhafnar. Konuefnið var úr næsta húsi, systir æskuvinar hans, Bernódusar. Það band, sem sr. Jes batt, dugði vel þótt prakt og veislur væru í lágmarki. Börn þeirra eru fjögur, Magnea, Grímur, Helga og Hafdís, öll búsett í Vestmannaeyjum, og afkomendur eru orðnir margir.
Magnús Grímsson var einstakur maður og um margt sér á parti. Hann var maður gamla tímans í hátt, bjó nær alla ævi á æskuheimili sínu, Felli, stundaði sjó eins og faðir hans og afi höfðu gert. Hann var afar tregur í taumi að fylgja tískustraumum samtímans, en á hinn bóginn frjálslyndur og framsýnn þegar um íþróttir, hans aðaláhugamál, var að tefla.
Það var skemmtilegt að koma að Felli til þeirra hjóna og alltaf mikið fjör, húsbóndinn orðheppinn svo að af bar. En þess utan var hann mikill fræðasjór um menn og málefni í Eyjum á fyrri tíð. Minni hans á atvik í sjóferðum, aflatölur, veðurfar, um ýmislegt í félags- og íþróttalífi, t.d. rangt útspil í 5 laufum fyrir 40 árum, og afleiðingar þess, holu í höggi o.s.frv., var hreint undrunarefni, svo skýrt og nákvæmt sem það var.
Með miklu þakklæti kveður maður slíkan mann sem Magnús Grímsson á Felli var. Hann gerði sannarlega skyldu sína við heimabyggð, fjölskyldu og samferðarmenn, og naut lífsins jafnt í starfi sem áhugamálum sínum.
Hreinn Gunnarsson
F. 18. október 1934 - D. 20. febrúar 2009
Hreinn Gunnarsson fæddist á Dallanda í Vopnafirði og hann lést á Landspítalanum 20. febrúar 2009. Foreldrar hans voru Hansína Sigfinnsdóttir og Gunnar Runólfsson.
Hreinn kvæntist Ástu Sigurðardóttir 18. janúar 1955 og eignuðust þau þrjú börn: Sigríði sem er búsett hér í Eyjum og á tvær dætur, Gunnar búsettur í Noregi, kona hans er Sigurbjörg Magnúsdóttir, þau eiga þrjú börn, Ómar búsettur í Hveragerði, kona hans er Hrefna Sigurðardóttir, þau eiga þrjár dætur. Langafabörnin eru þrjú.
Hreinn var fyrsti maðurinn sem ráðinn var á Gullbergið þegar við hófum útgerð þess á haustdögum 1970. Þar var ekki tjaldað til einnar nætur því hann var á Gullberginu til vors 1997. Ég vissi að honum var þungbært að hætta á sjónum en hann fylgdist alltaf vel með strákunum sínum á Gullberginu. Það var ekki skrítið að hann væri orðinn lúinn eftir það erfiða starf sem sjómennskan er, hafandi verið á sjó frá 15 ára aldri. Hann var sannarlega búinn að skila sínu og vel það. Hreinn var einstaklega húsbóndahollur og eru slíkir menn hverri útgerð ómetanlegir. Hreinn var svo heppinn að eiga hana Ástu sína sem staðið hefur vel með honum, fyrst sem sjómannskona og nú seinni árin í öllum hans veikindum.
Ég vil fyrir hönd okkar hjá útgerðinni þakka áralanga tryggð og vináttu um leið og við sendum Ástu og tjölskyldu allri okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin um Hrein mun lifa með okkur sem þóttu vænt um hann.
Ingvar Gunnlaugsson
F. 13. mars 1930 - D. 15. júní 2008.
Ingvar fæddist á Gjábakka í Vestmannaeyjum 13. mars 1930. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi 15. júní 2008 eftir stutt en mjög erfið veikindi.
Foreldrar hans eru: Gunnlaugur Sigurðsson frá Efra Hvoli í Rangárvallasýslu og Jóna Elísabet Arnoddsdóttir frá Syðstakoti í Miðneshreppi.
Systkini Ingvars eru: Aðalsteinn f. 1910, Þórarinn f. 1913, Sigurbjörg f. 1914, Arnoddur f. 1917, Guðbjörg f. 1919, Jón f. 1920, Elías f. 1922, Guðný f. 1928. Hálfbróðir, samfeðra, er Gunnlaugur Scheving f. 1906.
Ingvar kvæntist Ingibjörgu Helgu Guðmundsdóttur frá Hurðarbaki í Flóa. Börn þeirra eru: Elísabet f. 1956, Guðmundur Kristinn f. 1959, Þröstur og Svanur, tvíburar f. 1963 og yngst er Þuríður f. 1972. Ingvar og fjölskylda bjuggu í Vestmannaeyjum fram að gosi 1973. Húsið þeirra, nýbyggt, fór undir hraun. Þá fluttu þau á Selfoss og áttu þar heima síðan. Til sjós byrjaði Ingvar 15 ára gamall. Skipstjórnarprófi, 2. stigs, lauk hann frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1954. Eftir það var hann á ýmsum bátum, á síldveiðum, togurum og í siglingum. Lengst var hann stýrimaður á Suðurey VE 20 með Arnoddi bróður sínum. Á Selfossi vann hann í mörg ár hjá Kaupfélagi Árnesinga og við Sundhöll Selfoss. Á sínum yngri árum tók hann þátt í dagskrám sjómannadagsins, t. d. koddaslag og stakkasundi, þar sem sundfötin voru sjóhattur, sjóstakkur og klofhá stígvél. Ég var mikið hrifin af bróður mínum þegar hann lét spíttbát draga sig á sjóbretti um alla höfnina í sundskýlu einni saman. Hann var mikið hraustmenni.
Ingvar var íþróttamaður góður. Hann lagði aðallega stund á frjálsar íþróttir, mjög liðtækur í kúluvarpi, spjótkasti og sund stundaði hann mikið, alveg fram undir það síðasta. Hann var mikill náttúrunnandi, hafði gaman að ganga um okkar fallegu eyju og skoða allt sem fyrir augu bar. Fuglunum veitti hann sérstaklega athygli og þekkti flesta íslensku fuglana. Hann fylgdist vel með komu þeirra á vorin.
Blessuð sé minning bróður míns, Ingvars Gunnlaugssonar.
Gunnar Jóhannsson
Frá Þórshöfn á Langanesi.
F. 30. mars 1931 - D. 7. september 2008.
Pabbi var fæddur á Þórshöfn á Langanesi 30. mars 1931, sonur Sigríðar Sveinbjörnsdóttur f. 1914 d. 1997 og Hans Sigurd Joansen frá Færeyjum f. 1909 d. 1987. Þau skildu. Albræður voru: Sveinbjörn og Dagbjartur sem báðir eru látnir.
Sammæðra systkini eru: Þórdís Vilborg, Gerður sem er látin, Bára, Kristján, Anna Aðalheiður sem er látin, Hreinn, Þórkatla, Sigfús, Ævar og Bergþór Heiðar Sigfúsbörn.
Samfeðra systkini eru: Bjarni Heiðar, Helena, Alda Sigurrós, Sigurður Nikulás, Jónína Valgerður og Guðni Svan.
Ungur að aldri fór hann í fóstur að Brimnesi á Langanesi til Guðrúnar Helgu Guðbrandsdóttur f. 1893 d. 1990 og Guðjóns Helgasonar f. 1876 d. 1955. Fóstursystkinin eru: Fanney og Klara sem eru látnar, Hulda, Una, Baldur sem dó á fyrsta ári, Bryndís og Baldur. Pabbi fór ungur að stunda sjóinn og réri á trillu frá Þórshöfn. Til Eyja kom hann mjög ungur og fékk inni hjá hjónunum Arnoddi og Önnu og þeirra fjölskyldu á Gjábakka. Var honum vel tekið og varð hann einn af heimilisfólkinu enda talaði pabbi alltaf af virðingu um þetta sæmdarfólk, Kallaði þau alltaf hina fjölskylduna sína. Reri hann lengi með Arnoddi á Suðurey og seinna með Aðalsteini bróður hans á Atla. Á sumrin fór hann á æskustöðvarnar heim á Þórshöfn og reri á trillu, fyrst með fósturföður sínum meðan hann lifði, síðar með fósturbróður sínum Baldri en á þeim tíma áttu þeir trillu saman. Meðan pabbi bjó hjá Arnoddi og Önnu, fara móður mín, Elín K. Sigmundsdóttir frá Nikhól, f. 28. febrúar 1936 d. 30. desember 2000, og hann að draga sig saman. Mamma vann þá hjá Bílastöðinni við að bera út reikninga og kom þá oft á Gjábakka. Seinna hefja þau búskap og eignast þrjú börn: Klara f. 3. mars 1955, búsett á Selfossi, gift Víði Óskarssyni, eiga þau tvö börn: Hlyn og Birki, fyrir átti Klara tvö börn með Páli Ragnarssyni en hann lést af slysförum á nýársdag 1983. Þau eru: Ragnar Freyr, maki Telma B. Bárðardóttir, þau eiga tvö börn og Helga Lind, gift Tómasi Ibsen. Elsa f. 7. febrúar 1961, búsett í Vestmannaeyjum, gift Birni Indriðasyni, þau eiga tvö börn: Elínu Sigríði, gift Símoni Þór Eðvarðssyni, þau eiga þrjú börn og Elva Dögg, hún á eitt barn, barnsfaðir hennar er Gunnar Páll Kristjánsson. Gunnar Hallberg f. 27. febrúar 1972, búsettur í Reykjavík. Hann á tvö börn, Rakel Ösp, barnsmóðir Elín Hafsteinsdóttir og Andrian Ari, barnsmóðir Anna Isabella Gróska. Seinna reri pabbi með afa mínum, Sigmundi Karlssyni, og mági hans Konráði á Hrafni Sveinbjarnarsyni. Hann var vertíð á Hilmi, gamla Gullbergi o.fl. bátum. En síðasti báturinn sem hann reri á var hjá afabróður mínum, Karli Karlssyni á Búrfellinu í Þorlákshöfn 1974 - 1975 en varð þá fyrir slysi og varð að hætta sjómennsku. Milli þess að pabbi var á sjó, vann hann ýmis verk í landi. Um tíma hjá Herjólfsafgreiðslunni, bræðslunni, við beitningu o. fl. störf, síðast hjá Heildverslun Gísla Gíslasonar. Allt sem hann tók sér fyrir hendur, leysti hann af samviskusemi og heiðarleika hvort sem var á sjó eða í landi enda velliðinn verkmaður. Í gosinu flutti fjölskyldan, fyrst í Þorlákshöfn og síðan til Reykjavíkur. Þau fluttu ekki aftur til Eyja en margar urðu ferðirnar hingað því taugar til Eyjanna voru sterkar. Eftir að mamma dó, átti pabbi það til að hringja í mig og segja. “Ég er búinn að setja tannburstann í rassvasann„. Það þýddi að hann var á leiðinni hingað og oft kom hann bara með tannburstann. Í Reykjavík vann pabbi við verkstjórn hjá Kirkjusandi hf. til fjölda ára þar til hann varð að hætta vinnu eftir hjartaaðgerð 1997. Hann veiktist svo skyndilega að kvöldi 6. september 2008 og lést daginn eftir.
Elsku pabbi. Fyrir hönd okkar systkinanna. Takk fyrir allt.
Harry Pedersen
F. 7. febrúar 1936 - D. 21.
Foreldrar hans voru Johan Pedersen frá Noregi og Stefanía Guðmundsdóttir frá Tjörnum í Skagafirði.
Bræður hans eru: Villy Pedersen búsettur í Kópavogi, Guðmundur Elí Pedersen búsettur í Hafnarfirði og hálfbróðirinn Steían Pedersen búsettur á Sauðárkróki.
Harry kvæntist Margréti Jónsdóttur frá Vestmannaeyjum og eignuðust þau þrjú börn, Stefán Pedersen og Karólínu Pedersen, sem bæði eru búsett í Noregi, og barn fætt andvana. Margrét er, nú um stundir, búsett í Noregi hjá Karólínu og Stefáni.
Harry ólst upp á Siglufirði til 15 ára aldurs þá, árið 1951, flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Hann starfaði í fiskbúð föður síns til 1953 og síðan á Keflavíkurflugvelli við ýmis störf til 1957. Síðan var hann á sjó á Auðuni GK 27 í tvö ár. Því næst í svampframleiðslu hjá Pétri Snæland o.fl. störf til 1971 þegar hann flutti til Vestmannaeyja með fjölskyldu sína og hóf störf við sjómennsku á bátum þar, m.a. Haferni VE 23 og Sæfaxa VE 25. Síðustu starfsárin starfaði hann í Skipaviðgerðum en var hættur störfum nokkrum árum áður en hann lést. Harry hafði alla tíð ríka ábyrgðartilfinningu sem elsti bróðirinn í fjölskyldunni, bæði gagnvart okkur yngri bræðrunum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Öll fjölskyldutengsl voru honum mikilvæg og hann hélt alla tíð góðum tengslum við vini og kunningja sem hann eignaðist á lífsleiðinni. Væntanlega eru fáir á þessu landi sem hafa farið oftar með ferjunum Smyrli og Norrænu milli Íslands og meginlandsins. Þær hafa verið komnar vel á þriðja tuginn, í tengslum við heimsóknir, til barnanna þeirra í Noregi. Hluti þessara ferða var að koma við í fæðingarbæ sínum, Siglufirði, til að hitta kunningja og ættingja á leiðinni austurá Seyðisfjörð. Einnig notaði hann ferðirnar til að hlúa að norskum rótum sínum. Það er okkur ættingjum mikil eftirsjá aö missa þennan trausta mann og vin sem kvaddi alltof fljótt.
Gísli Óskarsson
F. 19. júní 1939 - D. 12. mars 2009.
Gísli Óskarsson fæddist í Vestmannaeyjum 19. júní 1939. Foreldrar hans voru Guðný Svava Gísladóttir, húsfreyja frá Arnarhóli í Vestmannaeyjum og Óskar Pétur Einarsson frá Búðarhóli í Landeyjum, skipasmiður og síðar lengi lögreglumaður. Þau bjuggu lengst af í Stakkholti við Vestmannabraut og við það hús var Gísli kenndur, sem Gísli í Stakkholti. Systkini hans eru: Guðný, gift Páli Sæmundssyni, Valgerður Erla, gift undirrituðum, Rebekka, gift Ara Pálssyni, bæði látin, Sigurbjörg Rut, gift Atla Einarssyni og Einar í sambúð með Guðbjörgu Elínu Heiðarsdóttur.
Eins og margir Eyjapeyjar var Gísli í sveit undir Austur Eyjafjöllum í Drangshlíð hjá Kristjáni Magnússyni bónda þar. En starfsævin var á sjónum Hann byrjaði á síld, fimmtán ára, á Sigurfaranum með Óskari Ólafssyni á Garðstöðum, fyrir Norðurlandi en lengst af var hann vélstjóri bæði á fiski - og fraktskipum. Hann lauk námi hjá vélstjóradeild Fiskifélags Íslands í Reykjavík 1964 og fékk þá svokallaö meiravélstjórapróf sem veitti 1000 hestafla réttindi sem seinna voru hækkuð. Hann varð þá strax vélstjóri á skipum frá Patreksfirði, Helgu Guðmundsdóttur með Finnboga Magnúsyni og Jóni Þórðarsyni með Héðni Jónssyni. Seinna hér í Eyjum á Sjöstjörnunni og Kristbjörgu hjá Sveini Hjörleifssyni. Á tímann þar um borð minntist hann oft. Alltaf mikill afli og Sveinn einstakur og eftirminnilegur maður sem gott var að vera hjá. Hann var líka hjá Berg Hugin á Vestmannaey og Smáey. Þá sigldi hann um tíma hjá Hafskip og Sjóleiðum, alltaf vélstjóri. Siðast starfaði hann vélstjóri hjá Vestmannaeyjahöfn á grafskipinu og leysti vélstjórann á Lóðsinum af í sumarleyfum.
Allir sem þekktu vissu að Gísli var afbragðs vélstjóri, samviskusamur, snyrtimenni og þá var ekki hávaðinn í kringum hann. Nokkru áður en starfsævi lauk varð hann að hætta vegna veikinda í baki. Áhugamál Gísla var flug. Hann vissi mikið um þá tækni. Sótti flugsýningar erlendis þegar færi gafst og kynnti sér allt sem hann gat um flugvélar. Árið 1986 tók hann einkaflugmannspróf og flaug víða um land eftir það, á flugvél sem hann átti með flugvinum sínum. Oft tók hann vini og ættingja með og bar þeim saman um að það hefðu verið góðar ferðir. Hann þekkti landið vel og stundum var komið við hjá vinum uppi á landi í smáheimsóknir.
Gísli kvæntist Kristínu Haraldsdóttur frá Patreksfirði 30. desember 1961. Hún er fædd þar 25. september 1938. Gísli var þá á togaranum Ólafi Jóhannessyni sem var þaðan, en Stína vann á símstöðinni þar sem þau hittust fyrsta sinni. Fyrstu sjö árin áttu þau heimili á Patreksfirði og þar eignuðust þau börnin sín þrjú: Guðnýju Svövu, Sigrúnu Olgu og Styrmi. Guðný Svava er gift Sigurði Einarssyni, þau eiga tvö börn, frá fyrra hjónabandi á Guðný Svava þrjú börn. Sigrún Olga á tvö börn og Styrmir er kvæntur Hólmfríði Ásu Sigurpálsdóttur, þau eiga eina dóttur. Hólmfríður Ása á þrjú börn frá fyrra hjónabandi.
Hingað til Eyja fluttu þau Gísli og Stína 1967 og settust að í kjallaranum á Sóleyjargötu 3 en 1970 keyptu þau hæðina fyrir ofan og hafa búið þar síðan.
Mágur minn var einstaklega geðþekkur og ljúfur maður. Aldrei nein háreysti þar á bæ. Þarna líktist hann mjög öðlingnum föður sínum svo ekki varð á betra kosið. Hann var mikill vinur barnabarnanna sinna og mikill dýravinur. Kisan Bolla og hann voru
miklir vinir. Þá fór hann flesta daga, eftir starfslok, suður í Kinn og færði þar nokkrum hröfnum, vinum sínum, aö éta. Alltaf á sama stað og tíma. Þessu hafði hann gaman af og var honum líkt. Útför hans fór fram, frá Landakirkju 21. mars sl., að viðstöddu miklu fjölmenni sem sýndi vináttu hans, Stínu og barnanna við fjölda fólks svo ekki varð um villst. Á þann hátt var hann kvaddur hinstu kveðju.
Blessuð veri minning Gísla Óskarssonar
Emil Sigurður Magnússon
F. 23. september 1923 - I). 16. apríl 2008
Foreldrar Emils voru Jónína Sveinsdóttir húsmóðir frá Eyrarbakka og Magnús Gunnarsson sjómaður frá Vík í Mýrdal. Hann var þriðji í röð fimm systkina sem öll eru nú látin: Þau voru: Jóhanna Sigrún, Adólf Hafsteinn, Magnús og Kristján.
Fjölskyldan átti heima í Sjónarhól, niður við höfn, skammt fyrir ofan Bæjarbryggjuna og við það hús var Emil kenndur til æviloka.. Þetta nána umhverfi við sjóinn mótaði Emil strax ungan og þegar aldur leyfði varð hann sjómaður og lengst af eftirsóttur vélstjóri eftir að því námi lauk. Hann var m. a. hjá Benóný Friðrikssyni í Gröf á Sævari og Gullborgu, Erlingi 3. hjá Sighvati Bjarnasyni í Ási, Andvara og Tý hjá Magnúsi Grímssyni á Felli o.fl. Síðar, árið 1962, lauk hann skipstjórnarprófi á námskeiði sem Stýrimannaskólinn í Reykjavík hélt hér í Eyjum og veitti 120 tonna réttindi. Þegar sjómennskunni lauk varð hann verkstjóri í Fiskiðjunni og seinna á vöruafgreiðslu Herjólfs. Þar lenti hann í slæmu slysi sem hann jafnaði sig aldrei af þrátt fyrir endurhæfingu á Reykjalundi í rúm tvö ár. Þá gerðist hann starfsmaður Áhaldahúss Vestmannaeyja á sóparabílnum og síðar sorpbílnum þar sem hann endaði starfsferil sinn um sjötugt.
Á sjómannadaginn 1948 kvæntist hann unnustu sinni, Kristínu Helgu Hjálmarsdóttur. Hún var fædd hér í Eyjum 11. mars 1925 og lést 21. ágúst 1995. Kjörsonur þeirra er Magnús, fæddur 23. ágúst 1953, dáinn um aldur fram 25. nóvember 2006. Hann var lengi stýrimaður og matsveinn bæði á sjó og í landi. Hann eignaðist fimm börn. Elst barna hans er nafninn, Emil Sigurður, fæddur 19. apríl 1973. Hann ólst
upp hjá afa sínum og ömmu og eftir lát hennar voru þeir lengst af tveir saman alnafnarnir. Sá eldri var mjög ánægður þegar sá yngri lauk skipstjórnarnámi 2. stigs hér í Eyjum 1999. Þau Emil og Kristín hófu búskap í Langa-Hvammi við Kirkjuveg en lengst var heimili þeirra í Hátúni 8. Þar ofarlega í bænum, næstum því uppi í sveit, undu þau sér vel. Emil var mikill áhugamaður um fótbolta. Alltaf mættur á leiki ÍBV og í sjónvarpinu fylgdist hann meö enska, þýska og spænska boltanum af miklum áhuga. Síðustu árin var hann slæmur í fótum, þá hitti ég hann stundum á bryggjunum. Þar geymdi hann bílinn á vísum stað meðan hann gekk þar um. Á slíkum stundum ræddi hann mikið um þetta áhugamál sitt og ekki fór á milli mála að hann þekkti vel til leikmanna, þjálfara og dómara í fótboltalöndum í Evrópu. Hann var líka að sækjast eftir fréttum af fiskiríi og ööru sem um var að vera á sjónum. Starfsvettvangurinn var lengst þar og hann minntist á þann tíma með ánægju. Hann var dugnaðarforkur og eftirsóttur vélstjóri.
Blessuð veri minning Emils Sigurðar Magnússonar
Ólafur Sigurjónsson
F. 9. janúar 1928 - D. 5. mai 2008
Ólafur Sigurjónsson var fæddur í Vestmannaeyjum 9. janúar 1928 og hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 5. mai 2008.
Foreldrar hans voru:Sigurjón Olafsson fæddur á Núpi, Vestur EyjaíjölI- um, 17. febrúar 1894, dá- inn 7. júní 1964 og Guö- laug Einarsdóttir fædd á Raufarfelli, Austur Eyjaljöllum, 27. september 1892 dáin 20. október 1990. Bróöir hans var Einar, fæddur 7. janúar 1920, dáinn 14. október 1998. Ólafur var lærður vélstjóri og stundaöi lengst af sjómennsku.
Hann var um margt einstakur maöur, heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, ljúflyndur og trúr sér og sínum. Þaö var ekki hávaðanum fyrir aö fara þeg- ar hann átti í hlut þó gat hann staðið fastur á sínu þegar því var aö skipta.
Feröalög voru ekki hans ær og kýr. En hann fór nokkrum sinnum meö foreldrum mínum upp á fasta- landiö og þá oftar en ekki í sumarbústaðinn okkar í Hraunborgum í Grímsnesinu og þá kom fram í hon-
um strákurinn þegar barnabörnin komu í heimsókn, þá var hann kátur og tók þátt í uppátækjum þeirra. Á síðustu árum var ekki viðkomandi að ná honum í heimsókn til okkar nema þegar ég gat beðið hann að koma að hjálpa mér að smíða sólpall við bústaö- inn. Fyrst smíðuðum við 10 fermetra pall, veðrið var okkurekki hliðhollt því megnið aftímanum sem það tók var rigningarsuddi. Viö vorum reknir frá verk- inu þegar eiginkonan sá að Óli fékk í sig rafmagns- stuð ítrekað frá borvélinni og fannst honum óþarfi að hætta af því tilefni. Tveimur árum síðar (2004) kom Óli aftur í viðameira verk þegar smíðaður var 30 fermetra pallur með geymslu og nú í betra veðri og allt gekk vel, haldið var vel upp á verklok með grillveislu og tilhcyrandi grillvökva.
Um áramótin 2006 og 2007 greindist Óli með lungnakrabbamein, var honum boðið upp á lyfja- og eða geislameðferð sem hann hafnaði alfarið. Hon- um var sagt aö hann gæti reiknað með örfáum mán- uðum en hann kollvarpaöi því, lifði allt árið 2007 og framundir mitt ár 2008 til 5. maí það ár. Hann átti þarna góöan tíma, bjó einn eins og áður og sá um sig sjálfur þar til í apríl á síðasta ári þegar hann lagð- ist inn á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þar sem hann fékk frábæra þjónustu frá „stelpunum“, auk þess sem félagi hans Bói í Túni sótti hann á hverjum degi í bíltúr þar sem farinn var hefðbundinn rúnt- ur með viðkomu í Skýlinu þar sem þeir hittu alla gömlu jaxlana og heimsmálin voru rædd og leyst. Bóa vil ég þakka og öllum öðrum sem gerðu líf Óla þessa mánuði mun gæfuríkari en ella hefði orðið. Nokkrum sinnum reyndi ég að fá Óla til að nefna ártöl í tengslum við starfsferil hans. Hann eyddi því alltaf með þeim orðum, „þú skrifar ekkert um mig“. Hann talaði oft um árin á Sjöfninni, þau voru hon- um kær þar sem hann var lengi vélstjóri hjá Þor- steini Gíslasyni skipstjóra. Hann hafði líka verið á Álseynni, þeirri færeysku. Hann og Siggi Vídó, Sig- urgeir Ólafsson, fóru saman í útgerð og áttu Lund- ann, 55 tonna bát, í nokkur ár. Eftir þann tíma fór hann í land, fyrst í Veiðarfæragerð Vestmannaeyja, Ísíelagið, laxeldisstöð ísno og endaði starfsævina í Lifrarsamlaginu.
Að endingu þakka ég þér Óli fyrir ævilanga vin- áttu og margar ógleymanlegar stundir sem við áttum saman. Sömuleiðis þakkar Katla, dætur og barna- börn, fyrir ást og vináttu sem þú sýndir þeim.
Far þú í friði vinur
Óskar Einarsson
Arnfrið Heiðar Björnsson F. 7. júlí 1947 - D. 28. apríl 2008 Arnfrið Heiðar var fæddur í Norður-Gerði í Vestmannaeyjum, son- ur Björns Eiríks Jóns- sonar, sjómanns, bónda og útvegsbónda, f. 1884, d. 1979 og Brynheiðar Ketilsdóttur frá Dyrhóla- hreppi í Mýrdal, f. 1907, d. 2005. Arnfrið Heiðarvarsjötti í röðinni af sjö systkinum. Systkin hans, samfeðra, voru Guðbjörg Árný f. 1907, d. 1921; Indlaug Val- gerður, f. 1910, d. 1990; Jón, f. 1913, d. 1999; Árni Guöbjörn f. 1923, d. 1982. Albræður hans voru Hallberg, f. 1940, d. 1971 og Guðlaugur Grétar, f. 1950. Arnfrið Heiðar ólst upp hjá foreldrum sínum í Norður-Gerði mcð fögru útsýni yfir bæinn og höfnina, fjallahringinn í norðri og austureyjarnar, Landeyjar og Eyjafjöll, allt austur að Dyrhólaey. Hann hóf sína sjómennsku árið 1961, 14 ára gam- all, á sumarúthaldi á Birni riddara VE 127, með Sigurði Bjarnasyni frá Hlaðbæ og var ráðinn upp á hálfan hlut eins og títt var með unglinga á þeim árum. Væntanlega hefur Sigurði í Hlaðbæ líkað vel við piltinn því að Arnfrið var á Birni riddara í þrjú sumur og að sjálfsögðu upp á heilan hlut. Þarna var hann kominn með góöa reynslu, ákveðinn í að gera sjómennskuna aö sínu ævistaifi, rétt eins og bræður hans, faðir, afi og langafi höfðu gert í hundrað ár samfleytt frá Eyjum, frá árinu 1861. Næstu árin var stundaöi hann sjó frá Eyjum með mörgum þekktum aflamönnum, á Halkion VE með Stefáni Stefánssyni, Krislbjörgu VE meö Sveini Hjörleifssyni, Þorgeiri VE með Grétari Skaftasyni og á ísleifi IV VE með Jóni Valgarð Guðjónssyni frá 1967 til 1971. Það ár ákvað hann að fara í út- gerð með frænda sínum, Eggert Olafssyni frá Víði- völlum. Keyptu þeir 20 tonna bát, sem fékk nafnið Freyja VE, og voru á trolli á honum. En eldgosið 1973 breytti ýmsu í lífi Eyjamanna og þaö varð að samkomulagi milli þeirra frænda að selja bátinn í desember 1973. Eftir það var hann með Jóni Val- garö á Gunnari Jónssyni VE og síðan á ísleifi VE með Gunnari Jónssyni. Tuttugu ára sjómennskuferli lauk svo hjá Guðjóni Pálssyni á Gullbergi VE. Arnfrið Heiðar kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Odu Debes, í Eyjum. Hún er frá Þórshöfn í Færeyjum, fædd 23. janúar 1948. Þau giftu sig 14. júní 1969 og áttu sitt heimili í Eyjum frá 1966 til 1984 þegar þau ákváöu aö flytja til Færeyja. Börn þeirra eru tjögur, Elsa, f. 1966; Helga, f. 1971; Hall- berg, f. 1972 og Ólafur Debes, f. 1973. í Færeyjum starfaöi hann hjá Tórshavnar Skipa- smiöju í 24 ár, allt til dauöadags og ávann sér traust og vináttu samstarfsmanna og yfirmanna, rétt eins og hann geröi meðan hann stundaöi sjó. Arnfrið Heiöar var jarösunginn frá Vesturkirkjunni í Þórs- höfn í Færeyjum 4. maí 2008 og hvílir í kirkjugarö- inum þar. Við Arnfrið Heiðar vorum samskipa á ísleifi VE um tíma og fór vel á með okkur. Assi í Geröi, eins og hann var kallaður um borö, var ekki bara hörku- duglegur og góður sjómaður heldur líka einstaklega viömótsgóður, léttur og skemmtilegur félagi sem átti auðvelt meö að sjá ljósu hliðarnar á tilverunni. Ævinlega fyrstur á dekk þegar ræst var, gekk yfir- leitt í erfiöustu verkin og síðan hrókur alls fagnaðar á góöum stundum. Hún er góö, minningin um slíka skipsfélaga. Sigurgeir Jónsson Pétur Kristjánsson F. 12. mars 1956 - D. 10. nóvember 2008 Pétur Kristjánsson var fæddur 12.3. 1956 í Sveinatungu, Garöabæ. Hann lést 10. nóvember sl. á heimili sínu í Vest- mannaeyjum. Foreldr- ar hans voru Ingibjörg Eyjólfsdóttir kennari, f. 23.10. 1925, og Kristj- án Ragnar Flansson for- stjóri Gólfteppagerð- arinnar, f. 10.1. 1926, d. 22.9. 1958. Systkini Péturs eru: Hans Kristjánsson verslunarmaður, f. 27.9. 1945, d. 13.6. 2008. Helga Kristjánsdóttir, f. 25.11. 1948, d. 6.1. 1954. Eyjólfur Kristjánsson skipstjóri, f. 17.5. 1951. María Helga Kristjánsdóttir, f. 12.5. 1958. Sambýliskona Péturs til margra ára var Linda Björk Svansdóttir Geirdal, f. 5.9. 1959, og áttu þau saman tvíburana Inga Rafn og Svan, sagnfræöinema viö HÍ og doktorsnema í Bandaríkjunum, f. 11.4. 1981. Þau slitu samvistum. Pétur kvæntist 29.1. 2000 Carmelu Concha And- ema Mabale f. 24.3. 1973. Þau skildu í desember 2007. Sonur hennar og fóstursonur Péturs er Ant- onio Ndong Nsambi („Dillan“), f. 15.12. 1994. Pétur var sjómaður á ýmsum fragtskipum þar til hann fluttist til Vestmannaeyja fyrir um 15 árum. 88 Var hann þar á fiskiskipum, lengst af á Vestmannaey VE, ýmist sem kokkur eða háseti. Pétur var mikill tónlistarmaöur, samdi tónlist og spilaöi meö mörg- um hljómsveitum í gegnum árin, t.d. Paradís. Seint á síðasta ári kvöddum viö Pétur Kristjáns- son, góðan félaga sem lést langt um aldur fram. Eg kynntist Pétri þegar hann réð sig til okkar á Vest- mannaey VE í febrúar 1997 þar sem hann starfaði með okkur allt fram undir það síðasta. Hann gegndi störfum bæði sem háseti og kokkur og fórst það vel úr hendi. Hann var duglegur sjómaður og flinkur matreiðslumaður. Það var gaman aö hitta Pétur þeg- ar komið var að landi því alltaf hafði hann frá mörgu að segja eftir túrinn og hann hafði gott lag á að segja skemmtilega frá því sem á dagana haföi drifiö. Tónlistin kemur alltaf upp í hugann þegar minnst er á Pétur, því hann var afskaplega músíkalsk- ur. Hann samdi lög og flutti þannig að unun var að heyra. Tónlistina stundaði Pétur alltaf meðfram ööru og skipaði hún veglegan sess í lífi hans. Pétur leigði hjá okkur á Lyngfelli þar sem hann kom sér vel fyrir með hljóðfærin og hafði góða að- •• stöðu til að taka upp tónlist. 01 lu var þessu vel fyrir komið og vandað eins og allt sem Pétur tók sér fyrir hendur því hann var vandvirkur og vildi ganga frá hverju verki sínu þannig að sómi væri að. Það var alltaf gaman aö koma á Lyngfell til Péturs og ber þar hæst er við hjónin ásamt íjölda gesta sótt- um brúðkaup hans og Carmelu fyrir nokkrum árum. Þar var sannarlega glatt á hjalla og greinilegt að Pét- ur lagði mikinn metnað í brúðkaupið og augljóst var hann vildi vanda sig við þá framtíð sem hann vildi búa eiginkonu sinni og syni hennar. Blessuð sé minning Péturs Kristjánssonar. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður Þorvaldur Þorvaldsson F. 13. mars 1948 - D. 2. mars 2009 Þorvaldur Þorvaldsson fæddist í Vestmannaeyjum 13. mars 1948. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 2. mars 2009. Foreldrar hans voru Sigríður Einars- dóttir, f. 5.2. 1922, d. 9.6. 1989 og Hans Þorvald- ur Sveinsson, f. 16.10. 1913, d. 23.7. 1947, og , kynntist Þorvaldur aldrei | foður sínum. Fósturfaðir Þorvaldar var Sigurður Jóhannesson, f. 20.8. 1925, SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA d. 4.4. 2006. Systkini Þorvaldar eru Gunnar, f. 8.7. 1939, Elín, f. 11.10. 1941, Anna Sigurlaug, f. 19.3. 1944, Sæunn,f. 8.5. 1946, Erla, f. 25.12. 1950, Hall- dór, f. 19.12. 1953, Einar, f. 26.3. 1955, Björk, f. 7.5. 1957, Sæmundur, f. 5.2. 1960 og Sigurður, f. 27.2. 1964, d.5.8. 1990. Þorvaldur kvæntist 28.12. 1979 Sigríöi Björk Þór- isdóttur, f. 12.7. 1951. Hún er dóttir Þóris Valdimars Ormssonar, f. 28.12. 1927 og Júlíönu Svanhildar Hálfdánardóttur, f. 4.5. 1932. Börn Þorvaldar og Sigríóar eru 1) Svanhildur Margrét Ólafsdóttir, f. 9.5. 1970, maki Jón Þór Þorvaldsson, f. 13.2. 1979. Börn hennar eru Eyþór Freyr, f. 26.4. 1994, Smári Hrafn, f. 4.11. 1995 og Dagbjört Diljá, f. 3.12. 1999. Sonur þeirra er Þorvaldur, f. 29.3. 2007. 2) Þórir Valdimar Indriðason, f. 8.3. 1974, maki María Hrund Guðmundsdóttir, f. 15.2. 1974, sonur þeirra er Hafþór Örn, f. 29.4. 1996. 3) Anna Heiðrún, f. 28.9. 1980, maki Samúel Helgason, f. 12.4. 1980. Börn þeirra eru Alexandra Líf, f. 9.3. 2001 og Helgi, f 7.10. 2006. 4) Þorvaldur Ægir, f. 24.9. 1985. Þorvaldur var sjómaður nær alla sína tíð, lengst á togaranum Vestmannaey frá Vestmannaeyjum. Hann var mikill stuðningsmaður knattspyrnuliðsins Manchester United og meðlimur í Golfklúbbi Borg- arness þar sem hann f'ann sig í golfinu. Hann var einnig mikill áhugamaður um bridge. Minning Þorvaldar Þorvaklssonar, eða Valda eins og við kölluðum hann, er í mínum huga tengd því sem er varanlegt eða gott og endist. Nýlega var ég að lesa í Spekiriti Síraks, eða Síraksbók, þar sem hann kemur inn á svo margt sem er til heilla í mann- legu lífi. Þar segir einstaklega fallega: „Gjafir Drottins reynast guðræknum varanlegar, velþóknun hans veitir ævarandi heill.“ Og þegar ég frétti af andláti Þorvaldar kom þetta vers strax upp í hugann enda var þessi lífsspeki enn í fersku minni. Sumt er þannig í mannlegum samskiptum að það endist og reynist vera til heilla, öllum sem tengjast vináttuböndum. Valdi var í ein 25 ár í skipsrúmi hjá okkur, og þótt hann flytti upp í Borgarnes kom aldrei annað upp í huga nokkurs er til þekkti að það breytti nokkru um plássið hans sem Eyjamaður. Valdi byrjaöi hjá okkur á gömlu Vestmannaey Ve 54 í júlí 1978. Hann flutti í Borgarnes 1982 og kom aftur til okkar 1987 og þá á Vestmannaey sem frystitogara. Þegar Vestmannaey kom svo ný frá Póllandi byrjaði Valdi þar. í hugum útgerðarmanns og skipverja sem voru honum sam- skipa á hverjum tíma var hann ómetanlegur. Valdi var í eðli sínu einstaklega trúr því sem hann tók sér f'yrir hendur. Trúmennskan einkenndi hann hvort seni við sáum hann sem fjölskyldumann, Eyjamann eða í starfi sínu til sjós. Hann unni starfi sínu, vann það vel og vildi að allt um borð væri í fdstum skorðum og hlutirnir rétt gerðir. Hann sinnti skyldustörfum sínum af kostgæfni, var vinnufús og sístarfandi og afar traustur til sjós. Vandfundinn er sá sjómaður sem heldur slíkri tryggð.Vandfundinn er sá sem skipar slíkt pláss í hugum allra er með honum róa og með honum starfa. Ur því verða sterk tryggðabönd. Varla er hægt að minnast Valda áns þess að víkja að ástríðufullum áhuga hans á fótbolta og hinu mikla dálæti hans á Manchester United. Fátt veitti honum meiri gleði en ferðirnarsem hann fórtil Manchester til aö sjá liðið sitt spila á Old TrafTord, enda fengum við vinnufélagar hans oft að heyra skemmtilegar frásagnir af ferðunum. Guð blessi minningu Þorvaldar og veiti ástvinum hans huggun, styrk og frið. iMagnús Kristinsson, útgerðarmaður