„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008/Skipakomur 2007 - Vestmannaeyjahöfn“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<center>'''VESTMANNAEYJAHÖFN'''</center><br> | <center>'''VESTMANNAEYJAHÖFN'''</center><br> | ||
<big><big><center>'''Skipakomur 2007'''</center | <big><big><center>'''Skipakomur 2007'''</center><br> | ||
[[Mynd:Skipakomur tafla 1 Sdbl.2008.jpg|miðja|thumb]] | |||
Í árslok 2007 er eftirfarandi fjöldi skipa skráður í Vestmannaeyjum skv. gögnum hafnarinnar. | Í árslok 2007 er eftirfarandi fjöldi skipa skráður í Vestmannaeyjum skv. gögnum hafnarinnar. | ||
[[Mynd:Skipakomur tafla 2 Sdbl.2008.jpg|miðja|thumb]] | |||
Guðmundur VE 29 er stærstur 2490 bt Auk þess eru á skrá hafnarinnar ferjan Herjólfur 3354 bt, Lóðsinn, dráttarbátur, 156 bt og Léttir, hafnarbátur, 8,4 bt.<br> | Guðmundur VE 29 er stærstur 2490 bt Auk þess eru á skrá hafnarinnar ferjan Herjólfur 3354 bt, Lóðsinn, dráttarbátur, 156 bt og Léttir, hafnarbátur, 8,4 bt.<br> | ||
Lína 11: | Lína 11: | ||
Framkvæmdir við höfnina á árinu 2007 voru þær að Básaskersbryggjan var endurbyggð að mestu, nýtt þil rammað niður að norðan - og austanverðu og skipt um jarðveg að hluta.<br> | Framkvæmdir við höfnina á árinu 2007 voru þær að Básaskersbryggjan var endurbyggð að mestu, nýtt þil rammað niður að norðan - og austanverðu og skipt um jarðveg að hluta.<br> | ||
Einnig var byrjað að lagfæra Bæjarbryggjuna sem varð 100 ára á árinu.<br> | Einnig var byrjað að lagfæra Bæjarbryggjuna sem varð 100 ára á árinu.<br> | ||
[[Mynd:Óli Sveinn Bernharðsson Sdbl. 2008.jpg|thumb|337x337dp|Óli Sveinn Bernharðsson. Óli var vélstjóri á gamla Lóðsinum frá miðju ári 1986 og þeim n´´yja frá janúar 1998 til ársloka 2007, alls í rúm 20 ár.]] | |||
'''STÆRRI OG STÆRRI SKIP'''<br> Lengst af hafa hafnsögumenn og skipstjórar verið að taka stærri og stærri skip inn í höfnina. Sl. sumar má segja að tvisvar hafi eldri met verið slegin hvað þetta varðar.<br> | '''STÆRRI OG STÆRRI SKIP'''<br> Lengst af hafa hafnsögumenn og skipstjórar verið að taka stærri og stærri skip inn í höfnina. Sl. sumar má segja að tvisvar hafi eldri met verið slegin hvað þetta varðar.<br> | ||
Hinn 17. júlí 2007, kom skemmtiferðaskipið Funchal hingað í höfn í fyrsta skipti en hafði komið nokkrum sinnum áður á legu. Funchal er 154 m langt, um 20 þúsund brúttótonn og djúpristan er um 7,00 m. Það er með 2 fastar skrúfur, 2 gíra, 2 stýri en enga bógskrúfu. Það má segja að þessi lengd skips sé alveg að nálgast það hámark sem má vera til að snúa skipi innanhafnar. Sérstaklega þegar um bógskrúfulaust skip er að ræða.<br> | Hinn 17. júlí 2007, kom skemmtiferðaskipið Funchal hingað í höfn í fyrsta skipti en hafði komið nokkrum sinnum áður á legu. Funchal er 154 m langt, um 20 þúsund brúttótonn og djúpristan er um 7,00 m. Það er með 2 fastar skrúfur, 2 gíra, 2 stýri en enga bógskrúfu. Það má segja að þessi lengd skips sé alveg að nálgast það hámark sem má vera til að snúa skipi innanhafnar. Sérstaklega þegar um bógskrúfulaust skip er að ræða.<br> | ||
Lína 19: | Lína 19: | ||
Þetta var ánægjulegt og gott, sérstaklega fyrir farþegana, að losna við að vera ferjaðir í land ef skipin hefðu verið á legu, austast austur í Flóa eða innan við Eiði. Þetta gefur þeim miklu lengri viðveru í landi sem hlýtur að vera ósk allra sem málið varðar. Vonandi þróast mál þannig að hægt verði að taka stærri og stærri skip inn í höfnina, jafnvel í misjöfnum veðrum.<br> | Þetta var ánægjulegt og gott, sérstaklega fyrir farþegana, að losna við að vera ferjaðir í land ef skipin hefðu verið á legu, austast austur í Flóa eða innan við Eiði. Þetta gefur þeim miklu lengri viðveru í landi sem hlýtur að vera ósk allra sem málið varðar. Vonandi þróast mál þannig að hægt verði að taka stærri og stærri skip inn í höfnina, jafnvel í misjöfnum veðrum.<br> | ||
Farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipanna, og annarra erlendra skipa, sem hingað koma, tala oft um að innsiglingin í Vestmannaeyjahöfn sé mjög tilkomumikil og margir skipstjórar, sem víða hafa siglt, segja að hún sé sú fallegasta sem þeir hafi siglt. Með þessum hætti, að taka stærri og stærri skip inn, verða þeir fleiri og fleiri sem njóta þessarar fegurðar sem innsiglingin hér hefur og ekki er í boði annars staðar.<br> | Farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipanna, og annarra erlendra skipa, sem hingað koma, tala oft um að innsiglingin í Vestmannaeyjahöfn sé mjög tilkomumikil og margir skipstjórar, sem víða hafa siglt, segja að hún sé sú fallegasta sem þeir hafi siglt. Með þessum hætti, að taka stærri og stærri skip inn, verða þeir fleiri og fleiri sem njóta þessarar fegurðar sem innsiglingin hér hefur og ekki er í boði annars staðar.<br> | ||
[[Mynd:Skemmtiferðaskipið Discovery Sdbl. 2008.jpg|miðja|thumb|Skemmtiferðaskipið Discovery, 169 metra langt, dregið á afturendanum út út Vestmannaeyjahöfn 27. júlí 2007.]] | |||
Einu sinni áður, svo vitað sé, var skipi bakkað út úr höfninni. Það var 12. október 2006 og var það olíuskipið Ophelia sem oft hafði komið hingað og kemur enn. Hún er 117 m á lengd og því ekkert mál að snúa henni innanhafnar við flestar aðstæður en þarna var eitthvað til staðar sem olli erfiðleikum við að snúa skipinu. Hún lá með bakborðssíðu við Nausthamarsbryggjuna. Þáverandi yfirhafnsögumaður, Björgvin Magnússon, og skipstjóri skipsins, ákváðu að bakka henni út og aðstoðaði Lóðsinn við það. Veðrið var hið besta, snúið var á Klettsvíkinni og Ophelia sigldi sína leið. Skipstjóri á Lóðsinum var Sveinn Rúnar Valgeirsson.<br> | Einu sinni áður, svo vitað sé, var skipi bakkað út úr höfninni. Það var 12. október 2006 og var það olíuskipið Ophelia sem oft hafði komið hingað og kemur enn. Hún er 117 m á lengd og því ekkert mál að snúa henni innanhafnar við flestar aðstæður en þarna var eitthvað til staðar sem olli erfiðleikum við að snúa skipinu. Hún lá með bakborðssíðu við Nausthamarsbryggjuna. Þáverandi yfirhafnsögumaður, Björgvin Magnússon, og skipstjóri skipsins, ákváðu að bakka henni út og aðstoðaði Lóðsinn við það. Veðrið var hið besta, snúið var á Klettsvíkinni og Ophelia sigldi sína leið. Skipstjóri á Lóðsinum var Sveinn Rúnar Valgeirsson.<br> | ||
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Friðrik Ásmundsson'''</div><br> | <div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Friðrik Ásmundsson'''</div><br> | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Útgáfa síðunnar 29. apríl 2019 kl. 14:36
Í árslok 2007 er eftirfarandi fjöldi skipa skráður í Vestmannaeyjum skv. gögnum hafnarinnar.
Guðmundur VE 29 er stærstur 2490 bt Auk þess eru á skrá hafnarinnar ferjan Herjólfur 3354 bt, Lóðsinn, dráttarbátur, 156 bt og Léttir, hafnarbátur, 8,4 bt.
Framkvæmdir við höfnina á árinu 2007 voru þær að Básaskersbryggjan var endurbyggð að mestu, nýtt þil rammað niður að norðan - og austanverðu og skipt um jarðveg að hluta.
Einnig var byrjað að lagfæra Bæjarbryggjuna sem varð 100 ára á árinu.
STÆRRI OG STÆRRI SKIP
Lengst af hafa hafnsögumenn og skipstjórar verið að taka stærri og stærri skip inn í höfnina. Sl. sumar má segja að tvisvar hafi eldri met verið slegin hvað þetta varðar.
Hinn 17. júlí 2007, kom skemmtiferðaskipið Funchal hingað í höfn í fyrsta skipti en hafði komið nokkrum sinnum áður á legu. Funchal er 154 m langt, um 20 þúsund brúttótonn og djúpristan er um 7,00 m. Það er með 2 fastar skrúfur, 2 gíra, 2 stýri en enga bógskrúfu. Það má segja að þessi lengd skips sé alveg að nálgast það hámark sem má vera til að snúa skipi innanhafnar. Sérstaklega þegar um bógskrúfulaust skip er að ræða.
Niðurstaða yfirhafnsögumannsins, Andrésar Sigurðssonar og skipstjóra Funchals, Ítalans Carlosar Manuels, var sú taka skipið inn enda veðrið gott.
Lagst var með bakborðssíðu að Nausthamarsbryggju og gekk það allt ljómandi. Þegar viðverutími skipsins var liðinn, ákváðu þeir, Andrés og Carlos,að láta Lóðsinn draga Funchal á afturendanum út úr höfninni. Skemmst er frá því að segja að það gekk mjög vel og var skipið dregið austur í Flóa þar sem því var snúið við. Skipstjóri á Lóðsinum var Sveinn Rúnar Valgeirsson.
Það var svo 10 dögum síðar, hinn 27. júlí, að skemmtiferðaskipið Discovery, sem hafði komið hingað áður, nokkrum sinnum, á legu, var tekið inn og dregið út á sama hátt og Funchal. Þar er um að ræða 169 m langt skip, djúprista 8,00 m, með 2 skiptiskrúfur, 2 stýrum og bógskrúfu. Lengd þess leyfir ekki snúning innanhafnar. Discovery lagðist með bakborðssiðu að Nausthamarsbryggju og Lóðsinn dró það afturábak út, við brottfor, austur í Flóa þar sem því var snúið. Andrés Sigurðsson var hafnsögumaður eins og áður og skipstjóri Discovery er Englendingur, Derrick Kemp að nafni og Sveinn Rúnar Valgeirsson skipstjóri á Lóðsinum.
Þetta var ánægjulegt og gott, sérstaklega fyrir farþegana, að losna við að vera ferjaðir í land ef skipin hefðu verið á legu, austast austur í Flóa eða innan við Eiði. Þetta gefur þeim miklu lengri viðveru í landi sem hlýtur að vera ósk allra sem málið varðar. Vonandi þróast mál þannig að hægt verði að taka stærri og stærri skip inn í höfnina, jafnvel í misjöfnum veðrum.
Farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipanna, og annarra erlendra skipa, sem hingað koma, tala oft um að innsiglingin í Vestmannaeyjahöfn sé mjög tilkomumikil og margir skipstjórar, sem víða hafa siglt, segja að hún sé sú fallegasta sem þeir hafi siglt. Með þessum hætti, að taka stærri og stærri skip inn, verða þeir fleiri og fleiri sem njóta þessarar fegurðar sem innsiglingin hér hefur og ekki er í boði annars staðar.
Einu sinni áður, svo vitað sé, var skipi bakkað út úr höfninni. Það var 12. október 2006 og var það olíuskipið Ophelia sem oft hafði komið hingað og kemur enn. Hún er 117 m á lengd og því ekkert mál að snúa henni innanhafnar við flestar aðstæður en þarna var eitthvað til staðar sem olli erfiðleikum við að snúa skipinu. Hún lá með bakborðssíðu við Nausthamarsbryggjuna. Þáverandi yfirhafnsögumaður, Björgvin Magnússon, og skipstjóri skipsins, ákváðu að bakka henni út og aðstoðaði Lóðsinn við það. Veðrið var hið besta, snúið var á Klettsvíkinni og Ophelia sigldi sína leið. Skipstjóri á Lóðsinum var Sveinn Rúnar Valgeirsson.