„Sigurður Sigurfinnsson (hreppstjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Sigurður Sigurfinnsson færð á Sigurður Sigurfinnsson (hreppstjóri))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 3. júlí 2006 kl. 09:52

Sigurður Sigurfinnsson var fæddur 6. nóvember 1851 í Ysta-bæli undir Eyjafjöllum, og lést 8. september 1916. Sigurður fluttist til Eyja árið 1872 og hóf sjómennsku. Hann varð fljótt formaður, bæði á opnum bátum og Hákarlaskútum. Hann var annar til þess að kaupa vélbát til Eyja, en það var Knörrin. Sigurður seldina Knörrina ári síðar og smíðaði sér sjálfur bát sem hann kallaði Skeið. Á þeim bát var hann formaður tvo vetur en eftir það hætti hann formennsku. Siguður var hreppstjóri í tvo áratugi og framámaður í bæjarfélaginu frá upphafi. Sigurður var faðir Einars ríka og Högna Sigurðssonar.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.