„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1959/ Kveðja frá skipverja vs. Hermóðs“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><big><center>Kveðja til skipverja vs. Hermóðs</center></big></big><br> V/s Hermóður sigldi í fyrsta sinni inn í íslenzka höfn, Vestmannaeyjahöfn, árla dags þann 10....) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><big><center>Kveðja til skipverja vs. Hermóðs</center></big></big><br> | <big><big><center>'''Kveðja til skipverja vs. Hermóðs'''</center></big></big><br> | ||
[[Mynd:Vs. Hermóður Sdbl. 1959.jpg|miðja|400px]] | |||
V/s Hermóður sigldi í fyrsta sinni inn í íslenzka höfn, Vestmannaeyjahöfn, árla dags þann 10. nóv. árið 1947.<br> | V/s Hermóður sigldi í fyrsta sinni inn í íslenzka höfn, Vestmannaeyjahöfn, árla dags þann 10. nóv. árið 1947.<br> | ||
En í sömu höfn, síðla dags, þann 17. febr. síðastliðinn, voru landfestar hans leystar og hann lagði af stað í sína hinztu för. | En í sömu höfn, síðla dags, þann 17. febr. síðastliðinn, voru landfestar hans leystar og hann lagði af stað í sína hinztu för. |
Núverandi breyting frá og með 13. mars 2018 kl. 13:55
V/s Hermóður sigldi í fyrsta sinni inn í íslenzka höfn, Vestmannaeyjahöfn, árla dags þann 10. nóv. árið 1947.
En í sömu höfn, síðla dags, þann 17. febr. síðastliðinn, voru landfestar hans leystar og hann lagði af stað í sína hinztu för.
Við Hermóð og áhöfn hans eru tengdar göfugar minningar um drenglyndi, minningar um unnin björgunar- og hjálparstörf í þágu Vestmannaeyja, um hjálpfúsan vilja til að veita þeim aðstoð, sem með þurftu, um skipverjana, sem höfðu vakandi áhuga fyrir störfum sjómannanna og skildu svo vel allar aðstæður þeirra í baráttunni við duttlunga ægis. Hvað sýndi áhuga þeirra í starfinu, að ef þeir á Hermóði vissu af báti eða bátum, vera að draga veiðarfæri upp við landsteina í álandsvindi og sjávargangi, nálguðust þeir oft á tíðum óbeðnir bátinn eða bátana til þess eins að vera þeim til öryggis og veita þeim hjálp, ef á þyrfti að halda.
Skipverjarnir á Hermóði höfðu næmt móðureyra og fylgdust af lifandi áhuga með og hlustuðu ætíð og ávallt á, ef einhver kallaði eða bað um hjálp. Þá voru þeir ætíð reiðubúnir til að veita umbeðna hjálp af fúsum vilja og eftir beztu getu sinni.
Þau mannúðarstörf, björgunarstarfið, sem áhöfn v/s Hermóðs vann hér við Vestmannaeyjar, virða og meta að verðleikum starfsbræður þeirra, sjómennirnir, og allir Eyjabúar.
Björgunarfélag og sjómannastétt Vestmannaeyja, þakkar af heilum huga störf hinna látnu skipverja v/s Hermóðs, sem þeir unnu fyrir okkur, Vestmannaeyinga. Björgunar- og hjálparstörfin sem unnin voru af drenglyndi og af fúsum fórnarvilja hvenær og hvernig sem á stóð. Því þeirra kjörorð var eitt og aðeins eitt: „ætíð viðbúnir“, þegar hjálparkallið kom.
Í hugum okkar lifir ljúf minning um góða drengi sem unnu heillarík mannúðarstörf, en féllu í valinn á verðinum.
Við vottum aðstandendum þeirra samúð og biðjum þeim styrks og aðstoðar æðri máttatvalda.
Drottinn gefi dánum ró; hinum líkn, sem lifa.