„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008/Bæjarbryggjan 100 ára“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 23: | Lína 23: | ||
'''Bæjarbryggjan hefur áfram mikilvægu hlutverki að gegna'''<br> | '''Bæjarbryggjan hefur áfram mikilvægu hlutverki að gegna'''<br> | ||
Þegar hér var komið sögu, hafði hlutverk Bæjarbryggjunnar breyst mikið. Minni bátarnir og trillumar notuðu áfram Bæjarbryggjuna en önnur fiskiskip höfðu flutt sig annað í höfninni. Árin liðu og með tíð og tima hefur Bæjarbryggjan orðið minnisvarði um þær gríðarlegu breytingar sem urðu í Vestmannaeyjum og öðrum sjávarbyggðum með vélvæðingu bátaflotans fyrir rúmlega einni öld. Við eigum að viðhalda þessu merka mannvirki í atvinnusögu okkar Eyjamanna og á síðasta ári var hafin viðgerð á bryggjunni. Henni verður haldið áfram á þessu ári. Í fyrra var vélbátnum Blátindi Ve. komið fyrir við norðurenda bryggjunnar. Fer vel á því að þar skuli honum ætlað að vera en báturinn er tákn fyrir þann mikla kraft sem var í skipasmíði í Vestmannaeyjum allt fram á sjötta áratug síðustu aldar. Blátindur VE sem var smíðaður í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947 og varð því 60 ára á síðasta ári er dæmigerður vertíðarbátur fyrir tímabilið frá 1940-1970.<br> | Þegar hér var komið sögu, hafði hlutverk Bæjarbryggjunnar breyst mikið. Minni bátarnir og trillumar notuðu áfram Bæjarbryggjuna en önnur fiskiskip höfðu flutt sig annað í höfninni. Árin liðu og með tíð og tima hefur Bæjarbryggjan orðið minnisvarði um þær gríðarlegu breytingar sem urðu í Vestmannaeyjum og öðrum sjávarbyggðum með vélvæðingu bátaflotans fyrir rúmlega einni öld. Við eigum að viðhalda þessu merka mannvirki í atvinnusögu okkar Eyjamanna og á síðasta ári var hafin viðgerð á bryggjunni. Henni verður haldið áfram á þessu ári. Í fyrra var vélbátnum Blátindi Ve. komið fyrir við norðurenda bryggjunnar. Fer vel á því að þar skuli honum ætlað að vera en báturinn er tákn fyrir þann mikla kraft sem var í skipasmíði í Vestmannaeyjum allt fram á sjötta áratug síðustu aldar. Blátindur VE sem var smíðaður í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947 og varð því 60 ára á síðasta ári er dæmigerður vertíðarbátur fyrir tímabilið frá 1940-1970.<br> | ||
Bæjarbryggjan og Blátindur Ve. eru verðugir fulltrúar mesta uppgangstíma í atvinnu- og | Bæjarbryggjan og Blátindur Ve. eru verðugir fulltrúar mesta uppgangstíma í atvinnu- og byggðasögu Vestmannaeyja.<br> | ||
Arnar Sigurmundsson. | <div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Arnar Sigurmundsson.'''</div><br> | ||
- Höfundur er formaður framkvæmda- og hafnarráðs Vestmananeyja. | <div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">''- Höfundur er formaður framkvæmda- og hafnarráðs Vestmananeyja.''</div><br> | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Útgáfa síðunnar 22. desember 2017 kl. 14:29
Þess var minnst á sérstökum hátíðarfundi Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja sem haldinn var á Kaffi Kró 21. september 2007 að um þær mundir voru liðin 100 ár frá því að elsti hluti Bæjarbryggjunnar var tekinn í notkun. Það var tímanna tákn um framþróun og framsýni Eyjamanna að fyrr um daginn var fundað með forráðamönnum Siglingastofnunar Íslands þar sem lagt var á ráðin með að kanna til hlítar möguleika á að koma upp stórskipakanti í Vestmannaeyjum. Stærri og næsta kynslóð flutningaskipa mun á næstu árum leysa af hólmi þau flutningaskip sem nú hafa viðkomu og stórskipaviðlegukantur mun einnig skapa mikla möguleika á verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa. Bygging elsta hluta Bæjarbryggjunnar á Stokkhellu fyrir heilli öld varð upphafið að framkvæmdum og uppbyggingu Vestmannaeyjahafnar og hafði um leið mikil áhrif á byggðarþróun í Eyjum.
Vélvæðing fiskibátanna olli byltingu í atvinnuháttum.
Vélabátaöldin í Eyjum hófst í byrjun febrúar 1906 en þá hófu Unnur Ve. 80 og Knörr Ve. 73 sína fyrstu vetrarvertíð. Þeir voru ekki stórir, fyrstu vélbátarnir, frá 8-14 tonna og vélarnar voru oft um 8- 10 hestafla. Tilkoma vélbátanna olli byltingu í atvinnuháttum Eyjamanna. Menn lögðu strax á ráðin um kaup og smíði á nýjum bátum af svipaðri stærð og voru þeir ýmist smíðaðir í Danmörku eða hér á landi.
Nær alltaf voru fleiri en einn eigandi að hverjum vélbáti og var róið með handfæri og línu. Áraskipum, róðrarskipum, tók fljótlega að fækka og strax á vertíðinni 1907 voru vélbátarnir orðnir tuttugu talsins í Eyjum. Íbúafjöldi í Eyjum var um 700 manns þegar fyrstu vélbátarnir komu hingað með flutningaskipum frá Danmörku.
Þegar hér var komið sögu, var augljóst að vélvæðing bátaflotans kallaði á gjörbreytta hafnaraðstöðu. Um þetta leyti var til staðar lítil bryggja, Austurbúðarbryggja, sem var mjög nálægt núverandi fiskmjölsverksmiðju Ísfélagsins, FES. Þá hafði Gísli J. Johnsen, athafnamaður og konsúll, hafið framkvæmdir við fyrsta hluta Edinborgarbryggju en bryggjan var austan megin við Bæjarbryggju og fór undir Nausthamarsbryggju þegar framkvæmdir hófust þar 1954-1956.
Þegar þessi saga Bæjarbryggjunnar hefst fyrir 100 ámm, voru engir hafnargarðar og höfnin þá óvarin, sérstaklega fyrir austan og suðaustan áttum.
Bæjarbryggjan var byggð í nokkrum áföngum.
Sýslunefnd Vestmannaeyja hafði um nokkurt skeið fjallað um þörfina á því að koma upp hafnaraðstöðu og bryggju og skorað á stjórnvöld að veita til þess fjármagni. Erlendir aðilar sýndu einnig áhuga á málinu en sýslunefnd hafnaði beiðni þar um í mars 1907 m.a. vegna þeirra forréttinda sem slíkt myndi skapa á kostnað Eyjabúa. Málin þokuðust áfram og í apríl 1907 kom Th. Krabbe, verkfræðingur, til Eyja til þess að kanna möguleika á bryggjugjörð á Stokkhellu og gerði hann uppdrátt og áætlun um mannvirkið. Hafist var handa við framkvæmdir við bryggjuna síðar um sumarið 1907 og var um haustið lokið við fyrsta áfangann sem var 35 metrar að lengd.
Í bókinni Hafnargerðin í Vestmannaeyjum eftir Jóhann Gunnar Ólafsson, fyrrv. bæjarstjóra í Vm. sem kom út 1947, rekur höfundur ýtarlega þær hafnarframkvæmdir sem staðið höfðu nær óslitið frá 1907. En þar segir orðrétt: „Bæjarbryggjan er að stofni til elsta hafnarmannvirki í Vestmannaeyjum, sem því nafni má nefnast. Var elsti hluti hennar byggður árið 1907 en síðan var hún stækkuð 1911. Var hún byggð á Stokkhellu og því kölluð í fyrstu Stokkhellubryggja sökum þess að hún var í upphafi gerð úr höggnum steini. Hún var aðeins 5 metrar á breidd og náði aðeins skammt fram. Þegar hún var stækkuð, var sú stækkun að nokkru leyti höfð úr timbri en árið 1925 var hún stækkuð í núverandi stærð Er hún öll gerð úr steini og steinsteypu og járnbentir steinsteypukassar hafðir í útveggi en fylling var gerð með grjóti.“ Elsti hluti Bæjarbryggjunnar náði upp að Strandvegi og má ætla að suðurendi hennar hafi verið á milli mjöl- húss FES og eystrihluta Fiskiðjunnar. Á milli Bæjarbryggjunnar og Edinborgarbryggju var
Lækurinn þar sem áraskipin voru tekin upp í hrófin. Hrófin voru þar sem mjölhús FES (Ísfélagsins) var byggt á sjöunda áratug síðustu aldar. Margir muna eflaust eftir húsinu Geirseyri sem þar stóð en upp af Strandvegi, þar fyrir ofan, var húsið Edinborg sem
tilheyrði Gísla J. Johnsen og síðar Einari Sigurðssyni og þeirra öfluga atvinnurekstri.
Miklar hafnarframkvæmdir og uppbygging Eyjanna héldust í hendur.
Til þess að kosta byggingu Bæjarbryggjunnar og síðar annarra hafnarmannvirkja þurfti að leggja fram verulegt fjármagn. Útvegsbændur lögðu fram sinn hluta í hafnargjöldum, bæjarfélagið lagði fram sinn hluta og einnig hafa á hverjum tíma fengist verulegar fjárveitingar úr landssjóði og síðar ríkissjóði til hafnarframkvæmda. Þegar lokið var við Bæjarbryggjuna árið 1925, hafði nýlega verið lokið við byggingu hafnargarðanna. Það var ekki auðvelt verk og tók langan tíma Framkvæmdir við Hringskersgarð ( suðurgarðinn) hófust 1914 og við Hörgaeyrargarð (norðurgarðinn) árið 1915. Lokið var við byggingu hafnargarðanna árið 1922 en gríðarlegt viðhald fylgdi þeim fyrstu árin en allt tókst þetta að lokum. Vélbátunum fjölgaði ört og næsta kynslóð þeirra varð helmingi stærri og allt kallaði þetta á meira athafnarými innanhafnar. Árið 1907 var komið upp botnfestingum í höfninni þannig að bátarnir gátu verið úti á bóli eftir að búið að landa aflanum. Á sama tíma risu upp fiskhúsin við Strandveg (Pallakrærnar) en þessi mannvirki stóðu á stöplum sunnan og vestan megin við Bæjarbryggjuna nálægt því svæði sem Fiskiðjuhúsin voru byggð upp úr 1950. Gunnar Ólafsson á Tanganum hafði á öðrum áratug síðustu aldar byggt steinbryggju norður af Tangahúsunum. Einnig hafði verið komið upp vísi að bryggju frá Skildingavegi þar sem síðar kom syðsti hluti vesturkants Básaskersbryggju.
Árið 1929, rétt fyrir upphaf heimskreppunnar, var hafist handa við byggingu Básakersbryggju og lauk þeim framkvæmdum ekki að fullu fyrr en 1942 þegar hún tengdist Tangabryggju að austan.
Síðar bættist Friðarhöfnin við í nokkrum áföngum, þeim fyrsta 1944, síðan kom Brattigarður vestur af Bæjarbryggjunni að Tangahúsum, þar sem Pallakrærnar stóðu, hann var tekinn i notkun 1945 og loks Nausthamarbryggjan 1957. Þá var íbúatjöldinn í Eyjum kominn í liðlega 4000 manns úr um 700 íbúum fimmtíu árum áður þegar Bæjarbryggjan var tekin í notkun.
Bæjarbryggjan hefur áfram mikilvægu hlutverki að gegna
Þegar hér var komið sögu, hafði hlutverk Bæjarbryggjunnar breyst mikið. Minni bátarnir og trillumar notuðu áfram Bæjarbryggjuna en önnur fiskiskip höfðu flutt sig annað í höfninni. Árin liðu og með tíð og tima hefur Bæjarbryggjan orðið minnisvarði um þær gríðarlegu breytingar sem urðu í Vestmannaeyjum og öðrum sjávarbyggðum með vélvæðingu bátaflotans fyrir rúmlega einni öld. Við eigum að viðhalda þessu merka mannvirki í atvinnusögu okkar Eyjamanna og á síðasta ári var hafin viðgerð á bryggjunni. Henni verður haldið áfram á þessu ári. Í fyrra var vélbátnum Blátindi Ve. komið fyrir við norðurenda bryggjunnar. Fer vel á því að þar skuli honum ætlað að vera en báturinn er tákn fyrir þann mikla kraft sem var í skipasmíði í Vestmannaeyjum allt fram á sjötta áratug síðustu aldar. Blátindur VE sem var smíðaður í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947 og varð því 60 ára á síðasta ári er dæmigerður vertíðarbátur fyrir tímabilið frá 1940-1970.
Bæjarbryggjan og Blátindur Ve. eru verðugir fulltrúar mesta uppgangstíma í atvinnu- og byggðasögu Vestmannaeyja.