„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008/Færum ekki vitann“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <center>'''SERA OLAFUR JOHANN BORGÞÓRSSON'''</center> <big><big><center>'''Færum ekki vitann'''</center></big></big><br> Líknargjafinn þjáðra þjóða,<br> þú, sem kyrrir...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<center>''' | <center>'''SÉRA OLAFUR JOHANN BORGÞÓRSSON'''</center> | ||
<big><big><center>'''Færum ekki vitann'''</center></big></big><br> | <big><big><center>'''Færum ekki vitann'''</center></big></big><br> | ||
Líknargjafinn þjáðra þjóða,<br> | ''Líknargjafinn þjáðra þjóða,<br>'' | ||
þú, sem kyrrir vind og sjó,<br> | ''þú, sem kyrrir vind og sjó,<br>'' | ||
ættjörð vor í ystu höfum<br> | ''ættjörð vor í ystu höfum<br>'' | ||
undir þinni miskunn bjó.<br> | ''undir þinni miskunn bjó.<br>'' | ||
Vertu með oss, vaktu hjá oss,<br> | ''Vertu með oss, vaktu hjá oss,<br>'' | ||
veittu styrk og hugarró.<br> | ''veittu styrk og hugarró.<br>'' | ||
Þegar boðinn heljar hækkar,<br> | ''Þegar boðinn heljar hækkar,<br>'' | ||
Herra, lægðu vind og sjó.<br> | ''Herra, lægðu vind og sjó.<br>'' | ||
Það er hátíð í bæ og sönn ástæða til. Eyjamenn fagna sjómannadeginum með viðeigandi hætti. Öll erum við meðvituð um mikilvægi sjávarútvegsins fyrir bæjarfélagið. Þegar harðnar í ári, finnur maður betur fyrir því hvað raunverulega máli skiptir. Það fundum við sterkt þegar útlitið var svart með loðnuveiðar síðastliðinn vetur. Þegar veiðamar voru svo leyfðar á ný, breyttist taktur alls bæjarfélagsins eins og hendi væri veifað, bjartsýnin jókst og atvinnulífið tók kipp. | Það er hátíð í bæ og sönn ástæða til. Eyjamenn fagna sjómannadeginum með viðeigandi hætti. Öll erum við meðvituð um mikilvægi sjávarútvegsins fyrir bæjarfélagið. Þegar harðnar í ári, finnur maður betur fyrir því hvað raunverulega máli skiptir. Það fundum við sterkt þegar útlitið var svart með loðnuveiðar síðastliðinn vetur. Þegar veiðamar voru svo leyfðar á ný, breyttist taktur alls bæjarfélagsins eins og hendi væri veifað, bjartsýnin jókst og atvinnulífið tók kipp. |
Útgáfa síðunnar 16. ágúst 2017 kl. 14:57
Líknargjafinn þjáðra þjóða,
þú, sem kyrrir vind og sjó,
ættjörð vor í ystu höfum
undir þinni miskunn bjó.
Vertu með oss, vaktu hjá oss,
veittu styrk og hugarró.
Þegar boðinn heljar hækkar,
Herra, lægðu vind og sjó.
Það er hátíð í bæ og sönn ástæða til. Eyjamenn fagna sjómannadeginum með viðeigandi hætti. Öll erum við meðvituð um mikilvægi sjávarútvegsins fyrir bæjarfélagið. Þegar harðnar í ári, finnur maður betur fyrir því hvað raunverulega máli skiptir. Það fundum við sterkt þegar útlitið var svart með loðnuveiðar síðastliðinn vetur. Þegar veiðamar voru svo leyfðar á ný, breyttist taktur alls bæjarfélagsins eins og hendi væri veifað, bjartsýnin jókst og atvinnulífið tók kipp. Sú staðreynd er líka löngu þekkt að sjávarútveg- urinn og nálægð við gjöful fiskimið hefur fært þjóðinni þær tekjur sem hafa verið nauðsynlegar til að byggja upp velferðarkerfið, heilsbrigðisþjónustu og samgöngur í þessu landi og það er löngu ljóst að fátt hefúr mótað þessa þjóð meira en nálægðin við sjóinn. A liðnum öldum hefur sjávarútvegurinn gegnt lykilhlutverki í samfélagi okkar og gerir það enn. Það er þvi ekki að undra að þegar rennur upp sjómannadagur, fagnar samfélagið allt, þakkar góðum Guði fyrir gjafimar sem atvinnulíf sam- félagsins er grundvallað á, fyrir fómfúst starf sjó- mannastéttarinnar og biðjum ffelsarann um að vaka yfir sjómönnum sem oft eru í hættulegum aðstæð- um. Því hefúr oft verið haldið fram að trúrækni sé meiri í samfélögum þar sem íbúar búa í nálægð við náttúruöflin. Astæðan fyrir því er einkum sú að í slíku umhverfí finnur maðurinn sterkt á eigin skinni að hann er lítils megnugur í samhengi allrar sköpunarinnar. Samfélagið í Eyjum er skýrt dæmi um það. Eyjamenn þekkja það öllum samfélögum betur að þurfa að treysta á náttúruna, þeir hafa upplifað ógnir hennar og hér hefur trúarlíf alla tíð verið mjög blómlegt. Þegar horft er til sögunnar, má segja að Eyjamar hafi verið nokkurs konar vagga nýrra trúfélaga. Þegar mormónar hófú innreið sína til Islands fyrst, komu þeir fyrst til Eyja og reyndu að skjóta hér rótum og sjöunda dags aðventistar náðu hér fótfestu fljótlega eftir að söfnuðurinn kom til landsins. A þriðja áratug síð- ustu aldar komu hér í Eyjum nokkrar sjó- mannskonur saman til að biðja góðan Guð um að vaka yfír mönnum sínum sem voru á sjó. Starf þeirra jókst og það, ásamt öðrum þáttum, leiddi það af sér að Hvítasunnuhreyfingin skaut hér rótum og átti í kjölfarið eftir að stækka og byggja starfsstöðv- ar víða um land. Þó margt hafí breyst í samfélaginu síðan sjó- mannsfrúmar komu saman til bæna, miklar fram- farir í skipatækni og hönnun nýrra skipa, öryggis- búnaði og þjálfun áhafúa þá mun sú staðreynd standa að alltaf munum við þurfa að lúta þeim sem
SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA
öllu stýrir. Skaparinn einn er sá sem hefur allt í hendi sér og er janframt sá Guð sem kallar okkur til fylgdar. Allt höfum við þegið úr hendi hans og fyrir það skulum við þakka. Þess vegna skulum við leitast við að fara eftir því sem hann sjálfur hefur kennt, sjálfum okkur til heilla. Hann er sá sem huggar og styrkir og vill vera okkur leiðarljós í lífinu. Það er gott að geta treyst á hann og fylgt orðum hans en sumir telja sig ekki þurfa á ljósinu að halda og teygja boðskapinn eftir því sem hentar í hvert sinn. Það verður aldrei ávaxtasamt og má ætla að fari um þá eins og skip- stjóra sem sigldi á stóru herskipi í svarta myrkri og mikilli þoku. Hann mændi út yfir stafninn og út í myrkrið til að koma auga á hugsanlegar hættur. Hjarta hans tók kipp þegar hann sá glitta í Ijóstýru beint framundan. Þetta leit út fyrir að vera stórt skip sem stefndi beint á herskipið. Til að koma í veg fýrir stórslys flýtti hann sér í talstöðina og sendi hinu skipinu viðvörun. „Þetta er Jeremiah Smith skipstjóri.“ Rödd hans snarkaði í talstöðinni er hann fyrirskipaði hinum skip- stjóranum að snúa skipinu 10 gráður til suðurs. Jeremiah til mikillar furðu virtist ljósið ekki hörfa. Þess i stað heyrðist í talstöðinni: „Herra Smith, þetta er óbreyttur Thomas Johnson. Vinsamlegast beygið 10 gráður til norðurs!“ Jeremiah blöskraði lítilsvirðingin sem honum var sýnd og hann kallaði til baka: „Óbreytti Johnson,
þetta er Smith, skipstjóri og ég skipa þér að breyta stefhu þinni um 10 gráður til suðurs án tafar!“ Enn var tjósið á sínum stað og allt stefndi í árekstur. Þá heyrðist rödd óbreytts Johnsons aftur í talstöðinni: „Með atlri virðingu herra Smith skipa ég yður að beygja 10 gráður til norðurs." Smith, skipstjóri, var orðinn æfur af reiði yfir þessum óbreytta sjóliða sem stefndi lífi áhafnar hans í hættu. Hann kallaði aftur í talstöðina: „Óbreytti Johnson, ég get kært þig fyrir þessa ósæmilegu hegðun. 1 síðasta sinn skipa ég þér í nafni bandarískra yfirvalda að beygja 10 gráður til suðurs. Ég er á herskipi.“ Smith, skipstjóri, folnaði þegar hann heyrði lokasvar óbreytts Johnsons: „Kæri herra Smith, enn og aftur, með fullri virðingu, bið ég yður að beygja 10 gráður til norðurs. Ég er í vita.“ Við skulum ekki setja okkur í þá stöðu að reyna að láta vitann beygja sig og sveigja eftir okkar vilja. Við skulum miklu frekar þakka fyrir að hafa þann vita sem er okkur leiðarljós í öllum aðstæðum lífs- ins, það ljós sem vakir yfir og verndar. Förum að fordæmi sjómannskvennanna og biðjum fyrir sjómönnum á hafi úti. Biðjum til líknargjafans sem kyrrir vind og sjó. Þannig lútum við í auðmýkt vilja þess frelsara sem allt vald hefur í hendi sinni Kæru sjómenn, til hamingju með daginn. Ólafur Jóhann Borgþórsson