„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1982/Svona er lífið“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<center><big><big>'''Svona er lífið'''</big></big></center><br> | <center><big><big>'''Svona er lífið'''</big></big></center><br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-26 at 11.44.27.png|500px | [[Mynd:Screen Shot 2017-07-26 at 11.44.27.png|500px|thumb]] | ||
Er úti er orðið kyrrt<br> | Er úti er orðið kyrrt<br> | ||
og inni allt svo hljótt<br> | og inni allt svo hljótt<br> |
Núverandi breyting frá og með 26. júlí 2017 kl. 11:48
Er úti er orðið kyrrt
og inni allt svo hljótt
frá ysnum þreyttir hvílast
svo undur, sofa rótt.
Þá dreymir fagra drauma
um dásemd, frið og ást,
sem alls ekki í vökunni
um eilífð munu sjást.
Þá sit ég einn og vaki
og velti fyrir mér.
Hvað í veröldinni er það
sem lífið gaf af sér.
Er það þessi þrældómur
og þrotlaust kapphlaup við
að þrauka gegnum lífið
með rétt nóg fyrir sig.
Þess vegna er fólkið
svo þreytt og sefur fast
„það er ekki háðung
og ekki heldur last".
Þó ég segi sjálfur
að svona er lífið þreytt
sviti, tár og verkir,
og eftir? ekki neitt!