„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1977/Tímamót í samgöngumálum Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 41: Lína 41:
Núverandi skipstjóra, Magnúsi Einarssyni, og skipshöfn hans, þakka bæjarbúar allir góða viðkynningu og gifturík störf og óska þeim alls hins besta á ókomnum árum. Megi þeir sigla skipi sínu, hvert sem það verður, jafn heilu í höfn og þeir hafa siglt Herjólfi fram til þessa.<br>
Núverandi skipstjóra, Magnúsi Einarssyni, og skipshöfn hans, þakka bæjarbúar allir góða viðkynningu og gifturík störf og óska þeim alls hins besta á ókomnum árum. Megi þeir sigla skipi sínu, hvert sem það verður, jafn heilu í höfn og þeir hafa siglt Herjólfi fram til þessa.<br>
Herjólfi til handa eigum við enga ósk betri en þá, að hann megi áfram reynast það happaskip, sem hann hefur reynst okkur, og hann komi heill í höfn úr hverri ferð. Guð og gæfan fylgi þessu skipi og hverri skipshöfn þess. <br>
Herjólfi til handa eigum við enga ósk betri en þá, að hann megi áfram reynast það happaskip, sem hann hefur reynst okkur, og hann komi heill í höfn úr hverri ferð. Guð og gæfan fylgi þessu skipi og hverri skipshöfn þess. <br>
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-22 at 08.26.28.png|500px|center|thumb|Gamli Herjólfur kveður. -(Ljósm.: Guðl. Sigurgeirsson).]]
 
Ég bið alla viðstadda að hylla Herjólf og skpishöfn hans með því að hrópa ferfalt húrra.  
Ég bið alla viðstadda að hylla Herjólf og skpishöfn hans með því að hrópa ferfalt húrra.  
Magnús skipstjóri! Við hyllum þig, skip þitt og skipshöfn. Megi gæfan fylgja ykkur um ókomnna framtíð. Herjólfur og skipshöfn hans lengi lifi!”<br>
Magnús skipstjóri! Við hyllum þig, skip þitt og skipshöfn. Megi gæfan fylgja ykkur um ókomnna framtíð. Herjólfur og skipshöfn hans lengi lifi!”<br>
Skipstjóri gamla Herjólfs þakkaði með ræðu hlýleg orð fyrir sína hönd og áhafnarinnar. Síðan lagði skipið frá. Bílamergðin á bryggjunni þeytti flauturnar í kveðjuskyni, og sama gerðu skip og bátar í höfninni. Og innan stundar var gamli Herjólfur horfinn fyrir klettsnefið. <br>
Skipstjóri gamla Herjólfs þakkaði með ræðu hlýleg orð fyrir sína hönd og áhafnarinnar. Síðan lagði skipið frá. Bílamergðin á bryggjunni þeytti flauturnar í kveðjuskyni, og sama gerðu skip og bátar í höfninni. Og innan stundar var gamli Herjólfur horfinn fyrir klettsnefið. <br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-22 at 08.26.28.png|500px|center|thumb|Gamli Herjólfur kveður. -(Ljósm.: Guðl. Sigurgeirsson).]]
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Útgáfa síðunnar 22. júní 2017 kl. 08:54

Tímamót í samgöngumálum Vestmannaeyinga

Sunnud. 4. júlí 1976 sigldi Herjólfur hinn nýi í fyrsta sinn inn í Vestmannaeyjahöfn og lagðist að bryggju kl. 15. Fjöldi fólks var saman kominn á bryggjunni til að fagna skipinu. Lúðrasveit Vestmannaeyja lék og samkórinn söng.

Herjólfur hafði verið sjósettur frá smíðastað sínum í Kristjansund í Noregi að kvöldi 11. maí. Í blaðinu Romsdalsposten segir frá athöfninni, og að frú Sigurlaug Jónsdóttir hafi gefið skipinu nafn. í fréttinni segir ennfremur, að Herjólfur sé 58. skipið, sem skipasmíðastöðin — Sterkoder mek. verksted as. — hafi smíðað. Skipið var svo afhent eigendum laugardaginn 26. júní undir lúðrablæstri og söng.

Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, Einar H. Eiríksson, heilsaði skipi og skipshöfn við heimkomuna með eftirfarandi ræðu:

„Við bjóðum þig velkominn, Herjólfur,
heim,
til hafnar á norðlægar slóðir.
Við biðum þín lengi, og þökk veri þeim,
sem þér voru hollir og góðir.

Með þessum orðum fögnuðu Vestmannaeyingar gamla Herjólfi, er hann lagðist að bryggju í fyrsta sinn hinn 12. desember 1959. Með þessum sömu orðum bjóðum við Herjólf hinn nýja velkominn til heimahafnar í fyrsta sinn.

Herjólfur

Með komu þessa glæsilega farkosts hefst nýr tími — nýr kafli í samgöngusögu Vestmannaeyja. — Við gerð þessa skips er byggt á reynslu liðins tíma og tækniþekkingu nútímans beitt við allan búnað, miðað við þá þjónustu sem skipinu er ætlað að veita á komandi árum. Allir þeir, æðri sem lægri, sem lagt hafa hönd á plóginn, allt frá því er skipið var aðeins mynd í huga einstaks manns til þessa dags, er það leggst við landfestar fyrsta sinni, eiga þakkir okkar skildar fyrir atorku og einbeitni í því að gera drauminn að veruleika.
Megi hamingjudísir leiða hinn nýja Herjólf, hvar sem leiðir hans kunna að liggja, og stýra heilum i höfn úr hverri ferð.

Fyrstu bifreiðinni ekið á land í Vestmannaeyjum úr nýja Herjólfi.Ljósm.: Guðm. Sigfuss.).

Þegar nýtt tímaskeið hefst, er öðru lokið. Okkar gamli Herjólfur er nú senn að kveðja, eftir rúmlega 16½ árs þjónustu. Þetta blessaða skip hefur jafnan skilað sér og sínu heilu í höfn, hvort sem leiðir lágu um lognsléttan sæ og heiðríkju eða glímt var við stórsjói og þreifandi byl. Við færum þessu ágæta skipi einlægar þakkir fyrir veitta þjónustu á liðnum árum. Megi sú gifta, sem jafnan hefur fylgt gamla Herjólfi á liðnum árum, einnig fylgja honum á ókunnum slóðum allt til endadægurs.
Um leið vil ég af heilum huga þakka áhöfnum hins gamla Herjólfs fyrir einstæða lipurð og framúrskarandi sam vinnu í öllum viðskiptum við Vestmannaeyinga. Magnús Einarsson, skipstjóri, og skipshöfn hans, sem okkur til mikillar ánægju eru með okkur í dag, og verða væntanlega síðasta áhöfnin á Herjólfi í Vestmannaeyjaferðum, eru verðugir fulltrúar þeirra, sem leitt hafa skip og farm yfir úfinn sjó og jafnan skilað sér og sínu heilu í höfn. Þegar ég nú þakka þeim sem síðustu áhöfn Herjólfs fyrir öll okkar samskipti, þá taka þeir við því þakklæti fyrir hönd allra, sem stýrt hafa skipinu fyrr og síðar. Við munum vissulega sakna þeirra, en vonum jafnframt, að samskiptum okkar sé ekki með öllu lokið. Gamli Herjólfur mun koma væntanlega í síðasta sinn á þriðjudaginn. Ég heiti á bæjarbúa að fjölmenna á bryggju á þriðjudagskvöld og kveðja hann og áhöfn hans með þeirri virðingu og því þakklæti, sem þeim ber eftir hartnær tveggja áratuga þjónustu.

Jón Eyjólfsson, skipstjóri, og skipshöfn hins nýja Herjólfs! Ég býð ykkur velkomna heim. Ég óska ykkur allra heilla og blessunar í störfum í framtíðinni. Megi sú gifta, sem jafnan hefur fylgt gamla Herjólfi, einnig hvíla yfir ferðum nýja Herjólfs. Megi sá andi, sem ríkt hefur í samskiptunum við áhöfn gamla Herjólfs, einnig ríkja um borð í nýja Herjólfi á ókomnum árum.
Heill og hamingja fylgi nýja Herjólfi og áhöfn hans."

Á stjórnpalli nýja Herjólfs í fyrstu áætlunarferðinni til Þorlákshafnar. Frá vinstri: Jón Eyjólfsson, skipstjóri; Lárus Gunnólfsson, 1. stýrimaður og Sævaldur Eliasson, 2. stýri. maður.Ljósm.: Guðm. Sigfúss.).

Að kvöldi þriðjudagsins 6. júlí hélt svo gamli Herjólfur á braut frá Vestmannaeyjum í seinustu ferð sinni í þjónustu Vestmannaeyinga. Mikill mannfjöldi var á bryggjunni til að kveðja þetta gamla góða happaskip. Þessi kveðjustund á Básaskersbryggju verður öllum minnisstæð, þeim er viðstaddir voru. - Reynir Guðsteinsson, varaforseti bæjarstjórnar, kvaddi gamla Herjólf með eftirfarandi ræðu:
„Skammt líður nú á milli stórra viðburða í sögu þessa bæjarfélags. Um s. l. helgi fögnuðum við komu hinnar nýju glæsilegu Vestmannaeyjaferju, hinum nýja Herjólfi. Næstkomandi laugardag verður sundhöllin nýja vígð. Í september verður íþróttasalurinn tekinn í notkun, safnahúsið á vetri komanda, og þannig mætti áfram telja upp verkefni, sem lokið er við, og ekki síður óleyst verkefni.
Hvarvetna getur hver sem auga hefur, séð eyna okkar rísa úr öskustónni, klæðast grænni kápu eins og fyrrum og verða byggileg á ný.

Æði oft sauð á keipum gamla Herjólfs í langri þjónustu. Myndin tekin 15. apríl 1972.

Þannig er gangur lífsins. Þar sem deyfðin ríkir er engin tilbreyting, eng¬inn framfarahugur, engar framfarir. En hér iðar allt af lífi og starfi. Þess vegna höfum við yfir mörgu að gleðjast og mest þó yfir því að sjá afrakstur erfiðisins og vonirnar rætast. Það er réttur hins vinnandi manns að njóta ávaxtar erfiðis síns, bera ekki skarðan hlut frá borði, þegar gæðum lífsins er skipt.

Við, sem búum á þessari eyju, höfum lengi mátt sætta okkur við stopular og erfiðar samgöngur við meginlandið, og á ýmsan hátt óþolandi mis munun í fyrirgreiðslu um samgöngubætur.
Það var gæfuríkt spor fram á við til batnandi búsetuskilyrða hér, þegar gamli Herjólfur hóf að sigla á milli lands og Eyja í desember 1959. En heimur í framför gerir auknar kröfur, ekki síst kröfur til betri og þægilegri ferða. Þess vegna víkur nú þetta happaskip fyrir kröfum tímans. Við tekur stærra og fullkomnara skip, sem betur hentar kalli hinna nýju kynslóða. Þótt fögnuður okkar yfir hinum nýja Herjólfi sé mikill, gleyma bæjarbúar ekki framlagi þessa skips og eru hér samankomnir í kvöld til þess að votta því og skipshöfn þess þakklæti fyrir frábæra þjónustu hátt á annnan áratug.

Vestmannaeyingar hafa alla tíð vitað að með Herjólfi kæmust þeir örugglega alla leið milli lands og Eyja, þrátt fyrir stórviðrin, sem hann hefur hreppt. Og það hefur verið í minnum haft, þá sjaldan að fella hefur orðið niður ferðir eða seinka þeim fyrir sakir ofsaveðurs. Alltaf kom Herjólfur, stundum nokkuð seint. En hann kom alltaf, Guði sé þökk fyrir það.

Í kvöld leggur skipið upp í síðustu áætlunarferð sína milli lands og Eyja.
Fyrir hönd bæjarstjórnar Vestmannaeyja, svo og bæjarbúa allra, þakka ég þjónustuna sem Herjólfur hefur veitt Vestmannaeyingum á liðnum árum. Sömuleiðis vil ég þakka öllum þeim mörgu, sem þar hafa verið í skiprúmi, frábær störf í þágu Vestmannaeyja.

Núverandi skipstjóra, Magnúsi Einarssyni, og skipshöfn hans, þakka bæjarbúar allir góða viðkynningu og gifturík störf og óska þeim alls hins besta á ókomnum árum. Megi þeir sigla skipi sínu, hvert sem það verður, jafn heilu í höfn og þeir hafa siglt Herjólfi fram til þessa.
Herjólfi til handa eigum við enga ósk betri en þá, að hann megi áfram reynast það happaskip, sem hann hefur reynst okkur, og hann komi heill í höfn úr hverri ferð. Guð og gæfan fylgi þessu skipi og hverri skipshöfn þess.

Ég bið alla viðstadda að hylla Herjólf og skpishöfn hans með því að hrópa ferfalt húrra. Magnús skipstjóri! Við hyllum þig, skip þitt og skipshöfn. Megi gæfan fylgja ykkur um ókomnna framtíð. Herjólfur og skipshöfn hans lengi lifi!”
Skipstjóri gamla Herjólfs þakkaði með ræðu hlýleg orð fyrir sína hönd og áhafnarinnar. Síðan lagði skipið frá. Bílamergðin á bryggjunni þeytti flauturnar í kveðjuskyni, og sama gerðu skip og bátar í höfninni. Og innan stundar var gamli Herjólfur horfinn fyrir klettsnefið.

Gamli Herjólfur kveður. -(Ljósm.: Guðl. Sigurgeirsson).