„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1971/ Fyrsta millilandaeimskip Íslendinga“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
EINAR H. EIRÍKSSON
Fyrsta
millilandaeimskip íslendinga
MYND SÚ, sem fylgir þessu greinarkorni, er af fyrsta millilandagufuskipi í eigu íslendinga, g. s. Á. Ásgeirsson, en það kom hingað til lands í sína fyrsru ferð í maímánuði 1894. Til ísa-fjarðar, sem var raunveruleg heimahöfn þess, kom það hlaðið kolum og salti hinn 8. maí 1894.
Upp úr 1850 hóf svonefnd Asgeirsverzlun á ísafirði starfsemi sína, sem stóð síðan óslitið til 1918, er fyrirrækið var selt Hinum samein-uðu íslenzku verzlunum, sem Thor E. Tulinius gekkst fyrir og stýrði um skeið. Ásgeirsverzlun var óumdeilanlega eitt stærsta og öflugasta fyrirtæki á íslandi á þessu tímabili, var einn stærsti útflytjandi íslenzkra fiskafurða og hafði forystu um margvíslegar vinnutæknilegar fram-farir á sinni tíð.
Stofnandi fyrirtækisins var bóndasonur inn-an úr ísafjarðardjúpi, Ásgeir Ásgeirsson frá Rauðamýri. Hann hófst fyrst og fremst af sjálf-um sér og lagði grundvöllinn að þessu fyrir-tæki. Ásgeir andaðist árið 1874, og tók sonur hans, Ásgeir Guðmundur, þá aðeins 25 ára gamall, við stjórn þess og rekstri og gerði það asamt samstarfsmönnum sínum, einkum Árna Jónssyni frá Gilsbakka í Borgarfirði, sem var verzlunar og framkvæmdastjóri á ísafirði, að stórfyrirræki.
Ásgeir yngri keypti árið 1890 fyrsta íslenzka gufuskipið, „Ásgeir litla," sem kom til landsins í júlímánuði það ár og hóf þá þegar fastar áætl-unarferðir um ísafjarðardjúp og til annarra
Vestfjarðahafna. Ásgeir hafði gert tilraun til að mynda samtök með íslenzkum kaupmönnum til kaupa á tveim til þrem gufuskipum til vöru-flutninga milli íslands og annarra landa, en af einhverjum ástæðum varð ekki af félagsstofn-un. Keypti þá Ásgeir einn gufuskip, sem hann nefndi „Á. Ásgeirsson" eftir föður sínum, og var skipið því einkaeign hans. Kom það eins og fyrr segir til landsins í maímánuði 1890, og markar koma þess í raun og veru tímamót í sögu lands og þjóðar, því að strax var tekin upp hörð samkeppni við Sameinaða gufuskipa-félagið danska um vörufluminga til landsins og frá því. Var Ásgeirsverzlun mjög fljótlega svipt afgreiðsluumboði fyrir Sameinaða á fsafirði, eftir að skipið kom, því að það tók oft vörur,
Einar Haitkur Eiríksson skattstjóri hefur nndanfarin ár starfað sem kennari og prófdómari við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum og verið skólanum hliðhoUur. A Þorláksmessu í vetur færði hann skólanum að gjöf stœkkaða rnynd af fyrsta íslenzka gitfitskipinu A. Asgeirssyni. Einar er allra manna fróðastur ttm sögu skipa og fxddur og uppal'mn á Isafirði. Ég bað því Einar að skrifa grein i Sjómannadagsblað Vestmannaeyja itm þetta merkilega skip í siglingasögu íslendinga.        Ritstj.
sem ella hefðu fallið í hlut dönsku skipanna að flytja, og eru til ýmís dæmi um það.
E.s. „A. Asgeirsson" var keypt af dönsku fyrirtæki, og hét skipið áður „Helge". Það var talið 564 rúmlestir að stærð, en lestaði allt að 900 tonnum af varningi. Var það því stærsta skip, sem sigldi til íslands á þeim tíma. Skipið var þrímastrað, reykháfur svartur með breiðri, hvítri rönd. Það var smíðað árið 1863 í Ren-frew í Skotlandi úr járni, ekki úr stáli. Það þótti mjög gott sjóskip, enda hlekktist því aldrei á, þótt stundum blési harc á móti, meðan það var íslenzk eign. Kaupverð skipsins var kr. 60.000.-, en það þurfti allmikillar viðgerðar við. Eftir að henni var lokið, hóf skipið þá þeg-ar siglingar milli Danmerkur og Englands aðal-
Iega og allmargra hafna á íslandi, svo sem til Eskifjarðar, en þangað flutti skipið oft kola-farma fyrir dönsku varðskipin við íslandsstrend-ur, til Reykjavíkur, Isafjarðar og annarra Vest-fjarðahafna. Þá flutti skipið einnig saltfiskfarma frá ísafirði og Vestfjörðum til Barcelona á Spáni og til Genúa á ítalíu, hvallýsi flutti það til Grangemouth í Skotlandi, kol og salt frá Fleetwood og ýmsum öðrum enskum og skozk-tun höfnum. Sigldi skipið þannig aðeins í þágu íslendinga, nema þegar það flutti kolafarma vegna dönsku herskipanna á vegum danskra stjórnarvalda og má geta nærri, hvernig forráða-mönnum Sameinaða hefur líkað slíkt athæfi.
Skipstjóri á .Ásgeiri stóra," eins og skipið var jafnan nefnt til aðgreiningar frá ,Ásgeiri litla," var ráðinn í upphafi danskur maður að nafni H. I. Gregersen. Gregersen gamli, eins og hann jafnan var nefndur, mun hafa verið ættaður frá Romö eða Fanö við Vestur-Jótland og hafði um árabil siglt á seglskipum og síðustu árin sem skipstjóri. Hann eignaðist fjölda vina á íslandi, meðan hann stýrði skipinu. Hann lét af skipstjórn árið 1912 og settist að í Vejle á Jótlandi. Meðan hann lifði, hafði hann samband við vini sína hérlendis og sendi þeim jafnan kveðjur sínar um hver jól. Á ég í mínum fórum jólakort frá honum til föður míns, rituð eftir að hann settist í helgan stein.
Þegar Gregersen lét af skipstjórn eftir 18 ára dygga og góða þjónustu við ísland og íslend-inga, tók við skipstjórninni ungur íslendingur, Árni Aðalbjörnsson Riis, og stjórnaði hann skipinu, þar til það var selt árið 1916 til Álandseyja. Árni Riis var fæddur á ísafirði, son-ur Aðalbjörns Jóakimssonar frá Syðri-Tungu á Tjörnesi og konu hans Vilborgar Snorradóttur, sem var ættuð úr Súgandafirði. Aðalbjörn hafði lært sjómannafræði hjá Einari alþingismanni Ásmundssyni í Nesi í Aðaldal, en fluttist um 1875 til fsafjarðar ásamt bróður sínum, Jóakim snikkara, sem lært hafði smíðar hjá Tryggva Gunnarssyni, síðar bankastjóra, en Jóakim var faðir Tryggva sál. Jóakimssonar, sem um langt skeið var mikill athafnamaður á ísafirði. Enn-fremur flutti með þeim bræðrum systir þeirra, Helga, sem síðan giftist Páli Halldórssyni að Heimabæ í Hnífsdail, móðir hinna kunnu Heimabæjarbræðra, sem voru miklir sjósóknar-ar þar vestra, svo og margir afkomendur þeirra.
Aðalbjörn gerðist skipstjóri á kútter „Jóhann-esi," sem Ásgeirsverzlun átti, en skipið fórst með allri áhöfn út af Stigahlíð á leið til fisk-veiða árið 1882, sama árið og Árni fæddist, en hann var yngstur fimm systkina. Móðir hans fluttist þá með eldri börnin fjögur til Kanada, en Árna var komið í fóstur tíl Jörgen Michaels Riis, en hann var mágur Ásgeirs G. Ásgeirs¬sonar, kvæntur Sigríði systur hans, en þau bjuggu þá á ísafirði. Fimm ára gamall flutti Árni með stjúpforeldrum sínum til Kaup-mannahafnar og átti þar jafnan heimili síðan. Árni er nú látinn fyrir nokkrum árum.
Árni Riis lærði sjómannafræði í Danmörku, tók skipstjóra- og loftskeytapróf og fór víða með ýmsum skipum, bæði dönskum og ensk-um, sigldi m. a. kringum hnöttinn á stórum seglskipum. En árið 1907 réðst hann sem 2. stýrimaður á „Ásgeir stóra" hjá Gregersen gamla. Fyrsti stýrimaður varð hann árið 1909, en tók síðan við skipstjórninni árið 1912, er Gergersen hætti, og stjórnaði skipinu, unz það var selt sem fyrr segir.
Eftir það var Árni Riis á ýmsum skipum, var m. a. 2. stýrimaður á „Ceres", sem hélt uppi ferðum til íslands, eign Sameinaða. Hann stýrði 12 þúsund lesta tankskipi, „Dean Emery", sem Standard Oil Co. átti, gerði út og stjórnaði um nokkurra ára bil eigin skipi, sem hann nefndi „Hekla" og fór þá m. a. nokkrar ferðir fyrir Kveldúlf h.f. með saltfiskfarma frá Vestmanna-eyjum til Spánar. Síðasta skipið, sem Árni var á, var þýzka skemmtiferðaskipið „Milwaukee", eign Hamburg-Ameríka-línunnar, en fjöldi mið-aldra Vestmannaeyinga og þaðan af eldri muna þetta skip frá árunum fyrir stríð, er það hafði viðkomur hér með skemmtiferðafólk.
Framangreindar upplýsingar um Árna Riis og ævi hans, ennfremur ýmsar upplýsingar um „Ásgeir stóra", hefi ég úr einkabréfum hans til mín, rituðum á árunum 1954, en þá var Árni hættur sjómennsku, starfaði á vegum Samein-aða í Kaupmannahöfn við ýmiss konar léttari störf.
Meðal þeirra íslendinga, er sigldu á „Ásgeiri stóra", var Einar Stefánsson, síðar skipstjóri á „Dettifossi" hinum fyrsta, landskunnur maður á sinni tíð. Einar var annar stýrimaður hjá Árna Riis.
Eins og fyrr segir, var „Ásgeir stóri" seldur til
ð ?t
11
? ? ? ? ? 11
3»  J»  >  •*
HIÐ ISLENZKA SMASKIPAPROF 30. DES. 1933
Talið frá vinstri, fremri röð: Gurmar Guðjónsson, Kirkjubce; Ogmundur Hannesson, Hvoli; Jórt GuSmarids-son, Goðalandi; Sigfús Scheving, skólastjóri, Heiðarhvammi; Olafur Sigurðsson, Skuld; Jón SlefJnssori, Man-dal; Karl Olafsson, Víðivöllum. — Aftari röð frá vinstri: Einar Jóelsson, Sœlundi; Kristinn Friðriksson, Látr-um; Haraldur Gíslason; Guðni Ingvarsson, Skágum; Jáhann Pálsson, Gerði; Sigurbjórn Sigurfinnsson, Syðstu Grund; Einar Guðmundsson, Málmey; Guðfinnur Guðmundsson, Kirkjuhúl. — Námskeiðið stóð í tvo mún-uði og var haldið í tveimur stofum i Heiðarhvammi, heimili Sigfúsar Schevings, en prófdómendur vorit af varðskipunum.
Álandseyja árið 1916. Þau uxðu endalok hans, að hann varð skömmu síðar fyrir tundurskeyti þýzks kafbáts á Eystrasalti og hlaut þar hinzta hvílustað.
Þessar líniu- um fyrsta millilandagufuskipið í eigu íslendinga eru ritaðar 8. maí 1971, eða ná-kvæmlega 77 árum síðar en skipið lagðist að bryggju á ísafirði í fyrsta skipti, en þar var i raun aðalbækistöð þess, meðan það þjónaði landi og þjóð.
[[Mynd:H. I. Gregersen skipstjóri á es. Á. Ásgeirsson.png|250px|frame|H. I. Gregersen skipstjóri á es. Á. Ásgeirsson.]]
[[Mynd:H. I. Gregersen skipstjóri á es. Á. Ásgeirsson.png|250px|frame|H. I. Gregersen skipstjóri á es. Á. Ásgeirsson.]]



Útgáfa síðunnar 4. maí 2017 kl. 13:54

EINAR H. EIRÍKSSON Fyrsta millilandaeimskip íslendinga

MYND SÚ, sem fylgir þessu greinarkorni, er af fyrsta millilandagufuskipi í eigu íslendinga, g. s. Á. Ásgeirsson, en það kom hingað til lands í sína fyrsru ferð í maímánuði 1894. Til ísa-fjarðar, sem var raunveruleg heimahöfn þess, kom það hlaðið kolum og salti hinn 8. maí 1894. Upp úr 1850 hóf svonefnd Asgeirsverzlun á ísafirði starfsemi sína, sem stóð síðan óslitið til 1918, er fyrirrækið var selt Hinum samein-uðu íslenzku verzlunum, sem Thor E. Tulinius gekkst fyrir og stýrði um skeið. Ásgeirsverzlun var óumdeilanlega eitt stærsta og öflugasta fyrirtæki á íslandi á þessu tímabili, var einn stærsti útflytjandi íslenzkra fiskafurða og hafði forystu um margvíslegar vinnutæknilegar fram-farir á sinni tíð. Stofnandi fyrirtækisins var bóndasonur inn-an úr ísafjarðardjúpi, Ásgeir Ásgeirsson frá Rauðamýri. Hann hófst fyrst og fremst af sjálf-um sér og lagði grundvöllinn að þessu fyrir-tæki. Ásgeir andaðist árið 1874, og tók sonur hans, Ásgeir Guðmundur, þá aðeins 25 ára gamall, við stjórn þess og rekstri og gerði það asamt samstarfsmönnum sínum, einkum Árna Jónssyni frá Gilsbakka í Borgarfirði, sem var verzlunar og framkvæmdastjóri á ísafirði, að stórfyrirræki. Ásgeir yngri keypti árið 1890 fyrsta íslenzka gufuskipið, „Ásgeir litla," sem kom til landsins í júlímánuði það ár og hóf þá þegar fastar áætl-unarferðir um ísafjarðardjúp og til annarra Vestfjarðahafna. Ásgeir hafði gert tilraun til að mynda samtök með íslenzkum kaupmönnum til kaupa á tveim til þrem gufuskipum til vöru-flutninga milli íslands og annarra landa, en af einhverjum ástæðum varð ekki af félagsstofn-un. Keypti þá Ásgeir einn gufuskip, sem hann nefndi „Á. Ásgeirsson" eftir föður sínum, og var skipið því einkaeign hans. Kom það eins og fyrr segir til landsins í maímánuði 1890, og markar koma þess í raun og veru tímamót í sögu lands og þjóðar, því að strax var tekin upp hörð samkeppni við Sameinaða gufuskipa-félagið danska um vörufluminga til landsins og frá því. Var Ásgeirsverzlun mjög fljótlega svipt afgreiðsluumboði fyrir Sameinaða á fsafirði, eftir að skipið kom, því að það tók oft vörur,


Einar Haitkur Eiríksson skattstjóri hefur nndanfarin ár starfað sem kennari og prófdómari við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum og verið skólanum hliðhoUur. A Þorláksmessu í vetur færði hann skólanum að gjöf stœkkaða rnynd af fyrsta íslenzka gitfitskipinu A. Asgeirssyni. Einar er allra manna fróðastur ttm sögu skipa og fxddur og uppal'mn á Isafirði. Ég bað því Einar að skrifa grein i Sjómannadagsblað Vestmannaeyja itm þetta merkilega skip í siglingasögu íslendinga. Ritstj.

sem ella hefðu fallið í hlut dönsku skipanna að flytja, og eru til ýmís dæmi um það. E.s. „A. Asgeirsson" var keypt af dönsku fyrirtæki, og hét skipið áður „Helge". Það var talið 564 rúmlestir að stærð, en lestaði allt að 900 tonnum af varningi. Var það því stærsta skip, sem sigldi til íslands á þeim tíma. Skipið var þrímastrað, reykháfur svartur með breiðri, hvítri rönd. Það var smíðað árið 1863 í Ren-frew í Skotlandi úr járni, ekki úr stáli. Það þótti mjög gott sjóskip, enda hlekktist því aldrei á, þótt stundum blési harc á móti, meðan það var íslenzk eign. Kaupverð skipsins var kr. 60.000.-, en það þurfti allmikillar viðgerðar við. Eftir að henni var lokið, hóf skipið þá þeg-ar siglingar milli Danmerkur og Englands aðal- Iega og allmargra hafna á íslandi, svo sem til Eskifjarðar, en þangað flutti skipið oft kola-farma fyrir dönsku varðskipin við íslandsstrend-ur, til Reykjavíkur, Isafjarðar og annarra Vest-fjarðahafna. Þá flutti skipið einnig saltfiskfarma frá ísafirði og Vestfjörðum til Barcelona á Spáni og til Genúa á ítalíu, hvallýsi flutti það til Grangemouth í Skotlandi, kol og salt frá Fleetwood og ýmsum öðrum enskum og skozk-tun höfnum. Sigldi skipið þannig aðeins í þágu íslendinga, nema þegar það flutti kolafarma vegna dönsku herskipanna á vegum danskra stjórnarvalda og má geta nærri, hvernig forráða-mönnum Sameinaða hefur líkað slíkt athæfi. Skipstjóri á .Ásgeiri stóra," eins og skipið var jafnan nefnt til aðgreiningar frá ,Ásgeiri litla," var ráðinn í upphafi danskur maður að nafni H. I. Gregersen. Gregersen gamli, eins og hann jafnan var nefndur, mun hafa verið ættaður frá Romö eða Fanö við Vestur-Jótland og hafði um árabil siglt á seglskipum og síðustu árin sem skipstjóri. Hann eignaðist fjölda vina á íslandi, meðan hann stýrði skipinu. Hann lét af skipstjórn árið 1912 og settist að í Vejle á Jótlandi. Meðan hann lifði, hafði hann samband við vini sína hérlendis og sendi þeim jafnan kveðjur sínar um hver jól. Á ég í mínum fórum jólakort frá honum til föður míns, rituð eftir að hann settist í helgan stein. Þegar Gregersen lét af skipstjórn eftir 18 ára dygga og góða þjónustu við ísland og íslend-inga, tók við skipstjórninni ungur íslendingur, Árni Aðalbjörnsson Riis, og stjórnaði hann skipinu, þar til það var selt árið 1916 til Álandseyja. Árni Riis var fæddur á ísafirði, son-ur Aðalbjörns Jóakimssonar frá Syðri-Tungu á Tjörnesi og konu hans Vilborgar Snorradóttur, sem var ættuð úr Súgandafirði. Aðalbjörn hafði lært sjómannafræði hjá Einari alþingismanni Ásmundssyni í Nesi í Aðaldal, en fluttist um 1875 til fsafjarðar ásamt bróður sínum, Jóakim snikkara, sem lært hafði smíðar hjá Tryggva Gunnarssyni, síðar bankastjóra, en Jóakim var faðir Tryggva sál. Jóakimssonar, sem um langt skeið var mikill athafnamaður á ísafirði. Enn-fremur flutti með þeim bræðrum systir þeirra, Helga, sem síðan giftist Páli Halldórssyni að Heimabæ í Hnífsdail, móðir hinna kunnu Heimabæjarbræðra, sem voru miklir sjósóknar-ar þar vestra, svo og margir afkomendur þeirra. Aðalbjörn gerðist skipstjóri á kútter „Jóhann-esi," sem Ásgeirsverzlun átti, en skipið fórst með allri áhöfn út af Stigahlíð á leið til fisk-veiða árið 1882, sama árið og Árni fæddist, en hann var yngstur fimm systkina. Móðir hans fluttist þá með eldri börnin fjögur til Kanada, en Árna var komið í fóstur tíl Jörgen Michaels Riis, en hann var mágur Ásgeirs G. Ásgeirs¬sonar, kvæntur Sigríði systur hans, en þau bjuggu þá á ísafirði. Fimm ára gamall flutti Árni með stjúpforeldrum sínum til Kaup-mannahafnar og átti þar jafnan heimili síðan. Árni er nú látinn fyrir nokkrum árum. Árni Riis lærði sjómannafræði í Danmörku, tók skipstjóra- og loftskeytapróf og fór víða með ýmsum skipum, bæði dönskum og ensk-um, sigldi m. a. kringum hnöttinn á stórum seglskipum. En árið 1907 réðst hann sem 2. stýrimaður á „Ásgeir stóra" hjá Gregersen gamla. Fyrsti stýrimaður varð hann árið 1909, en tók síðan við skipstjórninni árið 1912, er Gergersen hætti, og stjórnaði skipinu, unz það var selt sem fyrr segir. Eftir það var Árni Riis á ýmsum skipum, var m. a. 2. stýrimaður á „Ceres", sem hélt uppi ferðum til íslands, eign Sameinaða. Hann stýrði 12 þúsund lesta tankskipi, „Dean Emery", sem Standard Oil Co. átti, gerði út og stjórnaði um nokkurra ára bil eigin skipi, sem hann nefndi „Hekla" og fór þá m. a. nokkrar ferðir fyrir Kveldúlf h.f. með saltfiskfarma frá Vestmanna-eyjum til Spánar. Síðasta skipið, sem Árni var á, var þýzka skemmtiferðaskipið „Milwaukee", eign Hamburg-Ameríka-línunnar, en fjöldi mið-aldra Vestmannaeyinga og þaðan af eldri muna þetta skip frá árunum fyrir stríð, er það hafði viðkomur hér með skemmtiferðafólk. Framangreindar upplýsingar um Árna Riis og ævi hans, ennfremur ýmsar upplýsingar um „Ásgeir stóra", hefi ég úr einkabréfum hans til mín, rituðum á árunum 1954, en þá var Árni hættur sjómennsku, starfaði á vegum Samein-aða í Kaupmannahöfn við ýmiss konar léttari störf. Meðal þeirra íslendinga, er sigldu á „Ásgeiri stóra", var Einar Stefánsson, síðar skipstjóri á „Dettifossi" hinum fyrsta, landskunnur maður á sinni tíð. Einar var annar stýrimaður hjá Árna Riis. Eins og fyrr segir, var „Ásgeir stóri" seldur til

ð ?t

11

? ? ? ? ? 11 3» J» > •*





HIÐ ISLENZKA SMASKIPAPROF 30. DES. 1933 Talið frá vinstri, fremri röð: Gurmar Guðjónsson, Kirkjubce; Ogmundur Hannesson, Hvoli; Jórt GuSmarids-son, Goðalandi; Sigfús Scheving, skólastjóri, Heiðarhvammi; Olafur Sigurðsson, Skuld; Jón SlefJnssori, Man-dal; Karl Olafsson, Víðivöllum. — Aftari röð frá vinstri: Einar Jóelsson, Sœlundi; Kristinn Friðriksson, Látr-um; Haraldur Gíslason; Guðni Ingvarsson, Skágum; Jáhann Pálsson, Gerði; Sigurbjórn Sigurfinnsson, Syðstu Grund; Einar Guðmundsson, Málmey; Guðfinnur Guðmundsson, Kirkjuhúl. — Námskeiðið stóð í tvo mún-uði og var haldið í tveimur stofum i Heiðarhvammi, heimili Sigfúsar Schevings, en prófdómendur vorit af varðskipunum.



Álandseyja árið 1916. Þau uxðu endalok hans, að hann varð skömmu síðar fyrir tundurskeyti þýzks kafbáts á Eystrasalti og hlaut þar hinzta hvílustað. Þessar líniu- um fyrsta millilandagufuskipið í eigu íslendinga eru ritaðar 8. maí 1971, eða ná-kvæmlega 77 árum síðar en skipið lagðist að bryggju á ísafirði í fyrsta skipti, en þar var i raun aðalbækistöð þess, meðan það þjónaði landi og þjóð.


H. I. Gregersen skipstjóri á es. Á. Ásgeirsson.


Fyrsta millilandagufuskip Íslendinga. Á Ásgeirsson frá Ísafirði.



Hið íslenzka smáskipapróf 30. des. 1933. Talið frá vinstri, fremri röð: Gunnar Guðjónsson, Kirkjubæ; Ögmundur Hannesson, Hvoli; Jón Guðmundsson, Goðalandi; Sigfús Scheving, skólastjóri, Heiðarhvammi; Ólafur Sigurðsson, skuld; Jón Stefánsson, Mandal; Karl Ólafsson, Víðivöllum. - Aftari röð frá vinstri: Einar Jóelsson, Sælundi; Kristinn Friðriksson, Látrum; Haraldur Gíslason; Guðni Ingvarsson, Skógum; Jóhann Pálsson, Gerði; Sigurbjörn Sigurfinnsson, Syðstu Grund; Einar Guðmundsson, Málmey; Guðfinnur Guðmundsson, Kirkjuhól.- Námskeiðið stóð í tvo mánuði og var haldið í tveimur stofum í Heiðarhvammi heimili Sigfúsar Schevings, en prófdómendur voru af varðskipunum.