„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2005/Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:
   
   


Eftirfarandi grein sendi Eyjólfur Gíslason Lúðvík Kristjánssyni, (f. 1911 - d. 2000), höfundi ritsins ''Íslenskir sjávarhœttir'' sem kom út í 5 bindum á árunum 1980 - 1986.<br>
Eftirfarandi grein sendi Eyjólfur Gíslason Lúðvík Kristjánssyni, (f. 1911 - d. 2000), höfundi ritsins ''Íslenskir sjávarhœttir'' sem kom út í 5 bindum á árunum 1980 - 1986.<br>[[Mynd:Barómet eða loftvog sem formenn í Vestmannaeyjum voru sumir farnir að nota um aldamótin 1900.png|250px|thumb|„Barómet" eða loftvog sem formenn í Vestmannaeyjum voru sumir farnir að nota um aldamótin 1900. Eyjólfur Gíslason hafði alltaf „barómet"yfir rúmi sínu og bankaði á það áður en hann fór ,,að kalla"]]
''Íslenskir sjávarhœttir'' er stórvirki sem vakti ekki aðeins athygli hér á Íslandi heldur um öll Norðurlönd og var höfundurinn, Lúðvík Kristjánsson, sæmdur titli heiðursdoktors við Háskóla Íslands fyrir verkið, sem hann hafði safnað til um allt Ísland á langri og afkastamikilli ævi. Hans hægri hönd var kona hans Helga Proppé (f. 1910 -d. 1989).<br>
''Íslenskir sjávarhœttir'' er stórvirki sem vakti ekki aðeins athygli hér á Íslandi heldur um öll Norðurlönd og var höfundurinn, Lúðvík Kristjánsson, sæmdur titli heiðursdoktors við Háskóla Íslands fyrir verkið, sem hann hafði safnað til um allt Ísland á langri og afkastamikilli ævi. Hans hægri hönd var kona hans Helga Proppé (f. 1910 -d. 1989).<br>[[Mynd:Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum.png|250px|thumb|Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum]]
''Íslenskir sjávarhœttir'' er sannkölluð fróðleiksnáma um allt er snýr að áraskipum, verstöðvum og sjósókn á Íslandi alla 19. öld og má segja frá landnámstíð. Ritverkið er ómetanlegt heimildaverk. Vestmannaeyjar koma að sjálfsögðu oft og mikið við sögu í þessu geysilega vandaða og mikla ritverki. Helstu heimildamenn Lúðvíks í Vestmannaeyjum voru Þorsteinn Jónsson í Laufási, Magnús Guðmundsson á Vesturhúsum, Ólafur Ástgeirsson í Litlabæ, Sigfús M. Johnsen ''(Saga Vestmannaeyja)'', Hjalti Jónsson (Eldeyjar-Hjalti) og Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum.<br>
''Íslenskir sjávarhœttir'' er sannkölluð fróðleiksnáma um allt er snýr að áraskipum, verstöðvum og sjósókn á Íslandi alla 19. öld og má segja frá landnámstíð. Ritverkið er ómetanlegt heimildaverk. Vestmannaeyjar koma að sjálfsögðu oft og mikið við sögu í þessu geysilega vandaða og mikla ritverki. Helstu heimildamenn Lúðvíks í Vestmannaeyjum voru Þorsteinn Jónsson í Laufási, Magnús Guðmundsson á Vesturhúsum, Ólafur Ástgeirsson í Litlabæ, Sigfús M. Johnsen ''(Saga Vestmannaeyja)'', Hjalti Jónsson (Eldeyjar-Hjalti) og Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum.<br>
Þeir Eyjólfur og Lúðvík voru vel málkunnugir og ágætir kunningjar síðustu æviár beggja. Eyjólfur Gíslason var fæddur að Búastöðum í Vestmannaeyjum 22. maí 1897 og bjó í Vestmannaeyjum fram að eldgosinu 23. janúar 1973. Hann stundaði sjó frá Vestmannaeyjum í nærri hálfa öld, (48 vertíðir). Þar af var hann skipstjóri, eða formaður eins og þá var oftast sagt, í 40 vetrarvertíðir. Eyjólfur var minnugur og fróður og mundi atburði til aldamótanna 1900, t.d. slysið á Beinakeldu við Klettsnef á uppstigningardag 1901, þegar 27 manns fórust steinsnar frá lendingu og öruggri höfn, en aðeins einn maður komst af.<br>
Þeir Eyjólfur og Lúðvík voru vel málkunnugir og ágætir kunningjar síðustu æviár beggja. Eyjólfur Gíslason var fæddur að Búastöðum í Vestmannaeyjum 22. maí 1897 og bjó í Vestmannaeyjum fram að eldgosinu 23. janúar 1973. Hann stundaði sjó frá Vestmannaeyjum í nærri hálfa öld, (48 vertíðir). Þar af var hann skipstjóri, eða formaður eins og þá var oftast sagt, í 40 vetrarvertíðir. Eyjólfur var minnugur og fróður og mundi atburði til aldamótanna 1900, t.d. slysið á Beinakeldu við Klettsnef á uppstigningardag 1901, þegar 27 manns fórust steinsnar frá lendingu og öruggri höfn, en aðeins einn maður komst af.<br>
Lína 13: Lína 13:


'''Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum'''<br>
'''Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum'''<br>
 
[[Mynd:Náttmálaskart á milli Litla Klifs og Eggja.png|500px|center|thumb|Náttmálaskarð á milli Litla Klifs (t.h.) og Eggja (t.v.))]]
'''Veðurhorfur og veðurfar í Vestmannaeyjum.'''<br>
'''Veðurhorfur og veðurfar í Vestmannaeyjum.'''<br>
Helstu breytingar í lofti til veðurbreytinga skulu hér nefndar eftir því sem ég þekkti. Þegar sáust smá grá skýjadrög á vesturloftinu í heiðskíru veðri nefndu menn það „bliku“ og komust þannig að orði að nú færi bráðlega að draga til austanáttar, og ef skýin voru þéttari og dekkri var sagt, hann er orðinn „korgblikaður“ í útsuðrinu, svo það má búast við austan stormi á morgun, sem oftast varð líka orð að sönnu. Þá var einnig tekið mark á því, þegar skýjabólstrar sáust vestan til efst á Heklu. Það boðaði austanátt og einnig mikið skýjaþykkni í útnorðri.<br>
Helstu breytingar í lofti til veðurbreytinga skulu hér nefndar eftir því sem ég þekkti. Þegar sáust smá grá skýjadrög á vesturloftinu í heiðskíru veðri nefndu menn það „bliku“ og komust þannig að orði að nú færi bráðlega að draga til austanáttar, og ef skýin voru þéttari og dekkri var sagt, hann er orðinn „korgblikaður“ í útsuðrinu, svo það má búast við austan stormi á morgun, sem oftast varð líka orð að sönnu. Þá var einnig tekið mark á því, þegar skýjabólstrar sáust vestan til efst á Heklu. Það boðaði austanátt og einnig mikið skýjaþykkni í útnorðri.<br>

Útgáfa síðunnar 3. ágúst 2017 kl. 10:52

Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum og Íslenskir sjávarhættir



Eftirfarandi grein sendi Eyjólfur Gíslason Lúðvík Kristjánssyni, (f. 1911 - d. 2000), höfundi ritsins Íslenskir sjávarhœttir sem kom út í 5 bindum á árunum 1980 - 1986.

„Barómet" eða loftvog sem formenn í Vestmannaeyjum voru sumir farnir að nota um aldamótin 1900. Eyjólfur Gíslason hafði alltaf „barómet"yfir rúmi sínu og bankaði á það áður en hann fór ,,að kalla"

Íslenskir sjávarhœttir er stórvirki sem vakti ekki aðeins athygli hér á Íslandi heldur um öll Norðurlönd og var höfundurinn, Lúðvík Kristjánsson, sæmdur titli heiðursdoktors við Háskóla Íslands fyrir verkið, sem hann hafði safnað til um allt Ísland á langri og afkastamikilli ævi. Hans hægri hönd var kona hans Helga Proppé (f. 1910 -d. 1989).

Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum

Íslenskir sjávarhœttir er sannkölluð fróðleiksnáma um allt er snýr að áraskipum, verstöðvum og sjósókn á Íslandi alla 19. öld og má segja frá landnámstíð. Ritverkið er ómetanlegt heimildaverk. Vestmannaeyjar koma að sjálfsögðu oft og mikið við sögu í þessu geysilega vandaða og mikla ritverki. Helstu heimildamenn Lúðvíks í Vestmannaeyjum voru Þorsteinn Jónsson í Laufási, Magnús Guðmundsson á Vesturhúsum, Ólafur Ástgeirsson í Litlabæ, Sigfús M. Johnsen (Saga Vestmannaeyja), Hjalti Jónsson (Eldeyjar-Hjalti) og Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum.
Þeir Eyjólfur og Lúðvík voru vel málkunnugir og ágætir kunningjar síðustu æviár beggja. Eyjólfur Gíslason var fæddur að Búastöðum í Vestmannaeyjum 22. maí 1897 og bjó í Vestmannaeyjum fram að eldgosinu 23. janúar 1973. Hann stundaði sjó frá Vestmannaeyjum í nærri hálfa öld, (48 vertíðir). Þar af var hann skipstjóri, eða formaður eins og þá var oftast sagt, í 40 vetrarvertíðir. Eyjólfur var minnugur og fróður og mundi atburði til aldamótanna 1900, t.d. slysið á Beinakeldu við Klettsnef á uppstigningardag 1901, þegar 27 manns fórust steinsnar frá lendingu og öruggri höfn, en aðeins einn maður komst af.
Eyjólfur Gíslason andaðist á Hrafnistu í Reykjavík, 7. júní 1995.
Eyjólfur skrifaði alla tíð mikið í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Systursonur hans, Jón Bryngeirsson frá Búastöðum (f. 1930 - d. 2000), minntist Eyjólfs í blaðinu með minningargrein í 46. árgangi vorið 1996. Eyjólfur sendi Lúðvík Kristjánssyni eftirfarandi grein þegar Lúðvík var að safna upplýsingum um veðurfar og veðráttu í verstöðvum um allt land. Birti Lúðvík frásögn Eyjólfs orðrétta í III. bindi Sjávarháttanna (bls.132), en þar misritaðist síðasta orðið; ritað er „milli Litlaklifs og Eyjar“ í stað „milli Litlaklifs og Eggja“ og leiðréttist það hér með.

GÁE.


Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum

Náttmálaskarð á milli Litla Klifs (t.h.) og Eggja (t.v.))

Veðurhorfur og veðurfar í Vestmannaeyjum.
Helstu breytingar í lofti til veðurbreytinga skulu hér nefndar eftir því sem ég þekkti. Þegar sáust smá grá skýjadrög á vesturloftinu í heiðskíru veðri nefndu menn það „bliku“ og komust þannig að orði að nú færi bráðlega að draga til austanáttar, og ef skýin voru þéttari og dekkri var sagt, hann er orðinn „korgblikaður“ í útsuðrinu, svo það má búast við austan stormi á morgun, sem oftast varð líka orð að sönnu. Þá var einnig tekið mark á því, þegar skýjabólstrar sáust vestan til efst á Heklu. Það boðaði austanátt og einnig mikið skýjaþykkni í útnorðri.
Þegar sáust þykkir skýjabakkar neðst við sjóndeildarhring fram af Dyrhólaey var vís austan stormur og ef kembdi upp úr þeim bakka mátti búast við miklu suðaustan hvassviðri. Þá veittu menn því einnig athygli, hvort ekki sæjust litlir skýhnoðrar- „hrafnar“- bera við há-Eyjafjallajökul og ef að þeir sáust, þurfti ekki að efast um, að stutt yrði í austan rok.
Þá fylgdust og margir menn vel með brim,- og sjávarhljóðum. Þegar brimhljóð heyrðist í logni frá Sólboða og Urðum, boðaði það austanátt og eftir því sem hljóðið var hærra eða lægra, átti vindhraðinn að vera.
Þegar brimhljóð heyrðist innan hafnar og á Eiðinu, vissi það á norðanátt.
Eyjamenn áttu erfiðast með að sjá og spá fyrir vestan- og útsynnings (SV) veðrum, því þau brustu oft svo snögglega á. Á undan þessum veðrum fóru þykkir skýjabakkar sem gengu hratt upp á vesturloftið. Þá var og höfð gát á sjólagi og brimboðum vestan Eyja, en eftir að menn fóru að kynnast og þekkja á barómetin, var mikið farið eftir mælistöðunni. Alhörðustu veðrin sem gengu yfir Eyjar voru kölluð „skarðaveður“, var þá vindstaðan um Náttmálaskarð, sem er á milli Litla-Klifs og Eggja.

Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum