„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1985/ Tilkynningaskylda íslenskra skipa“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 4: | Lína 4: | ||
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að athuga og gera tillögur um hvaða ráðstafanir þurfi að gera til þess að samband megi hafa við íslensk fiskveiðiskip á ákveðnum tíma sólarhringsins, og þannig verði fyglst með hvar þau eru stödd hverju sinni, svo að hjálp megi berast hið fyrsta ef slys ber að höndum eða skipi hlekkist á.“<br> | „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að athuga og gera tillögur um hvaða ráðstafanir þurfi að gera til þess að samband megi hafa við íslensk fiskveiðiskip á ákveðnum tíma sólarhringsins, og þannig verði fyglst með hvar þau eru stödd hverju sinni, svo að hjálp megi berast hið fyrsta ef slys ber að höndum eða skipi hlekkist á.“<br> | ||
Hér í Eyjum hafði tíðkast þá um árabil að bátarnir tilkynntu Vestmannaeyjaradiói hvenær þeir byggjust við að verða í höfn, eða að þeir kæmu ekki til hafnar fyrir ákveðinn tíma. Loftskeytastöðin sá svo um að koma þessum tilkynningum, ásamt öðrum., til vinnslustöðvanna. Þetta var talið það mikið öryggismál að Björgunarfélag Vestmannaeyja tók þátt í kostnaðinum, sem þessu var samfara, fyrst í stað.<br> | Hér í Eyjum hafði tíðkast þá um árabil að bátarnir tilkynntu Vestmannaeyjaradiói hvenær þeir byggjust við að verða í höfn, eða að þeir kæmu ekki til hafnar fyrir ákveðinn tíma. Loftskeytastöðin sá svo um að koma þessum tilkynningum, ásamt öðrum., til vinnslustöðvanna. Þetta var talið það mikið öryggismál að Björgunarfélag Vestmannaeyja tók þátt í kostnaðinum, sem þessu var samfara, fyrst í stað.<br> | ||
Haustið 1968 ákváðu síldarskipin að gefnu tilefni að tilkvnna sig einu sinni | Haustið 1968 ákváðu síldarskipin að gefnu tilefni að tilkvnna sig einu sinni á sólarhring og stundum oftar. Í júlímánuði árið 1967 fórst síldarbáturinn Stígandi ÓF. 180 sjómílur norður af Jan Mayen. Allir skipverjarnir. 12 að tölu, komust í gúmbátinn, en án þess þó að hafa haft talstöðvarsamband, þannig að enginn vissi af slysinu. Fundust þeir viku síðar eftir mikla leit. Nokkrir dagar liðu frá slysinu áður en farið var að leita að bátnum.<br> | ||
Hinn 4. október | Hinn 4. október 1963 skipaði samgönguráðherra ólaunaða nefnd til þess að athuga | ||
og gera tillögur í samræmi við áðurnefnda þingsályktun. Að áliti nefndarinnar var verkefni hennar tvíþætt: Annars vegar að koma með tillögur um ráðstafanir til þess að koma á hlustunarskyldu á íslenskum skipum og hins vegar tillögur um tilkynningarskyldu skipa. Með hlustunarskyldu var þá átt við að á ákveðnum tímum sólarhringsins | og gera tillögur í samræmi við áðurnefnda þingsályktun. Að áliti nefndarinnar var verkefni hennar tvíþætt: Annars vegar að koma með tillögur um ráðstafanir til þess að koma á hlustunarskyldu á íslenskum skipum og hins vegar tillögur um tilkynningarskyldu skipa. Með hlustunarskyldu var þá átt við að á ákveðnum tímum sólarhringsins, eða stöðugt, væri hlustað eftir tilkynningum frá strandstöðvum, þannig að hægt væri að tilkynna næstu skipum um sjóslys eða skip, sem | ||
væru hjálparþurfi. Þegar höfðu verið sett ákvæði um að íslensk skip skyldu útbúin sérstöku tæki til hlustunar á kall- og neyðarbylgjulengdinni 2182.<br> | |||
væru hjálparþurfi. Þegar höfðu verið sett ákvæði um að íslensk skip skyldu útbúin sérstöku tæki til hlustunar á kall- og | '''TILKYNNINGARSKYLDA ÍSLENSKRA SKIPA STOFNSETT ÁRIÐ 1968'''<br> Samkvæmt lögum nr. 40/ 1977 skulu öll íslensk skip. önnur en varðskip, taka þá í tilkynningarskyldu. Ber öllum skipum að tilkynna brottför úr höfn og komu til hafnar. Skip skulu einnig gefa upp staðarákvörðun samkvæmt reitakorti tvisvar á dag. kl. 10:00 til 13:30 og á kvöldin kl. 20:00 til 22:00. Kvöldskyldan er þó ekki í gildi frá 1. maí til 1. sept. ár hvert.<br> | ||
TILKYNNINGARSKYLDA ÍSLENSKRA SKIPA STOFNSETT ÁRIÐ 1968 Samkvæmt lögum nr. | Sex strandstöðvar, Reykjavíkurradió, Ísafjarðarradídó, Siglufjarðarradíó, Nesradíó, Hornafjarðarradíó og Vestmannaeyjaradíó taka við þessum tilkynningum frá skipunum. Eru þær síðan sendar, mest á telex, til miðstöðvar tilkynnngarskyldunnar sem er í húsi Slysavarnafélags Íslands á Grandagarði í | ||
íslensk skip. önnur en varðskip | Reykjavík.<br> | ||
Sex strandstöðvar | Síðasta ár voru sendar um 250.000 skyldur til miðstóðvarinnar frá þessum sex strandstöðvum.<br> | ||
Í miðstöðinni er fylgst með ferðum skipanna, og ef eitthvert skip vantar hefur miðstöð tilkynningarskyldunnar samband við þá strandstoð sem talin er næst viðkomandi skipi og hún beðin að reyna að hafa samband við skipið. Takist það ekki, einhverra hluta vegna, oftast vegna þessaó skipið heyrir ekki uppköll strandstöðvarinnar, er Ríkisútvarpið beðið að biðja viðkomandi skip að hafa samband við næstu strandstöð. Eru þessar beiðnir lesnar með veðurfréttunum. Takist þetta ekki, og áður búið að kanna að skipið sé ekki komið til hafnar, er hafin leit.<br> | |||
Síðasta ár voru sendar um 250.000 skyldur til | '''VANKANTAR TILKYNNINGARSKYLDUNNAR'''<br> | ||
Í miðstöðinni er fylgst með | Veiki hlekkurinn í starfsemi tilkynningarskyldunnar er hlustvarsla sjófarenda. Gera menn sér grein fyrir því að þegar skip er beðið, í morgunútvarpi kl. 7. að hafa samband við næstu strandstöð, þá er strandstöðin búin að vera að kalla þetta ákveðna skip öðru hverju alla nóttina, frá lokum síðasta tilkynningarskyldutíma sem var kvöldið áður kl. 22:00. Önnur skip hafa líka verið að reyna að ná sambandi við umrætt skip og búið að auglýsa skipið með veðurfréttum kl. l:00.<br> | ||
VANKANTAR TILKYNNINGARSKYLDUNNAR | Í sjórétti, sem haldinn var vegna Helliseyjarslyssins, segir eitthvað á þá leið frá samræðum skipbrotsmanna er komist höfðu á kjöl, að þeir hefðu ekki sent „skylduna" ,i skyldutímanum um kvöldið og sennilega yrði farið að leita að þeim. Það var ekki gert, ef til vill vegna þess hve veðrið var gott, en Vestmannaeyjaradíó kallaði bútinn alla nóttina og aðrir bátar voru beðnir að kalla líka. Framhaldið þekkja allir.<br> | ||
Veiki hlekkurinn í starfsemi | |||
sjórétti | '''HVAÐA RÁÐ ERU TIL ÚRBÓTA?'''<br> | ||
HVAÐA RÁÐ ERU TIL ÚRBÓTA' | Með því að bæta hlustvörsluna gæti tilkynningarskylda íslenskra skipa náð tilgangi sínum. En hvenær er hægt að tryggja að viðkomandi skip heyri er strandstöðin kallar á það? Undanfarinn áratug eða lengur hefur verið í notkun kerfi sem tryggir þetta, svonefnt Selcall, eða radióval. Vakti ég máls á þessari tækni árið 1982. Öryggismálanefnd Alþingis tók þetta upp í tillögur sínar til samgönguráðherra, og nú er Póst- og símamúlastofnunin búin að veita samþykki sitt til þess að taka þetta kerfi í notkun hér í Vestmannaeyjum. Vonandi ber okkur gæfa til að koma þessu öryggismáli heilu í höfn, eins og svo mörgum öðrum.<br> | ||
Með því | |||
SELCALL | '''SELCALL | ||
- SELECTIVE CALLING - RADÍOVAL | - SELECTIVE CALLING - RADÍOVAL'''<br> | ||
Nú skal aðeins reynt | Nú skal aðeins reynt að skýra þetta tæknifyrirbrigði, Selcall. Strandstöðin sendir út númer hvers einstaks skips sem hún er að reyna að ná í. í „tónkóda". Þegar tónvalsskynjari skipsins hefur móttekið radíónúmer sitt gefur skynjarinn frá sér hringingu og ljós kviknar og sýnir að kallað hefur verið á skipið. Bjallan hringir skamman tíma en ljósið lýsir þar til ýtt hefur verið á „stopphnapp". Þannig eiga menn að geta séð að skipið hefur verið kallað upp, enda þótt þeir hafi ekki verið viðlátnir þegar kallið kom. Strandstöðin sendir líka númer sitt með kallinu og á því að vera hægt að sjá á skjá á viðkomandi tæki hver kallaði.<br> | ||
Á viðurkenndum valbúnaði er gert ráð fyrir að unnt sé að hafa bjöllu eða annan hringibúnað til viðbótar á öðrum stað en valtækið sjálft.<br> | |||
Á viðurkenndum valbúnaði er gert ráð fyrir að unnt sé að hafa bjöllu eða annan hringibúnað til viðbótar á öðrum stað en valtækið sjálft. | Ákveðið hefur verið að valbúnaðurinn tengist ákveðnu viðtæki á millibylgju sem hefur verið sérbúið og viðurkennt til þessara nota. Verkar það þannig að ein aukarás kemur á aðalmóttakara skipsins sem aldrei verður notuð til annars og veldur þar af leiðandi engum truflunum á öðrum viðskiptum.<br> | ||
Ákveðið hefur verið að valbúnaðurinn tengist ákveðnu viðtæki á millibylgju sem hefur verið sérbúið og viðurkennt til þessara nota. Verkar það þannig að ein aukarás kemur á aðalmóttakara skipsins sem aldrei verður notuð til annars og veldur þar af leiðandi engum truflunum á öðrum | Á metrabylgju (VHF) má tengja valbúnaðinn beint við viðtöku talstöðvar skipsins á metrabylgju, en sá hængur er á að skipið fær þá ekki uppkall sé viðtækið stillt á aðra rás en 16. Þess ber þó að geta að á flestum þessara stöðva er hægt að hlusta stöðugt á rás 16 þótt verið sé að hlusta á aðra rás (Dual¬watch). | ||
Á metrabylgju (VHF) má tengja | Reynist þessi búnaður eins og efni standa til er von mín að við þurfum aldrei að heyra þessar hvimleiðu beiðnir í útvarpinu til skipa að hafa samband við næstu strandstöð.<br> | ||
fær þá ekki uppkall sé viðtækið stillt á aðra rás en 16. Þess ber þó að geta að á flestum þessara stöðva er hægt að hlusta stöðugt á rás 16 þótt verið sé að hlusta á aðra rás (Dual¬watch). | Þegar er búið að panta þennan búnað sem til þarf, svo sem tóngjafa, á Vestmannaeyjaradíó, og viðeigandi búnað í þau skip sem þegar hafa fengið leyfi fyrir þessum búnaði. Einhver afgreiðslufrestur er frá framleiðanda, en væntanlega líður ekki á löngu áður en þetta verður tekið í notkun.<br> | ||
Reynist þessi búnaður eins og efni standa til er von mín að við þurfum aldrei að heyra þessar hvimleiðu beiðnir í útvarpinu til skipa að hafa samband við næstu strandstöð. | Vona ég að einhver viti nú aðeins meira um tilkynningarskyldu íslenskra skipa og læt hér staðar numið. Óska ég sjómönnum og aðstandendum þeirra gleðilegs sjómannadags og þakka þeim ánægjuleg samskipti á undanförnum árum.<br> | ||
Þegar er búið að panta þennan búnað sem til þarf, svo sem tóngjafa, á | Skrifað á næturvakt á Vestmannaeyjaradíói 1985.<br> | ||
Vona ég að einhver viti nú aðeins meira um tilkynningarskyldu íslenskra skipa og læt hér staðar numið. Óska ég sjómönnum og aðstandendum þeirra gleðilegs | <div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Kjartan Bergsteinsson.'''</div><br> | ||
Skrifað á næturvakt á | |||
Kjartan Bergsteinsson. | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Útgáfa síðunnar 27. mars 2017 kl. 14:00
Hinn 20. mars 1963 var samþykkt á Alþingi þingsályktun um hvernig fylgjast mætti daglega með ferðum íslenskra fiskiskipa. Hún hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að athuga og gera tillögur um hvaða ráðstafanir þurfi að gera til þess að samband megi hafa við íslensk fiskveiðiskip á ákveðnum tíma sólarhringsins, og þannig verði fyglst með hvar þau eru stödd hverju sinni, svo að hjálp megi berast hið fyrsta ef slys ber að höndum eða skipi hlekkist á.“
Hér í Eyjum hafði tíðkast þá um árabil að bátarnir tilkynntu Vestmannaeyjaradiói hvenær þeir byggjust við að verða í höfn, eða að þeir kæmu ekki til hafnar fyrir ákveðinn tíma. Loftskeytastöðin sá svo um að koma þessum tilkynningum, ásamt öðrum., til vinnslustöðvanna. Þetta var talið það mikið öryggismál að Björgunarfélag Vestmannaeyja tók þátt í kostnaðinum, sem þessu var samfara, fyrst í stað.
Haustið 1968 ákváðu síldarskipin að gefnu tilefni að tilkvnna sig einu sinni á sólarhring og stundum oftar. Í júlímánuði árið 1967 fórst síldarbáturinn Stígandi ÓF. 180 sjómílur norður af Jan Mayen. Allir skipverjarnir. 12 að tölu, komust í gúmbátinn, en án þess þó að hafa haft talstöðvarsamband, þannig að enginn vissi af slysinu. Fundust þeir viku síðar eftir mikla leit. Nokkrir dagar liðu frá slysinu áður en farið var að leita að bátnum.
Hinn 4. október 1963 skipaði samgönguráðherra ólaunaða nefnd til þess að athuga
og gera tillögur í samræmi við áðurnefnda þingsályktun. Að áliti nefndarinnar var verkefni hennar tvíþætt: Annars vegar að koma með tillögur um ráðstafanir til þess að koma á hlustunarskyldu á íslenskum skipum og hins vegar tillögur um tilkynningarskyldu skipa. Með hlustunarskyldu var þá átt við að á ákveðnum tímum sólarhringsins, eða stöðugt, væri hlustað eftir tilkynningum frá strandstöðvum, þannig að hægt væri að tilkynna næstu skipum um sjóslys eða skip, sem
væru hjálparþurfi. Þegar höfðu verið sett ákvæði um að íslensk skip skyldu útbúin sérstöku tæki til hlustunar á kall- og neyðarbylgjulengdinni 2182.
TILKYNNINGARSKYLDA ÍSLENSKRA SKIPA STOFNSETT ÁRIÐ 1968
Samkvæmt lögum nr. 40/ 1977 skulu öll íslensk skip. önnur en varðskip, taka þá í tilkynningarskyldu. Ber öllum skipum að tilkynna brottför úr höfn og komu til hafnar. Skip skulu einnig gefa upp staðarákvörðun samkvæmt reitakorti tvisvar á dag. kl. 10:00 til 13:30 og á kvöldin kl. 20:00 til 22:00. Kvöldskyldan er þó ekki í gildi frá 1. maí til 1. sept. ár hvert.
Sex strandstöðvar, Reykjavíkurradió, Ísafjarðarradídó, Siglufjarðarradíó, Nesradíó, Hornafjarðarradíó og Vestmannaeyjaradíó taka við þessum tilkynningum frá skipunum. Eru þær síðan sendar, mest á telex, til miðstöðvar tilkynnngarskyldunnar sem er í húsi Slysavarnafélags Íslands á Grandagarði í
Reykjavík.
Síðasta ár voru sendar um 250.000 skyldur til miðstóðvarinnar frá þessum sex strandstöðvum.
Í miðstöðinni er fylgst með ferðum skipanna, og ef eitthvert skip vantar hefur miðstöð tilkynningarskyldunnar samband við þá strandstoð sem talin er næst viðkomandi skipi og hún beðin að reyna að hafa samband við skipið. Takist það ekki, einhverra hluta vegna, oftast vegna þessaó skipið heyrir ekki uppköll strandstöðvarinnar, er Ríkisútvarpið beðið að biðja viðkomandi skip að hafa samband við næstu strandstöð. Eru þessar beiðnir lesnar með veðurfréttunum. Takist þetta ekki, og áður búið að kanna að skipið sé ekki komið til hafnar, er hafin leit.
VANKANTAR TILKYNNINGARSKYLDUNNAR
Veiki hlekkurinn í starfsemi tilkynningarskyldunnar er hlustvarsla sjófarenda. Gera menn sér grein fyrir því að þegar skip er beðið, í morgunútvarpi kl. 7. að hafa samband við næstu strandstöð, þá er strandstöðin búin að vera að kalla þetta ákveðna skip öðru hverju alla nóttina, frá lokum síðasta tilkynningarskyldutíma sem var kvöldið áður kl. 22:00. Önnur skip hafa líka verið að reyna að ná sambandi við umrætt skip og búið að auglýsa skipið með veðurfréttum kl. l:00.
Í sjórétti, sem haldinn var vegna Helliseyjarslyssins, segir eitthvað á þá leið frá samræðum skipbrotsmanna er komist höfðu á kjöl, að þeir hefðu ekki sent „skylduna" ,i skyldutímanum um kvöldið og sennilega yrði farið að leita að þeim. Það var ekki gert, ef til vill vegna þess hve veðrið var gott, en Vestmannaeyjaradíó kallaði bútinn alla nóttina og aðrir bátar voru beðnir að kalla líka. Framhaldið þekkja allir.
HVAÐA RÁÐ ERU TIL ÚRBÓTA?
Með því að bæta hlustvörsluna gæti tilkynningarskylda íslenskra skipa náð tilgangi sínum. En hvenær er hægt að tryggja að viðkomandi skip heyri er strandstöðin kallar á það? Undanfarinn áratug eða lengur hefur verið í notkun kerfi sem tryggir þetta, svonefnt Selcall, eða radióval. Vakti ég máls á þessari tækni árið 1982. Öryggismálanefnd Alþingis tók þetta upp í tillögur sínar til samgönguráðherra, og nú er Póst- og símamúlastofnunin búin að veita samþykki sitt til þess að taka þetta kerfi í notkun hér í Vestmannaeyjum. Vonandi ber okkur gæfa til að koma þessu öryggismáli heilu í höfn, eins og svo mörgum öðrum.
SELCALL
- SELECTIVE CALLING - RADÍOVAL
Nú skal aðeins reynt að skýra þetta tæknifyrirbrigði, Selcall. Strandstöðin sendir út númer hvers einstaks skips sem hún er að reyna að ná í. í „tónkóda". Þegar tónvalsskynjari skipsins hefur móttekið radíónúmer sitt gefur skynjarinn frá sér hringingu og ljós kviknar og sýnir að kallað hefur verið á skipið. Bjallan hringir skamman tíma en ljósið lýsir þar til ýtt hefur verið á „stopphnapp". Þannig eiga menn að geta séð að skipið hefur verið kallað upp, enda þótt þeir hafi ekki verið viðlátnir þegar kallið kom. Strandstöðin sendir líka númer sitt með kallinu og á því að vera hægt að sjá á skjá á viðkomandi tæki hver kallaði.
Á viðurkenndum valbúnaði er gert ráð fyrir að unnt sé að hafa bjöllu eða annan hringibúnað til viðbótar á öðrum stað en valtækið sjálft.
Ákveðið hefur verið að valbúnaðurinn tengist ákveðnu viðtæki á millibylgju sem hefur verið sérbúið og viðurkennt til þessara nota. Verkar það þannig að ein aukarás kemur á aðalmóttakara skipsins sem aldrei verður notuð til annars og veldur þar af leiðandi engum truflunum á öðrum viðskiptum.
Á metrabylgju (VHF) má tengja valbúnaðinn beint við viðtöku talstöðvar skipsins á metrabylgju, en sá hængur er á að skipið fær þá ekki uppkall sé viðtækið stillt á aðra rás en 16. Þess ber þó að geta að á flestum þessara stöðva er hægt að hlusta stöðugt á rás 16 þótt verið sé að hlusta á aðra rás (Dual¬watch).
Reynist þessi búnaður eins og efni standa til er von mín að við þurfum aldrei að heyra þessar hvimleiðu beiðnir í útvarpinu til skipa að hafa samband við næstu strandstöð.
Þegar er búið að panta þennan búnað sem til þarf, svo sem tóngjafa, á Vestmannaeyjaradíó, og viðeigandi búnað í þau skip sem þegar hafa fengið leyfi fyrir þessum búnaði. Einhver afgreiðslufrestur er frá framleiðanda, en væntanlega líður ekki á löngu áður en þetta verður tekið í notkun.
Vona ég að einhver viti nú aðeins meira um tilkynningarskyldu íslenskra skipa og læt hér staðar numið. Óska ég sjómönnum og aðstandendum þeirra gleðilegs sjómannadags og þakka þeim ánægjuleg samskipti á undanförnum árum.
Skrifað á næturvakt á Vestmannaeyjaradíói 1985.