„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2006/Hugvekja“: Munur á milli breytinga
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 13: | Lína 13: | ||
Það hefur reynst þjóðinni happadrjúgt veganesti í aldanna rás að sannreyna þennan guðlega veruleika og að trúa því og treysta, eins og fram kemur í upphafsversi þessarar greinar, að „fyrirætlanir þær“ sem Guð hefur í hyggju eru „til heilla en ekki til óhamingju að veita vonarríka framtíð.“ Megi það vera raunin hvað snertir framgöngu íslensks sjávarútvegs að vegur hans verði sem mestur og megi blessun Drottins og vernd hvíla yfir þessari grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar, sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra og öllum þeim sem að þessari atvinnugrein koma.<br> | Það hefur reynst þjóðinni happadrjúgt veganesti í aldanna rás að sannreyna þennan guðlega veruleika og að trúa því og treysta, eins og fram kemur í upphafsversi þessarar greinar, að „fyrirætlanir þær“ sem Guð hefur í hyggju eru „til heilla en ekki til óhamingju að veita vonarríka framtíð.“ Megi það vera raunin hvað snertir framgöngu íslensks sjávarútvegs að vegur hans verði sem mestur og megi blessun Drottins og vernd hvíla yfir þessari grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar, sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra og öllum þeim sem að þessari atvinnugrein koma.<br> | ||
Guð gefi ykkur öllum hátíðlegan sjómannadag.<br> | Guð gefi ykkur öllum hátíðlegan sjómannadag.<br> | ||
<br><div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Eric Guðmundsson | <br><div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Eric Guðmundsson<br>prestur Aðventkirkjunnar í Vestmannaeyjum'''</div><br> | ||
Útgáfa síðunnar 27. mars 2017 kl. 11:04
„Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hef í hyggju með yður,“ segir Drottinn „fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Þá munuð þér ákalla mig og fara að biðja til mín og ég mun bænheyra yður. Og þér munuð leita mín og finna mig. Þegar þér leitið til mín af öllu hjarta, vil ég láta yður finna mig,“ segir Drottinn „og snúa við högum yðar“ (Jer 29.11-13)
Sjómannadagurinn er sá dagur þegar minnst er þáttar sjómennskunnar og sjávarútvegs í lífi þjóðarinnar. Í raun er saga sjávarútvegs og sjóferða svo samofin sögu þjóðarinnar að ekki verður aðskilið svo vel fari. Færni forfeðra okkar í glímu sinni við Ægi urðu forsenda landnáms Íslands og uppgötvunar landsvæða í vestri. Miklu síðar lagði sjósókn grunn að árangursríkri baráttu fyrir efnahagslegu sjálfstæði landsins. Frábær árangur í sjávarútvegi var forsenda þess að íslenska þjóðin skaust frá því að lifa í sárri fátækt og vera öðrum þjóðum háð við lok nítjándu aldar til að verða sjálfstæð og auðug þjóð á tiltölulega fáum áratugum. Afrek sem einstæð eru í sögunni.
Að íhuga hvernig þjóð okkar og tilvera í þessu landi hefur breyst á tiltölulega fáum árum, minnir okkur á margt sem okkur hættir til að gleyma. Það minnir okkur á mikilvægi frelsisins og sjálfstæðisins. Þessu tökum við, ekki hvað minnst yngri kynslóðin, oft sem sjálfsögðum hlut. En það ætti að minna okkur á forréttindi okkar þegar við sjáum aðrar þjóðir og þjóðarbrot sem stynja undan oki valdníðslu og ófriðar. Þetta minnir okkur einnig á manngildi sem ef til vill eru fágæt á okkar tímum. Við höfum náð þangað sem við höfum náð, hvað snertir sjálfstæði og efnahagslega og þjóðfélagslega þróun þjóðarinnar, vegna þess að menn og konur af mikilli festu, elju og atorku börðust fyrir sannfæringu sinni og leyfðu ekki skærum loga hugsjónar sinnar að dofna, þrátt fyrir skilningsskort og andstöðu ýmiss konar, þar til takmarkinu var náð.
Við megum heldur ekki sem þjóð missa sjónar á manngildi og meginreglum sem skipt hafa sköpum í lífi þjóðarinnar á liðnum öldum. Það er hætta á því á tímum fjárstreymis sem aldrei fyrr að þeim gildum, sem hafa stýrt þessari þjóð og verið henni heilladrjúg, sé kastað fyrir róða. Þjóð, sem hefur borið gæfu til að hlotnast auðævi, andleg sem efnisleg, stendur andspænis spurningunni: Erum við þess megnug að fara með þann auð sem við búum yfir? Auð frelsis auð hinna, að því er virðist, takmarkalausu tækifæra? Sannleikurinn er sá að ef tími erfiðleika og undirokunar þarfnast stórmenna til þess að vinna sigra og ná fram breytingum þá þarfnast tímar góðæris engu síður stórmnenna sem láta ekki glepjast af gæðum lífsins heldur halda áttum siðferðislega og andlega og stefna stöðugt upp á við.
Hvað þetta snertir þá eru það tengslin við himininn sem gefa okkur jarðsamband, þó mótsagnakennt megi virðast. Hættan í nútíma auðlegðarþjóðfélagi er sú að gleyma almættinu og byrja að treysta á mátt sinn og megin. Kristur gengur beint til verks og kallar þess konar viðhorf heimsku og boðskapur hans til nútíma Íslendinga er án efa umfram margt annað þessi: „Varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum þótt auðugur sé.“ Eftir þessi orð segir Jesú dæmisöguna um ríka bóndann sem efnaðist skyndilega umfram það sem fyrirsjáanlegt var. Viðbrögð hans við þessum skjótfengna gróða voru þessi: „Ég segi við sálu mína: „Nú átt þú mikinn auð til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð.“ En Guð sagði við hann: „Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð og hver fær þá það sem þú hefur aflað? Svo fer þeim sem safnar sér fé en er ekki ríkur hjá Guði.“ (Lk 12. 19-21)
Lykilhugtökin hér eru annars vegar alvarlegur skortur á hyggindum („heimska“) og hins vegar að vera „ríkur hjá Guði.“ Hvað skyldi hið síðara fela í sér? Hvernig öðlast menn auðlegð hjá Guði? Það er nokkuð ljóst að verðmætum á himni verður ekki safnað með jarðnesku striti. Kjarni kristindómsins er einmitt sá að allt er af náð, allt, sem hefur varanlegt gildi, þiggjum við að gjöf og allt er það upprunnið hjá Guði. Hvernig verður þá himneskum auði safnað? Biblían styðst við arfleiðsluhugmyndina í þessu sambandi og kennir að Guð hafi þegar arfleitt börn sín að allri auðlegð himnaríkis: „Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið.“ (Lk 12.32) Nú vitum við að erfðasjóður verður fyrst eign erfingjanna við dauða hins upprunalega eiganda.
Fagnaðarerindið er einmitt að við dauða sonar Guðs hafi allt þetta orðið eign okkar sem játumst undir faðerni Guðs og viðurkennum son Guðs sem bróður okkar. Skortur á hyggindum felst í því að missa sjónar á þessu. „Það er til ónýtis fyrir yður, þér sem snemma rísið og gangið seint til hvíldar og etið brauð sem aflað er með striti. Svo gefur hann ástvinum sínum í svefni!“ (SI 127.2) Það er að segja, leggjum ekki að jöfnu veraldlegan gróða og fjárhagslegt öryggi sem eru í dag en farin á morgun og andlegt öryggi og náið samfélag við almættið. Ekki svo að skilja að fjárhagsleg velgengi sé í sjálfu sér af hinu illa en við megum ekki gleyma því að allt er þetta komið frá honum sem skapaði himin og jörð og viðheldur öllu lífi og veitir tilveru hvers manns tilgang.
Ef til vill eru sjómenn meðvitaðri um grundvallarþátt almættisins en aðrar starfsstéttir. Þótt aðstæður hafi breyst í nútíma sjávarútvegi, skipakostur orðinn allur annar og tækni og þekkingu fleygt fram, ekki síst hvað öryggismál snertir, með bættum búnaði og þjálfun áhafna, er sem áður við náttúruöflin að glíma sem enn hafa sýnt sig að vera ofjarlar mannsorkunnar. Þegar veður eru sem vályndust, er oft sem ekkert mannlegt geti staðist þeim snúning og hin háþróaðasta tækni hrökkvi skammt og oft sannast hið fornkveðna: „Höfuðskepnanna megni mót mannskraftur ekki dugir hót.“ Hugprýði og hyggjuvit einkennir þann sem árangri nær í samskiptum sínum við Ægi en undir niðri er einnig sérstök nálægð við almættið sem margur sjómaðurinn hefur reynt.
Það hefur reynst þjóðinni happadrjúgt veganesti í aldanna rás að sannreyna þennan guðlega veruleika og að trúa því og treysta, eins og fram kemur í upphafsversi þessarar greinar, að „fyrirætlanir þær“ sem Guð hefur í hyggju eru „til heilla en ekki til óhamingju að veita vonarríka framtíð.“ Megi það vera raunin hvað snertir framgöngu íslensks sjávarútvegs að vegur hans verði sem mestur og megi blessun Drottins og vernd hvíla yfir þessari grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar, sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra og öllum þeim sem að þessari atvinnugrein koma.
Guð gefi ykkur öllum hátíðlegan sjómannadag.
prestur Aðventkirkjunnar í Vestmannaeyjum