„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2004/ Lífsreynslusaga vermanns 1918“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 27: Lína 27:
„Jæja, hvað var það?“ segir gamli maðurinn.<br>
„Jæja, hvað var það?“ segir gamli maðurinn.<br>
„Mig dreymdi að hann Steini var kominn inn í kirkju hérna og var í messuskrúðanum hjá altarinu.“ <br>
„Mig dreymdi að hann Steini var kominn inn í kirkju hérna og var í messuskrúðanum hjá altarinu.“ <br>
„Jæja“ segir þá gamli maðurinn. „Búðu þig undir að þú sjáir hann Steina aldrei meira.“ br>
„Jæja“ segir þá gamli maðurinn. „Búðu þig undir að þú sjáir hann Steina aldrei meira.“ <br>
Nú,við höldum áfram okkar vinnu og komumst þarna yfir víkina og þaðan heim. En þegar ég fór af stað um morguninn fór ég að gá að sjógallanum mínum, hvort ég fyndi hann ekki. Og ég fann hann á nákvæmlega sama nagla og stað og ég lét hann síðast þegar ég fór úr honum. Ég er í honum þegar við sigldum á skjöktunni yfir víkina.<br>
Nú,við höldum áfram okkar vinnu og komumst þarna yfir víkina og þaðan heim. En þegar ég fór af stað um morguninn fór ég að gá að sjógallanum mínum, hvort ég fyndi hann ekki. Og ég fann hann á nákvæmlega sama nagla og stað og ég lét hann síðast þegar ég fór úr honum. Ég er í honum þegar við sigldum á skjöktunni yfir víkina.<br>
Þetta þykir mér það einkennilegasta af öllu saman sem komið hefur fyrir mig um ævina. Það mátti ekkert af mér fara.<br>
Þetta þykir mér það einkennilegasta af öllu saman sem komið hefur fyrir mig um ævina. Það mátti ekkert af mér fara.<br>
Þarna ferst báturinn „Njörður“  með manni og mús og það hefur ekkert af honum fundist síðan. Það er einkennilegt að það skyldi ekkert mega fara af mér, ekki einu sinni fötin af mér, en svona var það.<br>
Þarna ferst báturinn „Njörður“  með manni og mús og það hefur ekkert af honum fundist síðan. Það er einkennilegt að það skyldi ekkert mega fara af mér, ekki einu sinni fötin af mér, en svona var það.<br>
Ég var svo þarna út vertíðina, fram á vorið, á skaki á opnum bát. Við beittum stunduM grásleppuhrognum þegar hún fékkst og fiskuðum dálítið. Ég fór heim um vorið en þá hafði ekkert fundist af bátnum, en þetta fór nú svona.<br>
Ég var svo þarna út vertíðina, fram á vorið, á skaki á opnum bát. Við beittum stundum grásleppuhrognum þegar hún fékkst og fiskuðum dálítið. Ég fór heim um vorið en þá hafði ekkert fundist af bátnum, en þetta fór nú svona.<br>
Þetta er það einkennilegasta sem komið hefur fyrir mig á lífsleiðinni.<br>
Þetta er það einkennilegasta sem komið hefur fyrir mig á lífsleiðinni.<br>
Lýkur hér sögu Ingibergs.<br><br>
Lýkur hér sögu Ingibergs.<br><br>

Útgáfa síðunnar 14. febrúar 2017 kl. 13:17

SIGMAR ÞÓR SVEINBJÖRNSSON



Lífsreynslusaga vermanns 1918



Úr viðtali sem Óskar Matthíasson átti við Ingiberg Gíslason, skipstjóra frá Sandfelli



Viðtal Óskars við Ingiberg er alllangt. Það var tekið 12. apríl 1979 en þá var Ingibergur orðinn 82 ára gamall. Á einum stað í viðtalinu spyr Óskar hvað sé eftirminnilegast af því sem komið hafði fyrir hann í lífinu. Og Ingibergur svarar:
Já, það einkennilegasta sem komið hefur fyrir mig í lífinu, er að ég réði mig á mótorbát suður í Njarðvíkum á vetrarvertíð árið 1918. Báturinn hét „Njörður“.
Ekki man ég nú hvaða númer var á honum, en formaðurinn hét Aðalsteinn Theodór Magnússon frá Hólmfastskoti í Njarðvíkum, kallaður Steini, myndarlegur ungur maður.
Það eru allir komnir á bátinn nema landformaðurinn sem hét Hjörtur. Hann var ættaður vestan úr Dölum og var beðið eftir honum. Við vorum búnir að róa tvo róðra og gekk vel. Við fiskuðum ágætlega, en það gerði vitlaust veður og landlegu þegar við komum í land úr seinni róðrinum.
Nú, síðan kemur landformaðurinn sem beðið var eftir. Það er tekið vel á móti honum. Hjörtur landformaður og Steini formaður höfðu áður verið saman á bát sem hét „Njarðvík“. Var Steini þá mótoristi en Hjörtur landformaður. Ekki veit ég hve lengi þeir voru saman.
Hjörtur þessi var giftur maður og átti eitthvað töluvert af börnum.
Strax og hann kemur fer hann að spyrja mig að því hvort ég vilji ekki lofa sér að róa einn róður með honum Steina. Ég segi að það komi ekki til greina þar sem ég væri ráðinn á bátinn til að róa en ekki til að beita línu og gera að fiskinum. Ég væri ekki vanur því og vildi ekkert við það eiga. Hann hættir síðan að biðja mig þegar hann sér að ég er orðinn vondur og segi alltaf ákveðið nei. Hann gefst samt ekki upp heldur fer í formanninn og biður hann að leyfa sér að fara í þennan róður. Formaðurinn kemur síðan til mín og gengur svo fast eftir þessu og biður mig svo vel að leyfa honum þetta, og segir að þó það verði eitthvað ábótavant við gjörðir mínar í landi þá skuli ég ekkert verða sakaður fyrir það. Enda sé hann ekki hræddur um það miðað við hvernig ég hafi staðið mig hingað til. Og hann er að þangað til ég lofa honum að ég skuli leyfa manninum að róa, en bara einn róður.
Nú, eftir nokkurra daga landlegu virðist vera útlit fyrir sjóveður um kvöldið, en á þessum tíma var róið á kvöldin. Nú kemur hann til mín, maðurinn, og spyr mig hvort ég muni ekki vilja lána sér sjógallann minn í róðurinn. Jú, jú, segi ég, það sé alveg sjálfsagt að lána honum sjógallann. Ég fer með honum inn í pláss þar sem við vorum að standsetja net og netakúlur og sýni honum hvar gallinn minn er hengdur upp á nagla á þilinu og sjóstígvélin undir og sjóhatturinn ofan á gallanum. En ég lá [þ.e. bjó] þarna niðri í nýju húsi sem útgerðin átti. Þar var líka félagi minn sem hét Guðmundur Magnússon og var þarna úr plássinu. Hann var í koju fyrir ofan mig. Svo veit ég ekki fyrr en hann er ræstur þarna um nóttina og ég segi við hann þegar hann fer fram úr:
„Hvað dreymdi þig í nú nótt, vinur?“
„Jú, nú dreymdi mig fallega í nótt“ segir hann
„Nú, jæja, hvað var það“ segi ég þá við hann.
„Mig dreymdi það að ég væri að gifta mig ógurlega fallegri stúlku“ segir hann.
„Jæja“ segi ég, en í því kemur Hjörtur landformaður og segir:
„Hvað hefur þú gert af gallanum sem þú ætlaðir að lána mér í róðurinn? Það er allt farið.“
„Það er bara þar sem ég lét það og sýndi þér í gærkvöldi“ segi ég.
„Já, en það er ekki þar“ segir hann.
„Jæja, við skulum taka hér skjöktlampann og gá að því, Það hlýtur að vera þar“
Síðan förum við með lampann að gá að sjógallanum en við finnum ekkert, ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég skil ekkert í þessu, við fundum bara ekkert neins staðar. Nú, hann fékk einhvers staðar annars staðar galla, en ég vissi ekki hvar.
Nú róa þeir, en það fer fljótlega að versna veðrið. Í fyrstu svona dálítið en síðan varð þetta stormur eða rok. Um morguninn förum við út í Keflavík að ná í beitu og við áttum að ná í skjöktbát líka sem útgerðin var búin að kaupa í Ytri-Njarðvík. Og hann er með okkur gamli maðurinn, faðir formannsins en hann hét Magnús.
Nú, svo komum við með síldina og látum hana í skjöktbátinn og setjum bátinn fram. Það er ekkert um það að ræða, að þegar við erum að setja bátinn fram þá kemur svoleiðis myljandi rokhvellur að ég hélt bara að bátnum mundi hvolfa undir okkur og við mundum allir drukkna þarna.
„Guð hjálpi mér“ segir gamli maðurinn. „Mikið vildi ég að hann Steini minn væri nú kominn að landi. Mér líst ekki á veðrið og því síður á drauminn.“ En um nóttina þegar Njörður var farinn á sjó, vaknar kona gamla mannsins, en hún hét Benína og segir:
„Mikið dreymdi mig skrítinn draum í nótt, Magnús.“
„Jæja, hvað var það?“ segir gamli maðurinn.
„Mig dreymdi að hann Steini var kominn inn í kirkju hérna og var í messuskrúðanum hjá altarinu.“
„Jæja“ segir þá gamli maðurinn. „Búðu þig undir að þú sjáir hann Steina aldrei meira.“
Nú,við höldum áfram okkar vinnu og komumst þarna yfir víkina og þaðan heim. En þegar ég fór af stað um morguninn fór ég að gá að sjógallanum mínum, hvort ég fyndi hann ekki. Og ég fann hann á nákvæmlega sama nagla og stað og ég lét hann síðast þegar ég fór úr honum. Ég er í honum þegar við sigldum á skjöktunni yfir víkina.
Þetta þykir mér það einkennilegasta af öllu saman sem komið hefur fyrir mig um ævina. Það mátti ekkert af mér fara.
Þarna ferst báturinn „Njörður“ með manni og mús og það hefur ekkert af honum fundist síðan. Það er einkennilegt að það skyldi ekkert mega fara af mér, ekki einu sinni fötin af mér, en svona var það.
Ég var svo þarna út vertíðina, fram á vorið, á skaki á opnum bát. Við beittum stundum grásleppuhrognum þegar hún fékkst og fiskuðum dálítið. Ég fór heim um vorið en þá hafði ekkert fundist af bátnum, en þetta fór nú svona.
Þetta er það einkennilegasta sem komið hefur fyrir mig á lífsleiðinni.
Lýkur hér sögu Ingibergs.

Í bókinni „Saga Njarðvíkur“ eftir Kristján Sveinsson (útg. 1996) segir um Njarðar-slysið (á 223. bls.):
„Í árslok 1916 var keyptur til Innri-Njarðvíkur mótorbáturinn Njörður GK-467 og var 8,57 smálestir. Svo stór bátur hefur að öllum líkindum verið ætlaður sem vélbátur allt frá upphafi, en ekkert liggur fyrir um smíðastað hans eða aldur.
Eigendur voru allir úr Innri-Njarðvík, þeir feðgar Þormóður Sveinsson í Stapakoti og Sveinn Steindórsson, Helgi Ásbjörnsson í Innri-Njarðvík, Helgi Jónsson í Stapakoti, Magnús Magnússon í Hólmfastskoti og Einar Jónsson í Háakoti. Njörður fórst í fiskiróðri þann 22. febrúar 1918 og með honum fjórir ungir menn. Það var mikið áfall fyrir svo fámennt samfélag ...“
Og enn segir í Sögu Njarðvíkur (bls. 212): „í Hólmfastskoti bjuggu þau Magnús Magnússon og Benía Illugadóttir árið 1916 og voru húsakynni þeirra með heldur fornlegu sniði. Þar var þá svonefnd bekkbaðstofa, en það var baðstofa þar sem gólfið var einungis viðarklætt með veggjum fram, en moldargólf í miðjunni, fjós, geymsluhús, heyhlaða og fjárhús. Öll húsakynni á jörðinni voru í eigu Innri-Njarðvíkurbænda.“