„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2001/ Minning látinna“: Munur á milli breytinga
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 40: | Lína 40: | ||
:::::::::::::::'''Friðrik Ásmundsson'''.<br><br> | :::::::::::::::'''Friðrik Ásmundsson'''.<br><br> | ||
'''[[Ingólfur Matthíasson]]''' | '''[[Ingólfur Matthíasson]]'''<br> | ||
'''F. 17. desember 1916 - D. 18. október 1999''' | '''F. 17. desember 1916 - D. 18. október 1999'''<br> | ||
Ingólfur Matthíasson fæddist á [[Gjábakki|Gjábakka]] í Vestmannaeyjum 17. desember 1916. Foreldrar hans voru hjónin [[Matthías Gíslason]] f. 14. júní 1893 í Sjávargötu á Eyrarbakka, d. 24. janúar 1930 og [[Þórunn Júlía Sveinsdóttir]] f. 8 júlí 1894 á Eyrarbakka, d. 20 maí 1962.<br> | Ingólfur Matthíasson fæddist á [[Gjábakki|Gjábakka]] í Vestmannaeyjum 17. desember 1916. Foreldrar hans voru hjónin [[Matthías Gíslason]] f. 14. júní 1893 í Sjávargötu á Eyrarbakka, d. 24. janúar 1930 og [[Þórunn Júlía Sveinsdóttir]] f. 8 júlí 1894 á Eyrarbakka, d. 20 maí 1962.<br> | ||
Systkini Ingólfs: Sveinn f. 1918, d. 1998, matsveinn, Óskar f. 1921, d. 1992, skipstjóri og útgerðarmaður, Gísli f. 1925, d. 1933 og Matthildur Þórunn f. 1926, d. 1986 húsfreyja í Vestmannaeyjum. Hálfsystkini lngólfs eru Gísli M. Sigmarsson f. 1939, skipstjóri og útgerðarmaður og Erla Sigmarsdóttir f. 1942, húsfreyja í Vestmannaeyjum.<br> | Systkini Ingólfs: Sveinn f. 1918, d. 1998, matsveinn, Óskar f. 1921, d. 1992, skipstjóri og útgerðarmaður, Gísli f. 1925, d. 1933 og Matthildur Þórunn f. 1926, d. 1986 húsfreyja í Vestmannaeyjum. Hálfsystkini lngólfs eru Gísli M. Sigmarsson f. 1939, skipstjóri og útgerðarmaður og Erla Sigmarsdóttir f. 1942, húsfreyja í Vestmannaeyjum.<br> | ||
Matthías, faðir lngólfs, var formaður á mótorbátnum Ara VE 235, en hann var 13 brl. Báturinn fórst 24. janúar 1930 með allri áhöfn, sem er 5 menn. Matthías var þá 36 ára og var þetta sjöunda vertíð hans sem formaður.<br> | Matthías, faðir lngólfs, var formaður á mótorbátnum Ara VE 235, en hann var 13 brl. Báturinn fórst 24. janúar 1930 með allri áhöfn, sem er 5 menn. Matthías var þá 36 ára og var þetta sjöunda vertíð hans sem formaður.<br> | ||
Sjórinn var alla tíð starfsvettvangur lngólfs. Hann byrjar á sjónum vetrarvertíðina 1933, þá aðeins 16 ára gamall. Upp úr 1940 gerist hann vélstjóri á Mugg VE 322 undir skipstjórn Páls Jónassonar frá Þingholti. 1945 - 1946 stundar hann vélstjórnarnám í Reykjavík og lauk þar hinu meira vélstjóraprófi. 1947 er hann ráðinn 1. vélstjóri á Helga Helgason VE 343 undir skipstjórn Arnþórs Jóhannssonar. Helgi Helgason var þá nýbyggður og var og er enn stærsta tréskip byggt hér á landi. Sýnir þetta hvílíkt traust var borið til Ingólfs að fela honum svo ábyrgðarmikið starf. Ingólfur var mjög fær vélstjóri og snyrtimennska var honum í blóð borin. Var alla tíð mikil ánægja að koma niður í vélarhús til hans og virða fyrir sér vélbúnaðinn og hina góðu umgengni hans. Árið 1955 hlaut hann skipstjórnarréttindi og tók í janúar við skipstjórn á Frosta VE 363 sem þá kom nýbyggður frá Svíþjóð. 1958 lýkur hann fiskimannaprófi hinu minna af námskeiði sem Stýrimannaskólinn í Reykjavík hélt í Eyjum, en það veitti 120 rúmlesta réttindi. Um haustið sækir hann Gullþóri VE 39 til Svíþjóðar og er með hann árið 1959. Hann starfað því við útgerð föður míns, Helga Benediktssonar, í hart nær 20 ár. Á þessum árum kynntist ég Ingólfi mjög vel, svo og bræðrum hans, Sveini og Óskari, og tókst með okkur öllum ævilöng vinátta.<br> | Sjórinn var alla tíð starfsvettvangur lngólfs. Hann byrjar á sjónum vetrarvertíðina 1933, þá aðeins 16 ára gamall. Upp úr 1940 gerist hann vélstjóri á Mugg VE 322 undir skipstjórn [[Páll Jónasson|Páls Jónassonar frá Þingholti]]. 1945 - 1946 stundar hann vélstjórnarnám í Reykjavík og lauk þar hinu meira vélstjóraprófi. 1947 er hann ráðinn 1. vélstjóri á [[Helgi Helgason VE 343|Helga Helgason VE 343]] undir skipstjórn Arnþórs Jóhannssonar. Helgi Helgason var þá nýbyggður og var og er enn stærsta tréskip byggt hér á landi. Sýnir þetta hvílíkt traust var borið til Ingólfs að fela honum svo ábyrgðarmikið starf. Ingólfur var mjög fær vélstjóri og snyrtimennska var honum í blóð borin. Var alla tíð mikil ánægja að koma niður í vélarhús til hans og virða fyrir sér vélbúnaðinn og hina góðu umgengni hans. Árið 1955 hlaut hann skipstjórnarréttindi og tók í janúar við skipstjórn á Frosta VE 363 sem þá kom nýbyggður frá Svíþjóð. 1958 lýkur hann fiskimannaprófi hinu minna af námskeiði sem Stýrimannaskólinn í Reykjavík hélt í Eyjum, en það veitti 120 rúmlesta réttindi. Um haustið sækir hann Gullþóri VE 39 til Svíþjóðar og er með hann árið 1959. Hann starfað því við útgerð föður míns, [[Helgi Benediktsson|Helga Benediktssonar]], í hart nær 20 ár. Á þessum árum kynntist ég Ingólfi mjög vel, svo og bræðrum hans, Sveini og Óskari, og tókst með okkur öllum ævilöng vinátta.<br> | ||
Það hafði lengi blundað í Ingólfi að hefja eigin útgerð. 1. október 1959 kaupir hann ásamt Sveini bróður sínum Metu VE 236, sem var 36 brl. Skírðu þeir hana Haförn VE 23. Haförn gerðu þeir út til ársins 1984, en það var síðasta vertíðin þeirra. lngólfur var þá orðinn 67 ára og hafði róið í rúmlega 50 vetrarvertíðir. Þótt þeir bræður væru hraustmenni reynir hálfrar aldar sjósókn á og heilsa þeirra var tekin að bila. Hjá lngólfi voru það sérstaklega fæturnir, sem gáfu sig eftir stöðurnar við stjórnvölinn. Útgerð þeirra bræðra var ein af þessum fyrirmyndar útgerðum í Eyjum, snyrtimennska og reglusemi í hávegum höfð. Ég sá alla tíð um bókhald og uppgjör fyrir þá og það var til fyrirmyndar, hvernig lngólfur, skilaði öllum gögnum til mín, óþarfi að hringja í hann til að fá frekari upplýsingar. Sérstaklega er mér í minni, að alltaf greiddi lngólfur reikninga strax og komið var með þá, aldrei sendi hann mann til baka og sagði honum að koma seinna. Aflasæld, útsjónarsemi og regla á öllum hlutum birtist m.a. í því, að útgerðin var ávallt rekin með hagnaði. En þó að lngólfur hætti sjómennsku átti það ekki við hann að setjast í helgan stein. Hann gerðist hafnarvörður haustið 1984 og gengdi því starfi meðan stætt var eða til ársins 1989, þegar fæturnir gáfu sig alveg. | Það hafði lengi blundað í Ingólfi að hefja eigin útgerð. 1. október 1959 kaupir hann ásamt Sveini bróður sínum Metu VE 236, sem var 36 brl. Skírðu þeir hana Haförn VE 23. Haförn gerðu þeir út til ársins 1984, en það var síðasta vertíðin þeirra. lngólfur var þá orðinn 67 ára og hafði róið í rúmlega 50 vetrarvertíðir. Þótt þeir bræður væru hraustmenni reynir hálfrar aldar sjósókn á og heilsa þeirra var tekin að bila. Hjá lngólfi voru það sérstaklega fæturnir, sem gáfu sig eftir stöðurnar við stjórnvölinn. Útgerð þeirra bræðra var ein af þessum fyrirmyndar útgerðum í Eyjum, snyrtimennska og reglusemi í hávegum höfð.<br> Ég sá alla tíð um bókhald og uppgjör fyrir þá og það var til fyrirmyndar, hvernig lngólfur, skilaði öllum gögnum til mín, óþarfi að hringja í hann til að fá frekari upplýsingar. Sérstaklega er mér í minni, að alltaf greiddi lngólfur reikninga strax og komið var með þá, aldrei sendi hann mann til baka og sagði honum að koma seinna. Aflasæld, útsjónarsemi og regla á öllum hlutum birtist m.a. í því, að útgerðin var ávallt rekin með hagnaði. En þó að lngólfur hætti sjómennsku átti það ekki við hann að setjast í helgan stein. Hann gerðist hafnarvörður haustið 1984 og gengdi því starfi meðan stætt var eða til ársins 1989, þegar fæturnir gáfu sig alveg.<br> | ||
lngólfur tók virkan þátt í störfum útvegsmanna og sat lengi í stjórn Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja, Vinnslustöðvarinnar h/f og Gunnars Ólafssonar h/f.<br> | |||
Í einkalífi sínu var Ingólfur hamingjumaður. Hann kvæntist Pálínu Björnsdóttur 12. apríl 1938. Hún var fædd 12. mai 1918 og var ættuð frá Glaumbæ í Seyluhreppi í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Björn Pálmason, bóndi í Seyluhreppi f. 1892, d. 1929 og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir, húsfreyja f. 1893, d. 1928. lngólfur og^Pálína hófu búskap sinn í Bólstaðarhlíð. Síðar fluttu þau að Hásteinsvegi 7, en 1950 fluttu þau að Hólagötu 20, þar sem þau bjuggu síðan. Pálína bjó Ingólfi mjög fallegt og hlýlegt heimili, en þau voru samhent og rausnarlegir gestgjafar heim að sækja. Pálína lést um aldur fram 4. júní 1990. Mikið ástríki var ætíð með þeim hjónum.<br> | |||
Börn þeirra eru: 1) Kolbrún lngólfsdóttir, verslunarkona f. 1938. Hún á þrjú börn með fyrrum eiginmanni sínum Ólafi Granz. Þau eru: Birna Dögg, f. 1969. Carl f. 1969 og Sonja f. 1971. | |||
2) Ægir Rafn Ingólfsson, tannlæknir f. 1948. Börn hans með fyrri eiginkonu Guðrúnu Pétursdóttur eru: Hildigunnur, f. 1976 og Arngunnur, f. 1979. Sambýliskona Ægis Rafns er Ragna Margrét Norðdalh og eiga þau einn son, lngólf Pál, f. 1996. | |||
3) Inga Dís Ingólfsdóttir, f. 1960. Hún er gift Pétri Sigurðssyni. Börn þeirra eru: Ingunn Guðmunda, f. 1979, Guðbjörg Marta, f. 1983 og Ingólfur Júlíus, f. 1987.<br> | |||
Þar sem ég sit hér og hugleiði lífshlaup Ingólfs er svo margt, sem kemur í hugann. Það er ekki hægt að hugsa um Ingólf án þess að þeir bræður hans, Sveinn og Óskar, komi í hugann, svo samtvinnaðir eru þeir í endurminningunni. Þeir voru glæsilegir menn, sem tekið var eftir, áberandi í bæjarlífinu, sögðu hug sinn allan og óheilindi vom þeim fjarri skapi. Á árshátíðum í Samkomuhúsinu í gamla daga voru þeir hrókar alls fagnaðar með sínum glæsilegu og hrífandi eiginkonum er þeir svifu yfir dansgólfið með þær í faðmi sér. Þar fóru sannir fulltrúar þeirrar kynslóðar sem byggðu upp Vestmannaeyjar á öldinni sem leið.<br> | |||
Í virðingu og þökk kveð ég vin minn Ingólf Matthíasson. Blessuð sé minning hans.<br> | |||
:::::::::::::::'''Sigtryggur Helgason.'''<br><br> | |||
'''[[Óskar Eggertsson]]'''<br> | |||
'''F. 11. apríl 1966 - D. 16. apríl 2000.'''<br> | |||
Óskar fæddist í Vestmannaeyjum 11. apríl 1966. Hann lést þar 16. apríl 2000.<br> | |||
Foreldrar hans voru [[Jóna Guðrún Ólafsdóttir]] frá [[Víðivellir|Víðivöllum]] og [[Eggert Gunnarsson]] skipasmíðameistari á [[Horn|Horninu]]. Systkini Óskars em: Ólafur, Svava, Gunnar Marel, Guðfinna Edda og Sigurlaug.<br> | |||
Óskar ólst upp og bjó lengst hjá foreldrum sínum við góð kjör og aðdáun á þeim og systkinum sínum. Mörg undanfarin ár áttum við oft tal saman í síma. Þá kom þetta vel fram. Hann bjó líka í íbúð sinni í Foldahrauni 39h seinni árín.<br> | |||
Sextán ára byrjaði hann á sjó á Dala Rafni hjá Þórði Rafni Sigurðssyni skipstjóra. Síðar var hann á Frá, Sigurbáru, Halkion og trillunni Kára hjá Didda í Svanhóli. Hann var líka oft á trillunni Enok, sem fjölskyldan átti. Lundaveiðar stundaði hann lítilsháttar í Bjarnarey, og oft var hugurinn þar úti, við veiðiskap og góðan félagsskap. Hann lauk vélavarðaprófi en stundaði ekki þau störf.<br> | |||
Frá unglingsaldri var Óskar sjúklingur og þess vegna varð minna úr áætluðum verkefnum en til stóð. Ég fann í samtölum okkar að hann var greindur, en naut sín ekki vegna veikindanna. Upplagið var gott á margan hátt. Hraustur og sterkur kraftakarl eins og hann átti kyn til. Áhugasamur um gamla tímann, sérstaklega sjávarútveg og siglingar. Hann var mikið í slippnum hjá pabba sínum og minntist oft á hann og afa sinn, [[Gunnar Marel]] skipasmíðameistara, og verk þeirra með aðdáun og stolti.<br> | |||
Hann fylgdist líka vel með smíði Gunnars Marels bróður síns á víkingaskipinu Íslendingi. Allt í kringum það verk og koma Íslendings hingað á sínum tíma var honum til mikillar ánægju.<br> | |||
Í viðræðum við hann gátu svör hans oft verið hnitmiðuð, og hann gat verið hnyttinn. Áberandi var hvað hann þoldi illa ranglæti. Það fór ekki á milli mála. | |||
Blessaður Óskar batt bagga sína ekki sömu hnútum og margir aðrir, og átti oft erfiða daga af völdum sjúkdóms síns. Ég minnist hans með virðingu og þökk, og þakka fyrir samtölin sem við áttum saman á götum úti og í símanum. Móður hans og systkinum sendi ég dýpstu samúðarkveðjur. | |||
:::::::::::::::'''Friðrik Asmundsson.'''<br><br> | |||
'''Guðbjörn Guðmundsson'''<br> | |||
'''F. 21. júní 1941 - D. 16. desember 2000.'''<br> | |||
Guðbjörn Guðmundsson fæddist í Reykjavík 21. júní 1941. Foreldrar hans voru þau Sigríður Vallý Hannesdóttir frá Hellissandi á Snæfellsnesi og Guðmundur G. Jónsson frá Litlu Hnausum við Arnarstapa. Guðbjörn var elstur þriggja bræðra. Hinir eru: Steinar kvæntur í Reykjavík og Ólafur ókvæntur einnig í Reykjavík. Guðbjörn var fyrst í sambúð með Jóhönnu Halldórsdóttur á milli 1960 og 1970. Eldri sonur hans af þeirri sambúð er Halldór, búsettur hér, kvæntur Helgu A. Símonardóttur. Börn þeirra eru: Jóhann, Símon og Anna. Yngri sonurinn er Guðmundur, kvæntur Friðbjörgu Blöndal Magnúsdóttur. Börn þeirra eru: Jóhanna og Gunnar.<br> | |||
Árið 1971 hóf Guðbjörn sambúð með Kristínu I. Sigurðardóttur. Þau eignuðust drengina Erling og Gunnar Þór, unnusta hans er Lára Valsdóttir. Dóttir Kristínar, Hlíf Helga Káradóttir, ólst upp hjá þeim og er sem dóttir hans. Hlíf Helga er gift Kjartani Sigurðssyni og eiga þau dæturnar Andreu, Bjartey, Lísbet og Natalíu.<br> | |||
Guðbjörn var lengi til sjós hjá Ríkisskipum, kokkur, aðallega á Herðubreið og síðar Herjólfi. Einnig rak hann um tíma verslun hér í bæ, Bjössabúð, á horninu á Hólagötu og Kirkjuvegi. Eftir að hann hætti verslunarrekstri var hann lengi á fiskiskipum hér í Eyjum. Með Óskari á Frá, Helga á Sindra og undir það síðast um borð hjá undirrituðum á Byr.<br> | |||
Fyrstu kynni mín af Bjössa kokk voru snemmsumars 1996. Mig vantaði kokk til að leysa af einn grálúðutúr. Bjössi mætti í túrinn. Þessi túr varð að þriggja ára góðu samstarfi og enn betri viðkynningu. Geðprýði Bjössa kokks í lífsins ólgusjó var aðdáunarverð, það var sama á hverju gekk í veðri eða öðrum uppákomum, aldrei skipti Bjössi skapi, né lét hann styggðaryrði falla um náungann.<br> | |||
Minningar mínar um Bjössa kokk, en þannig var hann best þekktur hér í bæ, eru allar á léttu nótunum og ætla ég að minnast hans með broti úr einni léttri ferðasögu af okkur félögunum þegar við sigldum Byr VE til Póllands til að breyta skipinu fyrir túnfiskveiðar.<br> Þegar til Gydinia kom varð ljóst að Bjössi hafði gleymt passanum heima. Pólska útlendingaeftirlitið var allt annað en árennilegt þegar ég fór að reyna að útskýra fyrir því, að hann hefði gleymt passanum heima en hann færi nú heim aftur eftir þrjá daga. Undirritaður lenti þar með í þriggja tíma yfirheyrslu, þar sem á endanum var samþykkt eftir að nokkrum flöskum af eðalwhisky hafði verið laumað í töskur embættismannanna, að ég færi næsta dag með kokkinn í myndatöku og í íslenska consulatið að útbúa bráðabirgðapassa til að nota í þá tvo daga sem eftir voru af veru Bjössa í Póllandi. Næsta dag fórum við vinirnir í myndatöku, sem gekk vel. Beið ég eftir framkölluninni og var þegar orðið þungt í mér yfir þessu öllu. Hálftíma seinna voru myndirnar tilbúnar. Strunsaði ég þá inn í leigubílinn og ætlaði að fara í consulatið en þá var Bjössi farinn. Nú var mér öllum lokið og fór að hlaupa upp og niður breiðstrætin að leita að Bjössa en hann fannst ekki. Þegar ég kom móður og másandi aftur að leigubílnum sá ég hvar minn maður kom röltandi í rólegheitum. Sá gamli hefur væntanlega séð svipinn á mér er hann kom því hann var snöggur til. „Hvað er að frétta Svenni minn?“ „Hvað er að frétta Bjössi?“ hvæsti ég. „Hvar hefur þú eiginlega verið? Ég er búinn að hlaupa um allt að leita að þér.“ „Nú ég fór að leita að vindlum handa skipstjóranum.“ Þar með var búið að afgreiða skipstjórann í bili að minnsta kosti. Þess má geta að allur dagurinn fór í að redda þessum passa sem fór fyrir lítið. Búið var að týna honum næsta dag. Þegar við fórum frá Póllandi var Bjössi í einkabíl útlendingaeftirlitsins með einkabílstjóra og lífvörð en aðrir úr áhöfninni hrúguðust í einum leigubíl út á flugvöll.<br> | |||
Margar góðar minningar koma upp í hugann við þetta fátæklega pár um Bjössa kokk. Hann var einstakur í því að skella upp mat með litlum fyrirvara. Oftar en ekki þegar maður var niðri í borðsal klukkan langt genginn í tólf, var kokkurinn bara að leggja kapal. Svangur kafteinninn spurði þá kokkinn: „Hvað á eiginlega að vera í matinn?“ „Ég veit það bara ekki Svenni minn ég er ekki farinn að hugsa um það.“ En það brást ekki að maturinn kæmi á réttum tíma. Þessi minningabrot um Bjössa kokk lýsa honum nokkuð vel. Hann lét ekki smámuni hverdagslífsins trufla sig. Meira þurfti til.<br> | |||
Hvíl í friði kæri vinur.<br> | |||
:::::::::::::::'''Sveinn Rúnar Valgeirsson''' | |||
'''[[Eiður Sævar Marinósson]]'''<br> | |||
'''F. 30. ágúst 1939 - D. 16. desember 2000'''<br> | |||
Eiður var fæddur í Vestmannaeyjum 30. ágúst 1939. Hann lést þar af slysförum 16. desember 2000.<br> | |||
Foreldrar hans voru Sigurvin Marinó Jónsson pípulagningameistari og kona hans | |||
Guðbjörg Guðnadóttir. Eiður var yngstur 6 systkina en þau eru: Stefanía, Auður, sem er látin, Sigursteinn, Eyrún Hulda og Guðni Fanndal, sem lést 6 mánaða.<br> Eiginkona Eiðs er Sigurborg Engilbertsdóttir. Börn þeirra eru: Marin, Engilbert, sem fórst með Hellisey 11. mars 1984 og Berglind. Dóttir Eiðs fyrir hjónaband er Matthildur. Eiður og Sigurborg ólu upp dótturdóttur sína Bryndísi.<br> | |||
Hann Eisi Nóa, vinur minn, sem nú er látinn, sagðist líta á hvern dag, sem hann hefði lifað, frá sjóslysinu í mars 1963, sem lán, sem hann yrði einhvern tímann að standa skil á. Þegar hann missir ungan son sinn í hafið með [[m. b. Hellisey VE ll]]. mars 1984, var stórt spurt en fátt um svör að honum fannst. Þrem árum seinna drukknar Óli Tótu vinur hans, er bátur hans ferst á landsuður í austan óveðri. Eftir það þoldi Eisi illa rómantískt kjaftæði um hafið. En sagði fátt. Eisi byrjaði til sjós 14 ára gamall á Gullveigu á sumarsíldveiðum og var sjómennska hans ævistarf. Ungur hóf hann störf á norska kaupskipaflotanum og sigldi víða. Kom heim öðru hvoru og sagði okkur vinum sínum sögur, sem urðu til þess að ég og Gústi Lása fórum út með honum 1961. Þetta var síðasta ferð Eisa í siglingar. Hann hafði kynnst henni Bossý sinni áður en við fórum út og hélt út í hálft ár en fór þá heim til elskunnar sinnar. Og þá hófst ævintýri þeirra. Eisi varð sér úti um vélstjóraréttindi og var vélstjóri á ýmsum bátum. Árið 1970 fer hann í útgerð ásamt Hafsteini „hestahnúti“ Sigurðssyni og keyptu þeir 35 tonna bát, sem skírður var Jökull VE. Þessi útgerð gekk mjög vel, þar sem Hafsteinn var afburða fiskimaður og Eisi sá um vélina. Reyndar var þetta ekki í fyrsta sinn sem Eisi fór í útgerð. Seint á sjötta áratugnum gerði hann út Herstein VE, hluta úr sumri, með Ása í Bæ. Voru þeir á snurvoð. Var það að ævilangri vináttu þeirra. Árið 1980 kaupir Eisi 10 tonna súðbyrðing, Kristínu VE, og er eftir það einn í útgerð allt til dauðadags.<br> | |||
Þegar ég nú kveð þennan vin minn er mér efst í huga söknuður og ekki síst þakklæti fyrir þann stóra þátt, sem hann hefur átt í lífi mínu, með hispursleysi sínu og hreinskilni og fordómaleysi um breyskleika vina sinna. | |||
Við getum haft efasemdir um hvað sé eðlilegur dauðdagi en lát vina okkar, Eisa Nóa og Bjössa kokks, er harmleikur. Það hefur verið sagt að stærsta gjöf Guðs til okkar mannanna sé vonin um annað líf. Á þessari stundu þiggur maður slíka gjöf. | |||
:::::::::::::::'''Óskar Þórarinsson.'''<br><br> | |||
'''Stefán Helgason''' | |||
F. 16. maí 1929 - D. 30. apríl 2000 | |||
Stefán Helgason var fæddur í Einbúa við Bakkastíg í Vestmannaeyjum 16. maí 1929. Hann lést á Landspítalunum í Fossvogi 30. apríl 2000. Stefán var elstur átta barna hjónanna Guðrúnar Stefánsdóttur f. 1908 og Helga Benediktssonar, (1899-1971) útvegsbónda og kaupmanns í Vest-mannaeyjum. Systkini Stefáns eru Sigtryggur, f. 1930. Guðmundur, f. 1932 (látinn), Páll, f. 1933, Helgi, f. 1938 (látinn), Guðrún, f. 1943, Arnþór og Gísli f. 1952. Stefán eða Denni, sem hann var jafn-an kallaður, kvæntist árið 1952, Sigríði Ingibjörgu (Sirrý), dóttur hjónanna Bjarna Bjarnasonar og Sigurbjargar Einarsdóttur, sem jafnan voru kennd við Breiðholt við Vestmannabraut. Dætur Sirrýar og Denna sem báðar eru búsettar í Vestmanna-eyjum eru: 1) Guðrún f. 1952, gift Arnari Sigur-mundssyni. Með fyrri eiginmanni sínum Jóni Braga Bjarnasyni á hún þrjú börn, Sigurrós, f. 1972, Sigríði Dröfn, f. 1976 og Bjarna Braga, f. 1991. 2) Sigurbjörg, f. 1953 gift Páli Ágústssyni. Börn þeTrra enfíris, f. 1973, Stefán, f. 1979 og Hjalti, f. 1990. | |||
Þegar skólagöngu lauk hóf Stefán störf við fyrir-tæki föður síns sem þá var orðið mjög umsvifamik-ið í útgerð, fiskvinnslu og verslun. Æska hans og uppeldi, mest hjá móðurforeldrunum í Skuld, beindist mjög að því sem var að gerast við sjóinn. Snemma öðlaðist hann vélstjórnar- og skipstjórnar-réttindi og kom það sér mjög vel í þeim störfum sem hann tók að sér á lífsleiðinni. Stefán fór ungur á sfld fyrir Norðurlandi, sem kokkur á v/b Helga Ve. Teningnum hafði verið kastað og um liðlega tuttugu ára skeið starfaði hann við fyrirtæki fj'öl-skyldunnar. Lengst af sá hann um útgerðina, en um tíma gerði Helgi Benediktsson út átta fiskiskip frá Vestmannaeyjum. Var því í mörgu að snúast, en auk útgerðar og fiskvinnslu var fyrirtækið mjög umsvifamikið um langt árabil í verslun, hótelrekstri og landbúnaði í Eyjum. Það sem Stefáni var | |||
hugleiknast í störfum sínum var umsjón með smíði fiskiskipa útgerðar föður síns. A árunum 1954 til 1960 hafði hann umsjón og eftirlit með smíði á fimm fiskikipum í Svfþjóð. Þau voru Frosti Ve. 363. Fjalar Ve. 333, Hildingur Ve.3, GuIIþórir Ve. 39 og Ioks Hringver Ve. 393 sem var stálskip. Við smíðina kom reynsla og útsjónarsemi Stefáns að góðum notum. Smíði þessara fiskiskipa og hin góðu kynni hans af skipasmiðunum í Djupvik í Sviþjóð bar oft á góma. Þá má ekki gleyma aðdáun hans á vinnubrögðum við smíði Helga Ve.333 árið 1939 og Helga Helgasonar Ve. 343 árið 1947 en bæði þessi fiskiskip voru smíðuð hér í Eyjum. Helgi Helgason er stærsta fiskiskip úr tré sem smíðað hefur verið hér á landi. Þrátt fyrir að aðal-starf Stefáns hafi verið útgerðarstjóm hljóp hann stundum í skarðið þegar vantaði menn á báta útgerðarinnar auk þess sem hann fylgdi eftir störf-um sínum við smíði bátanna og var í áhöfn á heim-siglingu þeirra frá Svfþjóð. | |||
Eftir að fyrirtæki föður hans dró saman seglin um miðjan sjöunda áratuginn lét Stefán þar af störfum. Þá hóf hann ökukennslu sem hann stundaði sam-hliða öðrum störfum. Um árabil vann hann hjá Hraðfrystistöðinni, síðar hjá Bifreiðaeftirlitinu og loks sem leiðbeinandi hjá |
Útgáfa síðunnar 30. janúar 2017 kl. 13:18
Árni Hannesson Hvoli
F. 10. des. 1921 - D. 4. júní 1999.
Árni Hannesson var fæddur í Vestmannaeyjum, 10. desember 1921 og þekktur meðal Eyjamanna sem Árni á Hvoll. Foreldrar hans voru hjónin Hannes Hansson skipstjóri og Magnúsína Friðriksdóttir frá Gröf í Vestmannaeyjum. Hannes var þekktur sjómaður og skipstjóri á sinni tíð, kappsfullur og fiskinn. Hann var alltaf kenndur við hús sitt Hvol, sem hann byggði fyrst við Heimagötu og síðar við Urðaveg, austan við Reykholt. Hannes á Hvoli var alinn upp hjá hjónunum Ögmundi Ögmundssyni og Vigdísi Árnadóttur, sem bjuggu í tómthúsinu Landakoti, sem var sunnan við túngarða Stakkagerðis og voru þau honum sem bestu foreldrar. Magnúsína var dugnaðarforkur, ein úr stórum systkinahópi frá Gröf, sem stóð við Urðaveg, rétt austan við Heimatorg. Þau voru 20 systkinin í Gröf, börn Oddnýjar Benediktsdóttur og Friðriks Gissurar Benónýssonar, formanns og dýralæknis í Eyjum og var hinn landskunni aflamaður Binni í Gröf einn í þessum stóra systkinahópi.
Árni var í hópi tíu systkina og ólst upp á heimili foreldra sinna til sex ára aldurs, er hann fór að Borg í Þykkvabæ til þeirra systkina Ársæls Helga, Önnu og Guðbjargar sem gengu honum í foreldrastað. Árni átti þarna gott atlæti og var þar í fóstri til sextán ára aldurs er hann flutti aftur á heimili foreldra sinna.
Bræður Árna, þeir Ögmundur, sem var elstur þeirra systkina á Hvoli, Einar síðar á Brekku og Ottó á Hvoli voru allir á sinni tíð þekktir sjómenn í Vestmannaeyjum. Eftir að Árni kom aftur til Eyja byrjaði hann ungur sjómennsku sem háseti og vélstjóri á Eyjabátum með bræðrum sínum, Ögmundi og Einari, er urðu skipstjórar á Vin og Haföldunni. sem þeir feðgar áttu. Síðar var Árni á togaranum Sævari VE 102 með móðurbróður sínum Binna í Gröf.
Ég kynntist Árna, þegar hann var vélstjóri á Ófeigi II VE 324, um 30 tonna báti, sem var upphaflega byggður úr eik í Danmörku árið 1935, en árið 1948 lengdur og stækkaður. Eigendur voru hjónin Anna Jónsdóttir frá Hólmi og Þorsteinn Sigurðsson á Blátindi og Ólafur Sigurðsson frá Skuld, sem var með bátinn frá vetrarvertíðinni 1950 til 1955.
Það var sumarið 1951 sem ég fór fyrst sem háseti til sjós. Eg var þá 16 ára og var tvö næstu sumur með Ólafi á þessum báti, gamla Ófeigi II VE 324, á reknetum og var víst ekki beysinn bógur fyrstu vikurnar. Við fengum norðanbrælu í Grindavfkursjó . Ég var sjóveikur og oft hundblautur í svörtum sjóstakk með ullarsjóvettlinga eins og tíðkaðist í þá daga. En ég man hvað allir um borð, þeir Óli í Skuld, Grétar Skaftason, Magnús Valtýsson, sem var þá 46 ára gamall og gamlinginn um borð!, Siggi Hreins sem var kokkur, Guðni Einarsson og Arni Hannesson sem var vélstjóri, voru mér góðir, þegar ég reyndi að hrista síldina úr þungum netunum og draga þau síðan aftur á hekk. Arni Hannesson sagði ekki alltaf mikið, en mér er í fersku minni hvað hann var góður sjómaður og sagði manni alltaf vel til. Hann gat stundum svarað hálf hryssingslega, en það var liður í að skóla mann til. Ég fann fljótt að þar fór maður með heitt hjarta, sem kunni vel til verka að hverju sem var gengið og var mér unglingnum velviljaður og góður.
Ólafur í Skuld, sá reyndi og mikli sjómaður, hafði mikið traust á Árna. Ég man eftir að þegar hann tók sér frí fyrir Þjóðhátíðina og fór vestur í Stykkishólm að þá tók Árni Hannesson við bátnum í Grindavfk. Þegar þeir Ólafur og Þorsteinn á Blátindi keyptu Ófeig III VE 325 frá Hollandi, sem kom til landsins í febrúar 1955 og var fyrsti stálfiskibátur, sem var smíðaður fyrir Íslendinga, tók Arni við gamla Ófeigi II VE 324. Eftir þessi tvö sumur sem ég var á Ófeigi með Árna Hannessyni get ég tekið undir það sem börn hans skrifuðu, er þau minntust hans, að Árni var dagfarslega ljúfmenni og hallmælti aldrei neinum, hjálpsamur við þá sem minna máttu sín og ávann sér vináttu samferðamanna.
Eftir að Árni Hannesson hætti sem skipstjóri á Ófeigi var hann með Metu og stýrimaður var hann á Kára VE með Guðjóni á Miðhúsum. Árni kvæntist Laufeyju Huldu Sæmundsdóttur frá Draumbæ fyrir ofan Hraun í Vestmannaeyjum og eignuðust þau sjö börn, Sæmund, Sigríði Guðrúnu, Ársæl Helga, Kobrúnu, Sunnu, Helenu og Viðar. Þau hjón reistu sér heimili að Brimhólabraut 12 og voru samhent í lífsbaráttunni, en upp úr fertugu missti Árni að nokkru heilsuna.
Árni Hannesson var eins og hann átti kyn til veiðimaður í eðli sínu og ágætur lundaveiðimaður. Skrapp hann oft með háfinn niður á Ketilbekk í Hamrinum, þar sem Ofanbyggjarar og bændur fyrir ofan Hraun stunduðu löngum lundaveiðar á sumrin og veiddu að haustinu vetrarfýl fram undir áramót. Síðustu árin dvaldi Árni á Dvalarheimili aldraðra að Hraunbúðum og á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, þar sem hann andaðist 4. júní 1999. Hann var jarðsunginn frá Landakirkju hinn 12. júní. Blessuð sé minning míns gamla skipsfélaga Árna Hannessonar frá Hvoli.
- Guðjón Ármann Eyjólfsson.
- Guðjón Ármann Eyjólfsson.
Guðjón Gísli Magnússon
F. 20. október 1924 - D. 27. febrúar 2000.
Gísli á Skansinum, eins og hann var jafnan nefndur, var fæddur 20. október 1924 og lést 27. febrúar 2000. Hann var alinn upp í stórum systkinahópi, sonur Gíslínu og Magnúsar Þórðarsonar á Kornhól.
Kornhóll var eitt elsta bæjarstæði Eyjanna, stóð á þeim sögufræga stað Skansinum. Þar var útsýni til allra átta og augun beindust alltaf að sjónum og umferð báta og skipa inn og út úr höfninni.
Ólýsanleg náttúrufegurð á góðviðrisdögum og hrikaleiki náttúruaflanna ólýsanlegur þegar stórviðri geisuðu. Þegar báta vantaði var venjan að leggja leið sína austur á Skans og fylgjast með. Oft mátti sjá tárvota brá, þegar vonin dvínaði og óttinn um slys og ástvinamissi bærðist í brjóstum.
Eins og aðrir Eyjapeyjar úr nágrenninu var leiksvæði Gísla í bernsku með félögum sínum á þessum slóðum, fjaran, klappirnar og lón eftirsóttir staðir og seinna kom sundlaugin í túnfætinum og systkinin því liðtæk í sundinu.
Gísli fór ungur að stunda sjóinn eins og flestir jafnaldrarnir a þessum árum, og var eftirsóttur í skiprúm fyrir dugnað og ósérhlífni. Ég kynntist honum fyrst er hann var skipsfélagi minn á togaranum Elliðaey á miðri öldinni sem leið. Var alla tíð gott að minnast hans og annarra góðra félaga, sem þar voru um borð. Minnistætt verður ávallt er við vorum að veiðum á Halamiðum sunnudaginn 8. janúar 1950.
Ég var þá kyndari og hafði labbað upp í borðsal um hádegisbil. Var þá verið að útvarpa messu frá Hallgrímskirkju og séra Jakob Jónsson prédikaði. Í messulok bað séra Jakob sérstaklega fyrir Vestmannaeyjum og Vestmannaeyingum. Okkur skipsfélögunum brá, eitthvað stórkostlegt hlaut að hafa skeð. Það kom svo í ljós hálftíma síðar í fréttatíma útvarpsins hvað skeð hafði. Helgaslysið austan við Faxasker deginum áður. Já, svona var nú samskiptaformið á miðunum fyrir 50 árum.
Gísli og Magnús, bróðir hans, voru skipverjar á Elliðaey er þetta skeði og fengu frá útvarpsfréttum að heyra að meðal þeirra, sem farist höfðu var Óskar bróðir þeirra.
Ég dáðist mjög að hve bræðurnir tóku sorgartíðindunum með miklu æðruleysi.
Gísli var einn af hvunndagshetjunum sem ekki fór mikið fyrir, en hugsaði fyrst og fremst um skyldur sínar heima og heiman. Hann starfaði um áratugi í Hraðfrystistöðinni og síðar Ísfélaginu. Þórunn Valdimarsdóttir ágæt eiginkona hans bjó Gísla og einkasyni þeirra, Valdimar Þór, fallegt heimili, þar sem alúð var í fyrirrúmi. Lengst af bjuggu þau í húsi sínu Heiðardal, Hásteinsvegi 2. Það var Gísla ávallt metnaðarmál að hús þeirra væri í fyllsta standi.
Undir leiðarlokin var Gísli farinn að heilsu og lést hálfáttræður og var hvíldin kærkomin.
Ég bið minningu Gísla blessunar Guðs og sendi ástvinum hans hugheilar samúðarkveðjur.
Árni Guðmundsson
F. 25. júní 1926 - D. 12. nóvember 2000
Árni á Eiðum fæddist í Vestmannaeyjum 25. júní 1926. Hann lést í Kópavogi 12. nóvember 2000.
Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Eyjólfsson, sjómaður og síðar starfsmaður Lifrarsamlagsins og Árný Magnea Steinunn Árnadóttir, búsett á ((Eiðar|Eiðum)) í Vestmannaeyjum. Systkinin voru 6 og var Árni þriðji í röðinni. Hin eru: Ólöf Stella, Sigurður, Ólafur, Anton og Páll Valdimar Karl, sem lést á fyrsta ári.
Vegna veikinda á Eiðum fór Árni fjögurra ára í fóstur til frænku sinnar Þuríðar Kapítólu Jónsdóttur (Kap) frá Hlíð og manns hennar Jóns Þorleifssonar vörubílstjóra. Þar ólst hann upp til fullorðinsára.
Eiginkona Árna frá 1. nóvember 1947 er Jóna Bergþóra Hannesdóttir frá Hæli. Börn þeirra eru: Steinar Vilberg meinatæknir og löggiltur skjalaþýðandi, Þyrí Kap menntaskólakennari og Jón Atli sérfræðingur í gigtlækningum.
Árni fór ungur til sjós. Fimmtán ára gamall beitti hann á Helgu og í framhaldi á síldveiðar norður fyrir land á Sjöstjörnunni. Um bæði þessi úthöld hefur hann skrifað í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. Margt fleira frá sjómannsárunum skrifaði hann í blaðið mörg undanfarin ár. Í fyrra átti hann góða frásögn af eftirminnilegum róðri hér á vetrarvertíð á Ver með Jóni á Goðalandi. Í þessu blaði eru nokkrar frásagnir af vini hans Sigurði Gissurarsyni, sem hann hafði sent ritstjóra skömmu fyrir andlátið. Margar gamlar myndir af bátum og störfum við höfnina hefur hann sent blaðinu. Þetta hafði hann geymt vel ásamt öðrum fróðleik. Blaðið, Eyjarnar og gamli tíminn hér eru honum mjög kær. Það kom vel fram í viðtölum við hann. Þótt skólagangan væri lítil, unglingapróf og síðar vélstjórapróf, var hann ljómandi vel ritfær og skriftin svo falleg að helst hefði átt að birta greinar beint skrifaðar frá hans hendi.
Öll árin hér í Eyjum stundaði Árni sjóinn. Hann var lengst af vélstjóri hjá góðum aflamönnum, enda umtalaður í því starfi fyrir færni og hreinlæti, sem
hann bar alltaf með sér. Hann var lengi á útvegi Ársæls Sveinssonar, tveimur Ísleifum, Ver, Sjöfn, Ófeigi 3, Kára, Haferni o.fl.
Eftir eldgosið 1973 settist fjölskyldan að í Reykjavík en bjó lengst af í Kópavogi. Hann hélt sjómennskunni áfram, var tíu ár vélstjóri hjá Þorvaldi Árnasyni skipstjóra á Ásþóri RE. Hann mat Þorvald mikils og minntist oft á hann. Eftir nærri 40 ár á sjó, hóf hann störf á bensínstöð og síðar smíðar hjá Kópavogsbæ. Þá gerðist hann húsvörður í Þinghólsskóla til starfsloka. Þar kom þessi myndarlegi og prúði maður sér mjög vel eins og við var að búast. Eftir starfslok hafði hann ýmislegt að sýsla. Hann var laginn að teikna og mála, en ræktaði það ekki mikið. Þau hjónin gengu og ferðuðust mikið um landið, og kartöflur ræktaði hann af áhuga. Við andlát Árna á Eiðum eru honum færðar þakkir fyrir hugulsemina við Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, myndir og greinar, sem hann hefur sent. Eiginkonu og börnum eru sendar samúðarkveðjur.
- Friðrik Ásmundsson.
- Friðrik Ásmundsson.
Ingólfur Matthíasson
F. 17. desember 1916 - D. 18. október 1999
Ingólfur Matthíasson fæddist á Gjábakka í Vestmannaeyjum 17. desember 1916. Foreldrar hans voru hjónin Matthías Gíslason f. 14. júní 1893 í Sjávargötu á Eyrarbakka, d. 24. janúar 1930 og Þórunn Júlía Sveinsdóttir f. 8 júlí 1894 á Eyrarbakka, d. 20 maí 1962.
Systkini Ingólfs: Sveinn f. 1918, d. 1998, matsveinn, Óskar f. 1921, d. 1992, skipstjóri og útgerðarmaður, Gísli f. 1925, d. 1933 og Matthildur Þórunn f. 1926, d. 1986 húsfreyja í Vestmannaeyjum. Hálfsystkini lngólfs eru Gísli M. Sigmarsson f. 1939, skipstjóri og útgerðarmaður og Erla Sigmarsdóttir f. 1942, húsfreyja í Vestmannaeyjum.
Matthías, faðir lngólfs, var formaður á mótorbátnum Ara VE 235, en hann var 13 brl. Báturinn fórst 24. janúar 1930 með allri áhöfn, sem er 5 menn. Matthías var þá 36 ára og var þetta sjöunda vertíð hans sem formaður.
Sjórinn var alla tíð starfsvettvangur lngólfs. Hann byrjar á sjónum vetrarvertíðina 1933, þá aðeins 16 ára gamall. Upp úr 1940 gerist hann vélstjóri á Mugg VE 322 undir skipstjórn Páls Jónassonar frá Þingholti. 1945 - 1946 stundar hann vélstjórnarnám í Reykjavík og lauk þar hinu meira vélstjóraprófi. 1947 er hann ráðinn 1. vélstjóri á Helga Helgason VE 343 undir skipstjórn Arnþórs Jóhannssonar. Helgi Helgason var þá nýbyggður og var og er enn stærsta tréskip byggt hér á landi. Sýnir þetta hvílíkt traust var borið til Ingólfs að fela honum svo ábyrgðarmikið starf. Ingólfur var mjög fær vélstjóri og snyrtimennska var honum í blóð borin. Var alla tíð mikil ánægja að koma niður í vélarhús til hans og virða fyrir sér vélbúnaðinn og hina góðu umgengni hans. Árið 1955 hlaut hann skipstjórnarréttindi og tók í janúar við skipstjórn á Frosta VE 363 sem þá kom nýbyggður frá Svíþjóð. 1958 lýkur hann fiskimannaprófi hinu minna af námskeiði sem Stýrimannaskólinn í Reykjavík hélt í Eyjum, en það veitti 120 rúmlesta réttindi. Um haustið sækir hann Gullþóri VE 39 til Svíþjóðar og er með hann árið 1959. Hann starfað því við útgerð föður míns, Helga Benediktssonar, í hart nær 20 ár. Á þessum árum kynntist ég Ingólfi mjög vel, svo og bræðrum hans, Sveini og Óskari, og tókst með okkur öllum ævilöng vinátta.
Það hafði lengi blundað í Ingólfi að hefja eigin útgerð. 1. október 1959 kaupir hann ásamt Sveini bróður sínum Metu VE 236, sem var 36 brl. Skírðu þeir hana Haförn VE 23. Haförn gerðu þeir út til ársins 1984, en það var síðasta vertíðin þeirra. lngólfur var þá orðinn 67 ára og hafði róið í rúmlega 50 vetrarvertíðir. Þótt þeir bræður væru hraustmenni reynir hálfrar aldar sjósókn á og heilsa þeirra var tekin að bila. Hjá lngólfi voru það sérstaklega fæturnir, sem gáfu sig eftir stöðurnar við stjórnvölinn. Útgerð þeirra bræðra var ein af þessum fyrirmyndar útgerðum í Eyjum, snyrtimennska og reglusemi í hávegum höfð.
Ég sá alla tíð um bókhald og uppgjör fyrir þá og það var til fyrirmyndar, hvernig lngólfur, skilaði öllum gögnum til mín, óþarfi að hringja í hann til að fá frekari upplýsingar. Sérstaklega er mér í minni, að alltaf greiddi lngólfur reikninga strax og komið var með þá, aldrei sendi hann mann til baka og sagði honum að koma seinna. Aflasæld, útsjónarsemi og regla á öllum hlutum birtist m.a. í því, að útgerðin var ávallt rekin með hagnaði. En þó að lngólfur hætti sjómennsku átti það ekki við hann að setjast í helgan stein. Hann gerðist hafnarvörður haustið 1984 og gengdi því starfi meðan stætt var eða til ársins 1989, þegar fæturnir gáfu sig alveg.
lngólfur tók virkan þátt í störfum útvegsmanna og sat lengi í stjórn Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja, Vinnslustöðvarinnar h/f og Gunnars Ólafssonar h/f.
Í einkalífi sínu var Ingólfur hamingjumaður. Hann kvæntist Pálínu Björnsdóttur 12. apríl 1938. Hún var fædd 12. mai 1918 og var ættuð frá Glaumbæ í Seyluhreppi í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Björn Pálmason, bóndi í Seyluhreppi f. 1892, d. 1929 og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir, húsfreyja f. 1893, d. 1928. lngólfur og^Pálína hófu búskap sinn í Bólstaðarhlíð. Síðar fluttu þau að Hásteinsvegi 7, en 1950 fluttu þau að Hólagötu 20, þar sem þau bjuggu síðan. Pálína bjó Ingólfi mjög fallegt og hlýlegt heimili, en þau voru samhent og rausnarlegir gestgjafar heim að sækja. Pálína lést um aldur fram 4. júní 1990. Mikið ástríki var ætíð með þeim hjónum.
Börn þeirra eru: 1) Kolbrún lngólfsdóttir, verslunarkona f. 1938. Hún á þrjú börn með fyrrum eiginmanni sínum Ólafi Granz. Þau eru: Birna Dögg, f. 1969. Carl f. 1969 og Sonja f. 1971.
2) Ægir Rafn Ingólfsson, tannlæknir f. 1948. Börn hans með fyrri eiginkonu Guðrúnu Pétursdóttur eru: Hildigunnur, f. 1976 og Arngunnur, f. 1979. Sambýliskona Ægis Rafns er Ragna Margrét Norðdalh og eiga þau einn son, lngólf Pál, f. 1996.
3) Inga Dís Ingólfsdóttir, f. 1960. Hún er gift Pétri Sigurðssyni. Börn þeirra eru: Ingunn Guðmunda, f. 1979, Guðbjörg Marta, f. 1983 og Ingólfur Júlíus, f. 1987.
Þar sem ég sit hér og hugleiði lífshlaup Ingólfs er svo margt, sem kemur í hugann. Það er ekki hægt að hugsa um Ingólf án þess að þeir bræður hans, Sveinn og Óskar, komi í hugann, svo samtvinnaðir eru þeir í endurminningunni. Þeir voru glæsilegir menn, sem tekið var eftir, áberandi í bæjarlífinu, sögðu hug sinn allan og óheilindi vom þeim fjarri skapi. Á árshátíðum í Samkomuhúsinu í gamla daga voru þeir hrókar alls fagnaðar með sínum glæsilegu og hrífandi eiginkonum er þeir svifu yfir dansgólfið með þær í faðmi sér. Þar fóru sannir fulltrúar þeirrar kynslóðar sem byggðu upp Vestmannaeyjar á öldinni sem leið.
Í virðingu og þökk kveð ég vin minn Ingólf Matthíasson. Blessuð sé minning hans.
- Sigtryggur Helgason.
- Sigtryggur Helgason.
Óskar Eggertsson
F. 11. apríl 1966 - D. 16. apríl 2000.
Óskar fæddist í Vestmannaeyjum 11. apríl 1966. Hann lést þar 16. apríl 2000.
Foreldrar hans voru Jóna Guðrún Ólafsdóttir frá Víðivöllum og Eggert Gunnarsson skipasmíðameistari á Horninu. Systkini Óskars em: Ólafur, Svava, Gunnar Marel, Guðfinna Edda og Sigurlaug.
Óskar ólst upp og bjó lengst hjá foreldrum sínum við góð kjör og aðdáun á þeim og systkinum sínum. Mörg undanfarin ár áttum við oft tal saman í síma. Þá kom þetta vel fram. Hann bjó líka í íbúð sinni í Foldahrauni 39h seinni árín.
Sextán ára byrjaði hann á sjó á Dala Rafni hjá Þórði Rafni Sigurðssyni skipstjóra. Síðar var hann á Frá, Sigurbáru, Halkion og trillunni Kára hjá Didda í Svanhóli. Hann var líka oft á trillunni Enok, sem fjölskyldan átti. Lundaveiðar stundaði hann lítilsháttar í Bjarnarey, og oft var hugurinn þar úti, við veiðiskap og góðan félagsskap. Hann lauk vélavarðaprófi en stundaði ekki þau störf.
Frá unglingsaldri var Óskar sjúklingur og þess vegna varð minna úr áætluðum verkefnum en til stóð. Ég fann í samtölum okkar að hann var greindur, en naut sín ekki vegna veikindanna. Upplagið var gott á margan hátt. Hraustur og sterkur kraftakarl eins og hann átti kyn til. Áhugasamur um gamla tímann, sérstaklega sjávarútveg og siglingar. Hann var mikið í slippnum hjá pabba sínum og minntist oft á hann og afa sinn, Gunnar Marel skipasmíðameistara, og verk þeirra með aðdáun og stolti.
Hann fylgdist líka vel með smíði Gunnars Marels bróður síns á víkingaskipinu Íslendingi. Allt í kringum það verk og koma Íslendings hingað á sínum tíma var honum til mikillar ánægju.
Í viðræðum við hann gátu svör hans oft verið hnitmiðuð, og hann gat verið hnyttinn. Áberandi var hvað hann þoldi illa ranglæti. Það fór ekki á milli mála.
Blessaður Óskar batt bagga sína ekki sömu hnútum og margir aðrir, og átti oft erfiða daga af völdum sjúkdóms síns. Ég minnist hans með virðingu og þökk, og þakka fyrir samtölin sem við áttum saman á götum úti og í símanum. Móður hans og systkinum sendi ég dýpstu samúðarkveðjur.
- Friðrik Asmundsson.
- Friðrik Asmundsson.
Guðbjörn Guðmundsson
F. 21. júní 1941 - D. 16. desember 2000.
Guðbjörn Guðmundsson fæddist í Reykjavík 21. júní 1941. Foreldrar hans voru þau Sigríður Vallý Hannesdóttir frá Hellissandi á Snæfellsnesi og Guðmundur G. Jónsson frá Litlu Hnausum við Arnarstapa. Guðbjörn var elstur þriggja bræðra. Hinir eru: Steinar kvæntur í Reykjavík og Ólafur ókvæntur einnig í Reykjavík. Guðbjörn var fyrst í sambúð með Jóhönnu Halldórsdóttur á milli 1960 og 1970. Eldri sonur hans af þeirri sambúð er Halldór, búsettur hér, kvæntur Helgu A. Símonardóttur. Börn þeirra eru: Jóhann, Símon og Anna. Yngri sonurinn er Guðmundur, kvæntur Friðbjörgu Blöndal Magnúsdóttur. Börn þeirra eru: Jóhanna og Gunnar.
Árið 1971 hóf Guðbjörn sambúð með Kristínu I. Sigurðardóttur. Þau eignuðust drengina Erling og Gunnar Þór, unnusta hans er Lára Valsdóttir. Dóttir Kristínar, Hlíf Helga Káradóttir, ólst upp hjá þeim og er sem dóttir hans. Hlíf Helga er gift Kjartani Sigurðssyni og eiga þau dæturnar Andreu, Bjartey, Lísbet og Natalíu.
Guðbjörn var lengi til sjós hjá Ríkisskipum, kokkur, aðallega á Herðubreið og síðar Herjólfi. Einnig rak hann um tíma verslun hér í bæ, Bjössabúð, á horninu á Hólagötu og Kirkjuvegi. Eftir að hann hætti verslunarrekstri var hann lengi á fiskiskipum hér í Eyjum. Með Óskari á Frá, Helga á Sindra og undir það síðast um borð hjá undirrituðum á Byr.
Fyrstu kynni mín af Bjössa kokk voru snemmsumars 1996. Mig vantaði kokk til að leysa af einn grálúðutúr. Bjössi mætti í túrinn. Þessi túr varð að þriggja ára góðu samstarfi og enn betri viðkynningu. Geðprýði Bjössa kokks í lífsins ólgusjó var aðdáunarverð, það var sama á hverju gekk í veðri eða öðrum uppákomum, aldrei skipti Bjössi skapi, né lét hann styggðaryrði falla um náungann.
Minningar mínar um Bjössa kokk, en þannig var hann best þekktur hér í bæ, eru allar á léttu nótunum og ætla ég að minnast hans með broti úr einni léttri ferðasögu af okkur félögunum þegar við sigldum Byr VE til Póllands til að breyta skipinu fyrir túnfiskveiðar.
Þegar til Gydinia kom varð ljóst að Bjössi hafði gleymt passanum heima. Pólska útlendingaeftirlitið var allt annað en árennilegt þegar ég fór að reyna að útskýra fyrir því, að hann hefði gleymt passanum heima en hann færi nú heim aftur eftir þrjá daga. Undirritaður lenti þar með í þriggja tíma yfirheyrslu, þar sem á endanum var samþykkt eftir að nokkrum flöskum af eðalwhisky hafði verið laumað í töskur embættismannanna, að ég færi næsta dag með kokkinn í myndatöku og í íslenska consulatið að útbúa bráðabirgðapassa til að nota í þá tvo daga sem eftir voru af veru Bjössa í Póllandi. Næsta dag fórum við vinirnir í myndatöku, sem gekk vel. Beið ég eftir framkölluninni og var þegar orðið þungt í mér yfir þessu öllu. Hálftíma seinna voru myndirnar tilbúnar. Strunsaði ég þá inn í leigubílinn og ætlaði að fara í consulatið en þá var Bjössi farinn. Nú var mér öllum lokið og fór að hlaupa upp og niður breiðstrætin að leita að Bjössa en hann fannst ekki. Þegar ég kom móður og másandi aftur að leigubílnum sá ég hvar minn maður kom röltandi í rólegheitum. Sá gamli hefur væntanlega séð svipinn á mér er hann kom því hann var snöggur til. „Hvað er að frétta Svenni minn?“ „Hvað er að frétta Bjössi?“ hvæsti ég. „Hvar hefur þú eiginlega verið? Ég er búinn að hlaupa um allt að leita að þér.“ „Nú ég fór að leita að vindlum handa skipstjóranum.“ Þar með var búið að afgreiða skipstjórann í bili að minnsta kosti. Þess má geta að allur dagurinn fór í að redda þessum passa sem fór fyrir lítið. Búið var að týna honum næsta dag. Þegar við fórum frá Póllandi var Bjössi í einkabíl útlendingaeftirlitsins með einkabílstjóra og lífvörð en aðrir úr áhöfninni hrúguðust í einum leigubíl út á flugvöll.
Margar góðar minningar koma upp í hugann við þetta fátæklega pár um Bjössa kokk. Hann var einstakur í því að skella upp mat með litlum fyrirvara. Oftar en ekki þegar maður var niðri í borðsal klukkan langt genginn í tólf, var kokkurinn bara að leggja kapal. Svangur kafteinninn spurði þá kokkinn: „Hvað á eiginlega að vera í matinn?“ „Ég veit það bara ekki Svenni minn ég er ekki farinn að hugsa um það.“ En það brást ekki að maturinn kæmi á réttum tíma. Þessi minningabrot um Bjössa kokk lýsa honum nokkuð vel. Hann lét ekki smámuni hverdagslífsins trufla sig. Meira þurfti til.
Hvíl í friði kæri vinur.
- Sveinn Rúnar Valgeirsson
Eiður Sævar Marinósson
F. 30. ágúst 1939 - D. 16. desember 2000
Eiður var fæddur í Vestmannaeyjum 30. ágúst 1939. Hann lést þar af slysförum 16. desember 2000.
Foreldrar hans voru Sigurvin Marinó Jónsson pípulagningameistari og kona hans
Guðbjörg Guðnadóttir. Eiður var yngstur 6 systkina en þau eru: Stefanía, Auður, sem er látin, Sigursteinn, Eyrún Hulda og Guðni Fanndal, sem lést 6 mánaða.
Eiginkona Eiðs er Sigurborg Engilbertsdóttir. Börn þeirra eru: Marin, Engilbert, sem fórst með Hellisey 11. mars 1984 og Berglind. Dóttir Eiðs fyrir hjónaband er Matthildur. Eiður og Sigurborg ólu upp dótturdóttur sína Bryndísi.
Hann Eisi Nóa, vinur minn, sem nú er látinn, sagðist líta á hvern dag, sem hann hefði lifað, frá sjóslysinu í mars 1963, sem lán, sem hann yrði einhvern tímann að standa skil á. Þegar hann missir ungan son sinn í hafið með m. b. Hellisey VE ll. mars 1984, var stórt spurt en fátt um svör að honum fannst. Þrem árum seinna drukknar Óli Tótu vinur hans, er bátur hans ferst á landsuður í austan óveðri. Eftir það þoldi Eisi illa rómantískt kjaftæði um hafið. En sagði fátt. Eisi byrjaði til sjós 14 ára gamall á Gullveigu á sumarsíldveiðum og var sjómennska hans ævistarf. Ungur hóf hann störf á norska kaupskipaflotanum og sigldi víða. Kom heim öðru hvoru og sagði okkur vinum sínum sögur, sem urðu til þess að ég og Gústi Lása fórum út með honum 1961. Þetta var síðasta ferð Eisa í siglingar. Hann hafði kynnst henni Bossý sinni áður en við fórum út og hélt út í hálft ár en fór þá heim til elskunnar sinnar. Og þá hófst ævintýri þeirra. Eisi varð sér úti um vélstjóraréttindi og var vélstjóri á ýmsum bátum. Árið 1970 fer hann í útgerð ásamt Hafsteini „hestahnúti“ Sigurðssyni og keyptu þeir 35 tonna bát, sem skírður var Jökull VE. Þessi útgerð gekk mjög vel, þar sem Hafsteinn var afburða fiskimaður og Eisi sá um vélina. Reyndar var þetta ekki í fyrsta sinn sem Eisi fór í útgerð. Seint á sjötta áratugnum gerði hann út Herstein VE, hluta úr sumri, með Ása í Bæ. Voru þeir á snurvoð. Var það að ævilangri vináttu þeirra. Árið 1980 kaupir Eisi 10 tonna súðbyrðing, Kristínu VE, og er eftir það einn í útgerð allt til dauðadags.
Þegar ég nú kveð þennan vin minn er mér efst í huga söknuður og ekki síst þakklæti fyrir þann stóra þátt, sem hann hefur átt í lífi mínu, með hispursleysi sínu og hreinskilni og fordómaleysi um breyskleika vina sinna.
Við getum haft efasemdir um hvað sé eðlilegur dauðdagi en lát vina okkar, Eisa Nóa og Bjössa kokks, er harmleikur. Það hefur verið sagt að stærsta gjöf Guðs til okkar mannanna sé vonin um annað líf. Á þessari stundu þiggur maður slíka gjöf.
- Óskar Þórarinsson.
- Óskar Þórarinsson.
Stefán Helgason F. 16. maí 1929 - D. 30. apríl 2000 Stefán Helgason var fæddur í Einbúa við Bakkastíg í Vestmannaeyjum 16. maí 1929. Hann lést á Landspítalunum í Fossvogi 30. apríl 2000. Stefán var elstur átta barna hjónanna Guðrúnar Stefánsdóttur f. 1908 og Helga Benediktssonar, (1899-1971) útvegsbónda og kaupmanns í Vest-mannaeyjum. Systkini Stefáns eru Sigtryggur, f. 1930. Guðmundur, f. 1932 (látinn), Páll, f. 1933, Helgi, f. 1938 (látinn), Guðrún, f. 1943, Arnþór og Gísli f. 1952. Stefán eða Denni, sem hann var jafn-an kallaður, kvæntist árið 1952, Sigríði Ingibjörgu (Sirrý), dóttur hjónanna Bjarna Bjarnasonar og Sigurbjargar Einarsdóttur, sem jafnan voru kennd við Breiðholt við Vestmannabraut. Dætur Sirrýar og Denna sem báðar eru búsettar í Vestmanna-eyjum eru: 1) Guðrún f. 1952, gift Arnari Sigur-mundssyni. Með fyrri eiginmanni sínum Jóni Braga Bjarnasyni á hún þrjú börn, Sigurrós, f. 1972, Sigríði Dröfn, f. 1976 og Bjarna Braga, f. 1991. 2) Sigurbjörg, f. 1953 gift Páli Ágústssyni. Börn þeTrra enfíris, f. 1973, Stefán, f. 1979 og Hjalti, f. 1990. Þegar skólagöngu lauk hóf Stefán störf við fyrir-tæki föður síns sem þá var orðið mjög umsvifamik-ið í útgerð, fiskvinnslu og verslun. Æska hans og uppeldi, mest hjá móðurforeldrunum í Skuld, beindist mjög að því sem var að gerast við sjóinn. Snemma öðlaðist hann vélstjórnar- og skipstjórnar-réttindi og kom það sér mjög vel í þeim störfum sem hann tók að sér á lífsleiðinni. Stefán fór ungur á sfld fyrir Norðurlandi, sem kokkur á v/b Helga Ve. Teningnum hafði verið kastað og um liðlega tuttugu ára skeið starfaði hann við fyrirtæki fj'öl-skyldunnar. Lengst af sá hann um útgerðina, en um tíma gerði Helgi Benediktsson út átta fiskiskip frá Vestmannaeyjum. Var því í mörgu að snúast, en auk útgerðar og fiskvinnslu var fyrirtækið mjög umsvifamikið um langt árabil í verslun, hótelrekstri og landbúnaði í Eyjum. Það sem Stefáni var
hugleiknast í störfum sínum var umsjón með smíði fiskiskipa útgerðar föður síns. A árunum 1954 til 1960 hafði hann umsjón og eftirlit með smíði á fimm fiskikipum í Svfþjóð. Þau voru Frosti Ve. 363. Fjalar Ve. 333, Hildingur Ve.3, GuIIþórir Ve. 39 og Ioks Hringver Ve. 393 sem var stálskip. Við smíðina kom reynsla og útsjónarsemi Stefáns að góðum notum. Smíði þessara fiskiskipa og hin góðu kynni hans af skipasmiðunum í Djupvik í Sviþjóð bar oft á góma. Þá má ekki gleyma aðdáun hans á vinnubrögðum við smíði Helga Ve.333 árið 1939 og Helga Helgasonar Ve. 343 árið 1947 en bæði þessi fiskiskip voru smíðuð hér í Eyjum. Helgi Helgason er stærsta fiskiskip úr tré sem smíðað hefur verið hér á landi. Þrátt fyrir að aðal-starf Stefáns hafi verið útgerðarstjóm hljóp hann stundum í skarðið þegar vantaði menn á báta útgerðarinnar auk þess sem hann fylgdi eftir störf-um sínum við smíði bátanna og var í áhöfn á heim-siglingu þeirra frá Svfþjóð. Eftir að fyrirtæki föður hans dró saman seglin um miðjan sjöunda áratuginn lét Stefán þar af störfum. Þá hóf hann ökukennslu sem hann stundaði sam-hliða öðrum störfum. Um árabil vann hann hjá Hraðfrystistöðinni, síðar hjá Bifreiðaeftirlitinu og loks sem leiðbeinandi hjá