„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972/ Sigling til Íslands 1905“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: 250px|thumb|Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri [[Mynd:Fiskibátur í Norðursjó á þessum árum.png|300px|thumb|Fiskibátur ...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<big<big><center>Sigling til Íslands 1905</center></big></big><br>
<center>''Knerrinum siglt til Vestmannaeyja''</center><br>
''Grein úr Óðni, í maí 1906:''<br>
ÞAÐ VAR talað um það í blöðunum hér í fyrra, að maður hefði siglt vélarbát frá Friðrikshöfn á Jótlandi til Vestmannaeyja við þriðja mann og þótti frægðarför. Þótti Friðrikshafnarbúum djarft teflt, er þeir lögðu þrír á stað undir haust svo langan sjóveg á jafnlitlu skipi. Myndin, sem hér fylgir, er af formanni þessarar farar. Þeir lögðu á stað frá Friðrikshöfn síðast í ágúst, hrepptu hörð veður og stundum mótvinda, en komu samt heilu og höldnu heim til Vestmannaeyja eftir rúmra 10 daga útivist, enda er Sigurður hreppstjóri afbragðs sjómaður. Um ferðina ritar hann þannig í bréfi frá 6. okt. f. á.:<br>
„Á leiðinni var vökum skipt þannig, að ekki svaf nema einn í einu 4 tíma ,ef hann þá gat sofnað, og hlutum við því, hver um sig, að „vera uppi“ 8 tíma í einu. Enga nótt svaf ég á leiðinni, því ég var þá alltaf uppi, og svo 8 tíma um miðjan daginn, en oftast sofnaði ég kvöld og morgna. Óþægilegt þótti mér að eiga við „kort“ og reikning á hnjánum á gólfinu, stundum alvotur af sjó, eða þá af svita vegna
hita frá vélinni. Ég hafði að sönnu „oktant“ með mér, en gat ekki mælt sólarhæð, því oftast voru „sólarlitlir dagar“, enda gerði það ekkert.
Ég hef oft áður verið miklu lengur á sjó án þess að sjá land og þó eigi villst, t. d. 1887 frá byrjun sept. til 8. okt. Mótvind höfðum við frá Friðrikshöfn til Jótlandsskaga; allsterkan austanvind frá því miðja vegu milli Skagans og Mandals og alla leið norður fyrir Bergen, svo að við urðum að sigla með tvírifuðu stórsegli og tvírifaðri stagfokku. Vélina notuðum við í logni milli Noregs og Hetlandseyja 30 tíma samfleytt. Hér um bil 16 mílur norðaustur af Færeyjum fengum við mótvind, vestanvind allsnarpan, í rúma tvo sólarhringa og (31/8 og 1/9) og rak okkur þá í 10 tíma og rak okkur þá í 10 tíma. 4. sept. kl. 5 um morguninn vorum við hér um bil 24 mílur frá Austurhorni; var þá bjart veður og stinnings kaldi við norður. En kl. 6 um kvöldið var hann orðinn svo hvass á norðaustan, með úrferð, að við urðum að sigla aðeins með þrírifuðu stórsegli og tvírifaðri stagfokku. Kl. 8 um kvöldið vorum við komnir á móts við Ingólfshöfða. Um nóttina sigldum við aðeins með tvírifaðri stagfokkunni; var þá rétt nefnt óveður og velti-brim. Morgun þess 5. kl. 3 vorum við út af Kúðafljóti. Lygndi þá nokkra kl.tíma, en hvessti svo aftur af sömu átt. Hér inn á höfnina komum við kl. 6 um kvöldið, eftir nokkra bið austan við Eyjarnar, til þess er hásjávað yrði.
Báturinn fór oft 7-9 mílur á vökunni, en vont var stundum að stýra honum, miklu verra en þilskipi. Einna aðgæzluverðast fannst mér það á leiðinni, að hann hafði sama sem ekkert skjólþil, svo að ætíð varð að gæta varúðar til þess að hrökkva ekki út. Báturinn er 06V2 fet á dýpt (mun vera um 10 sraál. nettó). Sannfærð-ur er ég um, að þessu líkir bátar eru vænlegri til aflabragða og áreiðanlegri fyrir líftóruna en opnu manndrápsbollarnir, sem vaninn, heimsk-an og þekkingarleysið eru búin að negla ís-lenzka og færeyska sjómenn við hverja öldina eftir aðra..."
Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson er vel mið-aldra maður. í æsku naut hann mjög lítillar tilsagnar, en hefur síðan á eigin hönd aflað sér tiltölulega mikillar menntunar. Hann er hag-mæltur og vel ritfær; áhugamaður mikill um allar framfarir og hefur mikið gert að því að rækta upp tún jarðar sinnar í Eyjunum. Þar hefur hann nú um nokkur ár verið hreppstjóri og oddviti. Við oddvitastörfunum tók hann af Þorsteini fyrrv. héraðslækni Jónssyni.
Síðan Sigurður hreppstjóri kom með bát þann, sem hér hefur verið lýst, til Eyjanna, hefur véla-bátum fjölgað þar mjög mikið, eins og í mörg-um öðrum veiðistöðvum hér á landi. I vetur hafa vélabátarnir reynzt mjög vel við Eyjarnar og fengið góðan afla. Þeir virðast ætla að verða hér framtíðarinnar fiskiskip.
[[Mynd:Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri.png|250px|thumb|Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri]]
[[Mynd:Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri.png|250px|thumb|Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri]]



Útgáfa síðunnar 18. apríl 2018 kl. 15:24

<big

Sigling til Íslands 1905


Knerrinum siglt til Vestmannaeyja


Grein úr Óðni, í maí 1906:

ÞAÐ VAR talað um það í blöðunum hér í fyrra, að maður hefði siglt vélarbát frá Friðrikshöfn á Jótlandi til Vestmannaeyja við þriðja mann og þótti frægðarför. Þótti Friðrikshafnarbúum djarft teflt, er þeir lögðu þrír á stað undir haust svo langan sjóveg á jafnlitlu skipi. Myndin, sem hér fylgir, er af formanni þessarar farar. Þeir lögðu á stað frá Friðrikshöfn síðast í ágúst, hrepptu hörð veður og stundum mótvinda, en komu samt heilu og höldnu heim til Vestmannaeyja eftir rúmra 10 daga útivist, enda er Sigurður hreppstjóri afbragðs sjómaður. Um ferðina ritar hann þannig í bréfi frá 6. okt. f. á.:
„Á leiðinni var vökum skipt þannig, að ekki svaf nema einn í einu 4 tíma ,ef hann þá gat sofnað, og hlutum við því, hver um sig, að „vera uppi“ 8 tíma í einu. Enga nótt svaf ég á leiðinni, því ég var þá alltaf uppi, og svo 8 tíma um miðjan daginn, en oftast sofnaði ég kvöld og morgna. Óþægilegt þótti mér að eiga við „kort“ og reikning á hnjánum á gólfinu, stundum alvotur af sjó, eða þá af svita vegna hita frá vélinni. Ég hafði að sönnu „oktant“ með mér, en gat ekki mælt sólarhæð, því oftast voru „sólarlitlir dagar“, enda gerði það ekkert. Ég hef oft áður verið miklu lengur á sjó án þess að sjá land og þó eigi villst, t. d. 1887 frá byrjun sept. til 8. okt. Mótvind höfðum við frá Friðrikshöfn til Jótlandsskaga; allsterkan austanvind frá því miðja vegu milli Skagans og Mandals og alla leið norður fyrir Bergen, svo að við urðum að sigla með tvírifuðu stórsegli og tvírifaðri stagfokku. Vélina notuðum við í logni milli Noregs og Hetlandseyja 30 tíma samfleytt. Hér um bil 16 mílur norðaustur af Færeyjum fengum við mótvind, vestanvind allsnarpan, í rúma tvo sólarhringa og (31/8 og 1/9) og rak okkur þá í 10 tíma og rak okkur þá í 10 tíma. 4. sept. kl. 5 um morguninn vorum við hér um bil 24 mílur frá Austurhorni; var þá bjart veður og stinnings kaldi við norður. En kl. 6 um kvöldið var hann orðinn svo hvass á norðaustan, með úrferð, að við urðum að sigla aðeins með þrírifuðu stórsegli og tvírifaðri stagfokku. Kl. 8 um kvöldið vorum við komnir á móts við Ingólfshöfða. Um nóttina sigldum við aðeins með tvírifaðri stagfokkunni; var þá rétt nefnt óveður og velti-brim. Morgun þess 5. kl. 3 vorum við út af Kúðafljóti. Lygndi þá nokkra kl.tíma, en hvessti svo aftur af sömu átt. Hér inn á höfnina komum við kl. 6 um kvöldið, eftir nokkra bið austan við Eyjarnar, til þess er hásjávað yrði. Báturinn fór oft 7-9 mílur á vökunni, en vont var stundum að stýra honum, miklu verra en þilskipi. Einna aðgæzluverðast fannst mér það á leiðinni, að hann hafði sama sem ekkert skjólþil, svo að ætíð varð að gæta varúðar til þess að hrökkva ekki út. Báturinn er 06V2 fet á dýpt (mun vera um 10 sraál. nettó). Sannfærð-ur er ég um, að þessu líkir bátar eru vænlegri til aflabragða og áreiðanlegri fyrir líftóruna en opnu manndrápsbollarnir, sem vaninn, heimsk-an og þekkingarleysið eru búin að negla ís-lenzka og færeyska sjómenn við hverja öldina eftir aðra..." Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson er vel mið-aldra maður. í æsku naut hann mjög lítillar tilsagnar, en hefur síðan á eigin hönd aflað sér tiltölulega mikillar menntunar. Hann er hag-mæltur og vel ritfær; áhugamaður mikill um allar framfarir og hefur mikið gert að því að rækta upp tún jarðar sinnar í Eyjunum. Þar hefur hann nú um nokkur ár verið hreppstjóri og oddviti. Við oddvitastörfunum tók hann af Þorsteini fyrrv. héraðslækni Jónssyni. Síðan Sigurður hreppstjóri kom með bát þann, sem hér hefur verið lýst, til Eyjanna, hefur véla-bátum fjölgað þar mjög mikið, eins og í mörg-um öðrum veiðistöðvum hér á landi. I vetur hafa vélabátarnir reynzt mjög vel við Eyjarnar og fengið góðan afla. Þeir virðast ætla að verða hér framtíðarinnar fiskiskip.


Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri



Fiskibátur í Norðursjó á þessum árum.


Dráttarbrautin í Frederikssund.- Báturinn er óþekktur, en með þessu byggingarlagi voru vélbátarnir, sem komu frá Frederikssund um og eftir 1920.