„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1970/ Um Loðnuna“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><big><center>Um loðnuna</center></big></big><br> | |||
''Fiskabók Almenna bókafélagsins:'' Loðnan verður kynþroska 2ja til 4ra ára gömul. Hún hrygnir í heita sjónum í 5-7°C. Eggin eru botnlæg 8-12 þús. Talið er, að nokkuð af 2ja—3ja ára fiski lifi af hrygninguna, en að af 4ra ára fiski deyi flestir. Hrygnir á 6-40 m dýpi. Loðnan er mjög mikilvæg fæða þorsks, ufsa og hvala, sem fylgja loðnugöngunum.<br> | |||
''Bjarni Sæmundsson (Fiskarnir):'' Að lokinni hrygningu sést oft mergð af loðnu inni við land, og er hún þá, að því er virðist, mjög aðframkomin og þróttlítil, svo að undan henni getur fjarað, án þess að hún reyni að forða sér, eða hún sést deyjandi á floti og niðri í sjónum og rekur þá upp, ef vindur stendur á land. Ber mjög á þessu við Finnmörku á vorin. Hér hefir líka fengizt mergð af dauðri og úldinni loðnu í botnvörpu úti í Faxaflóa um vor. Bendir allt þetta á, að loðnan muni deyja unnvörpum (ef ekki alveg) að lokinni fyrstu hrygningu, þ. e. að hún gjóti aðeins einu sinni á ævinni. Þegar loðnuna rekur upp á sandana á S-ströndinni (t. d. í Meðallandi og Landeyjum) eða við Skjálfanda og Axarfjörð, er hún hirt til skepnufóðurs og stundum etin, og Eggert ólafsson segir, að hún hafi verið veidd og sölmð til matar í Eyjafirði á vorin áður fyrri.<br> | |||
''Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur í blaðaviðtali 10. mars 1970:''<br> | |||
Hjálmar sagði, að þess sæjust engin merki að ofveiði væri farin að segja til sín á loðnustofninum, enda hefði veiði á loðnu ekki hafizt fyrr en 1964. Hann kvað lirfuathuganir sýna, að loðnulirfur eru milli 50 og 90% af öllum fiskilirfum, sem finnast á öllu svæðinu vestur af landinu og norðanlands, þannig að ætla mætti að loðnustofninn væri mjög stór og ætti því að þola, þó að talsvert væri úr honum tekið. Hann sagði ennfremur, að ekki hefði á því borið, að veiðarnar hefðu nein áhrif í þá átt að taka fæðu frá þorskinum að verulegu leyti.<br> | |||
„Annars eru loðnurannsóknir svo ungar, svo og loðnuveiðar“, sagði Hjálmar, „að erfitt er að fullyrða um þessi atriði með neinni vissu. Að sjálfsögðu reynum við að fylgjast með því hvernig loðnustofninum reiðir af, en menn verða að hafa það hugfast, að ekki er hægt að segja um það, hversu mikla veiði loðnustofninn þolir, nema að veiðarnar séu stundaðar. Loks er rétt að vekja á því athygli, að framundan eru ítarlegar rannsóknir á lirfumagni fisks á fyrsta ári, og þegar þær verða búnar að vera í gangi í nokkur ár á að skapast góð aðstaða til að fylgjast með sveiflum í loðnustofninum og jafnvel öðrum fiskstofnum“.<br> | |||
[[Mynd:- Þegar loðnuveiðin var hvað skörpust vertíðina 1970.png|300px|thumb|miðja|- Þegar loðnuveiðin var hvað skörpust vertíðina 1970.]]<br> | |||
<center>[[Mynd:Loðna.png|500px|center]]</center><br> | |||
<big><center>'''Japönsk þjóðsögn um loðnuna'''</center></big><br> | |||
''(Tekið úr grein E. Pá. blaðamanns, Mbl. 14. apríl 1970)''<br> | |||
Í JAPÖNSKU þorpi á eyjunni Hokkaido voru endur fyrir löngu falleg stúlka og ungur piltur. Þau urðu ástfangin, eins og stundum kemur fyrir. En foreldrar hennar vildu ekki leyfa þeim að eigast. Í sorg sinni breytti pilturinn sér í víðitré. Tréð stóð á árbakka og speglaðist í vatninu. Á hverju hausti féll laufið í vatnið og blöðin flutu niður ána, þar sem þau urðu að loðnu.<br> | |||
Loðna þykir mesta lostæti í Japan. Í Japan er loðnan söltuð svolítið og síðan þurrkuð eins og skreið. Þetta er dýr fiskur. Í Japan er hann seldur í verzlunum og borinn á borð glóðarsteiktur í heimahúsum, en þó enn meira á börum, sem aukabiti með hinu japanska létta víni, sakí. Sakí er ýmist drukkið kalt eða hitað og sopið úr litlum staupum. Bragðast loðnan sérlega vel með því.<br> | |||
Dýrasta og fínasta loðnan er kvenfiskurinn, sem þarf að vera fullur af hrognum. Japanir borða mikið af hrognum. Og samkvæmt gamalli trú eru þau góð fyrir karlmennsku, sé eitthvað farið að dofna yfir mönnum. Karlmenn sækjast því eftir slíkum réttum. Loðna með hrognum þykir hreinasta lostæti og lúxusmatur, sem aðeins efnafólk getur veitt sér. Af þessum 1000 tonnum, sem nú eru að fara frá Íslandi til Japans, eru 100 tonn valin kvenloðna, en hitt blönduð loðna. Í fyrra voru 10 tonn af 750 tonnum valin kvenloðna.<br> | |||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | |||
Núverandi breyting frá og með 15. mars 2018 kl. 15:08
Fiskabók Almenna bókafélagsins: Loðnan verður kynþroska 2ja til 4ra ára gömul. Hún hrygnir í heita sjónum í 5-7°C. Eggin eru botnlæg 8-12 þús. Talið er, að nokkuð af 2ja—3ja ára fiski lifi af hrygninguna, en að af 4ra ára fiski deyi flestir. Hrygnir á 6-40 m dýpi. Loðnan er mjög mikilvæg fæða þorsks, ufsa og hvala, sem fylgja loðnugöngunum.
Bjarni Sæmundsson (Fiskarnir): Að lokinni hrygningu sést oft mergð af loðnu inni við land, og er hún þá, að því er virðist, mjög aðframkomin og þróttlítil, svo að undan henni getur fjarað, án þess að hún reyni að forða sér, eða hún sést deyjandi á floti og niðri í sjónum og rekur þá upp, ef vindur stendur á land. Ber mjög á þessu við Finnmörku á vorin. Hér hefir líka fengizt mergð af dauðri og úldinni loðnu í botnvörpu úti í Faxaflóa um vor. Bendir allt þetta á, að loðnan muni deyja unnvörpum (ef ekki alveg) að lokinni fyrstu hrygningu, þ. e. að hún gjóti aðeins einu sinni á ævinni. Þegar loðnuna rekur upp á sandana á S-ströndinni (t. d. í Meðallandi og Landeyjum) eða við Skjálfanda og Axarfjörð, er hún hirt til skepnufóðurs og stundum etin, og Eggert ólafsson segir, að hún hafi verið veidd og sölmð til matar í Eyjafirði á vorin áður fyrri.
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur í blaðaviðtali 10. mars 1970:
Hjálmar sagði, að þess sæjust engin merki að ofveiði væri farin að segja til sín á loðnustofninum, enda hefði veiði á loðnu ekki hafizt fyrr en 1964. Hann kvað lirfuathuganir sýna, að loðnulirfur eru milli 50 og 90% af öllum fiskilirfum, sem finnast á öllu svæðinu vestur af landinu og norðanlands, þannig að ætla mætti að loðnustofninn væri mjög stór og ætti því að þola, þó að talsvert væri úr honum tekið. Hann sagði ennfremur, að ekki hefði á því borið, að veiðarnar hefðu nein áhrif í þá átt að taka fæðu frá þorskinum að verulegu leyti.
„Annars eru loðnurannsóknir svo ungar, svo og loðnuveiðar“, sagði Hjálmar, „að erfitt er að fullyrða um þessi atriði með neinni vissu. Að sjálfsögðu reynum við að fylgjast með því hvernig loðnustofninum reiðir af, en menn verða að hafa það hugfast, að ekki er hægt að segja um það, hversu mikla veiði loðnustofninn þolir, nema að veiðarnar séu stundaðar. Loks er rétt að vekja á því athygli, að framundan eru ítarlegar rannsóknir á lirfumagni fisks á fyrsta ári, og þegar þær verða búnar að vera í gangi í nokkur ár á að skapast góð aðstaða til að fylgjast með sveiflum í loðnustofninum og jafnvel öðrum fiskstofnum“.
(Tekið úr grein E. Pá. blaðamanns, Mbl. 14. apríl 1970)
Í JAPÖNSKU þorpi á eyjunni Hokkaido voru endur fyrir löngu falleg stúlka og ungur piltur. Þau urðu ástfangin, eins og stundum kemur fyrir. En foreldrar hennar vildu ekki leyfa þeim að eigast. Í sorg sinni breytti pilturinn sér í víðitré. Tréð stóð á árbakka og speglaðist í vatninu. Á hverju hausti féll laufið í vatnið og blöðin flutu niður ána, þar sem þau urðu að loðnu.
Loðna þykir mesta lostæti í Japan. Í Japan er loðnan söltuð svolítið og síðan þurrkuð eins og skreið. Þetta er dýr fiskur. Í Japan er hann seldur í verzlunum og borinn á borð glóðarsteiktur í heimahúsum, en þó enn meira á börum, sem aukabiti með hinu japanska létta víni, sakí. Sakí er ýmist drukkið kalt eða hitað og sopið úr litlum staupum. Bragðast loðnan sérlega vel með því.
Dýrasta og fínasta loðnan er kvenfiskurinn, sem þarf að vera fullur af hrognum. Japanir borða mikið af hrognum. Og samkvæmt gamalli trú eru þau góð fyrir karlmennsku, sé eitthvað farið að dofna yfir mönnum. Karlmenn sækjast því eftir slíkum réttum. Loðna með hrognum þykir hreinasta lostæti og lúxusmatur, sem aðeins efnafólk getur veitt sér. Af þessum 1000 tonnum, sem nú eru að fara frá Íslandi til Japans, eru 100 tonn valin kvenloðna, en hitt blönduð loðna. Í fyrra voru 10 tonn af 750 tonnum valin kvenloðna.