„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1988/Ljóð“: Munur á milli breytinga
StefánBjörn (spjall | framlög) (Ný síða: <center><big><big>'''Ljóð eftir Snorra Jónsson'''</big></big></center><br> Snorri Jónsson er fæddur á Siglufirði 14. nóvember 1943, en flyst yil Vestmannaeyja 1969.<br> S...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 5: | Lína 5: | ||
Snorri hefur þó nokkuð fengist við kveðskap og kemur hér sýnishorn af ýmsu sem hann hefur fengist við.<br> | Snorri hefur þó nokkuð fengist við kveðskap og kemur hér sýnishorn af ýmsu sem hann hefur fengist við.<br> | ||
Í dag vinnur Snorri sem lyfjakarl á Binnabryggju.<br> | Í dag vinnur Snorri sem lyfjakarl á Binnabryggju.<br> | ||
[[Mynd:Snorri Jónsson lyftarakarl SDBL. 1988.jpg|miðja|thumb|380x380dp]] | |||
'''[[Heimaey]]'''<br> | '''[[Heimaey]]'''<br> | ||
Núverandi breyting frá og með 25. febrúar 2019 kl. 14:44
Snorri Jónsson er fæddur á Siglufirði 14. nóvember 1943, en flyst yil Vestmannaeyja 1969.
Snorri er rafvirki að mennt og lengst af starfað hér við iðn sína, m.a. í Vinnslustöðinni og Fiskmjölsverksmiðju Ve.
Snorri hefur þó nokkuð fengist við kveðskap og kemur hér sýnishorn af ýmsu sem hann hefur fengist við.
Í dag vinnur Snorri sem lyfjakarl á Binnabryggju.
Í Eyjum lifði ég æsku minnar yndislega vor þar
átti ég í fjöruborði spor. Á kænum inni í botni ég
kjölbatt sjónum mig og krærnar voru heimur
fyrir sig.
En æsku minnar leikir sitt enda runnu skeið, og
örlögin mér beindu sína leið. En það er alveg
sama hve hafið heillar mig, í huganum er staður
fyrir þig.
Því vorkvöld margt á sænum
ég vaki bjart og hlýtt,
er vaggar aldan báti undurblítt.
Þá dreymir mig um æsku mína Eynni kæru í
og alltaf þangað fleyi mínu sný.
Því Heimaeyer staður sem engan líkan á, hvar er
í heimi slíka sjón að sjá. Ef komið er af hafi hún
heildar hrikaleg því hrjúf er, en þó svo
dásamleg.
Veiðisaga
Ég send uppi á bakkanum
stjarfur og bíð
og stari út á vatnið
í erg og gríð.
Skyldu þeir blessaðir
bíta á mitt agn
Skyldi bölvaður maðkurinn
gera eitthvað gagn.
Ég ætti víst heldur
að hala hann inn
og henda út spún
fyrir silunginn.
Það er eitt að bjóð' uppá
Íslands-spón
og annað og dorga
með maðka-kón.
Það bíta vill enginn á
beittan krók já,
bleikjan hún er orðin
nokkuð klók. Þó
standist hún ekki þann
stífudans er stígur
spúnninn með elegans.
Þess vegna skil ég það alls ekki þar af
hverju ég verð einskis var.
Þessum tittum er svo sem trúandi til
að taka ekki annað en flugu-spil.
Þess vegna fæ ég mér flugustöng nú
fer ekki biðin að verða löng. Nú
moka ég upp alveg miskunnarlaust.
Mikið anskoti er vatnið fiskilaust!
Ég hætti við allt
þetta helvítis
dorg, í herðarnar
set og ber mína
Sjómannalíf
Sindrandi haf, sindrandi haf
með seiðandi bárutraf.
Haf endalaust haf
Holskefla allt færir í kaf.
Hvítfextar öldur á kinnunginn skella
þær hvissandi sælöðri yfir menn hella.
Haf endalaust haf.
Sjómannalíf, sjómannalíf
Það er ástir og ævintýr.
Líf dæmalaust líf
látlaust er staðið með hníf.
Leiðin er vörðuð með Lórantölum
og lengdin á túrnum, er talin í hölum.
Líf dæmalaust líf.
Leikandi létt, leikandi létt
þeir leika við stúlkurnar nett
Strit endalausa strit
uns standa menn alveg hreint bit.
Samband við fólk það er sorglega lítið
því seint er oft komið að farið í bítið.
Strit endalaust strit.
Ástarsaga
Hún er ung og hún ber af öllum
ægifögur og hrein.
Gersneidd er flestöllum göllum
glæstari er ekki nein.
Þegar hún vappar um veginn
vorblíðan sólskindagar.
Hver Amorsstrengur er sleginn
Hver stuna er ástarlag.
Þeir standa upp af banabeði
er birtist hún ung og hlý
Það veitir sko greyjunum gleði
er gná fer á lóðarí.
Gná það er fjártíkin frækna
sem flestir hundarnir dá
líkams-vessana að lækna
er líklega það sem þeir þrá.
Til vinar míns
Mig langar svo að yrkja þér undurfallegt ljóð
um allt það fagra og góða sem lífið kann að
bjóða
en úr þessu verður bara ískalt spunahljóð
því efnishyggjusnældan er þreytt í von um gróða.
Þannig er því varið og þess vegna það er
að þreyttir menn þeir eygja ei skóginn fyrir
trjánum.
Þeir vaða bara áfram í villu þess sem fer
vinalaus til fundar þess, sem fellir þá með
ljánum.