„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1967/Beitustrákar“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big><center>BEITUSTRÁKAR</center></big></big><br> Hér birtist mynd af fyrstu beitudrengjunum í Vestmannaeyjum. Myndin var tekin af þeim 1. ágúst 1966. Voru þá liðin fu...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
<big><big><center>BEITUSTRÁKAR</center></big></big><br>
<big><big><center>BEITUSTRÁKAR</center></big></big><br>
 
[[Mynd:Hannes Hansson, Landakoti, Jóhann Pálmason Stíghúsi, Ársæll Sveinsson Fögrubrekku.png|500px|thumb|center|Hannes Hansson, Landakoti, Jóhann Pálmason Stíghúsi, Ársæll Sveinsson Fögrubrekku.]]
Hér birtist mynd af fyrstu beitudrengjunum í Vestmannaeyjum. Myndin var tekin af þeim 1. ágúst 1966. Voru þá liðin full 60 ár, frá því að þeir stóðu saman við beituborðið í beituskúr m/b [[Unnur VE-80|Unnar VE 80]].<br>
Hér birtist mynd af fyrstu beitudrengjunum í Vestmannaeyjum. Myndin var tekin af þeim 1. ágúst 1966. Voru þá liðin full 60 ár, frá því að þeir stóðu saman við beituborðið í beituskúr m/b [[Unnur VE-80|Unnar VE 80]].<br>
[[Þorsteinn Jónsson|Þorsteinn]] í [[Laufás|Laufási]] skrifaði svo um fyrstu beitudrengina sína í „Formannsævi í Eyjum“: „Þrjá drengi höfðum við til að beita. Var það nýjung, því sjómennirnir höfðu sjálfir beitt alla lóðina fram að þessu. Drengirnir áttu að beita tvö bjóð hver, en hásetarnir beittu sitt bjóðið hver, svo tíu hafa bjóðin verið alls, sem róið var með. En sex strengir voru í hverju bjóði.<br> Drengirnir, sem beittu voru: [[Ársæll Sveinsson]] á [[Sveinsstaðir|Sveinsstöðum]] 12 ára gamall, [[Hannes Hansson]] [[Landakot|Landakoti]] á líku reki, og [[Jóhann Pálmason (Stíghúsi)|Jóhann Pálmason]] í [[Stíghús|Stíghúsi]] níu ára. Hann var svo lítill, að hlaða varð undir hann, svo hann næði upp á beituborðið.<br>
[[Þorsteinn Jónsson|Þorsteinn]] í [[Laufás|Laufási]] skrifaði svo um fyrstu beitudrengina sína í „Formannsævi í Eyjum“: „Þrjá drengi höfðum við til að beita. Var það nýjung, því sjómennirnir höfðu sjálfir beitt alla lóðina fram að þessu. Drengirnir áttu að beita tvö bjóð hver, en hásetarnir beittu sitt bjóðið hver, svo tíu hafa bjóðin verið alls, sem róið var með. En sex strengir voru í hverju bjóði.<br> Drengirnir, sem beittu voru: [[Ársæll Sveinsson]] á [[Sveinsstaðir|Sveinsstöðum]] 12 ára gamall, [[Hannes Hansson]] [[Landakot|Landakoti]] á líku reki, og [[Jóhann Pálmason (Stíghúsi)|Jóhann Pálmason]] í [[Stíghús|Stíghúsi]] níu ára. Hann var svo lítill, að hlaða varð undir hann, svo hann næði upp á beituborðið.<br>

Núverandi breyting frá og með 29. júní 2016 kl. 11:54

BEITUSTRÁKAR


Hannes Hansson, Landakoti, Jóhann Pálmason Stíghúsi, Ársæll Sveinsson Fögrubrekku.

Hér birtist mynd af fyrstu beitudrengjunum í Vestmannaeyjum. Myndin var tekin af þeim 1. ágúst 1966. Voru þá liðin full 60 ár, frá því að þeir stóðu saman við beituborðið í beituskúr m/b Unnar VE 80.
Þorsteinn í Laufási skrifaði svo um fyrstu beitudrengina sína í „Formannsævi í Eyjum“: „Þrjá drengi höfðum við til að beita. Var það nýjung, því sjómennirnir höfðu sjálfir beitt alla lóðina fram að þessu. Drengirnir áttu að beita tvö bjóð hver, en hásetarnir beittu sitt bjóðið hver, svo tíu hafa bjóðin verið alls, sem róið var með. En sex strengir voru í hverju bjóði.
Drengirnir, sem beittu voru: Ársæll Sveinsson á Sveinsstöðum 12 ára gamall, Hannes Hansson Landakoti á líku reki, og Jóhann Pálmason í Stíghúsi níu ára. Hann var svo lítill, að hlaða varð undir hann, svo hann næði upp á beituborðið.
Ekki hefur borið á því, þó þessir drengir byrjuðu svona ungir að reyna að bjarga sér á heiðarlegan hátt, að það hafi staðið þeim fyrir þrifum. Var þó ekki þægindum fyrir að fara. Allt hafa þetta orðið viðurkenndir dugnaðarmenn. Þeir stunduðu allir sjó fram eftir ævinni, en eru nú horfnir að öðrum störfum.“
Það má bæta því hér við, að Ársæll og Jóhann voru ráðnir fyrir 25 krónur hvor, fyrir alla vertíðina, en Hannes fyrir 35 krónur, því að hann var þeirra elztur, kominn yfir fermingu. Hefur því verið ætlazt til meira af honum, enda þá orðinn hörkuduglegur strákur. Það hafði komið til tals, að hann fengi að róa þessa vertíð á áttæringnum Elliða sem hálfdrættingur, ef loðnan gengi og sílfiskurinn kæmi, og yrði þar í skjóli fósturföður síns, Ögmundar í Landakoti, sem átti í Gideon og reri á honum.
En þá þóttu 35 krónurnar vissari tekjur en vonin í sílfiskinum. Þannig var peningamagnið í Vestmannaeyjum í þá daga.

E.G.