„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1994/Töfrar fjörunnar“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Hafsteinn Stefánsson''' <big><big>'''Töfrar fjörunnar'''</big></big> Hafsteinn Stefánsson, sem sendi blaðinu þetta efni, þarf ekki að kynna fyrir Vestmanneyingum sem kom...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 17: Lína 17:
Þess ber að geta að góður vinur minn, listamaðurinn Ólafur Th. Ólafsson, kennari á Selfossi, teiknaði myndirnar sem fylgja kvæðunum. Ég bið Vestmanneyingum öllum velfarnaðar í störfum og guðs blessunar.
Þess ber að geta að góður vinur minn, listamaðurinn Ólafur Th. Ólafsson, kennari á Selfossi, teiknaði myndirnar sem fylgja kvæðunum. Ég bið Vestmanneyingum öllum velfarnaðar í störfum og guðs blessunar.
::::'''Hafsteinn Stefánsson'''
::::'''Hafsteinn Stefánsson'''
'''Við Óseyrarnes'''<br>
Há við sandinn úthafsbáran brotnar<br>
og breiðir út sinn hvíta löðurfald.<br>
Ægir kóngur yfir djúpum drottnar<br>
drengir þekkja glöggt hans mikla vald.<br>
Leiddur töfrum lít ég fram að hafi<br>
er lognvært sefur undir geislatrafi.<br>
Hafgolan og hnúkaþeyr af fjöllum<br>
heilsast blítt í mjúkum þarabing.<br>
Myndir sé ég hátt, af hamratröllum,<br>
hlaðnar upp á glæstan fjallahring.<br>
Par sem hæstu fjöll við himin bera<br>
halda menn að eilífð muni vera.<br>
Í huga mínum brátt nú breytist myndin<br>
ber við augu lengst við bát við sjónarhring<br>
undir seglum, bát með beitivindinn<br>
á bakborðssíðu, dimman landnyrðing.<br>
Aftast situr karl við stjórn og stýrir<br>
stöðugt yfir flötinn augum pírir.<br>
Skipverjar í skinnburunum glaðir<br>
skrafa um fljóðin ung á sléttri grund.<br>
Þeir sem votar reyna ránartraðir<br>
reikna út veðurlag á skammri stund.<br>
Á þessum stað, ef þykknar austan bára,<br>
þá mun verða gripið fljótt til ára.<br>
Menn eygja á vesturlofti bliku breiða<br>
og bliksvört stormaský á himni sjást.<br>
Skipverjar því engum tíma eyða,<br>
við ölduhnúta brátt þeir munu slást.<br>
Kenjum vinds með varúð treysta ber<br>
í vetfangi hann getur snúið sér.<br>
Komið er logn og skipið ferðlaust flýtur<br>
formannsróminn greinir maður hver:<br>
„Lúmskt er sundið ef á boðum brýtur<br>
við beita verðum þreki og afli hér.<br>
Seglin niður, nauðugt vindur<br>
gárar, neytið krafta, leggist fast á árar."<br>
Súðbyrðingur öldu af öldu skríður<br>
ágjöf rýkur, hrímar menn og skip.<br>
Lagst á árar, lófa á hlumma svíður,<br>
lít ég kjark og þrótt úr hverjum svip.<br>
Bárur háar brotna fyrir stafni.<br>
„Berjið drengir! - róið í Drottins nafni."<br>
Styttist leið og landið piltar greina,<br>
hvort lending heppnast brátt þeir munu sjá.<br>
Brimiö svarrar upp við berg og hleina<br>
brotin freyða minnstu snögum á.<br>
Þeir sem venjast þunga hafs og nið<br>
þekkja á milli blindskerjanna hlið.<br>
Frá landi heyrast hávær bárusogin<br>
horfið er rétt og skip á leið í vör.<br>
Lag við fjöru, frískleg áratogin<br>
frjálsir menn við óblíð sjómannskjör.<br>
Það heimtar bæði kjark og handtök snör<br>
heilu að sigla skipi í trygga vör.<br>
Fúna skip og ferðir þeirra gleymast<br>
farmannshendur hvíla í grafarró.<br>
Alltaf mun þó samt í sögnum geymast<br>
að sjómaðurinn feng úr hafi dró.<br>
Við æsta storma, brim og boðaföll<br>
hann beitir skipi frjáls um ránarvöll.<br>
'''Fjörulallar'''<br>
— Afi og drengurinn hans —<br>
Mig langar til að leika við þig afi<br>
þá líður tíminn bæði fljótt og vel.<br>
Í fyrra er við fórum úr að hafi<br>
við fundum beitukóng og öðuskel.<br>
Blöðruþangið greri grænt á steinum<br>
gjálfur báru var með ljúfum hreim.<br>
Urtubörnin blunduðu á hleinum<br>
og biðu þess að mamman kæmi heim.<br>
Í fjörunni við sáum síli í pollum<br>
er syntu þarna og virtust hress og glöð.<br>
Svo man ég líka eftir æðarkollum<br>
með ungahópana í langri röð.<br>
Þar veiðibjallan vængi sína þandi,<br>
vældi og rak upp ógnvekjandi garg.<br>
Friðsælt lið er sat í fjörusandi<br>
forðaðist þann ægilega varg.<br>
Ljúft er fyrir litla barnafætur<br>
að labba á sólskinsdegi um fjörusand.<br>
Ilmurinn af sævarþangi er sætur<br>
er sjórinn faðmar þetta töfraland.<br>
Á fjöruna ég fór oft með þér afi<br>
fundum við þar tjarnir, kletta og björg.<br>
Á því leikur ekki nokkur vafi að<br>
ævintýrin leynast þarna mörg.<br>
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Útgáfa síðunnar 18. september 2015 kl. 12:08

Hafsteinn Stefánsson

Töfrar fjörunnar

Hafsteinn Stefánsson, sem sendi blaðinu þetta efni, þarf ekki að kynna fyrir Vestmanneyingum sem komnir eru á miðjan aldur. Hafsteinn er Austfirðingur, fœddur 31. mars 1921 á Högnastóðum við Eskifjörð, en fluttist til Vestmannaeyja 1943. Stundaði sjómennsku og var þá stýrimaður og skipstjóri, einnig var hann lœrður skipasmiður og vann við skipasmíðar í allmörg ár. Hafsteinn var skipaeftirlitsmaður frá 1969-73. Hann fluttist frá Vestmannaeyjum eins og margir í gosinu 1973. Kona hans er Guðmunda Gunnarsdóttir Marels. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja þakkar Hafsteini fyrir þetta efni og annað sem hann hefur sent blaðinu á undanförnum árum.

Stundum hendir það undirritaðan að fara með veiðistöng og tilheyrandi búnað fram í Ölfusárós við Óseyrarnes. Þá er farið með aðfallandi sjó og reynt að fanga sjóbirting. Það væri nú ekki alveg rétt með farið ef ég segði að veiðin væri alltaf mikil, en að ýmsu öðru leyti eru þessar ferðir ánægjulegar og gefandi. Fjaran býr yfir sínum töfrum, óendanlegum ævintýrum. Tilurð kvæðisins, sem ég sendi að þessu sinni Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja, bar að með þeim hætti að ég var staddur fram á Óseyrarnesi. Veðrið var bjart og því gott skyggni yfir stórt sögusvið. Þarna mátti sjá yfir fiskimið gömlu áraskipanna sem róið var út frá höfnum Árnessýslu, vestur á Selvog og svo langt til hafs og til austurs sem augað eygði.
Í Vestmannaeyjum hafði ég kynnst mörgum dugmiklum hugprýðismönnum sem ungir höfðu sjóast á þessum miðum. Þessir menn fluttust síðan út í Eyjar og lögðu sína krafta fram við uppbyggingu þessa mikla fiskibæjar. Þess skal getið, og því ber vissulega að fagna, að þeir létu eftir sig afkomendur sem staðið hafa vel fyrir sínu.
Ekki er auðvelt að gera sér glögga grein fyrir vinnuháttum þeirra manna sem sóttu sjó á þess¬um stöðum fyrir meira en heilli öld. Þrautseigir, glöggir og bjartsýnir hafa þeir verið og þá hlýtur trúin á almættið að hafa veitt þeim styrk. Trúin á litla súðbyrðinginn, árarnar, seglin og fyrst og síðast guð, því engin voru öryggistækin.

Frá Eyrarbakka og út í vog er það
mældur vegur.
Átjánhundruð áratog
áttatíu og fjegur.
(Höf. ókunnur.)
Þess ber að geta að góður vinur minn, listamaðurinn Ólafur Th. Ólafsson, kennari á Selfossi, teiknaði myndirnar sem fylgja kvæðunum. Ég bið Vestmanneyingum öllum velfarnaðar í störfum og guðs blessunar.

Hafsteinn Stefánsson