„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1977/Yndislega eyjan mín“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Ágúst Guðmundsson, prentari: '''„Yndislega eyjan mín...."''' Þessi sundurlausu brot eru þáttur úr alllöngu erindi um Ísland og íslenskan þjóðarhag á „Viðrei...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 3: Lína 3:
'''„Yndislega eyjan mín...."'''
'''„Yndislega eyjan mín...."'''


 
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-26 at 08.12.27.png|250px|thumb]]
Þessi sundurlausu brot eru þáttur úr alllöngu erindi um Ísland og íslenskan þjóðarhag á „Viðreisnarárunum" víðfrægu, meðan allt lék í lyndi í þjóðarbúskap Íslendinga — eða fyrir réttum áratug. Höfundur dvaldist þá meðal frænda og vina í Vesturheimi og starfaði við Lögberg-Heimskringlu í Winnipeg árin 1966—1967. — Nánari kynning á höfundi er þessi: Hann er borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur. Fæddur í Lambhaga við Vesturveg 26. ágúst 1913. Foreldrar hans, hjónin Guðrún Kristjánsdóttir frá Auraseli í Fljótshlíð og Guðmundur Helgason frá Grímsstöðum í Vestur-Landeyjum, bjuggu i Lambhaga um eitthvert skeið. Hann hóf prentnám hér í Eyjum árið 1930, en hvarf til fastalandsins árið 1931, eins og svo margra varð háttur á fjórða áratugnum. — Höfundur starfar nú um stundarsakir í prentsmiðjunni Eyrúnu, en hverfur að öllum líkindum eða verður sennilega horfinn til síns heima — Reykjavíkur — þegar þessir þankar hans birtast í Sjómannadagsblaðinu. — Höfundur væntir þess, að hugrenningar hans falli í góðan jarðveg hér „heima" í Eyjum og lýsi hugarþeli sem flestra Vestmannaeyinga, sem héðan hafa horfið til nýrra heimkynna.
Þessi sundurlausu brot eru þáttur úr alllöngu erindi um Ísland og íslenskan þjóðarhag á „Viðreisnarárunum" víðfrægu, meðan allt lék í lyndi í þjóðarbúskap Íslendinga — eða fyrir réttum áratug. Höfundur dvaldist þá meðal frænda og vina í Vesturheimi og starfaði við Lögberg-Heimskringlu í Winnipeg árin 1966—1967. — Nánari kynning á höfundi er þessi: Hann er borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur. Fæddur í Lambhaga við Vesturveg 26. ágúst 1913. Foreldrar hans, hjónin Guðrún Kristjánsdóttir frá Auraseli í Fljótshlíð og Guðmundur Helgason frá Grímsstöðum í Vestur-Landeyjum, bjuggu i Lambhaga um eitthvert skeið. Hann hóf prentnám hér í Eyjum árið 1930, en hvarf til fastalandsins árið 1931, eins og svo margra varð háttur á fjórða áratugnum. — Höfundur starfar nú um stundarsakir í prentsmiðjunni Eyrúnu, en hverfur að öllum líkindum eða verður sennilega horfinn til síns heima — Reykjavíkur — þegar þessir þankar hans birtast í Sjómannadagsblaðinu. — Höfundur væntir þess, að hugrenningar hans falli í góðan jarðveg hér „heima" í Eyjum og lýsi hugarþeli sem flestra Vestmannaeyinga, sem héðan hafa horfið til nýrra heimkynna.


Lína 19: Lína 19:
Yndislega eyjan mín,
Yndislega eyjan mín,
ó, hve þú ert morgunfögur.
ó, hve þú ert morgunfögur.
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-26 at 08.12.57.png|500px|center]]
Um nokkra áratugi hefur þessi lofsöngur hliómað í hugum og hjörtum allra Vestmannaeyinga. Hann er ortur af Sigurbirni Sveinssyni, sem um eitt skeið var uppáhaldshöfundur og ævintýraskáld allra íslenskra barna. Bækur hans: Bernskan, Æskan og Geislar, áttu hug okkar allan.
Um nokkra áratugi hefur þessi lofsöngur hliómað í hugum og hjörtum allra Vestmannaeyinga. Hann er ortur af Sigurbirni Sveinssyni, sem um eitt skeið var uppáhaldshöfundur og ævintýraskáld allra íslenskra barna. Bækur hans: Bernskan, Æskan og Geislar, áttu hug okkar allan.
Þótt ég langförull legði sérhvert land undir fót, — og þótt ég færi um fegurst lönd og fagnað væri mér sem bróður, — svo ég taki mér orð skáldanna í munn, munu eyjarnar mínar, Vestmannaeyjar, bera af öðrum stöðum að yndisleik og náttúrutöfrum. Í huga mér ljóma þær sem fagurt djásn á brjóstum Fjallkonunnar.
Þótt ég langförull legði sérhvert land undir fót, — og þótt ég færi um fegurst lönd og fagnað væri mér sem bróður, — svo ég taki mér orð skáldanna í munn, munu eyjarnar mínar, Vestmannaeyjar, bera af öðrum stöðum að yndisleik og náttúrutöfrum. Í huga mér ljóma þær sem fagurt djásn á brjóstum Fjallkonunnar.
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-26 at 08.13.20.png|300px|thumb|Listamannaþing]]
Eins og öllum mun í fersku minni, hófst mikið neðansjávargos í útsuður af Vestmannaeyjum fyrir röskum þremur árum. Myndaðist þar brátt ný eyja, og bættist þar með við nýr gimsteinn á hálsfesti Fjallkonunnar. — Enn í dag „belja rauðar blossa móður" á ströndum þessa nýja eylands, og blágrár reykur svífur þar yfir vötnunum, er dregur athygli umheimsins að Íslandi og furðum þess. En það sem mest er um vert: þetta einstæða náttúrufyrirbæri hefur engu tjóni eða óheillaörlögum valdið í lífi þjóðarinnar, eins og svo oft varð raunin á í eldgosum fyrr á tímum. — Má minna á í þessu sambandi Dyngjufjallagosið árið 1875, er eyddi heilum byggðum á Austurlandi, og olli miklum þjóðflutningum hingað vestur á sléttur Manitoba. — Enginn skilji orð mín svo, að ég telji vesturferðirnar neitt óheilla spor fyrir viðkomandi fjölskyldur og einstaklinga.
Eins og öllum mun í fersku minni, hófst mikið neðansjávargos í útsuður af Vestmannaeyjum fyrir röskum þremur árum. Myndaðist þar brátt ný eyja, og bættist þar með við nýr gimsteinn á hálsfesti Fjallkonunnar. — Enn í dag „belja rauðar blossa móður" á ströndum þessa nýja eylands, og blágrár reykur svífur þar yfir vötnunum, er dregur athygli umheimsins að Íslandi og furðum þess. En það sem mest er um vert: þetta einstæða náttúrufyrirbæri hefur engu tjóni eða óheillaörlögum valdið í lífi þjóðarinnar, eins og svo oft varð raunin á í eldgosum fyrr á tímum. — Má minna á í þessu sambandi Dyngjufjallagosið árið 1875, er eyddi heilum byggðum á Austurlandi, og olli miklum þjóðflutningum hingað vestur á sléttur Manitoba. — Enginn skilji orð mín svo, að ég telji vesturferðirnar neitt óheilla spor fyrir viðkomandi fjölskyldur og einstaklinga.
Eins og áður er sagt, langar mig til að njóta með ykkur frábærrar lýsingar á þessari undraeyju, Surtsey. Frásögnin er meitluð í huga náttúruskoðarans, listamannsins og vísindamannsins, Sigurðar Þórarinssonar. — Mætti það heita eins konar uppbót á miður skemmtilegu erindi. Honum farast svo orð í bók sinni Surtsey:
Eins og áður er sagt, langar mig til að njóta með ykkur frábærrar lýsingar á þessari undraeyju, Surtsey. Frásögnin er meitluð í huga náttúruskoðarans, listamannsins og vísindamannsins, Sigurðar Þórarinssonar. — Mætti það heita eins konar uppbót á miður skemmtilegu erindi. Honum farast svo orð í bók sinni Surtsey:

Núverandi breyting frá og með 26. júní 2017 kl. 08:45

Ágúst Guðmundsson, prentari:

„Yndislega eyjan mín...."

Þessi sundurlausu brot eru þáttur úr alllöngu erindi um Ísland og íslenskan þjóðarhag á „Viðreisnarárunum" víðfrægu, meðan allt lék í lyndi í þjóðarbúskap Íslendinga — eða fyrir réttum áratug. Höfundur dvaldist þá meðal frænda og vina í Vesturheimi og starfaði við Lögberg-Heimskringlu í Winnipeg árin 1966—1967. — Nánari kynning á höfundi er þessi: Hann er borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur. Fæddur í Lambhaga við Vesturveg 26. ágúst 1913. Foreldrar hans, hjónin Guðrún Kristjánsdóttir frá Auraseli í Fljótshlíð og Guðmundur Helgason frá Grímsstöðum í Vestur-Landeyjum, bjuggu i Lambhaga um eitthvert skeið. Hann hóf prentnám hér í Eyjum árið 1930, en hvarf til fastalandsins árið 1931, eins og svo margra varð háttur á fjórða áratugnum. — Höfundur starfar nú um stundarsakir í prentsmiðjunni Eyrúnu, en hverfur að öllum líkindum eða verður sennilega horfinn til síns heima — Reykjavíkur — þegar þessir þankar hans birtast í Sjómannadagsblaðinu. — Höfundur væntir þess, að hugrenningar hans falli í góðan jarðveg hér „heima" í Eyjum og lýsi hugarþeli sem flestra Vestmannaeyinga, sem héðan hafa horfið til nýrra heimkynna.

Þegar ég tók að tína saman þessi sundurlausu þankabrot, sótti margt á hugann, sem girnilegt mátti teljast til frásagnar. Mér var víst ekki ósvipað innanbrjósts og þjóðskáldinu forðum, Matthíasi Jochumssyni, þegar hann yrkir dýrðaróð sinn um Skagafjörð, þar sem hann segir: „Hvar skal byrja, hvar skal standa?" — að svo mörgu er að hyggja. Til að gera myndina litríkari og áhrifameiri byrjaði ég á löngum formála um lífskjörin, tíðarfarið og ýmsa óaran, svo sem ísa og eldgos, er gerðu mönnum þungar búsifjar á síðustu áratugum liðinnar aldar og sem ullu þungum örlögum í lífi þjóðarinnar, meðal annars hinum miklu þjóðflutningum vestur yfir Atlantsála til hinnar nýju heimsálfu. Það var mikil blóðtaka fyrir íslensku þjóðina, að missa svo mikið af dugmiklu ágætisfólki. En ég sá brátt að mér, hér væri hvorki staður né stund til að rifja upp þá raunasögu: Þeir fáu tilheyrendur, sem hlýða myndu á mál mitt, kynnu margfalt betur frá tíðindum að segja. Af þeim sökum hafnaði fyrsta tilraun mín í bréfakörfunni. Var ég þá ekki langt frá því að gefast upp, verkefnið, sem mér var lagt á herðar, sýndist mér ofviða; og ætti engan að undra, því lítið hef ég fengist við ritsmíðar og ræðumennsku um dagana. Fleiri torfærur urðu á vegi mínum en hér eru taldar. Ég hafði t. d. ekki haft þá fyrirhyggju, eins og góðra rithöfunda er háttur, að afla mér nægra heimilda, til að geta samið frambærilegt erindi, enda er bókakostur minn lítill sem engin. Verð ég því að mestu að treysta á trútt minni um þá hluti, sem hér ber á góma, nema hvað ég gríp til dr. Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, sem þar að auki er ágætur Austfirðingur og Norðlendingur í þokkabót, og beiti honum fyrir vagn minn í sambandi við örlítið spjall um Vestmannaeyjar, fæðingarbyggð mína og bernskustöðvar. Ég get ekki neitað mér um þá ánægju, að nota þetta einstæða tækifæri til að dásama þær og blessa, þar sem óiíklegt má teljast, að annað slíkt bjóðist í náinni framtíð og orð mín eigi meiri skilningi að mæta.

Kæru landar! Öll málefni okkar heima íslendinga eru svo glæsileg og giftusamleg, eigi síðar en ykkar, sem gert hafið landnám í þessu ágæta landi, að lítilmannlegt væri að leggja árar í bát. Legg ég því á brattann með höfuðið hátt og segi: Það er gaman að heita íslendingur í dag, og ég er stoltur af því, að vera sprottinn af þeim meiði. Allt frá barnæsku hefur þetta hugljúfa erindi hljómað fyrir eyrum, ef mér hefur orðið hugsað til átthaganna: Yndislega eyjan mín, ó, hve þú ert morgunfögur, úðaslæðan óðum dvín, eins og spegill hafið skín. Yfir blessuð björgin þín breiðir sólin geislakögur. Yndislega eyjan mín, ó, hve þú ert morgunfögur.

Um nokkra áratugi hefur þessi lofsöngur hliómað í hugum og hjörtum allra Vestmannaeyinga. Hann er ortur af Sigurbirni Sveinssyni, sem um eitt skeið var uppáhaldshöfundur og ævintýraskáld allra íslenskra barna. Bækur hans: Bernskan, Æskan og Geislar, áttu hug okkar allan. Þótt ég langförull legði sérhvert land undir fót, — og þótt ég færi um fegurst lönd og fagnað væri mér sem bróður, — svo ég taki mér orð skáldanna í munn, munu eyjarnar mínar, Vestmannaeyjar, bera af öðrum stöðum að yndisleik og náttúrutöfrum. Í huga mér ljóma þær sem fagurt djásn á brjóstum Fjallkonunnar.

Listamannaþing

Eins og öllum mun í fersku minni, hófst mikið neðansjávargos í útsuður af Vestmannaeyjum fyrir röskum þremur árum. Myndaðist þar brátt ný eyja, og bættist þar með við nýr gimsteinn á hálsfesti Fjallkonunnar. — Enn í dag „belja rauðar blossa móður" á ströndum þessa nýja eylands, og blágrár reykur svífur þar yfir vötnunum, er dregur athygli umheimsins að Íslandi og furðum þess. En það sem mest er um vert: þetta einstæða náttúrufyrirbæri hefur engu tjóni eða óheillaörlögum valdið í lífi þjóðarinnar, eins og svo oft varð raunin á í eldgosum fyrr á tímum. — Má minna á í þessu sambandi Dyngjufjallagosið árið 1875, er eyddi heilum byggðum á Austurlandi, og olli miklum þjóðflutningum hingað vestur á sléttur Manitoba. — Enginn skilji orð mín svo, að ég telji vesturferðirnar neitt óheilla spor fyrir viðkomandi fjölskyldur og einstaklinga. Eins og áður er sagt, langar mig til að njóta með ykkur frábærrar lýsingar á þessari undraeyju, Surtsey. Frásögnin er meitluð í huga náttúruskoðarans, listamannsins og vísindamannsins, Sigurðar Þórarinssonar. — Mætti það heita eins konar uppbót á miður skemmtilegu erindi. Honum farast svo orð í bók sinni Surtsey: „Þegar sú fregn barst íslenskum iarðfræðingum í morgunsárið 14. nóv. 1963, að eldur væri í hafi undan Vestmannaeyjum, létu sumir segja sér það tvisvar og trúðu þó vart. Og er þeir nú ganga um þá eyju, sem þá var í fæðingu, trúa þeir vart, að þetta sé land, sem enn telur aldur sinn í mánuðum. Íslendingur, sem lesið hefur jarðfræði og landmótunarfræði við erlenda háskóla, lærir það síðar af reynslunni í sínu heimalandi, að það jarðfræðilega tímaskyn, sem hann hafði tileinkað sér í sínu háskólanámi, er villandi, þegar meta skal afköst þeirra afla, eyðandi og uppbyggjandi, sem mótað hafa og eru að móta ásjónu Íslands. Hér gerist það á öld, sem víðast annars staðar gerist á árþúsundum. Og þó stendur hann agndofa, er út í Surtsey kemur, því þar gerist það sama á vikum eða jafnvel dögum. Í Surtsey hefur á fáum mánuðum mótast landslag svo fjölbreytilegt og þroskað, að furðu sætir. Hér er ekki aðeins hraundyngja með glóandi hrauntjörn í hvirfilgíg og beljandi rauðar blossa móður í hlíðum, er hækka dyngjuna og breyta útlínum eyjarinnar frá degi til dags. Hér getur einnig að líta breiðar sandstrendur og þverbrött brimklif. Hér eru malarkambar og lón, og mikilúðlegir gjallhamrar, gráhvítir af sjávarsalti og kísil, er smitar út úr gjallinu, svo að þeir minna á krítarhamrana við Ermarsund. Hér eru hvilftir og hvammar og mjúklega ávalir ásar. Hér er oft lamstur veðra og sandfok, svo að eigi sér út úr augum og Ægir greiðir önnur slög ekki mildari. Þú kemur þar að ströndu, sem hraunið bullar út í sjó og hvítir gufumekkir hnyklast á loft. Þrem vikum síðar kemur þú aftur á sama stað og trúir vart eigin augum. Þarna rísa nú þverhníptir hraunhamrar nokkrar mannhæðir og við rætur þeirra eru brimsorfnir hnullungar, sumir næstum hnöttóttir, á brimfleti sorfnum í bergið, en þar fram af sand¬ strönd, sem ganga má þurrum fótum á fjöru. Næst er þú kemur þarna fossa glóandi hraunfossar fram af brimklifinu. Einn daginn sker brim stóra skák úr gjallhamri. Næsta dag breiðist hraun út yfir sandströndina og hlífir hamrinum fyrir frekari ágangi Ægis. Þannig berjast hin eyðandi og uppbyggjandi öfl um þessa ey, sem er og verður sannkallað óskaland landmótunarfræðinga." — (Hér er hlaupið yfir smákafla, en þannig lýkur Sigurður bók sinni): „En auk þess að vera lærdómsríkt hefur þetta gos verið undursamlegt og stórfenglegt sjónarspil í öllum sínum margbreytileik, stundum hreint augnayndi, öðrum stundum ógnvekjandi. Og það er eitthvað ævintýralegt við þessa eyju, sem risin er upp úr Atlantshafinu — og blífur. Það er sem orðin sé að veruleika ein af þeim sælueyjum — insulae fortunatae — sem kortagerðarmenn fyrri alda sýndu í hafinu suður af íslandi, en enginn fékk nokkru sinni augum litið. Þúsund ára reynsla ætti að hafa kennt oss Íslendingum, að eldgos eru ekkert spaug. Vel minnugir þeirrar reynslu vil ég þó sem jarðfræðingur heimfæra upp á Surtsey húsganginn gamla:

Það var bæði gagn og gaman þegar Guð fór að hnoða Drangey saman."


Við lok þessa örstutta spjalls um átthagana, bernsku- og æskuslóðir — Vestmannaeyjar — fer vel á því að kveðja með hugsmíðum skáldmæringsins Einars Benediktssonar, sem standa hjarta mínu nær við þetta tækifæri:

„Innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs síns, sem báran — endurheimt í hafið."

Ágúst Guðmundsson.