„Elliðaey“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(setti inn texta eftir Gísla Lárusson)
Lína 63: Lína 63:


Á '''Norður-Búrum''' er enginn lundastaður, enda er gróður enginn.  Að austan er þverhnípt standberg, og verpir þar nokkuð mikið af svartfugli.  Að vestan er hallandi brekka alla leið niður að Réttarurð.  Er hallinn sennilega um 45 gráður, en þó sæmilega gengur.  Efni bergsins er móberg.
Á '''Norður-Búrum''' er enginn lundastaður, enda er gróður enginn.  Að austan er þverhnípt standberg, og verpir þar nokkuð mikið af svartfugli.  Að vestan er hallandi brekka alla leið niður að Réttarurð.  Er hallinn sennilega um 45 gráður, en þó sæmilega gengur.  Efni bergsins er móberg.
==Úr örnefnaskrá [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussonar]]==
I.''' Ellirey'''  er norðaustur frá Heimaey ca ¾ mílu. Er hún stærst allra úteyja; nál. 200 sauða beit og hefir slægjuland, sem hafst hafa af 150 hestar af heyi. [[lundi|Lundatekja]] í meðalári um 26.000 og nokkur [[svartfugl]]. Í henni verpir urmull af [[sæsvala|sæsvölu]] (drúða).
Ellirey hefir tvö uppsátur fyrir báta, austan og vestan. Er hvilft allstór í eyna að vestan, og í henni urð nefnd '''Vestururð''' , hvar uppsátrið er. En hvilftin nefnd '''Höfn'''. Í mynni hennar er flúð, sem ber allmikið af brim, við lendingarstaðinn nefnd '''Hlein'''. Í urðinni er, að norðanverðu, stórir steinar, sem venjulega er lagt að, til að ferma og afferma og kallaðir eru '''Heysteinar, Efri-'''  og '''Fremri-'''  og '''Hryggsteinn'''  litlu norðar. Upp úr urðinni eru 3 uppgöngur á eyna, er sú syðsta vestan við svonefndan '''Suðurhamar'''. Önnur sunnan við '''Vesturhamar'''; eru þar í milli nefndir '''Ófeigshausar'''. Kolbrunnið berg (rautt) og er neðst í því '''Blábringur'''; hryggur úr blágrýti er nú stendur langt fram úr berginu.
Þriðja uppgangan er norðan við áðurnefndan Vesturhamar; en hér fyrir norðan er '''Pálsnef'''  norðurtakmark hvilftarinnar. Er þar stundum lent við þegar lágt er í sjó og er þar uppganga allerfið. Upp af Pálsnefi eru skútar 2 nefndir '''Heyból'''  (var geymt hey þar og er annar þeirra mikið hruninn). Þar nokkuð norðar er '''Guðlaugsskúti'''  – ofan við brún. En þar niður af í miðju berginu '''Fýlabekkur'''. Þar norður af '''Helgagöngur'''  – er þar uppganga af sjó nokkuð hátt upp í bergið. Norður af Guðlaugsskúta er nokkuð stór steinn, sem ber hæst á brúninni; nefndur '''Hrútur'''. Þar niður af og lítið vestar '''Svelti'''. Hér fyrir austan tekur við '''Hábarð''' , hæsti tindur á eynni. En frá Pálsnefi og að Hábarði er hryggurinn nefndur einu nafni '''Nál'''. Er Hábarð og Nálin grasivaxin að sunnan, en standberg að norðan. Austan í Hábarði er brekka nefnd '''Siggafles'''. En neðan við brún sjávarmegin, '''Siggafleskekkir'''. Hér niður af, við sjó niðri, '''Stampahellir'''. En vestar, niður af hæsta Hábarði er flúð, sem aðeins er upp úr um flóð, nefnd '''Látur'''. Austast í hrygg þeim er Hábarð myndar, að austan, eru nefndir '''Stampar'''  (tindóttur graslaus endi). Sunnan við þá er '''Nautaflá'''. Á að hafa verið farið þar upp með naut til hagagöngu. 
Þar fyrir sunnan er aðaluppganga eyjarinnar austan megin, er það bergflái með hamri fyrir ofan, '''Steðjahamar'''. Er lendingarstaðurinn nefndur '''Steðji'''. Út af Nautaflánni er nefnd '''Austur-Hlein'''. Drangur lágur, en allstór, sem ekki er landfastur. Þá er '''Austur-Urð''' , þar sem smábátar eru settir upp. Þar upp af er '''Austur-Hamar'''. Hér fyrir sunnan er hamar í sjó út, '''Hrafnajaðar'''. En neðst í honum er hellir, '''Teistuhellir'''. Fyrir sunnan Hrafnajaðar er urð með lágum móbergshamar fremst, '''Réttarurð'''  (réttað þar). En á móbergshamrinum er allstór drangur austast, nefndur '''Búr'''  ('''Austur-Búr''' ). En vestar er hæðarhryggurinn nefndur '''Vestur-Búr'''. En norðan megin í þeim '''Búrabrekka'''. Þar vestar er '''Vatnsurðarskarð'''  og '''Vatnsurð'''. En syðsti tangi eyjarinnar er nefndur við brún '''Landsuðursnef'''. Enn fláinn hér við sjó niðri, '''Tangar'''. Þar fyrir vestan hækkar eyjan upp að '''Kerlingarhól''' , sem er flatur hnúkur, grasivaxinn; allt að '''Kerlingu''' , sem er varða á blábrún hamarsins, myndað af 4 björgum er standa hvert ofan á öðru; hlýtur það að vera myndað af náttúrunnar höndum. Grettistök eftir ísöldu? Í hamrinum fyrir austan Kerlingu er '''Kerlingarbæli'''  (fuglabæli). En fyrir vestan Kerlingu er hamar, '''Moldi'''  og í honum '''Moldabæli'''. En niður við sjó '''Smalaurð'''.
Þar fram af í sjó út er sker nefnt '''Smali'''. Þar fyrir vestan eru '''Háubæli'''  (hátt fuglabjarg). Gömul sögn segir að nafnkunnur fuglamaður hafi átt að kveða: „Hörð eru sig í Háubælum, og hættuleg. [[Hellisey|Hellirsey]] þykir mér ógnarleg; Hábrandinn og hræðist ég“. (Eru þetta hæstu og hörðustu sig hér). Neðst í bjarginu er hvilft nefnd '''Hurð'''. Þá sól skín í hana alla er hádegi. En þegar sól skín fyrst í '''Hurðarnef'''  – sem er vestast í Hurðinni – er klukkan 11 f.h. Gömul dagsmörk Eyjamanna.
Norður af Háubælum eru '''Lauphöfuð''' , nyrsti tangi fjallgarðsins er myndar höfnina sunnan megin. Upp af höfninni, á því nær miðri eynni – norður og suður – er hóll, æðistór, með 2 djúpum en grasi grónum eldsgígum, og er hóllinn nefndur '''Bunki'''  en gígirnir '''Bunkalágar'''. Milli Bunka og Háborðs er slægjuland, '''Norðurflatir'''. Þar austur af eru hamrastallar lágir, en undir þeim byrgi, '''Nautarétt'''. Þar austur af er '''Höskuldarhellir''' , smá hellir í grasinu sem mjög örðugt er að finna. Á þar að hafa verið útburður, sem gerði sláttu- og lundamönnum mikið ónæði; einkum undir vond veður. Hét sú Guðrún Höskuldsdóttir, er út bar. Nafnið þar af. Þar austar er smáhellir með vatni í, nefndur '''Vatnshellir'''. Suður af Bunka er annað sléttlendi og slægjuland, '''Suðurflatir'''. Austur af því er bjarghnúkur, nefnt '''Kirkja'''  og þar austur af '''Kirkjulágar'''. Út af Vatnsurð er '''Vatnsurðartangi'''. Þar fram af er smá flúð, '''Vatnsurðarflúð'''. Á henni fórst franskt fiskiskip veturinn 1885 og drukknaði öll áhöfn 24-26 manns.
{{Heimildir|
* [[Gísli Lárusson]]. 1914 '''Örnefni á Vestmannaeyjum'''. [http://www.ornefni.is Örnefnastofnun Íslands]
}}


[[Flokkur:Eyjur]]
[[Flokkur:Eyjur]]
[[Flokkur:Elliðaey]]
[[Flokkur:Elliðaey]]
[[Flokkur:Þjóðsögur]]
[[Flokkur:Þjóðsögur]]