„Blik 1974/Bréf til vinar míns og frænda, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 557: Lína 557:
Guðlaugur Gíslason."<br>
Guðlaugur Gíslason."<br>
Hér kleip hinn sænski konsúll af nemendatölunni. Nemendur voru 44 talsins.
Hér kleip hinn sænski konsúll af nemendatölunni. Nemendur voru 44 talsins.
Þannig var hin mikla breyting á atvinnulífi æskufólks í Eyjum á þessum árum notuð til árása á mig. Það var ég, sem átti að fæla unglingana frá mími. A sama tíma var róið þindarlaust í bænum á móti skólastarfi mínu og með því, að unglinganir sæktu Kvöldskóla iðnaðarmanna. Það var eiginhagsmunaáróður þeirra til þess að ná skólagjöldunum af æskulýðnum,  iðnaðarmannasamtök  
Þannig var hin mikla breyting á atvinnulífi æskufólks í Eyjum á þessum árum notuð til árása á mig. Það var ég, sem átti að fæla unglingana frá mími. A sama tíma var róið þindarlaust í bænum á móti skólastarfi mínu og með því, að unglinganir sæktu Kvöldskóla iðnaðarmanna. Það var eiginhagsmunaáróður þeirra til þess að ná skólagjöldunum af æskulýðnum,  iðnaðarmannasamtök unum til fjárhagslegs hagnaðar. Til þess voru refirnir skornir. Og nú átti að nota þessar staðreyndir til þess að flæma mig frá gagnfræðaskólanum. Eg hló og hét á leynivopnið mitt.
   
„Stefnan mörkuð" (Víðir 5. apríl 1944) „Stefnan mörkuð", kallaði sænski konsúllinn næstu blaðagrein sína. Og stefnan var sú, að byggja ekki gagnfræðaskólahús í Eyjum, svo lengi sem ég væri þar skólastjóri. Og ég var vissulega ekki á þeim buxunum að láta af lífsstarfi mínu. Það eitt var víst. Lífshugsjón mín skyldi sigra, héldi ég lífi og heilsu.<br>
Yfirlýsing þessi mun alveg einsdæmi í allri skólasögu íslenzku þjóðarinnar. Skyldi slíkt geta átt sér stað í Negraríkjum Afríku?<br>
Þessi frásögn mín hér öll sannar átakanlega, hversu ofstækið annars vegar og lítilsvirðing fyrir mannlegum rétti hins vegar gagnsýrði Flokkinn, forustu hans og eiginhagsmunalið. Og svo er ekki lítil heimska með í taflinu. Þannig er þetta um okkur mennina yfirleitt, þegar við höfum látið eigingirnina og valdafíknina ná á okkur takmarkalausu tangarhaldi.<br>
Alltaf óx skilningur Eyjafólks á þessum ríkjandi óskapnaði í bænum og fengu æ fleiri ógeð á skollaleik þessum. Við vissum, að fylgi Flokksins rýrnaði ár frá ári. En forustuliðið var blint fyrir þeirri staðreynd, sem betur fór. Það skaraði eld að köku sinni sleitulaust öll styrjaldarárin og ályktaði alla flokksmenn sína eftir hug og hjarta sjálfs sín. Það var einmitt sú hugsunarvilla, sem sveik flokksforustuna við næstu bæjarstjórnarkosningar. - Við höldum sögunni áfram.<br>
Innan skamms birti svo Flokksblaðið þriðju grein sænska konsúlsins í bænum um skólastarf mitt og sjálfa persónuna. Þar var lengst gengið. Sú grein hét og heitir: „Er Þ. Þ. V. starfinu vaxinn?" - Grein þessi er löng eða sex dálkar í blaðinu. Fátt nýtt kom þar fram, sem ekki hafði áður verið sagt. Þó kemst ég ekki hjá því að geta þess, að blessaður algóði skaparinn minn fékk smávegis íhreytur í greinarlokin. Þar var sagt, að hann hefði kastað höndum að því að móta svip minn og gáfur. Ég hafði sjálfur, sagði konsúllinn, reynt að gera mig „gáfulegri og sviphreinni, heldur en hann annars var af guði gerður." (Ég undirstrika orðin). Þarna fékkstu það! -Ég hló í hjarta mínu.<br>
Lymskan, sem svipurinn átti að gefa til kynna, kom mér ekki á óvart. Hún fólst í dálitlu sérstæðu viðhorfi hjá Flokksforustunni. Hjá henni hét það lymska mín og lævísi að kosta kapps um að halda vinfengi og samstarfi við verkalýðsforustuna í bænum, svo að aldrei skeikaði, enda létu þeir góðu menn mig í friði og voru skólastarfi mínu vinveittir og hlýir. Já, þarna fólst lymska mín og þarna var ég undirförull! - Og svo bar ég orðið heimskunt utan á mér! Sú fullyrðing kom mér á óvart, því að þingmaðurinn hafði einu sinni sent mér tóninn sem oftar í Flokksblaðinu. Þar sagði hann, að ég væri „skynsamur en lýginn". Og nú hafði vitglóran rýrnað svo stórum, að andlitið bar þess vott!
 
'''Nemendur mínir mótmæla'''<br>
 
En nú bar Flokksforustunni vanda að höndum. Nokkrir Flokksmenn knúðu á og kröfðust þess, að nemendur gagnfræðaskólans fengju birt í Flokksblaðinu mótmæli sín gegn óllum persónulegu svívirðingunum, sem sænski konsúllinn hafði hellt yfir mig og svo gegn róginum á skólann. Þau neyddist blaðið til að birta, þar sem svo sterk flokksöfl stóðu að kröfu þessari. Þessi mótmæli voru þannig orðuð og birtust almenningi í blaði Flokksins 20. maí 1944: „Að gefnu tilefni mótmælum við nemendur Gagnfrœðaskólans í Vestmannaeyjum harðlega þeirri tilefnislausu árás og illmælgi, sem beint er að skólastjóranum Þ. Þ. V., sem reynist okkur í hvívetna hinn bezti stjórnari, reglusamur og áhugasamur um öll sín skólastörf."<br>
Mér var tjáð, að undir mótmæli þessi hefðu skrifað eigin hendi um það bil 9.")', af nemendunum.
Jæja, karlinn minn, hvað var nú til ráða? Þetta var ljótt. Og gallharðir Flokksmenn stóðu að þessu! Vonandi hafði það engin áhrif á fylgið, þó að dómgreind og reynsla fólksins væri misboðið! Hvar voru takmörkin?
Var nú annars ekki kominn tími til að fylgja eftir mótmælum nem¬enda minna með því að draga leynivopnið úr slíðrum og beita því?<br>
 
'''Fyrsta orð „hins góða flokksmanns"<br>'''
 
En fyrst skyldi fólkið fá að heyra orð „hins góða Flokksmanns".
Ég hafði öðlazt óbilandi trú á því, að hugsjón mín bæri sigur úr býtum eftir næstu bæjarstjórnarkosningar (1946), ef ég gæti haldið þeim við efnið, róginn og níðið og látið þá þannig smám saman bæta undir sig eða gera meir og meir í bólið sitt. Mótmæli nemendanna fyrir atbeina ýmissa skynsamra Flokksmanna og drengskaparfólks styrkti trú mína á þessari leið að settu marki. - Láta þá særa dómgreind fólksins!<br>
Ég skrifaði grein um skólamálin og birti þar orð ekki ómerkari manns en Agústs H. Bjarnasonar, prófessors, um skóla minn og starf, en hann var þá skólastjóri Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og naut jafnframt mikils trausts í Flokknum.
Prófessorinn hafði um árabil haft marga nemendur mína í skóla hjá sér við framhaldsnám, meðan við höfðum ekki tök á að veita þeim það sjálfir. I bréfi sínu til mín dagsettu 3. maí 1943 stóðu þessi orð: „... Ég hef álit á yðar skóla og þá ekki síður á yður sem skólastjóra, þar sem þér virðist ekki einungis hafa áhuga á að frœða nemendur yðar, heldur og að siða þá og manna, en það tel ég næsta mikils vert." - Svo mörg voru þau orð prófessorsins og skólamannsins Á. H. Bj.<br>
 
Þessi orð birti ég í blaðagrein, sem ég kallaði: „Þegar fjöllin tóku jóðsótt".
Greinin var svar til sænska konsúlsins. Hún var mikið lesin og rædd í bænum.
Ekki var það einleikið með þessa Flokksmenn suma hverja! Alveg var það einstakt, að jafngóður Flokksmaður og hann Ágúst H. Bjarnason, prófessor, skyldi geta skrifað þetta í bréf til sjálfs mannsins, annarrar eins persónu! Hvað gekk að svona Flokksmönnum? - Þá hlaut að skorta flokkslega kennd. Hvernig var hægt að hindra það, að „góðir Flokksmenn" gerðu slík axarsköft sem þessi? Þá skorti flokkslegt uppeldi!<br>
Og svo enti ég grein mína á þessum orðum til þess að tryggja mér framhald á níðgreinum konsúlsins í sama dúr: „Eitt sinn tóku fjöllin jóðsótt. Hvað fæddist þeim? - Agnarlítill músarungi. Nagtennur og eyrun voru ættarmerkin hans. Þetta veit G. G. eða mátti vita, þó að hann til skamms tíma hafi ekki vitað, hver fer með yfirstjórn gagnfræðaskólans eftir margra ára setu í skólanefnd. Svo mikill er áhugi hans og skilningur á uppeldis- og skólamálum."
Með þessum orðum vildi ég sem sé ginna sænska konsúlinn til þess að skrifa meira og endurtaka kröftuglega skammirnar á mig og skólann.
Bölvuð lymskan í mér og lævísin! Eða þá heimskan sú, að ætla sér að tæla heilan konsúl til að skrifa sjálfum sér til óbóta!<br>
Víst var um það, að G. G. skildi sneiðina um músarungann. Þessu þurfti hann sannarlega að svara. Þá var ég ánægður. Markinu var náð. Konsúllinn lét heimskingjann ginna sig, og mér var skemmt.<br>
Nú dró að því, að ég beitti leynivopninu.<br>
Já, ekki stóð á skammargreinunum hjá sænska konsúlnum. Þær dundu yfir, hver af annarri. Ég safnaði þeim öllum og lét binda þær í gott band. Auðvitað svaraði ég aldrei þessum skrifum. Ég lét þau land og leið.<br>
En nú er komið að því að greina þér frá leynivopninu mínu, sem ég kalla svo.
Nú greip ég brátt til þess, því að nú höfðu allar hugsanlegar svívirðingar á mig verið endurteknar. Það hafði konsúllinn gert, eftir að minnzt var á músarungann! Það var nú meiri unginn!<br>
 
'''Leynivopninu beitt'''
 
Árið 1940 efndi fræðslumálastjórn landsins til almenns landsprófs í öllum gagnfræðaskólum í landinu. Prófað var i vissum kennslugreinum eða fimm greinum alls.<br>
Við próf þetta reyndist Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum annar hœsti gagnfræðaskólinn í landinu. Hæstur var hann í kennslugrein séra Jes A. Gíslasonar, íslandssögunni. Og hæstur var hann einnig í reikningi. Þá kennslugrein hafði ég á hendi. Prófað var í fjórum kennslugreinum mínum. Þar var íslenzkan með. Já, þegar allt var samanlagt og uppgjört, reyndumst við aðrir í röðinni. Þarna fólst leynivopnið mitt.<br>
Ég hafði í hendi mér skýrslu fræðslumálastjórnarinnar um þessar staðreyndir, en hafði lágt um niðurstöður þeirra.<br>
Þegar skriffinnur Flokksins, hinn sænski konsúll, hafði nú spunnið lopann nógu lengi og Eyjafólk lesið nægilega miklar skammir um mig og skólastarf mitt. sendi ég fræðslumálastjóra. Jakobi Kristinssyni, skeyti og bað hann að staðfesta próf skólans frá árinu 1940 og votta velgengni hans í þeirri þungu prófraun.<br>
Ég fékk brátt bréf frá fræðslumálastjóra, sem dagsett er 26. maí 1944. Það birti ég hér með.<br>
 
'''Bréf fræðslumálastjóra'''
 
Vegna símskeytis yðar, herra skólastjóri, dagsettu 19. apríl s.l., (1944), þar sem þér óskið umsagnar minnar um það, hvort Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum muni lakari uppeldis- og fræðslustofnun en aðrir gagnfræðaskólar landsins. skal þetta eftirfarandi tekið fram:<br>
Umsögn fræðslumálaskrifstofunnar um það, hvort skóli sá, er þér veitið forstöðu, sé lakari uppeldis og menntastofnun en aðrir gagnfræðaskólar landsins, hlýtur fyrst og fremst að hvíla á því, er samanburður prófeinkunna við burtskráningu nemenda þessara skóla og einkunna við landspróf 1940, leiðir í ljós. Fræðslumálaskrifstofan  hefur  ekki aðrar heimildir við að styðjast í þessu efni. Fyrir því hef ég látið reikna út meðaleinkunn allra aðaleinkunna við burtfararpróf nemenda gagnfræðaskólanna nokkur undanfarin ár. Því miður vantar nokkuð af skýrslum frá sumum þeirra, sem ekki láta prenta skýrslur nema með tveggja eða þriggja ára millibili, svo að fullkomið samræmi athugananna er ekki tryggt, og vil ég af þeim ástæðum ekki senda yður niðurstöðutölurnar. En samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir hendi eru, verður skóli yðar annar í röðinni, en hinir allir fyrir neðan.<br>
Landsprófið 1940 verð ég að telja öllu merkari heimild um kunnáttu nemendanna í námsgreinum þeim, er þá var prófað í. Samkvæmt því prófi fengu nemendur gagnfræðaskólans á Siglufirði og í Vestmannaeyjum meðaleinkunnina 6.17, en hjá öllum hinum skólunum varð útkoman lægri. Annars mun yður hafa verið send allnákvæm greinargerð um þetta próf, nokkru eftir að það var tekið og þess vegna óþarfi að fara frekari orðum um það hér.<br>
Samkvæmt ofangreindum Heimildargögnum verður frammistaða nemenda Gagnfræðaskólans í Vestmananeyjum næst bezta frammistaðan, sem komið hefur í ljós við ofannefnt próf í gagnfræðaskólum landsins. Mun því óhætt að fullyrða, að skóli sá, er þér veitið forstöðu, sé ekki lakari fræðslustofnun en hinir gagnfræðaskólarnir yfirleitt, heldur þvert á móti í flokki þeirra, sem bezt
 
Hvað gat konsúllinn nú sagt? - Jú, hann varð ekki orðlaus.<br>
Hann svaraði bréfinu á þá lund, að það sannaði bezt, hversu gáfaðir unglingarnir í Eyjum væru, og ættu þeir því sannarlega skilið að fá betri kennara en ég væri og skólamaður í heild! Sem sé: algjör uppgjöf. - Ég hló og fann þó til með fólkinu, sem boðið var allir hlutir eins og það væri dómgreindarlaus og heimskur skríll.<br>
En hér er ekki öll sagan sögð.<br>
Vissir iðnmeistarar íbænum,dyggir Flokksmenn, höfðu á undanförnum árum beitt miklum áróðri fyrir því, að unglingar í kaupstaðnum sæktu Kvöldskóla iðnaðarmanna til þess að létta á Iðnaðarmannafélaginu fjárhagslegum þunga af rekstri hans. Ég hef fyrr hér í bréfinu birt þér dálitla kafla úr áróðursgreinum þessum. Þessi áróður hafði töluverð áhrif um 20 ára skeið og dró úr nemendafjölda gagnfræðaskólans. Síðan notaði Flokksforustan sér þetta áróðurs- og eiginhagsmunastarf iðnmeistaranna og sakaði mig um það, að unglingar þessir sæktu ekki nám í gagnfræðaskólann. Við fengum hins vegar gáfaðri hluta æskulýðsins til okkar. Það hafði mikil áhrif á landsprófseinkunnirnar 1940.<br>
Þarna urðu þessi bellibrögð og þessi eiginhagsmunastreita iðnmeistaranna okkur kennurunum og gagnfræðaskólanum til frægðar og álitsauka og um leið vopn gegn rógi og persónuníði.<br>
 
'''Ég beiti lævísi og undirferlum'''
 
Nú var mér vandi á höndum. Einhvernveginn varð ég að koma bréfi fræðslumálastjóra fyrir augu almennings í bænum. Annars var það vopn mér lítils virði. Hver voru svo ráðin til þess?<br>
Flokkurinn rak einu prentsmiðjuna í bænum og þar fengust engin blöð prentuð nema Flokksblaðið. svo að andstæðingar Flokksins urðu að kaupa prentun á blöðum sínum í Reykjavík. Útgáfa hvers tölublaðs tók þess vegna stundum langan tíma. ekki sízt sökum hinna tregu samgangna milli Eyja og Reykjavíkur.
Ég ásetti mér að beita nú lævísi og undirferlum, sem sænski konsúll inn hafði fullyrt, að svipur minn gæfi til kynna og ég þannig „af guði gerður".
Ég þekkti vel prentarann í prent smiðju Flokksins. Hann handsetti j> Flokksblaðið og vann við það alla daga. Ég fann hann að máli og tjáð honum vandræði mín. Hann fékk þegar brennandi áhuga á efni bréfsins, enda var honum málið skylt, að honum fannst, en ég segi þér ekki, hvernig það var vaxið. Það er algjört leyndarmál. En við bréfinu tók hann. Hann kvaðst þekkja vel allt sitt heimafólk og skyldi haga starfinu við brot blaðsins þannig, að þeir færu ekki með nefið ofan í allt efni þess svo auðveldlega.<br>