„Blik 1974/Bréf til vinar míns og frænda, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 543: Lína 543:


== Ekkert lát á skömmunum ==
== Ekkert lát á skömmunum ==
Árið 1944 hafði kosningaskjálfti valdhafanna í bænum þegar gripið um sig. Þá tók skriffinnur Flokksins að skrifa, svo að mark var að. Fullreynt var þá um skólanefndarfundina. Persónuníðið bar þar engan á-angur.
Hérna færðu, frændi minn góður, dálítinn smekk af skrifunum um mig persónulega og skólahugsjón mína.<br>
í Flokksblaðinu 5. apríl 1944 greinir skriffinnurinn frá því, að meiri hluti fjárhagsnefndar bæjarins hafi samþykkt að leggja fram úr bæjarsjóði kr. 100.000 til byggingar gagnfræðaskólans, „ef bæjarstjórn getur fallizt á, að kennslufyrirkomulagið, námsgreinar og námstími verði hinn sami við gagnfræðaskólann hér og við gagnfræðadeild Menntaskólans í Reykjavík. Jafnframt verði breytt um yfirstjórn skólans og kennslukraftar auknir og færðir í það horf, sem fræðslumálastjórnin telur nauðsynlegt til þess að nemendur, sem útskrifast úr skólanum, njóti sömu réttinda til framhaldsnáms í öðrum skólum og nemendur með gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og á Akureyri. Þar sem talað er um „yfirstjórn" skólans í framangreindri bókun, lýsti ég yfir á fundi bæjarstjórnar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlunina, að nefndin ætti við skólastjóra. - G. G."<br>
Það munaði heldur ekkert um það! Bæjarstjórn Vestmannaeyja átti að hafa það í sinni hendi að breyta landslögum um gagnfræðaskóla og setja Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum ný lög og nýja reglugerð. Ég hef skráð í dagbók mína, að Ástþór Matthíasson, forseti bæjarstjórnar, standi að þessari tillögu með Guðlaugi Gíslasyni, hinum sænska konsúl. Það undruðumst við, því að Ástþór var lögfræðingur og átti að vita þetta. Hann var heldur enginn fáviti eða ofstækismaður, þó að hann væri fyrst og fremst „ég sjálfur". En bíðum nú við. Svolítið markvert gerðist. Um einn fulltrúa Flokksins í bæjarstjórn mátti með nokkru sanni segja, að hann væri þynnkan sjálf, þegar svo bæri undir. En nú var það hann, sem uppgötvaði þá staðreynd, að alþingi þyrfti að koma hér til sögunnar. Hinir ráku upp stór augu og spurðu lögfræðinginn, Ástþór Matthíasson. Jú, þá rann upp ljós fyrir honum. - Mikil skelfing var að vita, hversu völd þeirra náðu skammt!<br>
I þessari fyrrnefndu blaðagrein sinni, klykkti skriffinnur Flokksins, hinn sænski konsúll, út með þessari klausu:
„Þ. Þ. V. var upprunalega ráðinn að skólanum gegn vilja meiri hluta þáverandi skólanefndar og alls almennings. Hefur hann nú haft meira en áratug að vinna skólann upp, en þetta hefur mistekizt gjörsamlega. þrátt fyrir óaðfinnanlega aðbúð þess opinbera. Það er því til ein frambærileg orsök fyrir þessu ófremdarástandi, en það er, að skólastjórinn er ekki. þrátt fyrir ýmsa kosti, til þess hæfur að gegna því starfi, sem hann hefur við skólann. Til þess vantar hann tiltrú almennings og þeirrar uppvaxandi kynslóðar, sem eðlilegt var, að skólann sækti. Á þetta hef ég bent í fleiri en eitt skipti á fundum skólanefndar að honum viðstöddum og jafnframt farið fram á, að hann segði upp starfi sínu. Því miður hefur hann ekki getað fallizt á þetta . . .
Ný skólabygging er spor í rétta átt, en engin fullnægjandi lausn þessa máls, ef aðrar breytingar verða ekki á rekstri skólans. Það er því á valdi núverandi skólastjóra, hvort hann ætlar að verða þröskuldur í vegi þess, að viðunandi lausn fáist á þessum málum og þar með halda áfram að vera sá „kyrrstöðuhugur, sem í skugganum skalf, þá skin fór um lönd eða höf", eins og hann svo skáldlega kemst að orði í síðasta tölublaði Framsóknarblaðsins.<br>
Guðlaugur Gíslason."<br>
Og nú var haldið áfram að skrifa hvíldarlaust, því að kosningaskjálfti var kominn í mannskapinn. Nú skyldi gagnfræðaskólinn og ég verða aðalbitbeinið. Og þeir höfðu auðsjáanlega gleymt sögunni og sjálfskaparvíti samvinnuskólapiltsins, sem skrifaði sjálfan sig dauðan. Skyldu sömu örlög bíða G. G.? Mér sagði svo hugur um. Öflin hvísluðu því að mér.
í blaði Flokksins 18. apríl (1944) flaut þessi klausa með hjá sænska konsúlnum: „. . . Það er staðreynd, sem ekki verður framhjá gengið, að Þ. Þ. V. var fyrir 10 árum (reyndar voru þau þrettán I troðið inn í stöðu sína sem skólastjóri af ráðuneytinu gegn meiri hluta þáverandi skólanefndar og megin þorra alls almennings. Hefði hann verið starfinu vaxinn, hafði honum verið innan handar að vinna skólann það upp, að almenningur hefði ekkert haft út á hann að setja sem skólastjóra. (Þ. e.: Ef ég hefði þegið baunadiskinn -Þ. Þ. V.). En hann vantar skapgerð og siðgæðisþroska, sem hlýtur að útheimtast til þess að geta orðið fyrirmynd hinnar uppvaxandi kynslóðar. (Eg bið þig að 4esa þessi orð með athygli: vantar skapgerð og siðgæðisþroska! I. Og skriffinnurinn heldur áfram: „En þetta hefur gjörsamlega mislukkast. Rökin hans er að finna í hans eigin skýrslu um skólann til fræðslumálastjórnarinnar, þar sem hann eftir 10 ára starfsemi neyðist til að gefa upp aðeins 36 nemendur í skólanum, sem mun vera sú langminnsta aðsókn, sem er að nokkrum gagnfræðaskóla í landinu.
Þ. Þ. V. getur alveg gert það upp við sjálfan sig, að hvorki honum né öðrum muni líðast það til langframa að standa í veginum fyrir því, að eðlilegt og heilbrigt menntalíf þrífist hér í byggðarlaginu.<br>
Guðlaugur Gíslason."<br>
Hér kleip hinn sænski konsúll af nemendatölunni. Nemendur voru 44 talsins.
Þannig var hin mikla breyting á atvinnulífi æskufólks í Eyjum á þessum árum notuð til árása á mig. Það var ég, sem átti að fæla unglingana frá mími. A sama tíma var róið þindarlaust í bænum á móti skólastarfi mínu og með því, að unglinganir sæktu Kvöldskóla iðnaðarmanna. Það var eiginhagsmunaáróður þeirra til þess að ná skólagjöldunum af æskulýðnum,  iðnaðarmannasamtök




{{Blik}}
{{Blik}}