„Blik 1974/Bréf til vinar míns og frænda, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 271: Lína 271:
Í fjarveru árásarmannsins á sóknarprestinn tók nú samvinnuskólapilturinn að sér það hlutverk að svara fyrir huldumanninn, sem kallaði sig Örn.
Í fjarveru árásarmannsins á sóknarprestinn tók nú samvinnuskólapilturinn að sér það hlutverk að svara fyrir huldumanninn, sem kallaði sig Örn.
Veittu því athygli, vinur minn, að piltur þessi fullyrðir, að nemendur Gagnfræðaskólans eigi að geta numið eða tileinkað sér þá þekkingu á tveim vetrum, sem ég hafði baslað við að nema á 6-8 árum, ef bókleg kennsla í Gagnfræðaskólanum væri með eðlilegum hætti. Taktu vel eftir þessu, því að síðar í fjármálastússi þessa sama manns í kaupfélagsstjórastöðu fór allt hans brak og braml á einn og sama veg, sökum skorts á ályktunargáfu. Allt fór það á hausinn og hann með. Þroskuð ályktunargáfa er hverjum manni mikil nauðsyn, eigi hann að annast fjármál.
Veittu því athygli, vinur minn, að piltur þessi fullyrðir, að nemendur Gagnfræðaskólans eigi að geta numið eða tileinkað sér þá þekkingu á tveim vetrum, sem ég hafði baslað við að nema á 6-8 árum, ef bókleg kennsla í Gagnfræðaskólanum væri með eðlilegum hætti. Taktu vel eftir þessu, því að síðar í fjármálastússi þessa sama manns í kaupfélagsstjórastöðu fór allt hans brak og braml á einn og sama veg, sökum skorts á ályktunargáfu. Allt fór það á hausinn og hann með. Þroskuð ályktunargáfa er hverjum manni mikil nauðsyn, eigi hann að annast fjármál.
Hér birti ég þér svo nokkuð af hreytum piltsins í sóknarprestinn. Þær sanna að töluverðu leyti menningarástandið í bænum þeim, þar sem mammon réði öllum ríkjum. sýna og sanna, hve ömurlegt það var, sem fólkinu var boðið að lesa um mann eins og séra Sigurjón Árnason. sóknarprest. Enda liðu ekki mörg ár, þar til Eyjabúar reyndust vaxnir upp úr þessu foræði öllu.
Hér birti ég þér svo nokkuð af hreytum piltsins í sóknarprestinn. Þær sanna að töluverðu leyti menningarástandið í bænum þeim, þar sem mammon réði öllum ríkjum. sýna og sanna, hve ömurlegt það var, sem fólkinu var boðið að lesa um mann eins og séra [[Sigurjón Árnason]]. sóknarprest. Enda liðu ekki mörg ár, þar til Eyjabúar reyndust vaxnir upp úr þessu foræði öllu.
Svo færðu hér grein Samvinnuskólapiltsins, Sigurðar S. Schevings:
Svo færðu hér grein Samvinnuskólapiltsins, Sigurðar S. Schevings:
„Presturinn hefur nú fært fram ástæðurnar fyrir því, hvers vegna hann mælti með Þorsteini Þ. Víglundssyni. En þar sem hann hefur orðið svo óheppinn að byrja grein sína á því að segja það, að aðeins kennarahæfileikar og menntun eigi að ráða við val skólastjórans, þá þykir blaðinu rétt lesendanna vegna að sýna fram á það með rökum, að presturinn hefur. með því að mæla með Þorsteini alls ekki farið eftir því. Og skulu hér nefnd dæmi:
„Presturinn hefur nú fært fram ástæðurnar fyrir því, hvers vegna hann mælti með Þorsteini Þ. Víglundssyni. En þar sem hann hefur orðið svo óheppinn að byrja grein sína á því að segja það, að aðeins kennarahæfileikar og menntun eigi að ráða við val skólastjórans, þá þykir blaðinu rétt lesendanna vegna að sýna fram á það með rökum, að presturinn hefur. með því að mæla með Þorsteini alls ekki farið eftir því. Og skulu hér nefnd dæmi:
Lína 305: Lína 305:
'''Honum bauð í grun'''
'''Honum bauð í grun'''


Þegar „gamli maðurinn á Tanganum", Gunnar Ólafsson, kaupmaður og konsúll, tók að hugleiða tilveruna og umhverfið sumarið 1933, árið fyrir fyrsta tapið, komst hann að þeirri niðurstöðu, að mikil hætta væri í aðsigi um völd þeirra Tangamanna í bænum, ef ekkert yrði að gert. Hann var skynugur, gamli maðurinn, og skildi, að með kynslóðaskiptum gat jafnvægið raskast í bænum þeim í óhag. Svo voru „vondir menn" starfandi við skóla bæjarins, að minnsta kosti einn við gagnfræðaskólann.
Þegar „gamli maðurinn á Tanganum", [[Gunnar Ólafsson]], kaupmaður og konsúll, tók að hugleiða tilveruna og umhverfið sumarið 1933, árið fyrir fyrsta tapið, komst hann að þeirri niðurstöðu, að mikil hætta væri í aðsigi um völd þeirra Tangamanna í bænum, ef ekkert yrði að gert. Hann var skynugur, gamli maðurinn, og skildi, að með kynslóðaskiptum gat jafnvægið raskast í bænum þeim í óhag. Svo voru „vondir menn" starfandi við skóla bæjarins, að minnsta kosti einn við gagnfræðaskólann.
Já, víst var um það, að þar starfaði vondur maður „með svartan blett á tungunni". - Já, hörmulegt var þetta allt saman og mikil þörf á að taka nú til að skrifa og reyna að hamla gegn þróuninni - benda fólki á „svörtu blettina" á tungu þessara manna og margskonar mannlýti, sem nú virtust til skýja hafin á þessum tímum hinna andsnúnu stöðuveitinga í þjóðfélaginu.
Já, víst var um það, að þar starfaði vondur maður „með svartan blett á tungunni". - Já, hörmulegt var þetta allt saman og mikil þörf á að taka nú til að skrifa og reyna að hamla gegn þróuninni - benda fólki á „svörtu blettina" á tungu þessara manna og margskonar mannlýti, sem nú virtust til skýja hafin á þessum tímum hinna andsnúnu stöðuveitinga í þjóðfélaginu.
Og kaupmaður þessi og konsúll lét sannarlega ekki sitja við hugsunina eina. Hann var atorkumaður að hverju sem hann gekk. Nú tók hann að skrifa í flokksblaðið skammargreinar, svo að um munaði. I einni þeirra stóð þessi klausa: „Þegar mér verður hugsað til þeirra manna, sem með ósannindum og hatursfullri framkomu í ræðu og riti hafa safnað svo mörgum svörtum blettum á tungu sér, að tungan hlýtur að vera orðin alsvört, þá get ég helzt ekki varizt því, að mér dettur sérstaklega einn maður í hug, sem hefur skólastjórastörf með höndum . . ."
Og kaupmaður þessi og konsúll lét sannarlega ekki sitja við hugsunina eina. Hann var atorkumaður að hverju sem hann gekk. Nú tók hann að skrifa í flokksblaðið skammargreinar, svo að um munaði. I einni þeirra stóð þessi klausa: „Þegar mér verður hugsað til þeirra manna, sem með ósannindum og hatursfullri framkomu í ræðu og riti hafa safnað svo mörgum svörtum blettum á tungu sér, að tungan hlýtur að vera orðin alsvört, þá get ég helzt ekki varizt því, að mér dettur sérstaklega einn maður í hug, sem hefur skólastjórastörf með höndum . . ."