„Blik 1974/Bréf til vinar míns og frænda, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 302: Lína 302:
Nú skaltu bráðum fá nasasjón af skrifum samvinnuskólapiltsins í minn garð og skólans, áður en Flokkurinn tapaði sjötta sætinu í bæjarstjórninni
Nú skaltu bráðum fá nasasjón af skrifum samvinnuskólapiltsins í minn garð og skólans, áður en Flokkurinn tapaði sjötta sætinu í bæjarstjórninni


'''Honum bauð í grun'''
Þegar „gamli maðurinn á Tanganum", Gunnar Ólafsson, kaupmaður og konsúll, tók að hugleiða tilveruna og umhverfið sumarið 1933, árið fyrir fyrsta tapið, komst hann að þeirri niðurstöðu, að mikil hætta væri í aðsigi um völd þeirra Tangamanna í bænum, ef ekkert yrði að gert. Hann var skynugur, gamli maðurinn, og skildi, að með kynslóðaskiptum gat jafnvægið raskast í bænum þeim í óhag. Svo voru „vondir menn" starfandi við skóla bæjarins, að minnsta kosti einn við gagnfræðaskólann.
Já, víst var um það, að þar starfaði vondur maður „með svartan blett á tungunni". - Já, hörmulegt var þetta allt saman og mikil þörf á að taka nú til að skrifa og reyna að hamla gegn þróuninni - benda fólki á „svörtu blettina" á tungu þessara manna og margskonar mannlýti, sem nú virtust til skýja hafin á þessum tímum hinna andsnúnu stöðuveitinga í þjóðfélaginu.
Og kaupmaður þessi og konsúll lét sannarlega ekki sitja við hugsunina eina. Hann var atorkumaður að hverju sem hann gekk. Nú tók hann að skrifa í flokksblaðið skammargreinar, svo að um munaði. I einni þeirra stóð þessi klausa: „Þegar mér verður hugsað til þeirra manna, sem með ósannindum og hatursfullri framkomu í ræðu og riti hafa safnað svo mörgum svörtum blettum á tungu sér, að tungan hlýtur að vera orðin alsvört, þá get ég helzt ekki varizt því, að mér dettur sérstaklega einn maður í hug, sem hefur skólastjórastörf með höndum . . ."
Þarna fékk ég það óþvegið og meira í þessari grein, sem ég þreyti þig ekki á að hafa hér eftir. — Veslingurinn ég, sem hélt mig aldrei hafa sagt ósatt orð vísvitandi. Hitt gat ég fallizt á að taka við töluverðu af pólitískum skömmum, því að ég hafði skrifað um þörf þá að byggja gagnfræðaskólahús í bænum o. fl. í þeim dúr, en þær framkvæmdir vildu bæjarvöldin ekki sökum þess, að þá hlutu útsvörin að hækka að mun, og ekki gátu hinir kúguðu greitt nokkur útsvör að ráði.
Það hlaut að vera hlutskipti þeirra ríku, og það var bölvað hlutskipti, sem ekki mátti eiga sér stað!