„Blik 1974/Bréf til vinar míns og frænda, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 299: Lína 299:
Þess vegna reið á því að halda áfram að skrifa. Það gerði samvinnuskólapilturinn og dró hvergi af sér, enda hvattur til þess óspart. Skammirnar dundu á okkur hinum vikulega.
Þess vegna reið á því að halda áfram að skrifa. Það gerði samvinnuskólapilturinn og dró hvergi af sér, enda hvattur til þess óspart. Skammirnar dundu á okkur hinum vikulega.
Eg má til með að skrifa hér upp nokkrar glefsur úr greinum hans, sem leiddu til þess, að hann gekk sér gjörsamlega til húðar í þessu starfi sökum skorts á dómgreind og eigin vitund um takmörk sín. Hinir hógværari og skynsamari menn í Flokknum mótmæltu og hótuðu. Aðrir tóku sínar ákvarðanir þegjandi og hljóðalaust. Við fundum hin hallkvæmu áhrif af skrifum þessum. Fylgi Flokksins fór minnkandi. Fólkið þroskaðist og óx frá ósköpum þessum.
Eg má til með að skrifa hér upp nokkrar glefsur úr greinum hans, sem leiddu til þess, að hann gekk sér gjörsamlega til húðar í þessu starfi sökum skorts á dómgreind og eigin vitund um takmörk sín. Hinir hógværari og skynsamari menn í Flokknum mótmæltu og hótuðu. Aðrir tóku sínar ákvarðanir þegjandi og hljóðalaust. Við fundum hin hallkvæmu áhrif af skrifum þessum. Fylgi Flokksins fór minnkandi. Fólkið þroskaðist og óx frá ósköpum þessum.
Við bæjarstjórnarkosningarnar árið 1934 tapaði Flokkurinn sjötta fulltrúanum í bæjarstjórn kaupstaðarins. Þá þegar hafði mikið áunnizt, fannst okkur. Stórt skarð var brotið í valdavegg eiginhagsmunaklíkunnar í bænum, konsúlanna og kaupmannanna með nánustu fylgifiskum. Enn var það verk óunnið að fella fimmta fulltrúann þeirra frá setu í bæjarstjórn, svo að Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum gæti eignazt veglega byggingu fyrir starfsemi sína. Gegn þeirri hugsjón minni stóð öll þessi eiginhagsmunaklíka sem samfelldur múrveggur. Það skyldi aldrei gerast í minni skólatíð þar, sögðu þeir. - Við sjáum hvað setur.
Nú skaltu bráðum fá nasasjón af skrifum samvinnuskólapiltsins í minn garð og skólans, áður en Flokkurinn tapaði sjötta sætinu í bæjarstjórninni