„Varmidalur“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(Setti inn texta)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Varmidalur.jpg|thumb|left|400px|Varmidalur við Skólaveg]]Húsið '''Varmidalur''' stendur við [[Skólavegur|Skólaveg]] 24. Það var reist árið 1924.
[[Mynd:Varmidalur.jpg|thumb|left|400px|Varmidalur við Skólaveg]]Húsið '''Varmidalur''' stendur við [[Skólavegur|Skólaveg]] 24. Það var reist árið 1924.
[[Björn Sigurðsson]] (Bjössi í Heiðarhól), þurrabúðarmaður [[Hvoll|Hvoli]] Vestmannaeyjum og kona hans [[Jóna Ásbjörnsdóttir]] fengu lán þann 6. júlí 1923 að upphæð kr. 4000, hjá Ólafi Eiríkssyni kennara frá Eyvindarhólum í Austur-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu, til að bygga húsið Varmadal í Vestmannaeyjum, mð veði í 2/3 af fyrirhuguðu húsi. 1/3 hluta hússins byggðu [[Þórður Sigurðsson]] og [[Sæfinna Jónsdóttir]], tengdamóðir Björns. Stærð hússins var 65 ferm. að grunnfleti.
Í veðskuldabréfi, útgefnu 6. júlí 1923, stendur eftirfarandi:
''Jeg Björn Sigurðsson þurrabúðarmaður á Hvoli í Vestmannaeyjum viðurkenni hjer með að jeg skulda herra Ólafi kennara Eiríkssyni frá Eyvindarhólum í Austur-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu kr. 4000,- fjögur þúsund krónur er jeg skuldbind mig til að greiða þannig: 500,- krónur á ári hverju þar til skuldinni er að fullu lokið. Gjalddagi er ákveðinn 1. október ár hvert. Fyrstaafborgun skal því greiðast 1. október 1924. Í vexti af láni þessu eins og það er á hverjum gjalddaga, greiði jeg 6 sex af hundraði á ári og greiðist á sama tíma og afborganirnar..''
Í lóðaleigusamningi stendur m.a: ''Umboðsmaðurinn yfir Vestmannaeyjum gjörir kunnugt þann 13. júní 1923 að hann leigi Birni Sigurðssyni og Þórði Sigurðssyni lóð þá er fylgja ber húseigninni Varmidalur í Vestmannaeyjum frá fardögum 1924. Lóðin er 480 fermetrar og er leigð til 50 ára.''
Björn Sigurðsson seldi [[Sveinn Þórðarson|Sveini Þórðarsyni]] Vestmannaeyjum sinn hluta af húsinu (2/3) þann 3. október 1929. Verð var 10.000 kr.
[[Helga Sveinsdóttir|Helga]], [[Valdimar Sveinsson|Valdimar]], [[Elías Sveinsson|Elías]] og [[Þórður Valdimarsson|Þórður]] Sveinsbörn, erfðu hlut föður síns þann 3. október 1938. Matsverð var 10.300 kr. Sama dag greiddu bræðurnir Helgu út sinn arfshlut í Varmadal, kr. 1164,82. Árið 1940 seldi Þórður Sigurðsson sinn hluta (1/3) þeim [[Stefán Nikulásson|Stefáni Nikulássyni]] og [[Guðbjörg Sveinsdóttir|Guðbjörgu Sveinsdóttur]] á kr. 5000 sem greitt var með veðskuldabréfi. Stefán seldi svo bræðrunum Valdimar og Elíasi hlut sinn árið 1944 á kr. 17.000. Árið 1946 seldi Þórður þeim Valdimar og Elíasi sinn hlut á kr. 3.500. Valdimar lést árið 1947 og [[Margrét Pétursdóttir]], ekkja hans, seldi Elíasi dánarbú Valdimars í Varmadal þann 22. maí 1958; verð kr. 114.500. Frá og með þeim degi var Elías einn eigandi Varmadals.


[[Flokkur:Hús]]
[[Flokkur:Hús]]