„Gróður“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 20: Lína 20:


Fléttan [[bjargstrý]] (l. ''Ramalina siliquosa'') hefur fundist í Vestmannaeyjum. Í [[Herjólfsdalur|Herjólfsdal]] vaxa nokkrar sjaldgæfar plöntur, þ.á m. eru [[knjápuntur]] (l. ''Danthonia decumbens'') og [[giljaflækja]] (l. ''Vicia sepium''). [[Hnúfmosi]] (l. ''Molendoa warburgii'') hefur fundist í [[Há|Hánni]] á [[Heimaey]] og aðrir sjaldgæfir mosar eins og [[götusnúður]] (l. ''Tortula modica'') og [[garðasnúður]] (l. ''Tortula truncata''). Háin er eini fundarstaður þessa þriggja mosategunda.
Fléttan [[bjargstrý]] (l. ''Ramalina siliquosa'') hefur fundist í Vestmannaeyjum. Í [[Herjólfsdalur|Herjólfsdal]] vaxa nokkrar sjaldgæfar plöntur, þ.á m. eru [[knjápuntur]] (l. ''Danthonia decumbens'') og [[giljaflækja]] (l. ''Vicia sepium''). [[Hnúfmosi]] (l. ''Molendoa warburgii'') hefur fundist í [[Há|Hánni]] á [[Heimaey]] og aðrir sjaldgæfir mosar eins og [[götusnúður]] (l. ''Tortula modica'') og [[garðasnúður]] (l. ''Tortula truncata''). Háin er eini fundarstaður þessa þriggja mosategunda.
Í bókinni ''[[Saga Vestmannaeyja|Sögu Vestmannaeyja]]'' lýsir [[Sigfús M. Johnsen]] plönturíki Eyjanna á þessa leið:
,,Í blómaríki eyjanna getur mest suðrænustu jurta landsins. Stúfan litar brekkurnar bláar, þegar komið er fram í ágúst, og fuglaertur lita móana á suðurhluta Heimaeyjar gula. Selgresið vex í brekkum mót suðri. Allt eru þetta sjaldgæfar jurtir hér á landi, en mjög algengar á Norðurlöndum. Þá má telja lungnajurt eða blásóley, sem ásamt strandbúa þekur fjörusandana. Blákolla, umfeðmingsgras, lifrarblóm, blágresi og mjaðarjurt á [[Dalfjall]]i, og margt fleira mætti telja. Ekki má þó gleyma hvönninni, sem fyllir allar hillur, gil og tær í fjöllunum, né burnirótinni, sem vex utan í standbjörgunum, né heldur baldursbránni, sem litar sumar úteyjarnar alhvítar á hásumri."


[[Flokkur:Gróður]]
[[Flokkur:Gróður]]