„Blik 1967/Gott er með góðu fólki“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 62: Lína 62:
Jón Brandsson hefur sjálfsagt ekki getað unað því að þurfa að sitja oft dögum og vikum saman í landi án þess að komast út á miðin, sem voru aðeins fáa faðma frá landi eða svo gott sem, en verða vegna hafnleysis að sjá Eyjabátana hlaða beint fyrir framan augun á sér dag eftir dag og geta ekki aðhafzt, enda blæddi þetta fleirum í augum. Urðu því nokkrir til þess, sem áttu heimangengt, að fara með skip sitt og áhöfn til Eyja og róa þaðan vetrarvertíðina, og hélt Jón skipi sínu Bæringi til Vestmannaeyja og gerði út þaðan margar vertíðir.<br>
Jón Brandsson hefur sjálfsagt ekki getað unað því að þurfa að sitja oft dögum og vikum saman í landi án þess að komast út á miðin, sem voru aðeins fáa faðma frá landi eða svo gott sem, en verða vegna hafnleysis að sjá Eyjabátana hlaða beint fyrir framan augun á sér dag eftir dag og geta ekki aðhafzt, enda blæddi þetta fleirum í augum. Urðu því nokkrir til þess, sem áttu heimangengt, að fara með skip sitt og áhöfn til Eyja og róa þaðan vetrarvertíðina, og hélt Jón skipi sínu Bæringi til Vestmannaeyja og gerði út þaðan margar vertíðir.<br>
Þegar húsbóndinn fór þannig að heiman langdvölum, tók hann jafnan með sér allt karlmannalið, og skyldu konur og börn annast heimilisstörfin og gegningar. Urðu þá eiginkonurnar að gegna báðum hlutverkunum, húsfreyjunnar og bóndans. Guðrún Bergsdóttir var mikilhæf kona og skörungur til allra búverka og enginn eftirbátur manns síns að dugnaði og kjarki. Lét hún sig ekki muna um að bæta þessu á sig, enda gegndi hún með sóma þessum húsmóðurskyldum um margra ára skeið og síðustu árin sem búandi ekkja.
Þegar húsbóndinn fór þannig að heiman langdvölum, tók hann jafnan með sér allt karlmannalið, og skyldu konur og börn annast heimilisstörfin og gegningar. Urðu þá eiginkonurnar að gegna báðum hlutverkunum, húsfreyjunnar og bóndans. Guðrún Bergsdóttir var mikilhæf kona og skörungur til allra búverka og enginn eftirbátur manns síns að dugnaði og kjarki. Lét hún sig ekki muna um að bæta þessu á sig, enda gegndi hún með sóma þessum húsmóðurskyldum um margra ára skeið og síðustu árin sem búandi ekkja.
:'''7.'''<br>
[[Jón Guðmundsson]] á Kirkjulandi og [[Ingibjörg Jónsdóttir]] í Hallgeirsey lögðu hugi saman og giftust haustið 1892 - og fluttu út til Vestmannaeyja.<br>
Þá um vorið hafði orðið sú breyting á, að Guðrún systir Jóns hafði trúlofast ágætum manni, Jóni Þorsteinssyni frá Rimakoti. Ætluðu þau að hefja búskap á Kirkjulandi vorið eftir. Mun þetta hafa orðið til þess, að Jón og Ingibjörg réðu af að flytja úr sveitinni og setjast að í Eyjum. Réðist Jón þá til Kristjáns í [[Klöpp]] og réri með honum á Farsæli, einu Vestmannaeyjaskipanna, en Ingibjörg varð vertíðarkona hjá föður sínum. Hann var þá orðinn svo mikill athafnamaður, að hann hafði keypt eða byggt tómthúsið [[Hólshús]], sem þá hét víst [[París]]. Bjó hann bar ásamt skipverjum sínum, og varð þetta fyrsta heimili ungu hjónanna, Jóns og Ingibjargar, og var það meining þeirra að setjast þarna að fyrir fullt og allt.
En margt fer öðruvísi en ætlað er.
Svo bar við laugardaginn fyrir páska, veturinn 1893, að Jón Brandsson kom undan Sandi um miðjan dag og sem oftar með hlaðið skip. Sjóveður var eins gott og það gat verið bezt. Er þeir höfðu komið aflanum í land, réru þeir hið bráðasta aftur til sömu miða. En þetta varð hans síðasta ferð - hann drukknaði í útróðrinum þennan dag á leið heim.<br>
Þeir höfðu lent í örum fiski og hlóðu skipið á skammri stundu og héldu svo heim. Var þá komin lítilsháttar kæla og voru þeir undir seglum, en útnorður af Faxaskeri og í námunda við það fyllti bátinn og fórust þar allir.
Þetta sama vor og fáum dögum eftir þennan atburð fórst annað skip úr Landeyjum. Formaður á því var Sigurður Þorbjörnsson frá Kirkjulandshjáleigu.
Þá tíðkaðist talsvert í Landeyjum og undir Eyjafjöllum, að formenn fóru með skip sín til Eyja á útlíðandi vertíð, um eða upp úr sumarmálum til þess að færa björg í bú, sem víðast var kærkomin, enda lítið orðið til af ætu nema mjólkurdreitillinn, ef einhver var.<br>
Sigurður var að leggja í slíka ferð, þegar hann fórst. Hvolfdi þeim á útrifinu og drukknuðu allir. Sannaðist og hér sem svo oft endranær, að ekki verður feigum forðað, né ófeigum í hel komið. Tveir af mönnum Sigurðar höfðu orðið of seinir í Sandinn og komust því ekki út með honum. En aðrir tveir, Eyfellingar, voru þarna og fengu að fljóta með, fyrst svona stóð á.
Þótt Austur-Landeyjar hafi jafnan verið þéttbýll hreppur og allfjölmennur, munar að sjálfsögðu um minna en þrjátíu mannslíf svo að segja í einu. Var þetta vissulega óvenjumikil blóðtaka og djúpt og mikið sár, sem lengi var að gróa um heilt. Þarna fórust tveir mikilhæfustu formenn Landeyinga á þeirri tíð og með þeim hörkuduglegir úrvalsmenn á bezta aldri, enda réðust aldrei til slíkra formanna aðrir en útmetnir sjómenn, sem kunnu að taka í árinni og höfðu brek til að berja sjóinn í hvaða tvísýnu sem var, án þess að gefast upp eða guggna, þegar í harðbakkann sló.<br>
Með Sigurði Þorbjarnarsyni fórust þarna tveir bræður frá Rimakoti og var annar þeirra Jón, sá sem fyrr er nefndur, unnusti Guðrúnar á Kirkjulandi, sem þá um fardaga skyldi taka við jörð og búi af tengdaföður sínum tilvonandi.
Fór hér svo sem oft fyrr og síðar, að oft er fljótt að skipta sköpum. Og þótt mennirnir haldi sig geta hugsað fram í tímann og haldið nákvæmar áætlanir, reyna menn það ósjaldan, að óvænt er tekið í taumana o ; stýrt inn á aðrar leiðir en ætlunin var að fara. Og svo fór hér og víðar en ég kann gjörla skil á, því að hann var ekki fámennur hópurinn, sem svall sorg í sefa við að sjá á bak maka og fyrirvinnu fjölmennra fjölskyldna og ómegðar. En þótt við fáum hér að vita fæst um það, getum við farið nærri um, að þessir atburðir breyttu miklu í framtíðaráætlunum Jóns og Ingibjargar.
:'''(8.)'''<br>
Guðmundur á Kirkjulandi, sem nú var orðinn töluvert við aldur og all mæddur, sá sér þann kost vænstan að kalla til sín Jón son sinn og biðja hann og ungu konuna hans að setjast í bú sitt með sér og dóttur sinni, sem þá var komin að falli.<br>
Létu Jón og Ingibjörg strax tilleiðast, því að aldrei þurfti að spyrja um fúsleika þeirra hjóna, né eftir að ganga, er til þeirra var leitað, til þess að leysa vandræði annarra, - hverra, sem í hlut áttu. En hér áttu nánustu ættingjar hlut að máli og líklega engra jafngóðra kosta völ sem þeirra, úr því sem komið var, en að festa ráð sitt í sveitinni. Og þau byrjuðu þá um vorið búskap sinn á Kirkjulandi.<br>
Þar voru fyrir í heimili auk feðginanna, Katrín, sem fyrr er getið, og einnig mæðgur tvær, fullorðin kona, Guðrún Sigurðardóttir og Sigríður Jónsdóttir um fermingu. Byrjuðu ungu hjónin með sjö manns í heimili og hefur margur byrjað með minna og fjölgaði bráðum, því að bráðlega kom að því, að Guðrún yrði léttari.
Þetta sumar ól hún dóttur, sem látin var heita Jónína eftir föður sínum. Hún var ljós yfirlitum, vel á sig komin og hin mesta fríðleikskona, er hún komst á legg. Varð hún fyrri kona Guðmundar Tómassonar skipstjóra, en hjónaband þeirra varð stutt. Hún lézt af barnsförum 10. maí 1919 eftir rúmlega tveggja ára hjónaband, - og dó barnið litlu síðar. Jónína var mikil mannkosta kona og öllum harmdauði, sem henni kynntust.
Átta vikum eftir að Jónína fæddist, ól Ingibjörg manni sínum son, sem skírður var Jón Jóhann og jafnan af vinum og kunningjum kallaður Hanni. Og hálfu öðru ári síðar fæddist þeim hjónum dóttir, sem skírð var Margrét Marta.
Liðu svo tímar fram, og bjuggu þau hjónin við sæmilegan kost og undu glöð við sitt, enda var innileg heimilisánægja, djúp en eðlileg, eitt af því sem fyrst og fremst einkenndi samlíf þeirra alla tíð. Þau voru hvorki fátæk né rík og kepptu aldrei eftir þessa heims auði, heldur aðeins að mega fá sinn deilda verð, svo að þau mættu vera veitandi fremur en bónbjargarfólk. Og þeim var gefið að komast þannig af, en með stakri iðni þó og nýtni á öllum sviðum. Ennfremur var þeim báðum gefin sú gleði hjartans, sem veit sig örugga í trausti til handleiðslu forsjónarinnar, en öll þvílík gleði gjörir fátæka menn ríka og auðuga menn hamingjusama. En þetta er einmitt sá lífsförunautur, sem ann því að mega blanda geði við aðra, fyrst og fremst svo, að þeim megi vinnast til góðs og farsældar.<br>
A Kirkjulandi bjuggu þau um fimm ára skeið.