„Örnefni“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Örnefnin''' í Vestmannaeyjum skipta líklega þúsundum. Jafnvel heitið ''Vestmannaeyjar'' er örnefni, og eru til ýmsar heimildir um það örnefni, til dæmis í [[Landnám]]ubók. Ekki er ljóst hverjir hafa búið til örnefnin, og af hvaða tilefni, en víst er að þeim skiptir þúsundum.
'''Örnefnin''' í Vestmannaeyjum skipta líklega þúsundum. Jafnvel heitið ''Vestmannaeyjar'' er örnefni, og eru til ýmsar heimildir um það örnefni, til dæmis í [[Landnám]]ubók. Ekki er ljóst hverjir hafa búið til örnefnin, og af hvaða tilefni, en víst er að þeim skiptir þúsundum.


Á [[Heimaey]] má finna örnefni á borð við [[Sölvaflá]], [[Illugaskip]], [[Páskahellir]] og [[Háhá]]. Í úteyjum má sjá [[Austursvelti]], [[Háidrangur|Háadrang]], [[Höskuldarhellir|Höskuldarhelli]], [[Þolimæði]] og [[Bunki|Bunka]], svo að dæmi séu nefnd.
Á [[Heimaey]] má finna örnefni á borð við [[Sölvaflá]], [[Illugaskip]], [[Páskahellir]] og [[Háhá]]. Í úteyjum má sjá [[Austursvelti]], [[Höskuldarhellir|Höskuldarhelli]], [[Þolimæði]] og [[Bunki|Bunka]], svo að dæmi séu nefnd.


[[Kaplagjóta]]
Fólk sem kemur til Vestmannaeyja í fyrsta skiptið, hvort heldur með flugi eða [[Herjólfur|Herjólfi]], tekur líklegast fyrst eftir [[Einidrangur|Einidrangi]], sem stendur eitt og sér úti í hafi. Um hálfa leið milli Einidrangs og Heimaeyjar má finna [[Þrídrangar|Þrídranga]], sem eru í raun fjórir talsins: Stóridrangur (öðru nafni Háidrangur), Þúfudrangur og Klofadrangur. Fjórði drangurinn, sem sést ekki frá Heimaey, er líklega nafnlaus.


Þegar að komið er að Heimaey þá sjást [[Heimaklettur]], [[Miðklettur]] og [[Ystiklettur]] nyrst og austast á eyni. í Miðkletti má sjá [[Selhellir|Selhelli]], og [[Latur]] stendur þar hjá. [[Elliðaey]] stendur fyrir norðaustan Ystaklett, og [[Faxasker]] skýtur upp kollinum þar á milli. Sunnan við Elliðaey má sjá [[Bjarnarey]], en þær eru einu úteyjarnar sem eru austan við Heimaey.


Þegar farið er inn um innsiglinguna er [[Skans]]fjara sunnan megin, en [[Klettsvík]] norðan megin á milli fjallanna þriggja. Þegar farið er framhjá [[Hringskersgarð|Hringskersgarður]] má sjá [[Stafkirkjan|Stafkirkjuna]] á Skansinum fast upp við [[Heimaeyjargosið|Nýja Hraunið]], ásamt gamla [[Hervirkið|Hervirkinu]]. í Heimakletti má sjá Hörgareyri.
Í [[Vestmannaeyjahöfn]] eru nokkrar bryggjur, t.d. [[Nausthamarsbryggja]], [[Básaskersbryggja]], [[Friðarhöfn]], [[Binnabryggja]].
Þegar að litið er til norðurs frá höfninni má sjá [[Þrælaeiði]], en til vesturs eru [[Stóra-Klif]]ið, [[Litla-Klif]], [[Molda]] og [[Háhá]]. Til austurs má sjá nýja hraunið, og sunnan við það eru [[Eldfell]] og [[Helgafell]].
[[Vestmannaeyjabær|Miðbær Vestmannaeyja]] er byggður á aflíðandi brekku sem kallað var [[Breiðholt]] áður fyrr, en [[Breiðholtsbraut]] heitir [[Vestmannabraut]] í dag, og var hún lengsta gata bæjarins fyrir gos.


[[Flokkur:Stubbur]]
[[Flokkur:Stubbur]]
[[Flokkur:Örnefni]]
[[Flokkur:Örnefni]]