„ÍBV“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 10: Lína 10:
Knattspyrnan hefur verið ein aðalíþróttagreinin sem iðkuð hefur verið í Vestmannaeyjum, en hin síðari ár hefur handboltanum vax mjög ásmegin.  
Knattspyrnan hefur verið ein aðalíþróttagreinin sem iðkuð hefur verið í Vestmannaeyjum, en hin síðari ár hefur handboltanum vax mjög ásmegin.  


== Saga ÍBV íþróttafélags í 20 ár - Þar sem hjartað slær  ==
== Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár - Þar sem hjartað slær  ==


=== Gísli Valtýsson tók saman. ===
=== Gísli Valtýsson tók saman. ===


'''Í 20 ára sögu ÍBV íþróttafélags er margs að minnast. Í annál félagsins má sjá að félagið er í sjálfu sér stórveldi á íþróttasviðinu, ekki síst í ljósi þess að íbúar Vestmannaeyja eru aðeins 4300 talsins. Í meistaraflokkunum hefur félagið landað 33 titlum, Íslands-, bikar-, Lengju-, Fótbolta.net-, Futsal- og meistarar meistaranna. Þar af 7 Íslandsmeistaratitlum í efstu deildum handbolta og fótbolta.''' 
====== '''Í 20 ára sögu ÍBV íþróttafélags er margs að minnast. Í annál félagsins má sjá að félagið er í sjálfu sér stórveldi á íþróttasviðinu, ekki síst í ljósi þess að íbúar Vestmannaeyja eru aðeins 4300 talsins. Í meistaraflokkunum hefur félagið landað 33 titlum, Íslands-, bikar-, Lengju-, Fótbolta.net-, Futsal- og meistarar meistaranna. Þar af 7 Íslandsmeistaratitlum í efstu deildum handbolta og fótbolta.''' ======


'''Í yngri flokkunum hefur félagið eignast 24 Íslandsmeistaratitla í hinum ýmsu keppnum í handbolta og fótbolta og  6 bikarmeistaratitla auk annarra titla í hinum ýmsu mótum. Samtals hefur ÍBV íþróttafélag hlotið 87 meistaratitla af ýmsum toga.'''
====== '''Í yngri flokkunum hefur félagið eignast 24 Íslandsmeistaratitla í hinum ýmsu keppnum í handbolta og fótbolta og  6 bikarmeistaratitla auk annarra titla í hinum ýmsu mótum. Samtals hefur ÍBV íþróttafélag hlotið 87 meistaratitla af ýmsum toga.''' ======


'''Þá hefur félagið eignast landsliðsfólk í öllum landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, frá yngstu flokkunum og uppúr, - fleiri en tölu verður á komið og verið Vestmannaeyjum og félagi sínum til mikils sóma.''' 
====== '''Þá hefur félagið eignast landsliðsfólk í öllum landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, frá yngstu flokkunum og uppúr, - fleiri en tölu verður á komið og verið Vestmannaeyjum og félagi sínum til mikils sóma.''' ======


'''Fimm sinnum hefur karlalið ÍBV íþróttafélags tekið þátt í Evrópukeppnum  í knattspyrnu og tvö skipti komist áfram í 2. umferð.'''  
====== '''Fimm sinnum hefur karlalið ÍBV íþróttafélags tekið þátt í Evrópukeppnum  í knattspyrnu og tvö skipti komist áfram í 2. umferð.''' ======


'''Karlalið ÍBV í handbolta hefur fjórum sinnum tekið þátt í Evópukeppnum og konurnar einnig fjórum sinnum. Árið 2004 komst kvennaliðið alla leið í undanúrslit.''' 
====== '''Karlalið ÍBV í handbolta hefur fjórum sinnum tekið þátt í Evópukeppnum og konurnar einnig fjórum sinnum. Árið 2004 komst kvennaliðið alla leið í undanúrslit.''' ======


'''En titlar eru ekki allt, félagið hefur rekið gríðarlega umfangsmikið barna- og unglingastarf í handbolta og fótbolta, þar sem allir eru velkomnir. Tvö af stærstu knattspyrnumótum hvers árs á Íslandi eru haldin í Vestmannaeyjum á vegum félagsins, Orkumótið fyrir drengi og TM mótið fyrir stúlkur. Þá er á hverju hausti haldið í Eyjum eitt stærsta handboltamót yngri flokkanna, Eyjablikksmótið.''' 
====== '''En titlar eru ekki allt, félagið hefur rekið gríðarlega umfangsmikið barna- og unglingastarf í handbolta og fótbolta, þar sem allir eru velkomnir. Tvö af stærstu knattspyrnumótum hvers árs á Íslandi eru haldin í Vestmannaeyjum á vegum félagsins, Orkumótið fyrir drengi og TM mótið fyrir stúlkur. Þá er á hverju hausti haldið í Eyjum eitt stærsta handboltamót yngri flokkanna, Eyjablikksmótið.''' ======


'''Um hver áramót er gamla árið kvatt með brennu og flugeldasýningu í  Hásteinsgryfjunni og glæsilegasta þrettándahátíð landsins er í Eyjum á vegum ÍBV. Ekki má svo gleyma stærstu útihátíð landsins, Þjóðhátíðinni, sem enga á sína líka. ÍBV íþróttafélag er því gríðarlega stór hluti af mannlífinu í Eyjum og dregur mörg þúsund manns til Eyja á hina ýmsu viðburði sína og bætir efnahag Vestmannaeyja um stórar fjárhæðir.'''  
====== '''Um hver áramót er gamla árið kvatt með brennu og flugeldasýningu í  Hásteinsgryfjunni og glæsilegasta þrettándahátíð landsins er í Eyjum á vegum ÍBV. Ekki má svo gleyma stærstu útihátíð landsins, Þjóðhátíðinni, sem enga á sína líka. ÍBV íþróttafélag er því gríðarlega stór hluti af mannlífinu í Eyjum og dregur mörg þúsund manns til Eyja á hina ýmsu viðburði sína og bætir efnahag Vestmannaeyja um stórar fjárhæðir.''' ======


'''Sennilega er ÍBV það „vörumerki“  í Eyjum, sem flestir landsmenn þekkja.'''
====== '''Sennilega er ÍBV það „vörumerki“  í Eyjum, sem flestir landsmenn þekkja.''' ======


=== '''Aðdragandinn''' ===
=== '''Aðdragandinn''' ===
Lína 152: Lína 152:


Um 130 manns sóttu fundinn og var stofnun félagsins samþykkt með lófataki. Sjö manna stjórn var kosin á fundinum og  Þór formaður hennar. Með honum í stjórn voru kosin: Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Óskar Freyr Brynjarsson, Eyþór Harðarson, Jóhannes Ólafsson, Birgir Guðjónsson og Arndís Sigurðardóttir.  
Um 130 manns sóttu fundinn og var stofnun félagsins samþykkt með lófataki. Sjö manna stjórn var kosin á fundinum og  Þór formaður hennar. Með honum í stjórn voru kosin: Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Óskar Freyr Brynjarsson, Eyþór Harðarson, Jóhannes Ólafsson, Birgir Guðjónsson og Arndís Sigurðardóttir.  
Í  ræðu sinni á aðalfundinum rakti Þór aðdragandann að stofnun félagsins. „Það var í mars sl. vetur sem aðilar sem tekið höfðu að sér að stokka upp fjármál knattspyrnufélagsins Týs, þeir Guðjón Rögnvaldsson og Viktor Helgason áttu fund með stjórn Íþróttafélagsins Þórs að frumkvæði formanns Íþróttabandalagsins.  Í framhaldi af þeim fundi skipaði stjórn Þórs þá Björn Þorgrímsson og Þór I. Vilhjálmsson í viðræðunefnd með áðurnefndum fulltrúum Týs. Nefndin hófst þegar handa og hélt nokkra tugi funda bæði formlega og óformlega. Okkur var ljóst þegar við komum að þessu starfi að peningastaða hreyfingarinnar var orðin mjög erfið og nánast útilokað að reka hana í óbreyttri mynd, það er að segja að ef ekki yrði tekið á málunum yrði nánast ekkert fé til að reka íþróttastarfsemi. Þeir peningar, sem hreyfingin aflaði næstu ár, færu til að greiða skuldir. Því boðuðum við tvo bæjarfulltrúa til óformlegs fundar. Í framhaldi af þeim fundi var bæjarráði sent bréf þar sem óskað var eftir viðræðum við þau og skipuðu bæjaryfirvöld þrjá menn af sinni hálfu til viðræðna við okkur, þá Arnar Sigurmundsson, Guðjón Hjörleifsson og Guðmund Þ.B. Ólafsson. Einnig sat flesta fundina Ólafur Elísson bæjarendurskoðandi. Okkur til fulltingis fengum við Jóhann Pétursson lögfræðing og vil ég þakka honum hans störf. Eftir nokkra viðræðufundi gerði viðræðunefnd bæjarins, Þór og Tý, eftirfarandi tilboð:
'''Tillaga'''
''Vestmannaeyjabær gerir Íþróttafélaginu Þór og Knattspyrnufélaginu Tý Vestmannaeyjum f.h. sameinaðs félags sem stofnað yrði á grunni Þórs og Týs, eftirfarandi kauptilboð í núverandi félagsheimili íþróttafélaganna með tilheyrandi leigulóðarréttindum ásamt íþróttasvæðum beggja félaganna. Kauptilboð þetta er gert til þess að greiða fyrir og auðvelda sameiningu félaganna og má skoðast sem aðkoma bæjarsjóðs að fjármálum hins sameinaða félags. Einn megintilgangurinn með þessari aðkomu Vestmannaeyjabæjar er að stuðla að öflugri uppbyggingu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi f Vestmannaeyjum. Tilboðið er háð því skilyrði að starfsemi félaganna verði sameinuð áður en gengið verður frá formlegum kaupsamningi/afsali vegna hinna seldu húseigna. Þá er tilboðið bundið því skilyrði að íþróttasamningur Vestmannaeyjabæjar og íþróttafélaga innan ÍBV frá 13. mars 1990 sem endunýjaður var 2. október 1991 og 28. júlí 1993 verði felldur formlega og endanlega úr gildi áður en til þessara viðskipta kemur. Fyrir hinar seldu eignir greiðir Vestmannaeyjabær samtals kr: 52.000.000,- krónur fimmtíu og tvær milljónir. Eignirnar verða keyptar í tvennu lagi: Félagsheimili Þórs og Týs verða keypt á kr: 37.000.000 - krónur þrjátíu og sjö milljónir - á árinu 1996 og miðast tilboðið við að kaupverðið verði greitt með yfirtöku áhvílandi veðskulda og skuldajöfnun Týs og Þórs við Vestmannaeyjabæ. Reynist kaupverð umfram uppgreiðsluverð veðskulda á hinum seldu eignum og skuldajöfnun félaganna við Vestmannaeyjabæ greiðist mismunurinn við afhendingu eignanna, sem fram fari 1. september 1996, gegn kvaðalausu afsali þeirra, annað en yfirteknum áhvílandi veðskuldum. Íþróttasvæði félaganna verði keypt og afhent Vestmannaeyjabæ þann 1. mars 1997 og miðast kauptilboðið við að heildargreiðsla Vestmannaeyjabæjar verði kr. 15.000.000 - fimmtán milljónir -. Og greiðist kaupverð íþróttasvæðanna í tvennu lagi á árinu 1997. Nýstofnað Íþrótta- og æskulýðsráð Vestmannaeyjabæjar mun ráðstafa og hafa umsjón með eignunum af hálfu Vestmannaeyjabæjar þ.m.t. afnot íþróttafélaga á eignunum og annast útleigu á íþróttasal.''
''Kauptilboðið er bundið þeim fyrirvara að Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykki tilboðið og gerðar verði nauðsynlegar breytingar á fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Vestmannaeyja fyrir 1996 og gert verði ráð fyrir kaupum á íþróttasvæðum félaganna í Fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Vestmannaeyja 1997.''
''Tilboð þetta gildir til hádegis þann 18. júlí 1996.''
''Vestmannaeyjum 2. júlí 1996. F.h. viðræðunefndar Vestmannaeyjabæjar, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar:''
''Guðjón Hjörleifsson, Guðmundur Þ.B.Ólafsson, Arnar Sigurmundsson.''
Þá sagði Þór að á meðan á þessum viðræðum stóð hefðu  samninganefndir félaganna verið í nánu sambandi við stjórnir þeirra  og voru þessar hugmyndir unnar í samráði við þær. Þórarar óskuðu eftir því að fá frest fram yfir þjóðhátíð til að svara tilboðinu og var fundinn flötur á því. Týrarar héldu almennan félagsfund 11. júlí þar sem gengið var að tilboði bæjarins með fyrirvara um samþykkt aðalfundar. Þórarar héldu svo fund 5. sept. þar sem tilboðið var samþykkt með sama fyrirvara. Var síðan samkomulagið við bæjaryfirvöld undirritað 22. okt. með fyrirvara um samþykkt bæjarstjórnar og aðalfundar Týs og Þórs. Var samkomulagið samþykkt á haustdögum á aðalfundum félaganna og í Bæjarstjórn.
''„Ég hef stiklað hér á stóru í starfi þessarar nefndar sem hefur lagt sig alla fram til þess að málin kæmust í höfn. Ég vil þakka samnefndarmönnum mínum fyrir gott samstarf sem aldrei bar skugga á, þó að sjálfsögðu værum við ekki alltaf sammála náðum við ætíð sameiginlegri niðurstöðu. Eins vil ég þakka nefndarmönnum bæjarins fyrir þeirra hlut. Ég vil láta það koma fram að á síðustu dögum náðum við samkomulagi við bæjaryfirvöld um að Guðmundur Þ. B. Ólafsson yrði lánaður til starfa hjá hinu nýja félagi næstu mánuði og væntum við mikils af hans störfum''.“
''„ Nú í kvöld stöndum við á miklum tímamótum í sögu og starfi íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum, þeim stærstu frá því að Þór og Týr voru stofnuð fyrir 83 og 75 árum, og við skulum vera minnug þess að Þór og Týr  hafa átt mikið og farsælt starf í gegnum árin, íþróttum, æskulýð og bæjarfélaginu til heilla og á allt það fólk sem þar hefur komið við sögu miklar þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt starf. Hafa oft lyft Grettistaki, það sýna t.d. félagsheimili og svæði þeirra glöggt. Ég er viss um að ef þau hefðu ekki ráðist í þessar framkvæmdir væri aðstaða til íþróttaiðkana hér í Eyjum ekki sú sem hún er í dag. Það sem við ætlum nú að gera er að byggja eitt stórt og voldugt félag á þeim grunni sem þau byggðu og í þeim farvegi sem þau sáðu í,"'' sagði Þór að lokum.
Guðjón Hjörleifsson tók einnig til máls og lýsti hann yfir ánægju sinni og bæjarstjórnar með að þessum áfanga skuli hafa verið náð í íþrótta- og æskulýðsmálum í Vestmannaeyjum. Að lokum var skrifað undir samning um kaup bæjarsjóðs á eignum Þórs og Týs. Fundi var síðan frestað og verður framhaldsstofnfundur haldinn á næstunni.


== '''1997 - Fyrsta starfsárið''' ==  
== '''1997 - Fyrsta starfsárið''' ==  
Lína 390: Lína 412:
Aukaliðið spilaði við Val um 3. sætið, var í sókn allan tímann en leiknum lyktaði með jafntefli. ÍBV tapaði svo á hlutkesti.  
Aukaliðið spilaði við Val um 3. sætið, var í sókn allan tímann en leiknum lyktaði með jafntefli. ÍBV tapaði svo á hlutkesti.  
6. flokkur A ÍBV varð í 2. sæti, vann alla sína leiki auðveldlega en tapaði úrslitaleiknum um 1. sætið fyrir Breiðabliki, 1-5.  
6. flokkur A ÍBV varð í 2. sæti, vann alla sína leiki auðveldlega en tapaði úrslitaleiknum um 1. sætið fyrir Breiðabliki, 1-5.  
6. flokkur B IBV var spútnik lið mótsins, tapaði aðeins einum leik fyrir Haukum sem unnu mótið.  
 
6. flokkur B IBV var spútnik lið mótsins, tapaði aðeins einum leik fyrir Haukum sem unnu mótið.  
 
Að sögn þjálfaranna Stefaníu Guðjónsdóttur og Ernu Þorleifsdóttur stóðu allir flokkarnir sig frábærlega vel og voru til fyrirmyndar. Þær bentu einnig á að svo „einkennilega" vildi til á þessu móti að Breiðablik lenti aldrei með ÍBV í riðli, ekki einu sinni í milliriðlum, sama hvaða flokkur það var. Er þetta hræðsla eða hvað? spyrja þjálfararnir. (Fréttir 24. Júlí)
Að sögn þjálfaranna Stefaníu Guðjónsdóttur og Ernu Þorleifsdóttur stóðu allir flokkarnir sig frábærlega vel og voru til fyrirmyndar. Þær bentu einnig á að svo „einkennilega" vildi til á þessu móti að Breiðablik lenti aldrei með ÍBV í riðli, ekki einu sinni í milliriðlum, sama hvaða flokkur það var. Er þetta hræðsla eða hvað? spyrja þjálfararnir. (Fréttir 24. Júlí)


Lína 435: Lína 459:
„Um leið og fólk vissi að ég var frá Íslandi kom í ljós að allir þekktu Vestmannaeyjar. Það má þakka beinni útsendingu frá leik ÍBV og Stuttgart í Evrópukeppni bikarhafa," sagði Gunnar Gunnarsson í viðtali við Fréttir, en hann var eftirlitsdómari á leik Þýskalands og Spánar í undankeppni Evrópukeppni landsliða í handbolta sem fram fór í Hannover um síðustu helgi. „Þetta var alveg ótrúlegt hvað leikurinn hefur haft mikil áhrif. Auðvitað hefur fólk, sem ég hitti í sambandi við leikinn, áhuga á íþróttum en það hefur fyrst og fremst áhuga á handbolta. Það vissi samt að leikurinn hafði farið fram í Reykjavík en ekki Vestmannaeyjum. Ég er sannfærður um að útsendingin er ódýrasta og besta auglýsing sem Vestmannaeyjar hafa fengið í Þýskalandi. Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað áhrifin voru mikil og leikurinn á örugglega eftir að örva ferðalög Þjóðverja til Vestmannaeyja," sagði Gunnar að lokum.
„Um leið og fólk vissi að ég var frá Íslandi kom í ljós að allir þekktu Vestmannaeyjar. Það má þakka beinni útsendingu frá leik ÍBV og Stuttgart í Evrópukeppni bikarhafa," sagði Gunnar Gunnarsson í viðtali við Fréttir, en hann var eftirlitsdómari á leik Þýskalands og Spánar í undankeppni Evrópukeppni landsliða í handbolta sem fram fór í Hannover um síðustu helgi. „Þetta var alveg ótrúlegt hvað leikurinn hefur haft mikil áhrif. Auðvitað hefur fólk, sem ég hitti í sambandi við leikinn, áhuga á íþróttum en það hefur fyrst og fremst áhuga á handbolta. Það vissi samt að leikurinn hafði farið fram í Reykjavík en ekki Vestmannaeyjum. Ég er sannfærður um að útsendingin er ódýrasta og besta auglýsing sem Vestmannaeyjar hafa fengið í Þýskalandi. Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað áhrifin voru mikil og leikurinn á örugglega eftir að örva ferðalög Þjóðverja til Vestmannaeyja," sagði Gunnar að lokum.


=== 1-1 og leika þarf bikarúrslitaleikinn aftur ===
=== 1-1 og leika þarf bikarúrslitaleikinn aftur ===
Bikarúrslitaleikurinn 1997 var milli ÍBV og Keflavíkur og að sjálfsögðu leikinn á Laugardalsvelli 31. ágúst.
Bikarúrslitaleikurinn 1997 var milli ÍBV og Keflavíkur og að sjálfsögðu leikinn á Laugardalsvelli 31. ágúst.
Eitt einkenni bikarúrslitaleikja er að leikmönnum er uppálagt að taka enga áhættu, hugsa fyrst og fremst um að halda hreinu og reyna að grípa gæsina í sókninni þegar færi gefst. Að spila varfærnislega og gleyma sér ekki í sókninni. Leikmenn Keflavíkur og Vestmannaeyja meðtóku fyrrnefnd skilaboð og fóru eftir þeim. Liðin léku sömu leikaðferð, með fjóra menn í öftustu vörn, fimm á miðjunni og einn frammi. Vinsælt kerfi, sem gefst gjarnan vel með varnarleik í huga, en erfitt útfærslu í sókninni. Mikið mæðir á kantmönnunum sem verða í raun að vera á nær stöðugum spretti allan tímann - fyrstir í vörn og fyrstir í sókn ef dæmið á að ganga upp í sókninni. Hugsi kantmennirnir frekar um varnarhlutverkið er miðherjinn ekki í öfundsverðu hlutverki einn frammi með litla von um aðstoð.  
Eitt einkenni bikarúrslitaleikja er að leikmönnum er uppálagt að taka enga áhættu, hugsa fyrst og fremst um að halda hreinu og reyna að grípa gæsina í sókninni þegar færi gefst. Að spila varfærnislega og gleyma sér ekki í sókninni. Leikmenn Keflavíkur og Vestmannaeyja meðtóku fyrrnefnd skilaboð og fóru eftir þeim. Liðin léku sömu leikaðferð, með fjóra menn í öftustu vörn, fimm á miðjunni og einn frammi. Vinsælt kerfi, sem gefst gjarnan vel með varnarleik í huga, en erfitt útfærslu í sókninni. Mikið mæðir á kantmönnunum sem verða í raun að vera á nær stöðugum spretti allan tímann - fyrstir í vörn og fyrstir í sókn ef dæmið á að ganga upp í sókninni. Hugsi kantmennirnir frekar um varnarhlutverkið er miðherjinn ekki í öfundsverðu hlutverki einn frammi með litla von um aðstoð.  
Lína 461: Lína 485:
Bæjarstjórn bauð til veislu
Bæjarstjórn bauð til veislu
Bæjarstjórn Vestmannaeyja bauð nýbökuðum Íslandsmeisturum ÍBV, eiginkonum þeirra og unnustum og stjórn Knattspyrnudeildar til samsætis á Hertoganum á sunnudagskvöldið. Ólafur Lárusson, forseti bæjarstjórnar byrjaði á því að óska. strákunum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og það sama gerðu Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri.  -  Þór Vilhjálmsson, formaður ÍBV íþróttafélags, flutti liðinu, þjálfara og stjórn knattspyrnudeildar heillaóskir og kveðjur. Hjalti Kristjánsson, stjórnarmaður Íþróttabandalagsins flutti kveðjur stjórnar.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja bauð nýbökuðum Íslandsmeisturum ÍBV, eiginkonum þeirra og unnustum og stjórn Knattspyrnudeildar til samsætis á Hertoganum á sunnudagskvöldið. Ólafur Lárusson, forseti bæjarstjórnar byrjaði á því að óska. strákunum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og það sama gerðu Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri.  -  Þór Vilhjálmsson, formaður ÍBV íþróttafélags, flutti liðinu, þjálfara og stjórn knattspyrnudeildar heillaóskir og kveðjur. Hjalti Kristjánsson, stjórnarmaður Íþróttabandalagsins flutti kveðjur stjórnar.
ÍBV hafði borist fjöldi heillaóskaskeyta sem Guðjón las upp. Meðal annars var skeyti frá fráfarandi Íslandsmeisturum, Skagamönnum, sem óskuðu Vestmannaeyingum til hamingju með titilinn og sögðu þá vel að honum komna. Aftur á móti lofuðu þeir Eyjamönnum því að þeir mættu eiga von á harðri mótspyrnu af þeirra hálfu næsta sumar.
 
ÍBV hafði borist fjöldi heillaóskaskeyta sem Guðjón las upp. Meðal annars var skeyti frá fráfarandi Íslandsmeisturum, Skagamönnum, sem óskuðu Vestmannaeyingum til hamingju með titilinn og sögðu þá vel að honum komna. Aftur á móti lofuðu þeir Eyjamönnum því að þeir mættu eiga von á harðri mótspyrnu af þeirra hálfu næsta sumar.


=== Viltu giftast mér ===
=== Viltu giftast mér ===
Lína 582: Lína 607:
Að venju voru áramótin kvödd með brennu í gryfjunni við Hástein sem ÍBV íþróttafélag stóð fyrir.
Að venju voru áramótin kvödd með brennu í gryfjunni við Hástein sem ÍBV íþróttafélag stóð fyrir.


=== '''Þannig leið fyrsta starfsár ÍBV íþróttafélags, með töpum og sigrum, stórum stundum og  öflugu starfi hinna fjölmörgu stuðningsmanna félagsins.''' ===
=== '''Þannig leið fyrsta starfsár ÍBV íþróttafélags, með töpum og sigrum, stórum stundum og  öflugu starfi hinna fjölmörgu stuðningsmanna félagsins. -''' '''Strax á þessu fyrsta ári félagsins unnust Íslandsmeistaratitlar, en starfið var líka öflugt að öðru leyti. Við sameiningu félaganna heltust ýmsir góðir starfskraftar úr lestinni sem áður unnu fyrir Þór og Tý,  en aðrir komu líka í staðinn. Við sameininguna tókust á sterkar tilfinningar og skynsemi. Í dag eru sennilega flestir orðnir sammála um að sameining félaganna var skynsamleg, en hún þurfti bara sinn tíma.''' ===
 
==== '''Strax á þessu fyrsta ári félagsins unnust Íslandsmeistaratitlar, en starfið var líka öflugt að öðru leyti. Við sameiningu félaganna heltust ýmsir góðir starfskraftar úr lestinni sem áður unnu fyrir Þór og Tý,  en aðrir komu líka í staðinn. Við sameininguna tókust á sterkar tilfinningar og skynsemi. Í dag eru sennilega flestir orðnir sammála um að sameining félaganna var skynsamleg, en hún þurfti bara sinn tíma.''' ====


== 1998  ==
== '''<u>1998 -</u>'''   ==


=== '''Þrettándinn með bravör''' ===
=== '''Þrettándinn með bravör''' ===
Lína 1.294: Lína 1.317:
Hvert er álit Þorvarðar Þorvaldssonar, hjá handknattleiksráði ÍBV kvenna, á þessu máli? ''„Ég'' ''verð að segja alveg eins og er að ég átti von á betra gengi. Væntingarnar voru kannski of miklar og ég hélt að þetta tæki styttri tíma að smella saman. Okkur vantaði markmann og það að fá þessa fjóra útlendinga, átti að vera einskonar lyftistöng fyrir kvennahandboltann hér í Eyjum. Við ætluðum að styrkja stöðu okkar í deildinni og fá fleiri til að æfa handknattleik. Það er mjög erfítt að halda úti mannskap hér í Eyjum, þar sem stelpur fara í skóla til Reykjavíkur og margar hverjar hætta í handbolta. Nú síðan er lokað fyrir leikmannaskipti l. nóvember, og ef leikmenn standa sig ekki hjá okkur, þá verður að tilkynna félagsskipti fyrir þann tíma. Aðkomumenn eru alltaf þó nokkurn tíma að aðlagast breyttum aðstæðum, þannig að þessi tímasetning er náttúrlega mjög óhagstæð okkur, "'' sagði Þorvarður Þorvaldsson, hjá handknattleiksráði ÍBV kvenna.
Hvert er álit Þorvarðar Þorvaldssonar, hjá handknattleiksráði ÍBV kvenna, á þessu máli? ''„Ég'' ''verð að segja alveg eins og er að ég átti von á betra gengi. Væntingarnar voru kannski of miklar og ég hélt að þetta tæki styttri tíma að smella saman. Okkur vantaði markmann og það að fá þessa fjóra útlendinga, átti að vera einskonar lyftistöng fyrir kvennahandboltann hér í Eyjum. Við ætluðum að styrkja stöðu okkar í deildinni og fá fleiri til að æfa handknattleik. Það er mjög erfítt að halda úti mannskap hér í Eyjum, þar sem stelpur fara í skóla til Reykjavíkur og margar hverjar hætta í handbolta. Nú síðan er lokað fyrir leikmannaskipti l. nóvember, og ef leikmenn standa sig ekki hjá okkur, þá verður að tilkynna félagsskipti fyrir þann tíma. Aðkomumenn eru alltaf þó nokkurn tíma að aðlagast breyttum aðstæðum, þannig að þessi tímasetning er náttúrlega mjög óhagstæð okkur, "'' sagði Þorvarður Þorvaldsson, hjá handknattleiksráði ÍBV kvenna.


== 1999 - ==
== '''1999 -''' ==


=== '''Janúar:''' ===
=== '''JANÚAR:''' ===


=== '''Hlynur fær Fréttapýramídann''' ===
=== '''Hlynur fær Fréttapýramídann''' ===
Lína 1.335: Lína 1.358:
Kvennalið ÍBV lagði Gróttu/KR í leik liða sem bæði voru í neðri hluta deildarinnar. ÍBV var sex mörkum yfir í hálfleik 13:7 en aðeins dró saman með liðunum í síðari hálfleik og lokatölur 23:21.
Kvennalið ÍBV lagði Gróttu/KR í leik liða sem bæði voru í neðri hluta deildarinnar. ÍBV var sex mörkum yfir í hálfleik 13:7 en aðeins dró saman með liðunum í síðari hálfleik og lokatölur 23:21.


=== '''Febrúar:''' ===
=== '''FEBRÚAR:''' ===


=== '''Áfram gott gengi á heimavelli''' ===
=== '''Áfram gott gengi á heimavelli''' ===
Lína 1.378: Lína 1.401:
Íslands- og bikarmeistarar ÍBV í karlaknattspyrnunni héldu í æfingaferð til Florída í Bandaríkjunum.  Leiknir voru æfingaleikir, m.a. gegn bandarísku atvinnumannaliðinu Miami Fusions þar sem hinn hárfagri Mexíkói Carlos Valderrama leikur en ÍBV hafði betur í leiknum, 2:0.  Einnig var leikið gegn Washington Wizards en sá leikur tapaðist 0:2.  Margt var brallað í ferðinni, farið á NBA leik, Universal Studios og hluti hópsins fylgdist með geimskoti frá Kennedy Space Center.  Sannkölluð ævintýraferð.
Íslands- og bikarmeistarar ÍBV í karlaknattspyrnunni héldu í æfingaferð til Florída í Bandaríkjunum.  Leiknir voru æfingaleikir, m.a. gegn bandarísku atvinnumannaliðinu Miami Fusions þar sem hinn hárfagri Mexíkói Carlos Valderrama leikur en ÍBV hafði betur í leiknum, 2:0.  Einnig var leikið gegn Washington Wizards en sá leikur tapaðist 0:2.  Margt var brallað í ferðinni, farið á NBA leik, Universal Studios og hluti hópsins fylgdist með geimskoti frá Kennedy Space Center.  Sannkölluð ævintýraferð.


=== '''Mars:''' ===
=== '''MARS:''' ===


=== '''Hlynur íþróttamaður ársins 1998''' ===
=== '''Hlynur íþróttamaður ársins 1998''' ===
Lína 1.419: Lína 1.442:
ÍBV stóð sig vel í Íslandsmótinu í handbolta og tefldi fram vel samkeppnishæfu liði veturinn 1998-1999 en liðið tapaði ekki leik í deildarkeppninni á heimavelli. Það er ekki síst merkilegt fyrir þá staðreynd að 11 leikmenn annarra liða í Íslandsmótinu, fengu sitt handboltauppeldi í Eyjum.  Samkvæmt Fréttum voru þetta þeir  Magnús Arnar Arngrímsson, Gunnar Berg Viktorsson og Sebastían Alexandersson sem léku allir með Fram, Arnar Pétursson og Birkir Ívar Guðmundsson léku með Stjörnunni, Hlynur Jóhannesson varði mark HK, Lárus Long lék með FH, Erlingur Richardsson með Val, Björgvin Þór Rúnarsson með Selfossi og þeir Zoltán Bragi Belanyi og Gylfi Bragason með  Gróttu/KR.
ÍBV stóð sig vel í Íslandsmótinu í handbolta og tefldi fram vel samkeppnishæfu liði veturinn 1998-1999 en liðið tapaði ekki leik í deildarkeppninni á heimavelli. Það er ekki síst merkilegt fyrir þá staðreynd að 11 leikmenn annarra liða í Íslandsmótinu, fengu sitt handboltauppeldi í Eyjum.  Samkvæmt Fréttum voru þetta þeir  Magnús Arnar Arngrímsson, Gunnar Berg Viktorsson og Sebastían Alexandersson sem léku allir með Fram, Arnar Pétursson og Birkir Ívar Guðmundsson léku með Stjörnunni, Hlynur Jóhannesson varði mark HK, Lárus Long lék með FH, Erlingur Richardsson með Val, Björgvin Þór Rúnarsson með Selfossi og þeir Zoltán Bragi Belanyi og Gylfi Bragason með  Gróttu/KR.


==== '''Apríl:''' ====
==== APRÍL: ====


==== '''Þorbergur hættir hjá ÍBV''' ====
==== '''Þorbergur hættir hjá ÍBV''' ====
Lína 1.439: Lína 1.462:
Íslandsmeistarar ÍBV í knattspyrnu og Færeyjameistarar í HB, mættust í meistarakeppni landanna tveggja á gervigrasvellinum í Færeyjum.  Um 1500 manns mættu á leikinn, sem var hinn fjörugasti. Leiknum lauk með sigri ÍBV eftir vítaspyrnukeppni en lokatölur eftir venjulegan leiktíma var 2:2.
Íslandsmeistarar ÍBV í knattspyrnu og Færeyjameistarar í HB, mættust í meistarakeppni landanna tveggja á gervigrasvellinum í Færeyjum.  Um 1500 manns mættu á leikinn, sem var hinn fjörugasti. Leiknum lauk með sigri ÍBV eftir vítaspyrnukeppni en lokatölur eftir venjulegan leiktíma var 2:2.


=== '''Maí:''' ===
=== '''MAÍ:''' ===


=== '''Fjórði flokkur bikarmeistari''' ===
=== '''Fjórði flokkur bikarmeistari''' ===
Lína 1.462: Lína 1.485:
Leikur Vals og ÍBV á Hlíðarenda í Landssímadeildinni fór fram við ágætar aðstæður. Byrjunin var ansi fjörleg, ÍBV fékk kjörið tækifæri strax á annarri mínútu leiksins, þegar Ívar Ingimarsson átti skalla inn í vítateig Vals og Hlynur náði að pota í boltann en markmaður Vals varði. Fleiri urðu marktækifærin en mörkin létu ekki sjá sig og mátti ÍBV þakka fyrir að halda heim með annað stigið.  
Leikur Vals og ÍBV á Hlíðarenda í Landssímadeildinni fór fram við ágætar aðstæður. Byrjunin var ansi fjörleg, ÍBV fékk kjörið tækifæri strax á annarri mínútu leiksins, þegar Ívar Ingimarsson átti skalla inn í vítateig Vals og Hlynur náði að pota í boltann en markmaður Vals varði. Fleiri urðu marktækifærin en mörkin létu ekki sjá sig og mátti ÍBV þakka fyrir að halda heim með annað stigið.  


=== '''Júní''' ===
=== JÚNÍ: ===


=== '''Gámakaup og styrkir''' ===
=== '''Gámakaup og styrkir''' ===
Lína 1.575: Lína 1.598:
Eyjastúlkur mættu Fjölni í Coca Cola bikar kvenna um í lok mánaðar.  ÍBV-liðið fór á kostum og sigraði stórt, 0 - 7. Kelly Schimmen gerði þrennu í leiknum, Karen Burke, Lára D. Konráðsdóttir og Lisa gerðu eitt mark hver og eitt mark var sjálfsmark. Staðan í leikhléi var, 0-3. Heimir Hallgrímsson, þjálfari IB V, var ánægður með sínar stelpur í leiknum. „Þetta var góður leikur af okkar hálfu og stelpumar gerðu bara það sem þær áttu að gera. Yfirburðir okkar voru miklir og Fjölnisstúlkur áttu aldrei neinn möguleika," sagði Heimir. Líf og fjör hjá stelpunum Eftir leikinn urðu stelpurnar eftir í höfuðborginni og var margt á döfinni. Á föstudagskvöldinu fóm þær út að borða saman á Pasta Basta og í framhaldi af því var kíkt á skemmtistaði borgarinnar. A laugardeginum var farið í LaserTag og keilu og síðan sigldu stelpurnar niður Hvítá. Á sunnudeginum var brunað til Grindavíkur og farið á hestaleigu og svo endað í Bláa lóninu. Já, þær kunna sko að skemmta sér þessar stelpur!
Eyjastúlkur mættu Fjölni í Coca Cola bikar kvenna um í lok mánaðar.  ÍBV-liðið fór á kostum og sigraði stórt, 0 - 7. Kelly Schimmen gerði þrennu í leiknum, Karen Burke, Lára D. Konráðsdóttir og Lisa gerðu eitt mark hver og eitt mark var sjálfsmark. Staðan í leikhléi var, 0-3. Heimir Hallgrímsson, þjálfari IB V, var ánægður með sínar stelpur í leiknum. „Þetta var góður leikur af okkar hálfu og stelpumar gerðu bara það sem þær áttu að gera. Yfirburðir okkar voru miklir og Fjölnisstúlkur áttu aldrei neinn möguleika," sagði Heimir. Líf og fjör hjá stelpunum Eftir leikinn urðu stelpurnar eftir í höfuðborginni og var margt á döfinni. Á föstudagskvöldinu fóm þær út að borða saman á Pasta Basta og í framhaldi af því var kíkt á skemmtistaði borgarinnar. A laugardeginum var farið í LaserTag og keilu og síðan sigldu stelpurnar niður Hvítá. Á sunnudeginum var brunað til Grindavíkur og farið á hestaleigu og svo endað í Bláa lóninu. Já, þær kunna sko að skemmta sér þessar stelpur!


=== '''Júlí''' ===
=== '''JÚLÍ:''' ===


=== Jafntefli gegn Breiðabliki ===
=== Jafntefli gegn Breiðabliki ===
Lína 1.595: Lína 1.618:
Fimmti flokkur karla fékk lið Grindavíkur í heimsókn. Úrslit urðu sem hér segir: A-lið: ÍBV-Grindavík 2-1.  Mörk ÍBV Einar  Kr. og Viðar. alt A-lið: ÍBV-Grindavík 3-4 Mörk ÍBV Egill 2, Hjálmar l. C-lið: ÍBV-Grindavík 1-2.  Mark ÍBV skoraði Daði.
Fimmti flokkur karla fékk lið Grindavíkur í heimsókn. Úrslit urðu sem hér segir: A-lið: ÍBV-Grindavík 2-1.  Mörk ÍBV Einar  Kr. og Viðar. alt A-lið: ÍBV-Grindavík 3-4 Mörk ÍBV Egill 2, Hjálmar l. C-lið: ÍBV-Grindavík 1-2.  Mark ÍBV skoraði Daði.


== 2000 ==
== '''2000 -''' ==


=== '''Kaffispjall á ný''' ===
=== '''Kaffispjall á ný''' ===