„Barnaskólinn í Vestmannaeyjum 1880-1930/Barnaskólinn/Gjörðabók/Gjörðabók fyrir skólanefndina í Vestmannaeyja skólahéraði 1909-1932 texti bls. 1-10“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 153: Lína 153:


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
Ár 1909, sunnudaginn 31. janúar, átti skólanefndin fund með sjer á heimili formanns hennar.  Allir  nefndarmenn mættu á fundinn.                                                                                                                     
    Fram voru lagðar skriflegar beiðnir frá 5 aðstandendum skólabarna um að börn þeirra yrði leyst frá skólanámi frá byrjun febrúarmánaðar til loka yfirstandandi skólatíma.  Ástæða til þessara beiðna voru annir á viðkomandi heimilum á vetrarvertíðinni.  Eftir nokkrar umræður komst nefndin að þeirri  niðurstöðu að hvorki lögin um fræðslu barna nje reglugjörð skólans heimiliðu undanþágu þá, sem farið er fram á, þar sem hjer væri ekki um neinar sjerstakar ástæður að ræða, heldur svo almennar ástæður að þær næðu til flestra þeirra er börn eiga á skólanum.  Þar af leiðir að slíkar undanþágur gætu valdið losi á skólahaldinu í heild sinni.  Ákvað svo nefndin að veita ekki þá eptir æsktu undanþágu.
Fleira kom ekki til umræðu.  Fundi slitið.
Magnús Jónsson    Árni Filippusson    Ágúst Árnason
St. Sigurðsson.
{{Barnaskólinn í Vestmannaeyjum 1880-1930}}