„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2002/ Minning látinna“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 156: Lína 156:
Blessuð sé minning Sigurðar Viktorssonar.<br>
Blessuð sé minning Sigurðar Viktorssonar.<br>
:::::::::::::::'''Gunnar Jónsson'''<br><br><br>
:::::::::::::::'''Gunnar Jónsson'''<br><br><br>
((Guðmundur Kristinn Ólafsson))
'''F. 23. ágúst 1918 - D. 4. mars 2002'''
Guðmundur Kristinn Ólafsson, lengst af kenndur við [[Oddhóll|Oddhól]] hér í bæ, fæddist í Vestmannaeyjum 23. ágúst 1918. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 4. mars s.l. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Hjálmarsdóttir og Ólafur Andrés Guðmundsson verkamaður. Systur átti hann þrjár. Eiginkona Guðmundar er Guðrún Sigurjónsdóttir frá Haugnum í Mýrdal. Eignuðust þau 4 syni og 1 dóttur.<br>
Allt frá upphafi hafa siglingar um höfin breið, öll hin sindrandi sjávarsíða, verið mikill vordraumur hugdjarfra manna og kvenna. Hlutverk þeirra í sköpun velferðarríkis okkar hefur borið góðan ávöxt, sem speglast í efnahagslegum gæðum nútímans. Og meðan knörr klýfur öldufalda mun hetjublær svífa yfir þeim miklu víðáttum sem umlykja okkar fagra land. Á hinum miklu uppgangstímum. sem fylgdu í kjölfar hinnar miklu vélbátavæðingar í byrjun síðustu aldar, þótti það mikið ævintýri að gerast þátttakandi í hinni miklu byltingu, sem hér hafði orðið á sviði sjósóknar. Og hingað streymdi fólk víðs vegar að. En atvinnulífið var einhæft í hinu litla sjávarþorpi, sem var að breytast í vaxandi bæ og því var það eftirsóknarvert að stunda sjómennsku og stuðla þannig að betri efnahag en áður þekktist. Þráin liggur djúpt í mannlegu eðli og því var mikil ásókn í að komast að hjá aflasælum skipstjórum.<br>
Gunnar Olafsson og Co var þá ein af umsvifamestu útgerðum Eyjanna og hafði yfir að ráða mörgum bátum sem öfluðu vel. Og það var auðvelt fyrir unga manninn frá Oddhól, sem var búinn að afla sér vélstjóraréttinda, að komast að hjá Tangavaldinu sem teygði sig víða og hafði tögl og hagldir yfir ríkum jafnt sem snauðum. Á Hrafnkeli goða og Gissuri hvíta stundaði ungi maðurinn lengst sjómennsku sína. Afdrif þeirra báta urðu þau að árið 1947 sökk Hrafnkell goði eftir árekstur við annan bát suðaustur af Ystakletti en Gissur hvíti strandaði við Álftanes 1963. Mannbjörg varð í bæði skiptin. Um hríð réri hann á vélbátnum Ver með félaga sínum Jóni í Miðey. En það átti ekki fyrir unga manninum að liggja að hafa sjómennsku að ævistarfi og á Suðureynni með Adda á Gjábakka lauk hann sjómannsferli sínum við góðan orðstír og kvaddi þar með Ránardætur.<br> Árið 2000 var hann heiðraður af Sjómannadagsráði fyrir framlag sitt. Með hverri kynslóð hverfur mörg vitneskjan og við, sem nutum krafta þeirra, sem nú eru horfnir á braut, hefðum betur gert meira af því að hlusta betur og viða að okkur fróðleik af vörum þeirra um liðna tíð, sem nú er aðeins að finna á gulnuðum blöðum fortíðar.<br> Í lok síðari heimstyrjaldar, 1945, gerðist hann vélgæslumaður í frystihúsi og starfaði þar til 1948 en réðst þá til Rafveitu Vestmannaeyja og gegndi þar starfi til vors 1950. Þá fór hann í Þurrkhúsið Stakk, austur á Urðum, og vann þar samfleytt í 17 ár er hann söðlaði um og gerðist tækjamaður hjá Áhaldahúsi Vestmannaeyja. Þar urðu okkar fyrstu kynni. Og þá þekkti ég hann strax! Þetta var maðurinn, sem hjólaði dag hvern vestan frá Brimhólabraut, þar sem hann bjó og austur á Urðir. Frá fyrstu kynnum ríkti góður samstarfsvilji á milli okkar þótt aldursmunur væri nokkur. Fram að gosi vann hann á flestum þeim tækjum sem Áhaldahúsið hafði yfir að ráða á þeim tíma þótt lengst hafi hann verið gæslumaður með loftpressu, sem þá var mikið í notkun enda hafði tæknin ekki getið af sér öll þau tæki og tól, sem gera ala grjótvinnu eins auðvelda og nú.<br> Í lok eldgossins á Heimaey, þegar hin mikla endurreisn og uppbygging hófst á rústum hins gamla samfélags, varð mikil vélvæðing í Áhaldahúsinu enda fóru allar framkvæmdir bæjarins í gegnum þá stofnun. Þá varð mikilvægt að hafa mann sem hafði yfir að ráða lipurð og þekkingu á véla - og verkfæralager, því margir áttu erindi við þessa mikilvægu þjónustustofnun. Þarna var gott að hafa Guðmund Ólafsson. „Kallaðu mig bara Munda,“ sagði hann, þegar verkstjórinn bauð honum starfið á lagernum. Hann jánkaði því og sagðist taka það að sér um óákveðinn tíma til að byrja með. Var ekki viss um hvort það ætti við hann. Að viku liðinni hafði hann samband við verkstjórann og tilkynnti honum að hann treysti sér í starfið áfram meðan leitað væri að öðrum manni. Sú leit stóð yfir, án árangurs, í tuttugu ár og allan þann tíma sinnti Mundi starfinu af sérstakri trúmennsku þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir 31.janúar 1993.<br> Á öllum umbrotatímunum, sem fylgdu í kjölfar náttúruhamfaranna ávann hann sér traust og virðingu starfsfélaganna sem vissu í hvað honum bjó og hvaða mann hann hafði að geyma og nutu verkþekkingar hans. Það kom sér oft vel að mörg flókin vandamál vélbúnaðarins urðu einföld í huga Munda enda maðurinn greindur og glöggur. Mundi var einstaklega orðvar og vandaður í allri framkomu og að hafa slíkan mann í þjónustu sinni er hverju fyrirtæki ómetanlegt og beinlínis heiður. „Ég vil hafa alla hluti á hreinu borði að morgni, ekkert kæruleysi.“ Þótt röddin væri mild, bjó ákveðin krafa undir. Samviskusamari manni höfum við ekki kynnst. Þyrfti hann að bregða sér frá, t.d. til læknis heilan eða hálfan tíma, vann hann kauplaust , sem þeim tíma nam, að loknum vinnudegi. Því miður hampar heimurinn ekki slíkum mönnum sem skila sínu hlutverki á þann hátt sem Mundi gerði. Kannski eru þeir agnarlítil strá sem fölna eins og önnur grös jarðar. Saga þeirra fyllir ekki nein bókasöfn og því engin ástæða að lofsyngja feril þeirra. En við hin, sem þekktum hann, vitum að slíkir menn og konur skila meiri auði í andlit þjóðarinnar en mörg þrekvirki stjórnmálamanna. Við erum öll jöfn undir sólinni. Það eru aðeins blæbrigði lífsmyndarinnar sem skilja okkur að.<br> Aftur húmar að kveldi lífs og enn einn starfsmaður kveður. Við höfum séð á bak mörgum góðum félögum á liðnum árum og oft hefur haustað snemma að en allir hafa þeir skilið eftir minningar sem við eftirlifendur getum stuðst við á góðum stundum. Og nú, á þessari kveðjustund, sé ég Munda sigla út á haf eilífðarinnar. Stefnan er markviss, sól er að hníga og gliti slær á spegilsléttan sæinn. Og þegar hann nálgast ákvörðunarstaðinn sér hann löngu liðna félaga sína veifa til sín á ströndinni. Þá fellir hann seglin þegar báturinn líður inn í roða kvöldkyrrðarinnar og segir á sinn hæverska hátt: „Bráðum er ég kominn heim.“<br>
Fyrir hönd félaga minna í Áhaldahúsinu.
:::::::::::::::'''Kristinn Viðar Pálsson.'''<br><br><br>
[[Húnbogi Þorkelsson]]
'''F. 7. janúar 1916 - D. 9. apríl 2002''
Húnbogi Þorkelsson (Bogi í Sandprýði) fæddist í Vestmannaeyjum 7. janúar 1916 og lést á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum 9. apríl 2002.
Foreldrar Boga voru hjónin Þorkell Þórðarson f. 7. desember 1872 í Ormskoti í Fljótshlíð 14. júní 1945 í Vestmannaeyjum og Guðbjörg Jónsdóttir f. 3. júlí 1884 í Tungu í Fljótshlíð d. 10. desember 1952 í Vestmannaeyjum.<br>
Þann 12. apríl 1941 kvæntist Bogi eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Svanlaugu Andersen, f. 2. mars 1921 í Vestmannaeyjum.<br>
Börn Boga og Guðrúnar eru<br>
1) Jóhann Peter Andersen, maki Erla
Adólfsdóttir. Eiga þau 2 syni og 2 barnabörn.<br>
2) Þorkell Húnbogason, sambýliskona lngunn Elín Hróbjartsdóttir. Á hann 3 börn og 2 barnabörn.<br>
3) Valur Andersen, maki lngibjörg F. Bernódusdóttir. Eiga þau 2 syni.<br>
4) Eva Andersen, maki Sigurður G. Sigurjónsson. Eiga þau 2 syni og 3 barnabörn.<br>
5) Bogi Andersen, maki Hilda Klara Þórisdóttir. Eiga þau 3 börn.<br>
6) Gunnar Andersen, maki Elísabet Ruth Guðmundsdóttir. Á hann 4 börn.
7) Arnar Andersen, maki Ragnheiður H. Sigurkarlsdóttir. Eiga þau 3 syni.<br>
Bogi ólst upp í Sandprýði. Hann lauk Barnaskóla Vestmannaeyja árið 1930, tók minna mótorvélstjórapóf 1938, lauk námi í lðnskóla Vestmannaeyja 1956 og sveinsprófi í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Magna 1959. Hann fékk meistararéttindi í vélvirkjun 1962.<br>
Bogi hóf sjómennskuferil sinn sem trillu„kall“ í Ólafsfirði fyrir tvítugsaldurinn. Hann var vélstjóri og beitningarmaður á ýmsum bátum frá Vestmannaeyjum frá árinu 1938 til 1947. Hann byrjaði á lngólfi VE 216 og réri síðan m.a. á Lagarfossi VE 292, Freyju VE 260, Stakkafossi VE 245 og Erlingi VE 295. Þá var hann skipverji á Blika VE 143 þegar skipið fórst þann 1. mars 1942. Gissur Hvíti VE 5 bjargaði þá allri áhöfn Blika, 5 mönnum. Bogi endaði sjómennskuferilinn sumarið 1947 á síldveiðum á Helga Helgasyni VE 343
Bogi vann í Vélsmiðjunni Magna 1947-59 og var síðan járniðnaðarmaður í Fiskimjölsverksmiðju Vestmannaeyja samfellt frá 1959 þar til hann lét af stöfum árið 1993 þá 77 ára að aldri.<br>
Bogi vann ýmis aukastörf samhliða aðalstarfi sínu. Hann var lengi vaktmaður í erlendum togurum sem komu hingað til Eyja og í nær hálfan annan áratug var hann dyravörður á dansleikjum í Samkomuhúsinu í Eyjum.<br>
Bogi var virkur í íþróttum á sínum yngri árum og varð m.a. glímukóngur Vestmannaeyja. Þá var Bogi einn af bestu fjallamönnum Eyjanna og stundaði lundaveiðar og eggjatöku langt fram eftir aldri. Hann seig oft á Þjóðhátíð Vestmannaeyja og í mörg ár hafði hann umsjón með að strengja línu á milli Molda og Blátinds þannig að hægt væri að hengja Þórsmerkið yfir Dalinn.
Bogi starfaði mikið með Íþróttafélaginu Þór í Vestmannaeyjum og sat einnig í knattspyrnuráði ÍBV. Fyrir störf sín í þágu íþróttamála hlaut hann: Gullmerki Þórs , Gullmerki ÍBV, Gullkross ÍBV, Silfur- og Gullmerki KSÍ og Gullmerki ÍSÍ.
Bogi var virkur í Sveinafélagi Járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum og sat m. a. í stjórn þess árin 1971-75.<br>
Útför Boga í Sandprýði var gerð frá Landakirku laugardaginn 20. apríl 2002.
:::::::::::::::'''Elísabet Ruth Guðmundsdóttir'''<br>
STEFÁN BIRGISSON
Sjómannadagurinn 2001
U
ndirbúningur fyrir Sjó-mannadaginn 2001 hófst fljótlega eftir áramót. Byrj-að var á að velta upp skemmtikröftum sem hægt væri að fá til að sjá um fjörið á dansleikjum helg-arinnar. Samningar tókust fljótlega við Buttercup um að sjá um fjörið á föstu-dagskvöldinu og hin magnaða gleði-sveit, Stuðmenn, tók að sér dans-leikinn á laugardagskvöldinu. Akveðið var að báðir dansleikirnir skyldu fara fram í Höllinni, hinu nýja og glæsilega veislu- og ráðstefnuhúsi okkar Eyja-manna.
Hátíðarhöld helgarinnar hófust á föstudeginum með keppni í „Meistaradeildinni" í knattspyrnu sem fram fór undir dyggri stjórn þeirra Jóhanns B. Benónýssonar og John BeiTy. Mörg frábær lið voru mætt til leiks og það gerðist í fyrsta skipti í sögu „Meistaradeildarinnar" að lið var kært vegna ólöglegs leik-manns. Liðss