„Pysjur“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
(breyting: ábendingar frá Kára Bjarnasyni) |
||
(3 millibreytingar ekki sýndar frá 3 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
Líklega er vandfundin göfugri íþrótt en sú sem ungmenni í Vestmannaeyjum stunda í ágústmánuði. Þá fer pysjan á kreik en svo er ungi lundans ævinlega nefndur í Eyjum. Foreldrar hennar hafa hætt matargjöf nokkru áður og svengdin rekur | [[Mynd:IMG 4288.jpg|thumb|200px|right|Lundapysja.]] | ||
Líklega er vandfundin göfugri íþrótt en sú sem ungmenni í Vestmannaeyjum stunda í ágústmánuði ár hvert. Þá fer pysjan á kreik en svo er ungi [[lundi|lundans]] ævinlega nefndur í Eyjum. Foreldrar hennar hafa hætt matargjöf nokkru áður og svengdin rekur ungana úr holu sinni. En ljósin í kaupstaðnum freista og hundruðum saman fljúga þær veikum vængjum á vit ljósanna í kaupstaðnum. Þá sannast að fleirum en mannfólkinu hefur orðið hált á að glepjast af ljósadýrð og glysi borgarlífsins, því það sem mætir pysjunni við lendingu eru harðar götur og gangstéttir ellegar dimmir húsagarðar og stundum eru kettir á sveimi í vígahug. | |||
En pysjurnar eiga sér bandamenn í þessum malbiksfrumskógi. Hvarvetna eru hjálpfúsar hendur barna sem hafa það fyrir stafni að kvöldlagi í ágúst að fara um bæinn með pappakassa og safna saman þeim pysjum sem villst hafa af réttri leið. Ekki er óalgengt að afrakstur kvöldsins hjá hverjum veiðimanni sé tíu pysjur eða meira. | En pysjurnar eiga sér bandamenn í þessum malbiksfrumskógi. Hvarvetna eru hjálpfúsar hendur barna sem hafa það fyrir stafni að kvöldlagi í ágúst að fara um bæinn með pappakassa og safna saman þeim pysjum sem villst hafa af réttri leið. Ekki er óalgengt að afrakstur kvöldsins hjá hverjum veiðimanni sé tíu pysjur eða meira. | ||
Um nóttina fá pysjurnar gistingu í mannheimum, en árla morguns eru krakkar á fótum því nú á „að sleppa“. Þá er farið með kassann eitthvert þangað á eynni sem sjór er ómengaður af olíu, svo sem inn á [[Þrælaeiði|Eiði]], [[Höfðavík]] eða út á [[Ofanleitishamar]]. Þegar þangað er komið eru pysjurnar teknar ein af annari og þeim sveiflað styrkum höndum hátt á loft, og þær grípa flugið á vit frelsisins úti á sjónum. | |||
[[Flokkur:Fuglar]] |
Núverandi breyting frá og með 19. júní 2007 kl. 14:15
Líklega er vandfundin göfugri íþrótt en sú sem ungmenni í Vestmannaeyjum stunda í ágústmánuði ár hvert. Þá fer pysjan á kreik en svo er ungi lundans ævinlega nefndur í Eyjum. Foreldrar hennar hafa hætt matargjöf nokkru áður og svengdin rekur ungana úr holu sinni. En ljósin í kaupstaðnum freista og hundruðum saman fljúga þær veikum vængjum á vit ljósanna í kaupstaðnum. Þá sannast að fleirum en mannfólkinu hefur orðið hált á að glepjast af ljósadýrð og glysi borgarlífsins, því það sem mætir pysjunni við lendingu eru harðar götur og gangstéttir ellegar dimmir húsagarðar og stundum eru kettir á sveimi í vígahug.
En pysjurnar eiga sér bandamenn í þessum malbiksfrumskógi. Hvarvetna eru hjálpfúsar hendur barna sem hafa það fyrir stafni að kvöldlagi í ágúst að fara um bæinn með pappakassa og safna saman þeim pysjum sem villst hafa af réttri leið. Ekki er óalgengt að afrakstur kvöldsins hjá hverjum veiðimanni sé tíu pysjur eða meira.
Um nóttina fá pysjurnar gistingu í mannheimum, en árla morguns eru krakkar á fótum því nú á „að sleppa“. Þá er farið með kassann eitthvert þangað á eynni sem sjór er ómengaður af olíu, svo sem inn á Eiði, Höfðavík eða út á Ofanleitishamar. Þegar þangað er komið eru pysjurnar teknar ein af annari og þeim sveiflað styrkum höndum hátt á loft, og þær grípa flugið á vit frelsisins úti á sjónum.