„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2006/Túnfiskveiðar í Miðjarðarhafi“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(3 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 4: Lína 4:
<big><big><big><center>'''Túnfiskveiðar í Miðjarðarhafi'''</center></big></big></big<br>
<big><big><big><center>'''Túnfiskveiðar í Miðjarðarhafi'''</center></big></big></big<br>


<big><big><center>''' Viðtal við Ægi Ármannsson'''</center></big></big><br>
<big><big><center>''' Viðtal við Ægi Ármannsson'''</center></big></big></big<br>
  [[Mynd:Inga Rós Gunnarsdóttir.png|250px|center|thumb|Inga Rós Gunnarsdóttir]]
  [[Mynd:Inga Rós Gunnarsdóttir.png|250px|center|thumb|Inga Rós Gunnarsdóttir]]
Sjómannslífið hefur sínar góðu og slæmu hliðar eins og allt annað. [[Ægir Ármannsson]] veit það manna best. Hann var skipstjóri á Ófeigi 2. VE 324 þegar hann sökk 2001 og bjargaðist þá á yfirnáttúrlegan hátt þegar hann komst út um stýrishússglugga þegar þar var allt að fyllast af sjó og stýrishúsið komið undir yfirborð sjávar. Lengst af hefur sjómennskan verið honum mikill gleðigjafi í góðum félagsskap, hraustra og góðra félaga.
Sjómannslífið hefur sínar góðu og slæmu hliðar eins og allt annað. [[Ægir Ármannsson]] veit það manna best. Hann var skipstjóri á Ófeigi 2. VE 324 þegar hann sökk 2001 og bjargaðist þá á yfirnáttúrlegan hátt þegar hann komst út um stýrishússglugga þegar þar var allt að fyllast af sjó og stýrishúsið komið undir yfirborð sjávar. Lengst af hefur sjómennskan verið honum mikill gleðigjafi í góðum félagsskap, hraustra og góðra félaga.
Lína 19: Lína 19:
Þegar nótabátarnir voru búnir að kasta á torfu, var nótinni lagt að búrunum þar sem hlið voru á þeim, þau opnuð og einnig op á nótinni við hliðin. Kafarar fóru þá niður í nótina og ráku túnfiskinn inn í búrin. Stundum kom fyrir að allt að 300 tonn fengust í kasti en aldrei voru höfð meira en 200 tonn í búrunum í drætti og þá þurfti að deila magninu í fleiri búr. Venjulegast var Arnarborgin með tvö búr í drætti og þegar bæði voru full var haldið til lands oft um 70 sjómílur. Ekki mátti draga þau hraðar en 1,5 til 2 sjómílur svo það tók talsverðan tíma. Kafararnir fóru annað slagið í sjóinn að kanna ástand búranna meðan á drætti stóð. Þegar komið var að strönd Möltu, var búrunum lagt fyrir akkeri og aftur haldið út með tóm búr. Á veiðitímanum er túnfiskurinn magur og þegar þarna er komið með hann, er tekið til við að fita hann á makríl þar til í desember að honum er slátrað og hann sendur á markaði.<br>[[Mynd:Svamlað í sjónum, Ægir til vinstri.png|250px|thumb|Svamlað í sjónum. Ægir til vinstri]]
Þegar nótabátarnir voru búnir að kasta á torfu, var nótinni lagt að búrunum þar sem hlið voru á þeim, þau opnuð og einnig op á nótinni við hliðin. Kafarar fóru þá niður í nótina og ráku túnfiskinn inn í búrin. Stundum kom fyrir að allt að 300 tonn fengust í kasti en aldrei voru höfð meira en 200 tonn í búrunum í drætti og þá þurfti að deila magninu í fleiri búr. Venjulegast var Arnarborgin með tvö búr í drætti og þegar bæði voru full var haldið til lands oft um 70 sjómílur. Ekki mátti draga þau hraðar en 1,5 til 2 sjómílur svo það tók talsverðan tíma. Kafararnir fóru annað slagið í sjóinn að kanna ástand búranna meðan á drætti stóð. Þegar komið var að strönd Möltu, var búrunum lagt fyrir akkeri og aftur haldið út með tóm búr. Á veiðitímanum er túnfiskurinn magur og þegar þarna er komið með hann, er tekið til við að fita hann á makríl þar til í desember að honum er slátrað og hann sendur á markaði.<br>[[Mynd:Svamlað í sjónum, Ægir til vinstri.png|250px|thumb|Svamlað í sjónum. Ægir til vinstri]]
Þetta úthald var í 45 daga. Auk þess að draga búrin var Arnarborgin olíubirgðaskip. Hún lestaði olíu úr tankskipum frá Líbýu og dældi henni síðan í veiðiskipin og dráttarbátana, úti á miðunum, eftir þörfum. Veðrið var alltaf gott og stundum stungu menn sér í sjóinn og syntu sér til ánægju og hressingar. Þegar þessu lauk, um miðjan júlí, fóru Arnarborgin og Erla til annarra verkefna í Nigeríu í Afríku en Ægir flaug heim reynslunni ríkari. Risarækjuveiðarnar breyttust í drátt á túnfiskbúrum frá miðunum við Möltu að ströndum hennar og tómum búrum út til baka. Þau voru orðin mörg búrin þarna við landið, full af túnfiski, þegar vertíð lauk. Afkoman var þokkaleg, samningar útgerðar og mannskaps héldu en tekjurnar hefðu kannski orðið meiri ef af risarækjufiskiríi hefði orðið eins og til stóð. En það var gaman að kynnast þessu þótt aldrei hafi verið farið í land á veiðitímanum.
Þetta úthald var í 45 daga. Auk þess að draga búrin var Arnarborgin olíubirgðaskip. Hún lestaði olíu úr tankskipum frá Líbýu og dældi henni síðan í veiðiskipin og dráttarbátana, úti á miðunum, eftir þörfum. Veðrið var alltaf gott og stundum stungu menn sér í sjóinn og syntu sér til ánægju og hressingar. Þegar þessu lauk, um miðjan júlí, fóru Arnarborgin og Erla til annarra verkefna í Nigeríu í Afríku en Ægir flaug heim reynslunni ríkari. Risarækjuveiðarnar breyttust í drátt á túnfiskbúrum frá miðunum við Möltu að ströndum hennar og tómum búrum út til baka. Þau voru orðin mörg búrin þarna við landið, full af túnfiski, þegar vertíð lauk. Afkoman var þokkaleg, samningar útgerðar og mannskaps héldu en tekjurnar hefðu kannski orðið meiri ef af risarækjufiskiríi hefði orðið eins og til stóð. En það var gaman að kynnast þessu þótt aldrei hafi verið farið í land á veiðitímanum.
><div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''[[Inga Rós Gunnarsdóttir]]'''</div><br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''[[Inga Rós Gunnarsdóttir]]'''</div><br>


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 2. september 2019 kl. 13:18

INGA RÓS GUNNARSDÓTTIR



Túnfiskveiðar í Miðjarðarhafi

</big

Viðtal við Ægi Ármannsson

</big

Inga Rós Gunnarsdóttir

Sjómannslífið hefur sínar góðu og slæmu hliðar eins og allt annað. Ægir Ármannsson veit það manna best. Hann var skipstjóri á Ófeigi 2. VE 324 þegar hann sökk 2001 og bjargaðist þá á yfirnáttúrlegan hátt þegar hann komst út um stýrishússglugga þegar þar var allt að fyllast af sjó og stýrishúsið komið undir yfirborð sjávar. Lengst af hefur sjómennskan verið honum mikill gleðigjafi í góðum félagsskap, hraustra og góðra félaga. Sumarið 2005 lenti hann í sérstöku ævintýri við túnfiskveiðar í Miðjarðarhafi.

En fyrst af honum sjálfum. Ægir er fæddur í Reykjavík 29. mai 1956. Þegar hann var barn að aldri, fluttist fjölskyldan í sveit, fyrst að Draghálsi í Borgarfirði og síðan að Hömluholti í Eyjahreppi á Snæfellsnesi. Þegar hann var 7 ára, brann íbúðarhúsið og enn flutti fjölskyldan nú að Ytribug í Fróðárhreppi rétt við Ólafsvík. Hingað til Eyja var svo flutt 1974, árið eftir eldgosið.

Fyrir vestan lauk Ægir prófi frá unglingaskóla og settist í Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum þegar hann hóf starfsemi sína aftur, eftir gos, haustið 1975. Hann hafði þá verið til sjós, fyrst á Eimskipafélagsskipinu Tungufossi, síðan á Arnarbergi RE, Gullborgu VE og Bug VE. Vorið 1977 útskrifaðist hann með 2. stigs skipstjórnarréttindi.
Eftir Ófeigsslysið fór Ægir til Kína, á vegum útgerðar Ófeigs, að sækja nýsmíðaðan Stíganda VE 77 sem útgerðin hafði átt þar í smíðum. Það var sérstök reynsla og gaman að vera með í þeirri ferð. Þegar þeir nálguðust Malakkasundið milli Malasiu og Sumötru, komu aðvaranir á inmarsatinu um að þar gætu sjóræningjar verið við iðju sína. Áður en Stígandi fór frá Kína, voru þeir líka varaðir við þessari hættu en jafnframt tekið fram að Stígandi væri ekki feitur biti fyrir þá. Það voru helst skip með verðmætari farma sem þeir herjuðu á. Stigarnir á báðum síðum Stíganda voru klæddir þannig að ómögulegt var að nota þá til uppgöngu og smúlar hafðir klárir á báðum síðum. Ótrúlega mikil skipaumferð var þarna í Malakkasundinu svo vel þurfti að fylgjast með henni. Sams konar aðvaranir komu þegar þeir nálguðust Rauðahafið en sem betur fer urðu þeir engra sjóræningja varir. Eftir siglingu á Rauðahafinu var komið að Suezskurðinum þar sem olía var tekin og eftir mikið pappírsvesen var siglt í gegnum hann. Þaðan var haldið vestur Miðjarðarhafið og stoppað í sólarhring í Ceuta í Tangier. Ceuta er nyrst í Afríku sunnanmegin í Gíbraltarsundinu. Þar var fyllt upp af olíu og kostur tekinn í lokaáfanga siglingarinnar. Ferðin gekk mjög vel, blíðuveður alla leið frá Kína þar til þeir fóru að nálgast Eyjarnar en þá var um tíma smákaldaskítur. Þangað komu þeir 18. mars 2002 eftir 35 daga siglingu.

Nótabátarnir búnir að kasta á túnfisktorfu. Fjórir litlir bátar halda nótinni sundur svo ekki þrengist um of að túnfiskinum. Síðan er búrunum lagt að nótinni

Eftir 1 ár á Stíganda hætti Ægir til sjós um tíma. Honum leið ekki vel á sjónum eftir slysið og ætlaði að vinna úr því með starfi í landi. Þá bauðst honum kennarastarf við Stýrimannaskólann í Reykjavík, nú Fjöltækniskóla Íslands, og kenndi þar í þrjár annir. Það var góður tími en aðstæður breyttust og Ægir fór að vinna við húsasmíðar um tíma. Þá varð hann fyrir því óhappi að detta niður af vinnupalli og slasast töluvert en hann náði sér fljótt.

HALDIÐ TIL VEIÐA í MIÐJARÐARHAFI
Sl. sumar, 2005 var Ægir skipstjóri á Arnarborginni, sem er skráð í Lettlandi, og átti að halda til risarækjuveiða í Miðjarðarhafi, nánar tiltekið í landhelgi Líbýu suður af Möltu. Annar togari, Erla, líka skráður í Lettlandi sem Björgvin, bróðir Ægis, var með, átti líka að taka þátt í þessum veiðiskap. Arnarborgin hét Hágangur 1. þegar hún kom fyrst til landsins og var keypt til þess að taka þátt í veiðunum í Smugunni í Barentshafi. Hún er ágætlega útbúið skip, 52 m að lengd um 800 bt og það fór vel um mannskapinn þar um borð. Eigandi er Jón Steinar Árnason. Bæði þessi skip höfðu verið á rækjuveiðum á Flæmska hattinum en nú þegar grundvöllur þeirra veiða var brostinn, var leitað annarra verkefna fyrir þau og þessi varð niðurstaðan, risarækjuveiðar við strendur Líbýu. Auk Björgvins og Ægis voru vélstjórarnir íslenskir en aðrir í áhöfnunum voru Lettar og Rússar, alls sjö menn á hvoru skipi. Aflann átti að frysta um borð.

Lagt var af stað frá Hafnarfirði 24. apríl 2005. Útgerðarmenn skipanna höfðu ákveðið að þau skyldu draga hvort annað til skiptis til þess að spara olíu og var þeim fyrirmælum hlýtt.

Ægir, Kínverjinn Lee og flaggkapteinninn Janus

Hinn 12. mai, eftir 16 daga siglingu, var komið til Möltu. Þá kom í ljós að samningarnir um veiðarnar í landhelgi Líbýu höfðu ekki tekist svo að ekkert varð af þeim. En þá tókust samningar um þátttöku skipanna í túnfiskveiðum á vegum Maltverja þar í kringum eyjuna en þó aðallega sunnan við hana.
Þriðja skipið bættist þá í hópinn, Eyborg frá Dalvík og þrír menn í áhafnirnar, tveir kafarar frá Möltu og Kínverji, sérhæfður starfsmaður, til þess að verka fisk, sem dræpist í búrunum, í seljanlega vöru. Þessar veiðar, sem hófust fyrsta júní, ganga þannig fyrir sig að flugvélar leita að túnfisktorfum. Tveir

litlir bátar eru saman um nót og kasta þeir á torfurnar. Arnarborgin var í því að draga kvíar eða búr, sem eru líkar Keikóbúrinu hérna á Klettsvíkinni, venjulega tvö, hvort á eftir öðru frá landi út á miðin og til baka. Sérstakir dráttarbátar, sem voru alltaf úti á miðunum, tóku þar við þeim og drógu þau eftir því hvar veiðin var hverju sinni.

Tvö tóm búr dregin út á miðin

Þegar nótabátarnir voru búnir að kasta á torfu, var nótinni lagt að búrunum þar sem hlið voru á þeim, þau opnuð og einnig op á nótinni við hliðin. Kafarar fóru þá niður í nótina og ráku túnfiskinn inn í búrin. Stundum kom fyrir að allt að 300 tonn fengust í kasti en aldrei voru höfð meira en 200 tonn í búrunum í drætti og þá þurfti að deila magninu í fleiri búr. Venjulegast var Arnarborgin með tvö búr í drætti og þegar bæði voru full var haldið til lands oft um 70 sjómílur. Ekki mátti draga þau hraðar en 1,5 til 2 sjómílur svo það tók talsverðan tíma. Kafararnir fóru annað slagið í sjóinn að kanna ástand búranna meðan á drætti stóð. Þegar komið var að strönd Möltu, var búrunum lagt fyrir akkeri og aftur haldið út með tóm búr. Á veiðitímanum er túnfiskurinn magur og þegar þarna er komið með hann, er tekið til við að fita hann á makríl þar til í desember að honum er slátrað og hann sendur á markaði.

Svamlað í sjónum. Ægir til vinstri

Þetta úthald var í 45 daga. Auk þess að draga búrin var Arnarborgin olíubirgðaskip. Hún lestaði olíu úr tankskipum frá Líbýu og dældi henni síðan í veiðiskipin og dráttarbátana, úti á miðunum, eftir þörfum. Veðrið var alltaf gott og stundum stungu menn sér í sjóinn og syntu sér til ánægju og hressingar. Þegar þessu lauk, um miðjan júlí, fóru Arnarborgin og Erla til annarra verkefna í Nigeríu í Afríku en Ægir flaug heim reynslunni ríkari. Risarækjuveiðarnar breyttust í drátt á túnfiskbúrum frá miðunum við Möltu að ströndum hennar og tómum búrum út til baka. Þau voru orðin mörg búrin þarna við landið, full af túnfiski, þegar vertíð lauk. Afkoman var þokkaleg, samningar útgerðar og mannskaps héldu en tekjurnar hefðu kannski orðið meiri ef af risarækjufiskiríi hefði orðið eins og til stóð. En það var gaman að kynnast þessu þótt aldrei hafi verið farið í land á veiðitímanum.