„Gagnaver“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
|||
(6 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 35: | Lína 35: | ||
== [[Ljósmyndir Kristins Benediktssonar]] == | == [[Ljósmyndir Kristins Benediktssonar]] == | ||
Hér má sjá hluta af ljósmyndum Kristins Benediktssonar sem teknar voru árið 1973 en þær varpa ljósi á ástand eyjunnar og björgunaraðgerðir. | Hér má sjá hluta af ljósmyndum Kristins Benediktssonar sem teknar voru árið 1973 en þær varpa ljósi á ástand eyjunnar og björgunaraðgerðir. | ||
Kristinn vann við ljósmyndun og blaðamennsku frá árunum 1966-2012. Hann hóf nám hjá Þóri Óskarssyni ljósmyndara í Reykjavík á árunum 1966-1970. Samhliða náminu starfaði hann hjá Morgunblaðinu undir handleiðslu Ólafs K. Magnússonar. Eftir nám hér heima var Kristinn fastráðinn ljósmyndari Morgunblaðsins til 1975 er hann fór til frekari náms í faginu í Bandaríkjunum. | |||
<gallery> | |||
Mynd:Kr Ben 002.jpg | |||
Mynd:Kr Ben 005.jpeg | |||
Mynd:Kr Ben 020.jpg | |||
Mynd:Kr Ben 023.jpg | |||
Mynd:Kr Ben 047.jpg | |||
</gallery> | |||
== [[Ljósmyndir Prof. Dr. Peter Everts]] == | == [[Ljósmyndir Prof. Dr. Peter Everts]] == |
Núverandi breyting frá og með 24. maí 2019 kl. 12:49
ELDHEIMAR er gosminjasýning. Sýningin miðlar fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973, sem án efa telst til stærstu náttúruhamfara Íslandssögunnar. Skyggnst er inn í mannlífið og umhverfið í Vestmannaeyjum fyrir gos og hvernig náttúruhamfarirnar 1973 gripu inn í samfélagið og líf fólksins. Nær allir íbúar Heimaeyjar urðu að yfirgefa heimili sín í skyndi og flýja eyjuna. Margir sáu húsin sín, sem og megnið af eigum sínum aldrei aftur.
Gosið hófst aðfararnótt 23. janúar 1973 á Heimaey, einu byggðu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum. Það stóð yfir í rúmlega 5 mánuði. Hraun og aska eyðilögðu þriðjung byggðarinnar í Eyjum, eða tæplega 400 hús og byggingar. Meðan gosið stóð yfir var mikil óvissa um það hvort nokkurn tímann yrði aftur mannabyggð á eyjunni.
Fyrir gos bjuggu um 5.300 manns í Vestmannaeyjum. Allt þetta fólk, nema um 200 manns sem urðu eftir við björgunarstörf, flúði til meginlands Íslands þar sem það bjó í bráðabirgðahúnæði og beið á milli vonar og ótta eftir því hvað framtíðin bæri í skauti sér.
Fregnir af gosinu, sem breytti landslaginu í Vestmannaeyjum svo um munaði, fóru um heimsbyggðina og þegar því lauk flykktust fréttamenn, ferðamenn og vísindamenn allstaðar að úr heiminum á staðinn til þess að sjá með eigin augum hvers náttúruöflin eru megnug. Hraun og aska hylja um 2,5 km2 af eyjunni þ.á.m. hluta af miðbænum, risið er nýtt 220 metra hátt fjall, Eldfell og eyjan hefur stækkað um 2 km2
Nú 40 árum síðar er risin gosminjasýningin Eldheimar, sem lýsir þessari atburðarrás á áhrifamikinn hátt. Miðpunktur sýningarinnar er húsið, sem stóð við Gerðisbraut 10. Húsið, sem grófst undir ösku í gosinu hefur nú verið grafið upp. Hægt er að sjá á áhrifamikinn hátt dæmi um hvernig náttúruhamfarirnar fóru með heimili fólks.
Á sýningunni er einnig farið yfir þróun Surtseyjar, eyjunnar, sem reis úr hafi sunnan við Heimaey árið 1963. Eldgosið í Surtsey stóð yfir í nær 4 ár. Eftir gosið var Surtsey gerð að lokuðu nátturverndarsvæði, sem gerði vísindaheiminum mögulegt að fylgjast með hvernig nýtt líf og vistkerfi verður til. Surtsey hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO síðan 2008.
Tímarit
Tímarit.is er stafrænt safn sem veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.
Sigurgeir.is
Félagið Sigurgeir ljósmyndari ehf. var stofnað fyrri hluta ársins 2005 af Sigurgeiri Jónassyni, börnum hans og fjölskyldum þeirra.
Markmið félagsins er að varðveita og skrá ljósmyndasafn Sigurgeirs og þannig samtímis að forða því frá glötun og gera það aðgengilegt á stafrænu formi og á veraldarvefnum.
Viðtöl
Ljósmyndir Kristins Benediktssonar
Hér má sjá hluta af ljósmyndum Kristins Benediktssonar sem teknar voru árið 1973 en þær varpa ljósi á ástand eyjunnar og björgunaraðgerðir.
Kristinn vann við ljósmyndun og blaðamennsku frá árunum 1966-2012. Hann hóf nám hjá Þóri Óskarssyni ljósmyndara í Reykjavík á árunum 1966-1970. Samhliða náminu starfaði hann hjá Morgunblaðinu undir handleiðslu Ólafs K. Magnússonar. Eftir nám hér heima var Kristinn fastráðinn ljósmyndari Morgunblaðsins til 1975 er hann fór til frekari náms í faginu í Bandaríkjunum.
Ljósmyndir Prof. Dr. Peter Everts
Smá texti um Peter Everts og störf hans.
Surtseyjarmyndir
Vantar upplýsingar um höfund myndana.