„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1999/ Nýjar hugmyndir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
<big>[[Guðrún Pétursdóttir]]</big><br>
<big><center>[[Guðrún Pétursdóttir]]</center></big><br>
<big><big>Nýjar hugmyndir</big></big><br>
<big><big><center>Nýjar hugmyndir</center></big></big><br>
[[Mynd:Guðrún Pétursdóttir Sdbl. 1999.jpg|thumb|250x250dp|Guðrún Pétursdóttir]]
[[Mynd:Guðrún Pétursdóttir Sdbl. 1999.jpg|thumb|250x250dp|Guðrún Pétursdóttir]]
Það kom mér á óvart, þegar ég kom til starfa við Sjávarútvegsstofnun H.Í. fyrir fjórum árum, hvað rannsóknir sem varða sjávarútveg eru þar fjölbreyttar. Það liggur við að fengist sé við sjávarútveg með einhverjum hætti í flestum deildum Háskólans,  - (kannski ekki beinlínis í guðfræðideild, en fiskimennirnir við Genesaretvatn eru nú ofarlega á baugi á þeim bæ og hver vildi ekki geta mettað fimm þúsund með tveimur fiskum í dag eins og þá?). Athugun á rannsóknarskrá Háskólans leiddi í ljós, að á þeim tíma var verið að vinna að mörgum tugum verkefna sem snertu hafið og sjávarútveg beint eða óbeint. Þessar rannsóknir spönnuðu allt mögulegt, s.s. lifnaðarhætti marflóa, stofnstærðir og fæðuvenjur sjófugla, dýralíf á sjávarbotni,  erfðarannsóknir á fiskistofnum, vinnslu verðmæta úr fiskslógi, tölvutækni við fiskvinnslu, orkusparnað í mjölvinnslu, vinnuaðstæður fiskverkakvenna, fjölþjóðlegan samanburð á framlegð í fiskvinnslu, aflaspárkerfi fyrir skipsstjórnendur svo fáein dæmi séu nefnd.<br>
Það kom mér á óvart, þegar ég kom til starfa við Sjávarútvegsstofnun H.Í. fyrir fjórum árum, hvað rannsóknir sem varða sjávarútveg eru þar fjölbreyttar. Það liggur við að fengist sé við sjávarútveg með einhverjum hætti í flestum deildum Háskólans,  - (kannski ekki beinlínis í guðfræðideild, en fiskimennirnir við Genesaretvatn eru nú ofarlega á baugi á þeim bæ og hver vildi ekki geta mettað fimm þúsund með tveimur fiskum í dag eins og þá?). Athugun á rannsóknarskrá Háskólans leiddi í ljós, að á þeim tíma var verið að vinna að mörgum tugum verkefna sem snertu hafið og sjávarútveg beint eða óbeint. Þessar rannsóknir spönnuðu allt mögulegt, s.s. lifnaðarhætti marflóa, stofnstærðir og fæðuvenjur sjófugla, dýralíf á sjávarbotni,  erfðarannsóknir á fiskistofnum, vinnslu verðmæta úr fiskslógi, tölvutækni við fiskvinnslu, orkusparnað í mjölvinnslu, vinnuaðstæður fiskverkakvenna, fjölþjóðlegan samanburð á framlegð í fiskvinnslu, aflaspárkerfi fyrir skipsstjórnendur svo fáein dæmi séu nefnd.<br>

Núverandi breyting frá og með 11. apríl 2019 kl. 13:08

Guðrún Pétursdóttir


Nýjar hugmyndir


Guðrún Pétursdóttir

Það kom mér á óvart, þegar ég kom til starfa við Sjávarútvegsstofnun H.Í. fyrir fjórum árum, hvað rannsóknir sem varða sjávarútveg eru þar fjölbreyttar. Það liggur við að fengist sé við sjávarútveg með einhverjum hætti í flestum deildum Háskólans, - (kannski ekki beinlínis í guðfræðideild, en fiskimennirnir við Genesaretvatn eru nú ofarlega á baugi á þeim bæ og hver vildi ekki geta mettað fimm þúsund með tveimur fiskum í dag eins og þá?). Athugun á rannsóknarskrá Háskólans leiddi í ljós, að á þeim tíma var verið að vinna að mörgum tugum verkefna sem snertu hafið og sjávarútveg beint eða óbeint. Þessar rannsóknir spönnuðu allt mögulegt, s.s. lifnaðarhætti marflóa, stofnstærðir og fæðuvenjur sjófugla, dýralíf á sjávarbotni, erfðarannsóknir á fiskistofnum, vinnslu verðmæta úr fiskslógi, tölvutækni við fiskvinnslu, orkusparnað í mjölvinnslu, vinnuaðstæður fiskverkakvenna, fjölþjóðlegan samanburð á framlegð í fiskvinnslu, aflaspárkerfi fyrir skipsstjórnendur svo fáein dæmi séu nefnd.

Við lifum á fiski og starfsemi Háskólans endurspeglar það, eins og vera ber.
Hlutverk Sjávarútvegsstofnunar H.Í. er að efla þekkingarleit á öllum þeim sviðum sem að sjávarútvegi lúta og styrkja samstarf milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana innan Háskólans og utan, heima og erlendis. Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt hlutverk, í grundvallaratriðum gerólíkt hefðbundinni ímynd einyrkjans í vísindum, mannafælunnar sem grúfir sig yfir smásjána og talar helst aldrei við neinn. Þessi manngerð er að vísu á hröðu undanhaldi, - í mikilli útrýmingarhættu, - því í dag eru samskipti grundvallaratriði í starfi æ fleiri vísindamanna. Það á svo sannarlega við um starf Sjávarútvegsstofnunar, - með því að hlusta og spyrja verða nýjar hugmyndir til, svo er að leita að rétta fólkinu og færri leið til að fjármagna og framkvæma, - gera hugmyndir að veruleika. Í þessari grein langar mig að kynna stuttlega nokkur þeirra verkefna sem verið er að vinna að á vegum Sjávarútvegsstofnunar H.Í. og gefa þar með innsýn inn í fjölbreytni nýrra hugmynda sem nú eru uppi varðandi þróun í sjávarútvegí.

Hugbúnaðarþróun
Meðal þessara verkefna má nefna tvenns konar rannsóknir sem lúta að þróun hugbúnaðar: Upplýsingakerfi fyrir skipstjóra fiskiskipa og aðgerðarannsóknir á rekstri fiskeldisstöðva. Í nokkur ár hefur í samvinnu við Radíómiðun h.f. verið unnið að þróun hugbúnaðar og gagnabanka, sem nýst geta skipstjórnarmönnum fiskiskipa. Fyrir tveimur árum var lokið við gerð svokallaðs aflaspárkerfis, sem byggðí á nafnleyndum skýrslum um afla á Íslandsmiðum. Kerfinu var ætlað að styðja ákvarðanatöku um val á fiskimiðum eftir tegundum, árstíma, veiðarfærum og veðurfari. Faglega gekk þessi vinna mjög vel, en því miður mætti aflaspárkerfið andstöðu meðal ýmissa skipsstjórnarmanna, - og var hætt við frekari þróun og notkun þess.
Áfram var þó unnið að þróun annarra hjálpartækja fyrir stjórnendur fiskiskipa. Þar á meðal eru þessir þrír þættir, sem nú er unnið að:
• Veiðarfæraskráning er hugbúnaður sem gerir skipstjórnarmönnum kleift að skrá allar stillingar á veiðarfærum við hverja notkun og tengja þessar skráningar við færslur um aflabrögð. Vonast er til að samtenging skráninga og frekari úrvinnsla gagnist mönnum við að velja veiðarfæri og stillingar sem henta best aðstæðum hverju sinni.
• Sjávarföll og straumar. Hér er um að ræða hugbúnað sem byggir á reiknilíkani af sjávarföllum í hafinu umhverfis Ísland og setur niðurstöður reiknilíkansins fram á myndrænan hátt. Skipstjórnarmenn geta þá valið tiltekinn stað og beðið um mynd sem sýnir sjávarhæð og strauma þar eftir tiltekinn tíma. • Tölvuvædd veðurkort. Í samstarfi við Veðurstofu Íslands hefur verið þróað kerfi fyrir skipstjórnarmenn svo þeir geti séð spár um þróun veðurkerfa í myndrænni framsetningu á tölvuskjá sínum.

Hollenskt verksmiðjuskip, 104 m. á lengd, á síldveiðum með flottroll í Síldarsmugunni, þegar íslensku nótaskipin voru þar á síldveiðum í fyrra.

Einnig er unnið að rannsóknum á því hvernig nýta megi reiknilíkön aðgerðarannsókna sem hjálpartæki við ákvarðanatöku í fiskeldisstöðvum. Markmiðið er að þróa hugbúnað fyrir stjórnendur slíkra stöðva. Horft er bæði til eldis kaldsjávarfiska (m.a. lax) og fiska sem al dir eru í hlýjum sjó í Miðjarðarhafi (m.a. barri), og einnig til fyrirtækja sem auk eldis eru með fiskvinnslu til að auka verðmæti afurðanna. Prófaðar hafa verið nokkrar gerðir af svokölluðum „bestunarlíkönum“, til að sjá hvernig best er að áætla heildarframleiðsluna og eins til að kanna hvernig best sé að skipuleggja slátrun fiskanna. Einnig er unnið að þróun líkans af rekstri fiskeldisstöðva, sem á að geta nýst stjórnendum almennt.

Verklag og vinnutilhögun í fiskiðnaði
Það er hverju fyrirtæki mikilvægt að haldast vel á góðu starfsfólki. Þekking og færni haldast í hendur við reynslu, þær auka afköst og þeim er miðlað áfram við þjálfun nýrra starfsmanna. Því er nokkuð á sig leggjandi til að skapa starfsmönnum sem bestar vinnuaðstæður og greina það sem betur má fara. Í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins er unnið að rannsókn á félagslegum áhættuþáttum í fiskiðnaði, en það er í fyrsta sinn sem slíkir áhættuþættir eru skoðaðir hérlendis með tilliti til þeirrar tækniþróunar sem átt hefur sér stað undanfarin ár við vinnslu sjávarafurða.

Kastljósinu er beint að ýmsum þáttum í vinnuskipulagi, sem taldir eru skipta máli fyrir vellíðan og viðhorf starfsmanna til þeirra eru könnuð. Markmiðið er ekki að beina athyglinni að vandamálum og láta svo þar við sitja, heldur einmitt að finna hvar skórinn kreppir til að geta breytt því og bætt úr. Það er margt, sem hefur áhrif á vellíðan starfsmanna, og það er misjafnt frá einum til annars. Nefna má þætti eins og kröfu um einbeitingu samfara miklum vinnuhraða og vinnumagni; þætti eins og einangrun og einhæfni í starfi, en í því sambandi er til dæmis vert er að athuga hvaða áhrif nýjar gerðir flæðilína hafa á samskipti starfsfólks og líðan þess, bæði andlega og líkamlega. Svo eru spurningar eins og hversu mikilvægur er sveigjanlegur starfstími, - hvernig er það breytilegt eftir aldri og hvernig er best að koma til móts við slíkar þarfir? Hvernig vaktafyrirkomulag gefst best fyrir mismunandi hópa? Hvernig er skilvirkast og best að hafa eftirlit með vinnu starfsmanna, hvernig á að koma á framfæri upplýsingum um árangur og hverjir eru möguleikar starfsfólks til að hafa áhrif á framkvæmd vinnunnar? Erlendar rannsóknir hafa sýnt að þessir þættir geta haft afgerandi áhrif á líðan starfsmanna og heilsu þeirra og það skilar sér fljótt til fyrirtækjanna að taka tillit til þess við skipulag vinnunnar. Til þess er leikurinn gerður að útvega hlutlægar upplýsingar um þessi atriði hér á landi, - hagnýting þeirra er svo í höndum þeirra sem hagsmuna eiga að gæta.

Flökkustofnar og nýting þeirra
Það getur verið erfitt að ná sátt um það hvernig nýta beri fiskistofna sem halda sig innan lögsögu eins lands. En það er einfalt miðað við þau vandamál sem rísa þegar komast á að samkomulagi um nýtingu fiskistofna sem flakka milli lögsagna. Hvernig er hagkvæmast að haga nýtingu þeirra og hvernig verður slíku samkomulagi náð í samningum milli þjóða? Ef hver þjóð keppist við að ná sem mestu af stofninum meðan hann er innan hennar lögsögu, er hætt við ofnýtingu og hruni stofnsins. Þá er heldur ekki tekið tillit til hrygningartíma eða ástands fiskjarins almennt. Það er óhagkvæmt að veiða fiskinn meðan hann er lítill og magur, - betra að bíða, en þá er hann kannski kominn inn í lögsögu nágrannaþjóðarinnar og hún græðir á öllu saman. Spurningin er hvernig hagsmunir sem flestra verða best tryggðir. Um það fjallar viðamikið samstarfsverkefni styrkt af Evrópusambandinu, þar sem hagfræðingar, stærðfræðingar og líffræðingar frá háskólum og rannsóknarstofnunum í Noregi, Finnlandi, Bretlandi, Portúgal og Íslandi leiða saman hesta sína. Til að varpa frekara ljósi á viðfangsefnið eru bláuggatúnfiskveiðar í Atlantshafi og veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum teknar til sérstakrar athugunar. Auk líffræði og hagfræði gegna leikjafræði og umfangsmiklir tölvureikningar miklu hlutverki í þessu verkefni.

Auðlindanýting og Fiskifræði sjómanna
Fiskveiðisamfélög við Norður- Atlantshaf eru rannsökuð út frá sjónarhorni mannfræðinnar í norrænu samstarfsverkefni, þar sem tekið er mið af kenningum um nýtingu almenninga, umhverfisvanda og viðhorf til eignarréttar og opinberrar stjórnunar. Íslenski hlutinn beinist að þeim breytingum sem átt hafa sér stað á síðustu árum í sjávarútvegi Íslendinga og þeirri orðræðu sem hér fer fram um auðlindir hafsins og nýtingu á þeim. Áhersla er lögð á þorskveiðar og félagsleg áhrif kvótakerfisins, breytingar á skiptingu aflaheimilda og pólitísk átök og siðferðilegar deilur um viðskipti með aflaheimildir.
Önnur rannsókn sem lýtur að mannfræði og sjávarútvegi fjallar um þekkingu sjómanna, einkum skipstjóra og stýrimanna, á því vistkerfi sem þeir nýta, eðli þessarar þekkingar og þýðingu. Kastljósinu er beint að því í hverju þekking sjómanna sé fólgin, hvernig hennar er aflað, að hve miklu leyti viðhorf til hennar hafa breyst undanfarna áratugi, hvernig hún nýtist við stjórn fiskveiða um þessar mundir og hvort nýta mætti hana betur en nú er gert. Gagna er aflað með viðtölum og þátttökuathugun, einkum í Vestmannaeyjum og Sandgerði, en einnig er stuðst við tölulegar upplýsingar og ritaðar heimildir.
Niðurstöður eru bornar saman við niðurstöður rannsókna félagsvísindamanna á hliðstæðum viðfangsefnum í öðrum samfélögum. Rannsókninni er ætlað að stuðla að auknum skilningi á eðli starfsnáms, þekkingaröflun við fiskveiðar og hvernig megi sem best nýta alþýðlega þekkingu við stjórnun auðlinda. Þannig hefur hún bæði vísindalegt og hagnýtt gildi.

Botndýr á Íslandsmiðum (BIOICE)
Hér er um að ræða mjög umfangsmikið rannsóknarverkefni sem Sjávarútvegsstofnun á aðild að. Markmið verkefnisins er að kortleggja botndýralífið í allri íslensku lögsögunni og koma upp varanlegum gagnagrunni með tilheyrandi safni sýna. Þetta er stórfenglegt verkefni og ekki margar þjóðir sem geta státað sig af að hafa tekist á hendur að uppfylla með jafn áþreifanlegum hætti þann þátt Ríósáttmálans, sem kveður á um ábyrgð þjóða á því að kortleggja lífríkið innan sinna landsvæða og lögsögu. Fjöldi innlendra og erlendra stofnana og vísindamanna tekur þátt í verkefninu, sem hófst formlega árið 1991. Íslensku lögsögunni, sem er átta sinnum stærri en landið sjálft, var skipt upp í reiti og vísindalegum aðferðum beitt við ákvörðun um hvar sýni yrðu tekin með tilliti til botngerðar, dýpis, fjarlægðar frá landi osfrv, svo að sem sannferðugust mynd fengist af botndýralífinu.
Á annan tug rannsóknarleiðangra hafa verið farnir til að safna sýnum. Þar kemur góð samvinna við erlenda og innlenda aðila að miklum notum, því auk Hafrannsókanstofnunarinnar hafa norskar og færeyskar rannsóknarstofnanir lagt skip til þessara leiðangra, sem eru óhemjulega dýrir. Slaka þarf sköfu niður á botn, - og það getur tekið marga klukkutíma að koma henni alla leið á meira en tvöþúsund metra dýpi, - og þá er ótalin ferðin upp aftur. Síðan eru sýnin skoðuð, flokkuð og skráð í aðalstöðvum verkefnisins í Sandgerði, þar sem 11 manns starfa að þessu verkefni.
Hróður Rannsóknarstöðvarinnar í Sandgerði hefur borist víða og árið 1998 hlaut hún, fyrst íslenskra vísindastofnana, viðurkenningu Evrópusambandsins sem ,,Einstæð vísindaaðstaða" (Largescale Facility) í tengslum við mannauðsáætlun ESB. Slík viðurkenning felur m.a. í sér ferðastyrki ESB til handa evrópskum vísindamönnum sem kjósa að nýta sér aðstöðuna, en er jafnframt mikil viðurkenning fyrir BIOICE verkefnið, Rannsóknastöðina í Sandgerði og vísindi hér á landi.

Danskt eftirlitsskip í færeysku lögsögunni. Skipverjar úr áhöfn þess komu oft um borð í íslensku nótaskipin þegar þau voru þar að veiðum. Ljósm.: Sigurg. Sævaldsson.

Slysavarnir á sjó
Að lokum langar mig að minnast á nýtt verkefni um slysavarnir, sem unnið er í samvinnu við Slysavarnarfélag Íslands. Sjávarútvegsstofnun hefur látið sig slysavarnir miklu varða. Fyrir nokkrum árum gerði stofnunin könnun á viðhorfum sjómanna til öryggismála, - og þar komu greinilega fram ýmsir veikir hlekkir í öryggisgæslu, nýliðaþjálfun, verklagi og hreinlega í hönnun skipa og búnaðar. Í þessu nýja verkefni er tekið á slysavörnum með aðferðum áhættugreiningar, - en slíkar greiningar eru meðal annars vel þekktar í fiskvinnslu bæði á sjó og landi. Aðferðin er sjómönnum því ekki framandi og í samvinnu við þá er verið að fara skipulega gegnum vinnuferlin um borð í mismunandi tegundum veiðiskipa í flotanum. Hver aðgerð um borð er skoðuð, eins og um keðju væri að ræða. Allir veikir hlekkir eru merktir sérstaklega til þess að hægt verði að taka markvisst á þeim í kjölfarið. Þetta er eins og hver önnur gæðastjórnun, - og einn lykilþátturinn er að skilgreina vel verksvið, verklag og ábyrgð hvers og eins starfsmanns. Það þarf að vera á hreinu hver á að gera hvað og hvernig. Það á eins við á sjó og annars staðar, að þar sem hætta er á ferðum þarf að draga úr tilviljunum. Hættulega staði um borð þarf að merkja og bæta úr, og reglu þarf að koma á eftirlit og viðhald bilnaðar sem getur valdið slysum ef hann bilar.

Bergur VE 44 áður en hann var teygður á alla knata, lengdur, breikkaður og dýpkaður, á landleið með fullfermi af loðnu. Ljósm.: Sigurg. Sævaldsson.

Það er umhugsunarvert hvílíkur reginmunur er á öryggismálum á sjó annars vegar og í lofti hins vegar. Í fluginu er verklag niðurneglt, ábyrgð skýr oa tekið af festu ekki bara á öllum slysum, heldur á öllum atvikum þar sem slys hefðu getað orðið. Allir vita. að fjöldi slysa og óhappa á sjó kemst aldrei á blað, - hvað þá atvik þar sem tókst að koma í veg fyrir slys! Það er ljóst að enn er langt í land með að rétt sé staðið að öryggismálum sjómanna. Með markvissri áhættuþáttagreiningu nálgumst við takmarkið,- en við komumst ekki þangað með greiningum einum saman, - aðgerðir verða að fylgja í kjölfarið.

Lokaorð
Viðfangsefni vísindamanna á Íslandi endurspegla stöðu sjávarútvegsins hér á landi. Hér hafa verið kynnt aðeins örfá þeirra verkefna sem verið er að vinna að innan Háskóla Íslands. Fjölmörg önnur eru í gangi bæði þar og hjá öðrum stofnunum og einstaklingum. Það er von og vilji Sjávarútvegsstofnunar að áfram haldist það góða samstarf sem ríkt hefur milli stofnunarinnar og sjómanna, fiskvinnslufólks og útgerðarmanna. Gott samstarf er forsenda góðs árangurs.
Fyrir hönd Háskóla Íslands óska ég sjómönnum heilla á sjómannadaginn og alla aðra daga.

Guðrún Pétursdóttir
Forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands