„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1959/ Sagan“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><big><center>SAGAN</center></big></big><br> Stúlka, milli fermingar og tvítugs, var að tala við gamla konu í litlu húsi, sem stóð á kletti við höfnina.<br> „Svo að...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 4: | Lína 4: | ||
„Svo að þú sérð,“ mælti stúlkan í trúnaði, „að ég er komin í klípu og veit ekki hvað ég á til bragðs að taka. Villi vafði mig að sér kveldið áður en skipið fór úr höfninni og lét mig lofa að giftast sér, en pabba grunar þetta einhvern veginn, og hann hefur alltaf síðan verið að leggja að mér að eiga einhvern, sem ynni fyrir góðu kaupi í landi.“<br> | „Svo að þú sérð,“ mælti stúlkan í trúnaði, „að ég er komin í klípu og veit ekki hvað ég á til bragðs að taka. Villi vafði mig að sér kveldið áður en skipið fór úr höfninni og lét mig lofa að giftast sér, en pabba grunar þetta einhvern veginn, og hann hefur alltaf síðan verið að leggja að mér að eiga einhvern, sem ynni fyrir góðu kaupi í landi.“<br> | ||
Gamla konan svaraði:<br> | Gamla konan svaraði:<br> | ||
„Þú skalt aldrei kynnast neinum, sem vinnur fyrir sér á sjónum, því að sjórinn er óvinur okkar kvenna. Hann stelur frá okkur hjörtum eiginmannanna okkar og er svikull og ægilegur. Ég hef árum saman hlustað á hann og gefið gætur að hans gömlu vélabrögðum, svo að ég ætti að þekkja þau. Ég hef horft á hann í brimum og stórviðri og heyrt í honum drambið og kuldahláturinn. Þegar golan hefur verið hæg og hlý, hef ég staðið frammi fyrir flæðarmáli og hlustað á hvísl hans, sem er ekkert nema ósannindi. Ef þú vilt að ástin fylgi þér á lífsleiðinni | „Þú skalt aldrei kynnast neinum, sem vinnur fyrir sér á sjónum, því að sjórinn er óvinur okkar kvenna. Hann stelur frá okkur hjörtum eiginmannanna okkar og er svikull og ægilegur. Ég hef árum saman hlustað á hann og gefið gætur að hans gömlu vélabrögðum, svo að ég ætti að þekkja þau. Ég hef horft á hann í brimum og stórviðri og heyrt í honum drambið og kuldahláturinn. Þegar golan hefur verið hæg og hlý, hef ég staðið frammi fyrir flæðarmáli og hlustað á hvísl hans, sem er ekkert nema ósannindi. Ef þú vilt að ástin fylgi þér á lífsleiðinni, þá farðu langt upp í sveit og eigðu mann, sem aldrei stígur fæti á skipsfjöl.“<br> | ||
„Hvernig hefurðu orðið svona fróð um þetta? | „Hvernig hefurðu orðið svona fróð um þetta?“, spurði stúlkan hæversklega.<br> | ||
„Þetta stóð allt í sögu, sem ég las fyrir löngu barn. Hún var dagsönn og ég hef aldrei gleymt henni. Hún var um stúlku, sem var rétt eins og þú og bjó hérna niðri við höfnina, og einn dag var útlent skip dregið inn. Það hafði laskazt í ofviðri. Rárnar á því höfðu kubbazt sundur eins og eldspýtur, og seglin farin í tætlur eins og pappírsblöð. Mörgum varð starsýnt á þetta skip, og þegar slúlkan var hætt vinnu, gekk hún ofan á bryggju, | „Þetta stóð allt í sögu, sem ég las fyrir löngu barn. Hún var dagsönn og ég hef aldrei gleymt henni. Hún var um stúlku, sem var rétt eins og þú og bjó hérna niðri við höfnina, og einn dag var útlent skip dregið inn. Það hafði laskazt í ofviðri. Rárnar á því höfðu kubbazt sundur eins og eldspýtur, og seglin farin í tætlur eins og pappírsblöð. Mörgum varð starsýnt á þetta skip, og þegar slúlkan var hætt vinnu, gekk hún ofan á bryggju, því að hugurinn var allur á sjónum og hún var hugfangin af skipum og þeim, sem komu og fóru á þeim. Og þarna á skipinu var unglingur, sem vanur var að vinna á þilfarinu á kveldin, þegar allir aðrir voru komnir á land og seztir inn í veitingahúsin. Hann hafði glóbjart hár og augun voru blá eins og heiðríkja. Hann var eins og barn og talaði eins og skemmtilegt barn, sem er að læra málið, því að hann var útlendingur, frá landi, sem heitir Noregur. Stúlkan lét hann ekki sjá að hún væri að gefa honum gætur, þegar hann var að vinna á þilfarinu, því að henni þótti hálfvegis gaman af að horfa á handleggina á honum, þegar hann var að vinna, og henni fannst skemmtilegt að hlusta á þegar hann söng, þó að hún skildi ekki orðin og kannaðist ekki við lagið. Henni fannst hann ekki eins og aðrir unglingar, sem hún hafði séð. Hann var svo drengilegur og bjartleitur, að það var engu líkara, en að einhver engillinn úr kirkjuglugganum hefði brugðið sér í sjómannaföt og farið að vinna þarna á skipinu í einhverju sérstöku augnamiði.“<br> | ||
„Er þetta sönn saga? spurði stúlkan undrandi.“<br> | |||
„Hún er það, og ég hef aldrei á ævi minni lesið eftirminnilegri sögu. Fyrstu kynni þeirra atvikuðust svo, að hann var alltaf að vinna þar á þilfarinu, sem skemmst var til hennar.<br> | |||
Einn dag kom hann með svartan kettling | Einn dag kom hann með svartan kettling í höndunum, og þá gekk hún nær honum til þess að heyra betur, hvað hann væri að segja.<br> | ||
Og smátt og smátt fór hann að koma á land og standa hjá henni á bryggjunni og svo fóru þau að hittast í rökkrinu | Og smátt og smátt fór hann að koma á land og standa hjá henni á bryggjunni og svo fóru þau að hittast í rökkrinu, án þess þó að nokkur vissi af, því að faðir hennar mátti ekki sjá né heyra útlendinga.<br> | ||
Það hafði lagt af honum tjöru- og sápulykt þegar hann kom til hennar, og hann hafði sagt henni, með skemmtilega skrýtnu orðfæri, | Það hafði lagt af honum tjöru- og sápulykt þegar hann kom til hennar, og hann hafði sagt henni, með skemmtilega skrýtnu orðfæri, ýmislegt úr sínu landi, og hún hafði sagt honum sitt af hverju úr hennar landi. Og svona héldu þau áfram að hittast, þangað til daginn, sem viðgerð skipsins var lokið, og það átti aftur að leggja af stað. Nú voru hamarshögg og axarhljóð hætt að heyrast frá skipinu. Ný og snjóhvít segl héngu við skafnar rár og biðu eftir því að greitt væri úr þeim, svo að þau gætu flutt skipið eitthvað út í heim. Og þá um kveldið voru allir að tala um brottför skipsins, hvort það mundi dregið á flot á næsta flóði, og hver mundi verða hafnsögumaður, þegar það legði af stað. Þá var eins og ísköld hella legðist um hjartað í brjósti hennar.<br> | ||
Þau hittust í síðasta sinn í þurri fjörunni, og þaðan sáu þau skipsljósin tindra og blika í náttmvrkrinu. Það var logn, og bárurnar voru svo litlar við ströndina, að niðurinn af þeim var eins og hvískur. Hann lagði titrandi höndina yfirum hana. Hann tók hana í faðm sér og sagði henni, að hann elskaði hana af heilum hug, og talaði ýmist á sínu máli eða hennar og ruglaði öllu saman. Hún sá ljósin á skipinu þyrlast og hringsnúast fyrir augum sér, en ölduniðurinn varð eins og heillandi hörpusláttur. Hann sagðist ætla að koma aftur til þess að sækja hana. Hann talaði um að fela hana í skipinu. Hann talaði um að verða eftir á landi, svo að skipið færi á flóðinu, án þess að sakna hans. En loksins urðu þau ásátt um, að hann skyldi gera skyldu sína og fara og segja foreldrum sínum, hvað honum þætti vænt um stúlku, sem hann hefði kynnzt í öðru landi, og svo skyldi hann sækja hana. Og hann gaf henni gjöf — hann tók silkiklút, sem hann hafði um hálsinn, og lagði um hálsinn á henni. Og daginn eftir stóð hún á klettinum og veifaði silkiklútrium hvað eftir annað, en þoldi varla að horfa á eftir skipinu, því að augun voru þrútin af gráti. Og þarna slóð hún til kvelds, þangað til myrkrið hafði hjúpað segl skipsins, sem ekki voru stærri að sjá en fluguvængir við sjóndeildarhringinn. Eftir þetta mændi hún út á hafið dag eftir dag og var svo grunnhyggin að vona, að skipið kæmi einhverntíma aftur. Og alltaf hafði hún blessaðan hálsklútinn til taks og ætlaði að veifa honum, þegar pilturinn kæmi, og einhverntíma lætur hún hann um hálsinn og gengur með hann ofan í fjöru, þar sem þau sátu saman síðasta kvöldið, og þetta verður henni til huggunar. Því að ég hugsa sem svo: spor hans eru horfin úr mjúkum sandinum, orð hans eru eins og hver önnur minning, en um hálsinn á mér hef ég minjagrip, sem hann hefur farið höndum um.“<br> | |||
„Svo þetta er þá ekki saga, | „Svo þetta er þá ekki saga,“ hvíslaði stúlkan.<br> | ||
„Víst er það saga, eins og ég sagði þér.“ svaraði gamla konan og andvarpaði, „eða hvernig hefði ég annars átt að kunna hana?“<br> | |||
''Endursagt af A. H.''<br> | |||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 8. janúar 2018 kl. 13:53
Stúlka, milli fermingar og tvítugs, var að tala við gamla konu í litlu húsi, sem stóð á kletti við höfnina.
„Svo að þú sérð,“ mælti stúlkan í trúnaði, „að ég er komin í klípu og veit ekki hvað ég á til bragðs að taka. Villi vafði mig að sér kveldið áður en skipið fór úr höfninni og lét mig lofa að giftast sér, en pabba grunar þetta einhvern veginn, og hann hefur alltaf síðan verið að leggja að mér að eiga einhvern, sem ynni fyrir góðu kaupi í landi.“
Gamla konan svaraði:
„Þú skalt aldrei kynnast neinum, sem vinnur fyrir sér á sjónum, því að sjórinn er óvinur okkar kvenna. Hann stelur frá okkur hjörtum eiginmannanna okkar og er svikull og ægilegur. Ég hef árum saman hlustað á hann og gefið gætur að hans gömlu vélabrögðum, svo að ég ætti að þekkja þau. Ég hef horft á hann í brimum og stórviðri og heyrt í honum drambið og kuldahláturinn. Þegar golan hefur verið hæg og hlý, hef ég staðið frammi fyrir flæðarmáli og hlustað á hvísl hans, sem er ekkert nema ósannindi. Ef þú vilt að ástin fylgi þér á lífsleiðinni, þá farðu langt upp í sveit og eigðu mann, sem aldrei stígur fæti á skipsfjöl.“
„Hvernig hefurðu orðið svona fróð um þetta?“, spurði stúlkan hæversklega.
„Þetta stóð allt í sögu, sem ég las fyrir löngu barn. Hún var dagsönn og ég hef aldrei gleymt henni. Hún var um stúlku, sem var rétt eins og þú og bjó hérna niðri við höfnina, og einn dag var útlent skip dregið inn. Það hafði laskazt í ofviðri. Rárnar á því höfðu kubbazt sundur eins og eldspýtur, og seglin farin í tætlur eins og pappírsblöð. Mörgum varð starsýnt á þetta skip, og þegar slúlkan var hætt vinnu, gekk hún ofan á bryggju, því að hugurinn var allur á sjónum og hún var hugfangin af skipum og þeim, sem komu og fóru á þeim. Og þarna á skipinu var unglingur, sem vanur var að vinna á þilfarinu á kveldin, þegar allir aðrir voru komnir á land og seztir inn í veitingahúsin. Hann hafði glóbjart hár og augun voru blá eins og heiðríkja. Hann var eins og barn og talaði eins og skemmtilegt barn, sem er að læra málið, því að hann var útlendingur, frá landi, sem heitir Noregur. Stúlkan lét hann ekki sjá að hún væri að gefa honum gætur, þegar hann var að vinna á þilfarinu, því að henni þótti hálfvegis gaman af að horfa á handleggina á honum, þegar hann var að vinna, og henni fannst skemmtilegt að hlusta á þegar hann söng, þó að hún skildi ekki orðin og kannaðist ekki við lagið. Henni fannst hann ekki eins og aðrir unglingar, sem hún hafði séð. Hann var svo drengilegur og bjartleitur, að það var engu líkara, en að einhver engillinn úr kirkjuglugganum hefði brugðið sér í sjómannaföt og farið að vinna þarna á skipinu í einhverju sérstöku augnamiði.“
„Er þetta sönn saga? spurði stúlkan undrandi.“
„Hún er það, og ég hef aldrei á ævi minni lesið eftirminnilegri sögu. Fyrstu kynni þeirra atvikuðust svo, að hann var alltaf að vinna þar á þilfarinu, sem skemmst var til hennar.
Einn dag kom hann með svartan kettling í höndunum, og þá gekk hún nær honum til þess að heyra betur, hvað hann væri að segja.
Og smátt og smátt fór hann að koma á land og standa hjá henni á bryggjunni og svo fóru þau að hittast í rökkrinu, án þess þó að nokkur vissi af, því að faðir hennar mátti ekki sjá né heyra útlendinga.
Það hafði lagt af honum tjöru- og sápulykt þegar hann kom til hennar, og hann hafði sagt henni, með skemmtilega skrýtnu orðfæri, ýmislegt úr sínu landi, og hún hafði sagt honum sitt af hverju úr hennar landi. Og svona héldu þau áfram að hittast, þangað til daginn, sem viðgerð skipsins var lokið, og það átti aftur að leggja af stað. Nú voru hamarshögg og axarhljóð hætt að heyrast frá skipinu. Ný og snjóhvít segl héngu við skafnar rár og biðu eftir því að greitt væri úr þeim, svo að þau gætu flutt skipið eitthvað út í heim. Og þá um kveldið voru allir að tala um brottför skipsins, hvort það mundi dregið á flot á næsta flóði, og hver mundi verða hafnsögumaður, þegar það legði af stað. Þá var eins og ísköld hella legðist um hjartað í brjósti hennar.
Þau hittust í síðasta sinn í þurri fjörunni, og þaðan sáu þau skipsljósin tindra og blika í náttmvrkrinu. Það var logn, og bárurnar voru svo litlar við ströndina, að niðurinn af þeim var eins og hvískur. Hann lagði titrandi höndina yfirum hana. Hann tók hana í faðm sér og sagði henni, að hann elskaði hana af heilum hug, og talaði ýmist á sínu máli eða hennar og ruglaði öllu saman. Hún sá ljósin á skipinu þyrlast og hringsnúast fyrir augum sér, en ölduniðurinn varð eins og heillandi hörpusláttur. Hann sagðist ætla að koma aftur til þess að sækja hana. Hann talaði um að fela hana í skipinu. Hann talaði um að verða eftir á landi, svo að skipið færi á flóðinu, án þess að sakna hans. En loksins urðu þau ásátt um, að hann skyldi gera skyldu sína og fara og segja foreldrum sínum, hvað honum þætti vænt um stúlku, sem hann hefði kynnzt í öðru landi, og svo skyldi hann sækja hana. Og hann gaf henni gjöf — hann tók silkiklút, sem hann hafði um hálsinn, og lagði um hálsinn á henni. Og daginn eftir stóð hún á klettinum og veifaði silkiklútrium hvað eftir annað, en þoldi varla að horfa á eftir skipinu, því að augun voru þrútin af gráti. Og þarna slóð hún til kvelds, þangað til myrkrið hafði hjúpað segl skipsins, sem ekki voru stærri að sjá en fluguvængir við sjóndeildarhringinn. Eftir þetta mændi hún út á hafið dag eftir dag og var svo grunnhyggin að vona, að skipið kæmi einhverntíma aftur. Og alltaf hafði hún blessaðan hálsklútinn til taks og ætlaði að veifa honum, þegar pilturinn kæmi, og einhverntíma lætur hún hann um hálsinn og gengur með hann ofan í fjöru, þar sem þau sátu saman síðasta kvöldið, og þetta verður henni til huggunar. Því að ég hugsa sem svo: spor hans eru horfin úr mjúkum sandinum, orð hans eru eins og hver önnur minning, en um hálsinn á mér hef ég minjagrip, sem hann hefur farið höndum um.“
„Svo þetta er þá ekki saga,“ hvíslaði stúlkan.
„Víst er það saga, eins og ég sagði þér.“ svaraði gamla konan og andvarpaði, „eða hvernig hefði ég annars átt að kunna hana?“
Endursagt af A. H.