„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1974/ Aflakóngur Vestmannaeyja 1973“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: 300px|thumb|Gunnar Jónsson skipstjóri - aflakóngur Vestmannaeyja 1971 og 1973. <center>[[Myn...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(3 millibreytingar ekki sýndar frá 1 notanda) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Gunnar Jónsson skipstjóri - aflakóngur Vestmannaeyja 1971 og 1973.png|300px|thumb|Gunnar Jónsson skipstjóri - aflakóngur Vestmannaeyja 1971 og 1973.|vinstri]] | |||
<big><center>'''Aflakóngur Vestmannaeyja 1973'''</center></big><br> | |||
Aflakóngur Vestmannaeyja árið 1973 varð [[Gunnar Jónsson]] skipstjóri á [[Ísleifur VE-63|Ísleifi VE 63]]. Fór sem margan grunaði, er hann var kynntur á síðum blaðsins árið 1972, að Gunnar kæmi þar bráðlega við sögu aftur.<br> | |||
Ísleifur VE 63 undir skipstjórn Gunnars var með mesta aflaverðmæti Vestmannaeyjabáta árið 1973 eða samtals 38.758.489 kr. brúttó, en nettó aflaverðmæti til skipta var kr. 31.327.639 kr. Þessi munur er vegna innflutningsgjalda, sem eru tekin af brúttóaflaverðmæti.<br> | |||
Á vetrarvertíðinni 1973 voru þeir á loðnuveiðum, og síðan á netum. Ísleifur hóf veiðar eftir að eldgosið hófst, er vika var af febrúar og aflaði samtals 7.200 tonn af loðnu. Þeir lönduðu talsverðum hluta af afla sínum í Eyjum, en vertíðina 1973 var loðnumóttaka þar þrátt fyrir gosið frá 16. febrúar og til loka loðnuvertíðar. Bolfiskaflinn var 150 tonn í net.<br> | |||
Báturinn hélt til síldveiða í Norðursjó í byrjun júní í fyrra og var afli ágætur allt sumarið. Verðmæti síldaraflans var 21.200 millj. kr. Ísleifur landaði eins og flestir íslenzku síldveiðibátarnir í síldarbænum Hirtshals á vesturströnd Jótlands.<br> | |||
< | Ég hitti Gunnar að máli stutta stund í glæsilegu einbýlishúsi þeirra hjóna við [[Illugagata|Illugagötu]]. Þeir sátu þar kunningjarnir, Gunnar og [[Jón Berg Halldórsson|Jón Berg]] skipstjóri á [[Ísleifur IV|Ísleifi IV]], og ræddu horfur á komandi sumri, en haldið var til síldveiða i Norðursjó stuttu eftir sjómannadaginn, um miðjan júní. Þeir taka fjölskyldur sínar með sér og eru búsettir í Hirtshals yfir sumarið, var svo einnig í fyrra. Þykir konunum þetta góð tilbreyting og útivistin verður styttri.<br> | ||
Vestmannaeyingar óska Gunnari Jónssyni og skipshöfn á Ísleifi, útgerð og fjölskyldum til hamingju með aflasælt ár og allra heilla og farsældar á komandi árum.<br>[[Mynd:Aflaskipið Ísleifur VE 63.png|600px|thumb|center|Aflaskipið Ísleifur VE 63, hlaðinn loðnu á leið til hafnar í ylgjusjó.]][[Mynd:Skipshöfn Ísleifs VE 63 heiðruð á sjómannadaginn 1972. F.v.- Páll Bergsson, Valur Oddsson, Sigurjón Pálsson.png|600x600px|thumb|center|Skipshöfn Ísleifs VE 63 heiðruð á sjómannadaginn 1972. F.v.- Páll Bergsson, Valur Oddsson, Sigurjón Pálsson, Ágúst Birgisson, Jón Valtýsson, Árni Óli Ólason 3. stýrim., Kári Birgir Sigurðsson 1. vélstj., Bjarni Ólafsson matsveinn, Jón Berg Halldórsson 1. trýrim., Sveinn Tómasson 2. vélstj., Sigurður Guðnason 2. stýrim., Gunnar Jónsson skipstjóri.]]{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | |||
. |
Núverandi breyting frá og með 10. maí 2019 kl. 12:57
Aflakóngur Vestmannaeyja árið 1973 varð Gunnar Jónsson skipstjóri á Ísleifi VE 63. Fór sem margan grunaði, er hann var kynntur á síðum blaðsins árið 1972, að Gunnar kæmi þar bráðlega við sögu aftur.
Ísleifur VE 63 undir skipstjórn Gunnars var með mesta aflaverðmæti Vestmannaeyjabáta árið 1973 eða samtals 38.758.489 kr. brúttó, en nettó aflaverðmæti til skipta var kr. 31.327.639 kr. Þessi munur er vegna innflutningsgjalda, sem eru tekin af brúttóaflaverðmæti.
Á vetrarvertíðinni 1973 voru þeir á loðnuveiðum, og síðan á netum. Ísleifur hóf veiðar eftir að eldgosið hófst, er vika var af febrúar og aflaði samtals 7.200 tonn af loðnu. Þeir lönduðu talsverðum hluta af afla sínum í Eyjum, en vertíðina 1973 var loðnumóttaka þar þrátt fyrir gosið frá 16. febrúar og til loka loðnuvertíðar. Bolfiskaflinn var 150 tonn í net.
Báturinn hélt til síldveiða í Norðursjó í byrjun júní í fyrra og var afli ágætur allt sumarið. Verðmæti síldaraflans var 21.200 millj. kr. Ísleifur landaði eins og flestir íslenzku síldveiðibátarnir í síldarbænum Hirtshals á vesturströnd Jótlands.
Ég hitti Gunnar að máli stutta stund í glæsilegu einbýlishúsi þeirra hjóna við Illugagötu. Þeir sátu þar kunningjarnir, Gunnar og Jón Berg skipstjóri á Ísleifi IV, og ræddu horfur á komandi sumri, en haldið var til síldveiða i Norðursjó stuttu eftir sjómannadaginn, um miðjan júní. Þeir taka fjölskyldur sínar með sér og eru búsettir í Hirtshals yfir sumarið, var svo einnig í fyrra. Þykir konunum þetta góð tilbreyting og útivistin verður styttri.
Vestmannaeyingar óska Gunnari Jónssyni og skipshöfn á Ísleifi, útgerð og fjölskyldum til hamingju með aflasælt ár og allra heilla og farsældar á komandi árum.
.