„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1971/ Starfsemi Vélskóla Íslands í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: 300px|thumb|Vélskólinn í Vestmannaeyjum. [[Mynd:Stefán Friðriksson, stýrimaður á Sæbjörgu.png|300px|thumb|Stefán Friðriksson...)
 
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá 1 notanda)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Vélskólinn í Vestmannaeyjum.png|300px|thumb|Vélskólinn í Vestmannaeyjum.]]
[[Mynd:Stefán Friðriksson, stýrimaður á Sæbjörgu.png|300px|thumb|Stefán Friðriksson, stýrimaður á Sæbjörgu, sveiflar löngu innbyrðis djúpt á Landssuður.]]


<center>'''ÓLAFUR GUÐMUNDSSON'''</center><br>
<big><big><center>'''Starfsemi Vélskóla Íslands í Vestmannaeyjum'''</center></big></big><br>
[[Mynd:Vélskólinn í Vestmannaeyjum.png|300px|thumb|Vélskólinn í Vestmannaeyjum.]]
VÉLSKÓLI Íslands er nú um það bil að ljúka þriðja starfsári sínu hérna í Vestmannaeyjum.
Fyrstu tvö árin var hér aðeins starfrækt 1. stig vélstjóramenntunar, sem veitir 500 hestafla réttindi til vélgæzlu á skipum. En nú síðastliðið haust rættist sá draumur að hægt væri að starfrækja hér annað stig.<br>
Með breytingum á lögum um vélstjóramenntun frá árinu 1966, var Vélskólanum falið að taka við þeirri fræðsluþjónustu sem Fiskifélag Íslands hafði áður haft, í þeim tilgangi að sjá fiskiflotanum fyrir vélstjórum, og var þá nafni hans breytt í Vélskóli Íslands, en var áður: Vélskólinn í Reykjavík. En við stofnun hans, árið 1914 var nafnið Vélstjóraskóli Íslands, svo skólinn hefir tvisvar skipt um nafn.<br>
Sú breyting varð á námsefni eftir breytinguna árið 1966, að meiri tæknimenntun var veitt, t.d. í kælitækni og rafmagnsfræði. En ekki var vanþörf á, því að rafknúnum tækjum hefir sífellt fjölgað í bátum á seinni árum, og um leið aukizt nauðsyn þess, að vélstjórinn hafi góða þekkingu í þeim efnum, þó ekki sé til annars en að geta bætt úr einföldustu bilunum og örðugleikum sem til falla.<br>
[[Mynd:Stefán Friðriksson, stýrimaður á Sæbjörgu.png|300px|left|Stefán Friðriksson, stýrimaður á Sæbjörgu, sveiflar löngu innbyrðis djúpt á Landssuður.]]
Fyrsta árið sem skólinn starfaði hér (1968-69) voru örðugleikarnir miklir, sérstaklega við verklega kennslu. Og varla er hægt að segja að byrjunarörðugleikar séu yfirstaðnir enn. En með sameiginlegu átaki ýmissa manna og góðri aðstoð margra hefir verið hægt að gera ástandið þolanlegt, þótt langt sé enn frá því að gott sé á ýmsum sviðum. En alltaf er verið að reyna að bæta þar um.<br>
[[Mynd:Við Drenginn.png|300px|thumb|Við Dranginn.]]
[[Mynd:Við Drenginn.png|300px|thumb|Við Dranginn.]]
[[Mynd:Gamla Bæjarbryggjan.png|300px|thumb|Gamla Bæjarbryggjan]]
Skólinn hefur í dag á að skipa þrem dieselmótorum til kennslunnar, auk eldri véla, og ýmissa vélahluta, sem einnig eru notaðir í sama tilgangi. Innréttuð hefir verið sérsrök kennslustofa til smíðakennslu, þar sem í eru tveir rennibekkir, tvær borvélar, vélsög, auk ýmissa handverkfæra. Þá eru í annarri stofu tæki til kennslu í logsuðu og rafsuðu, svo gott má teljast.<br>
Rafmagnsfræðikennslustofa hefir verið innréttuð í haust og í vetur. Hún er mjög ófullnægjandi ennþá, en reynt verður að bæta þar um fyrir næsta vetur, svo kennsla geti orðið fullkomnari í þeim efnum, sem ekki er lítils virði.
Fyrir næsta vetur er einnig mikill áhugi fyrir hendi að koma upp eðlisfræði- og efnafræðikennslustofu; yrði það þá í félagi við Iðnskólann, og í húsnæði hans.<br>
Einnig hefir komið til tals að útbúa sérstaka radíó- og fiskileitartækjastofu ásamt Stýrimannaskólanum, sem nú þegar á góðan tækjakost, sem Vélskólinn hefir notið góðs af, en þar mætti einnig bæta um, svo þekking á einstökum atriðum þeirra tækja yrði staðbetri. Varla þarf að útskýra nánar, hvert hagræði yrði.<br>
Bókleg kennsla fer öll fram í Iðnskólahúsinu við Heiðarveg, og er það ágætt skólahús í alia staði. Bókleg kennsla er í vélfræði, eðlisfræði og kælitækni, og almennum reikningi. Aukagreinar eru: íslenzka, danska og enska, bókfærsla og hjálp í viðlögum. Teiknikennsla er einnig nokkur, flatar- og rúmmálsteikningar, og iðnteikning málmiðnaðarmanna.<br>
Í vetur hafa starfað við skólann 3 aðalkennarar og 4 stundakennarar. Nemendur í vetur hafa verið 27, 15 í fyrsta stigi og 12 í öðru.<br>
Síðastliðið haust var 1. stigs kennsla lengd úr 6 í 8 1/2 mánuð, og rak nauðsyn til þess, því ekki reyndist lengur mögulegt að kenna allt námsefni 1. stigs á svo skömmum tíma sem áður var, og kunnáttubilið milli 1. og 2. stigs orðið of breitt, svo nauðsyn bar til að brúa það.<br>
Þá hefir, sem fyrr er sagt verið starfrækt hér í vetur kennsla 2. stigs, og er það von þeirra sem að því standa, að áframhald geti orðið á starfrækslu þess. Verður að leggja mikla áherzlu á mikilvægi þess, og jafnframt bæta smám saman kennsluaðstöðuna. Starfræksla þessara tveggja stiga á að vera nóg til að sjá fiskiflotanum fyrir nógu mörgum vélstjórum, auk þess sem alltaf má búast við, að einhverjir hyggi á lengra nám við skólann í Reykjavík, og hyggi á störf á stærri skipum. En sú leið er opin þeim, sem hér ljúka prófi með 1. einkunn.<br>
Inntökuskilyrði í 1. stig er að nemandi sé 17 ára, og hafi lokið miðskólaprófi, og sundprófi.
1. stigs nám veitir 500 hestafla réttindi á fiskiskip eftir tilskilinn siglingatíma.
Inntökuskilyiði í 2 stig er, að nemandi sé 18 ára, og hafi lokið 1. stigi með framhaldseinkunn; eða hafi sveinspróf í vélvirkjun. Nám 2. stigs er 8 1/2 mán. og veitir 1000 ha réttindi á fiskiskipi, eða 800 á flutningaskipi.<br>
Inngönguskilyrði 3. stigs eru að nemandi hafi lokið 2. stigs prófi með framhaldseinkunn. Það veitir réttindi til að annast 1800 ha vél í fiskiskipi, 1500 ha í flutningaskipi, eða 1200 ha vél í farþegaskipi.<br>
4. stig: Inngönguskilyrði eru próf 3- stigs með framhaldseinkunn, gæzla dieselvélar, 400 ha eða stærri í 6 mánuði.
Þetta stig veitir vélstjórum ótakmörkuð réttindi, að öðru leyti en því, að krafizt er sveinsprófs af yfirvélstjórum. Sá, sem lokið hefir 4. stigs prófi á kost á að ljúka iðnnámi til sveinsprófs á 2 árum. Er það von allra þeirra sem 4. stigi hafa lokið, að námstíminn til sveinsprófs verði enn styttur. (Hér er átt við sveinspróf í vélvirkjun.)<br>
Að lokum vil ég, fyrir hönd allra nemenda, þakka öllum þeim sem að tilveru skóladeildarinnar hér hafa stuðlað, og séð til þess að starfræksla hefir orðið möguleg.<br>
En margt er enn ógert til úrbóta, og er þar þyngst í skauti skortur á fjármagni, sem raunar hrjáir fleiri slíkar stofnanir í landinu.<br>
En von mín er sú, að þessi skóladeild eigi enn eftir að aukast og eflast, og er bezti grundvöllurinn sá, að nægileg og árviss þátttaka fáist. Það er áríðandi, að þeir sem ætla sér í skólann sæki um nógu tímanlega, annars gæti svo farið að skólinn yrði yfirfullur af aðkomumönnum. Við því er í sjálfu sér ekki hægt að amast, en svo gæti farið, að sú aðstaða sem hér er fyrir hendi, yrði notuð til að létta á skólanum í Reykjavík sem nú er yfirfullur.<br><br>
Ólafur Guðmundsson<br>
nemandi í II.bekk Vélskóla Íslands<br>
í Vestmannaeyjum.


 
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
 
[[Mynd:Gamla Bæjarbryggjan.png|300px|thumb|Gamla Bæjarbryggjan]]

Núverandi breyting frá og með 2. janúar 2018 kl. 14:36

ÓLAFUR GUÐMUNDSSON


Starfsemi Vélskóla Íslands í Vestmannaeyjum


Vélskólinn í Vestmannaeyjum.

VÉLSKÓLI Íslands er nú um það bil að ljúka þriðja starfsári sínu hérna í Vestmannaeyjum. Fyrstu tvö árin var hér aðeins starfrækt 1. stig vélstjóramenntunar, sem veitir 500 hestafla réttindi til vélgæzlu á skipum. En nú síðastliðið haust rættist sá draumur að hægt væri að starfrækja hér annað stig.
Með breytingum á lögum um vélstjóramenntun frá árinu 1966, var Vélskólanum falið að taka við þeirri fræðsluþjónustu sem Fiskifélag Íslands hafði áður haft, í þeim tilgangi að sjá fiskiflotanum fyrir vélstjórum, og var þá nafni hans breytt í Vélskóli Íslands, en var áður: Vélskólinn í Reykjavík. En við stofnun hans, árið 1914 var nafnið Vélstjóraskóli Íslands, svo skólinn hefir tvisvar skipt um nafn.
Sú breyting varð á námsefni eftir breytinguna árið 1966, að meiri tæknimenntun var veitt, t.d. í kælitækni og rafmagnsfræði. En ekki var vanþörf á, því að rafknúnum tækjum hefir sífellt fjölgað í bátum á seinni árum, og um leið aukizt nauðsyn þess, að vélstjórinn hafi góða þekkingu í þeim efnum, þó ekki sé til annars en að geta bætt úr einföldustu bilunum og örðugleikum sem til falla.

Stefán Friðriksson, stýrimaður á Sæbjörgu, sveiflar löngu innbyrðis djúpt á Landssuður.
Stefán Friðriksson, stýrimaður á Sæbjörgu, sveiflar löngu innbyrðis djúpt á Landssuður.

Fyrsta árið sem skólinn starfaði hér (1968-69) voru örðugleikarnir miklir, sérstaklega við verklega kennslu. Og varla er hægt að segja að byrjunarörðugleikar séu yfirstaðnir enn. En með sameiginlegu átaki ýmissa manna og góðri aðstoð margra hefir verið hægt að gera ástandið þolanlegt, þótt langt sé enn frá því að gott sé á ýmsum sviðum. En alltaf er verið að reyna að bæta þar um.

Við Dranginn.
Gamla Bæjarbryggjan

Skólinn hefur í dag á að skipa þrem dieselmótorum til kennslunnar, auk eldri véla, og ýmissa vélahluta, sem einnig eru notaðir í sama tilgangi. Innréttuð hefir verið sérsrök kennslustofa til smíðakennslu, þar sem í eru tveir rennibekkir, tvær borvélar, vélsög, auk ýmissa handverkfæra. Þá eru í annarri stofu tæki til kennslu í logsuðu og rafsuðu, svo gott má teljast.
Rafmagnsfræðikennslustofa hefir verið innréttuð í haust og í vetur. Hún er mjög ófullnægjandi ennþá, en reynt verður að bæta þar um fyrir næsta vetur, svo kennsla geti orðið fullkomnari í þeim efnum, sem ekki er lítils virði. Fyrir næsta vetur er einnig mikill áhugi fyrir hendi að koma upp eðlisfræði- og efnafræðikennslustofu; yrði það þá í félagi við Iðnskólann, og í húsnæði hans.
Einnig hefir komið til tals að útbúa sérstaka radíó- og fiskileitartækjastofu ásamt Stýrimannaskólanum, sem nú þegar á góðan tækjakost, sem Vélskólinn hefir notið góðs af, en þar mætti einnig bæta um, svo þekking á einstökum atriðum þeirra tækja yrði staðbetri. Varla þarf að útskýra nánar, hvert hagræði yrði.
Bókleg kennsla fer öll fram í Iðnskólahúsinu við Heiðarveg, og er það ágætt skólahús í alia staði. Bókleg kennsla er í vélfræði, eðlisfræði og kælitækni, og almennum reikningi. Aukagreinar eru: íslenzka, danska og enska, bókfærsla og hjálp í viðlögum. Teiknikennsla er einnig nokkur, flatar- og rúmmálsteikningar, og iðnteikning málmiðnaðarmanna.
Í vetur hafa starfað við skólann 3 aðalkennarar og 4 stundakennarar. Nemendur í vetur hafa verið 27, 15 í fyrsta stigi og 12 í öðru.
Síðastliðið haust var 1. stigs kennsla lengd úr 6 í 8 1/2 mánuð, og rak nauðsyn til þess, því ekki reyndist lengur mögulegt að kenna allt námsefni 1. stigs á svo skömmum tíma sem áður var, og kunnáttubilið milli 1. og 2. stigs orðið of breitt, svo nauðsyn bar til að brúa það.
Þá hefir, sem fyrr er sagt verið starfrækt hér í vetur kennsla 2. stigs, og er það von þeirra sem að því standa, að áframhald geti orðið á starfrækslu þess. Verður að leggja mikla áherzlu á mikilvægi þess, og jafnframt bæta smám saman kennsluaðstöðuna. Starfræksla þessara tveggja stiga á að vera nóg til að sjá fiskiflotanum fyrir nógu mörgum vélstjórum, auk þess sem alltaf má búast við, að einhverjir hyggi á lengra nám við skólann í Reykjavík, og hyggi á störf á stærri skipum. En sú leið er opin þeim, sem hér ljúka prófi með 1. einkunn.
Inntökuskilyrði í 1. stig er að nemandi sé 17 ára, og hafi lokið miðskólaprófi, og sundprófi. 1. stigs nám veitir 500 hestafla réttindi á fiskiskip eftir tilskilinn siglingatíma. Inntökuskilyiði í 2 stig er, að nemandi sé 18 ára, og hafi lokið 1. stigi með framhaldseinkunn; eða hafi sveinspróf í vélvirkjun. Nám 2. stigs er 8 1/2 mán. og veitir 1000 ha réttindi á fiskiskipi, eða 800 á flutningaskipi.
Inngönguskilyrði 3. stigs eru að nemandi hafi lokið 2. stigs prófi með framhaldseinkunn. Það veitir réttindi til að annast 1800 ha vél í fiskiskipi, 1500 ha í flutningaskipi, eða 1200 ha vél í farþegaskipi.
4. stig: Inngönguskilyrði eru próf 3- stigs með framhaldseinkunn, gæzla dieselvélar, 400 ha eða stærri í 6 mánuði. Þetta stig veitir vélstjórum ótakmörkuð réttindi, að öðru leyti en því, að krafizt er sveinsprófs af yfirvélstjórum. Sá, sem lokið hefir 4. stigs prófi á kost á að ljúka iðnnámi til sveinsprófs á 2 árum. Er það von allra þeirra sem 4. stigi hafa lokið, að námstíminn til sveinsprófs verði enn styttur. (Hér er átt við sveinspróf í vélvirkjun.)
Að lokum vil ég, fyrir hönd allra nemenda, þakka öllum þeim sem að tilveru skóladeildarinnar hér hafa stuðlað, og séð til þess að starfræksla hefir orðið möguleg.
En margt er enn ógert til úrbóta, og er þar þyngst í skauti skortur á fjármagni, sem raunar hrjáir fleiri slíkar stofnanir í landinu.
En von mín er sú, að þessi skóladeild eigi enn eftir að aukast og eflast, og er bezti grundvöllurinn sá, að nægileg og árviss þátttaka fáist. Það er áríðandi, að þeir sem ætla sér í skólann sæki um nógu tímanlega, annars gæti svo farið að skólinn yrði yfirfullur af aðkomumönnum. Við því er í sjálfu sér ekki hægt að amast, en svo gæti farið, að sú aðstaða sem hér er fyrir hendi, yrði notuð til að létta á skólanum í Reykjavík sem nú er yfirfullur.

Ólafur Guðmundsson
nemandi í II.bekk Vélskóla Íslands
í Vestmannaeyjum.