„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1969/ Ship-o-hoj“: Munur á milli breytinga
StefánBjörn (spjall | framlög) (Ný síða: <center><big><big>'''SHIP-O-HOJ'''</big></big></center><br> Í sjómannaljóði Lofts er hressilega sungið ship-o-hoj. En hvað skyldi svo þessi þekkta og g...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<center><big><big>'''SHIP-O-HOJ'''</big></big></center><br> | <center><big><big>'''SHIP-O-HOJ'''</big></big></center><br> | ||
[[Mynd:Eyjar.png|250px|thumb]] | |||
Í sjómannaljóði [[Loftur Guðmundsson|Lofts]] er hressilega sungið ship-o-hoj. En hvað skyldi svo þessi þekkta og gáskafulla upphrópun þýða? í orðabókum enskum er kallið ritað ahoy (ho there). Er ahoy komið af hoy, sem aftur er skylt hó, hæ, o.s.frv. og sagt, að þetta hafi í fyrnsku verið stríðsöskur og vígorð víkinga.<br> | Í sjómannaljóði [[Loftur Guðmundsson|Lofts]] er hressilega sungið ship-o-hoj. En hvað skyldi svo þessi þekkta og gáskafulla upphrópun þýða? í orðabókum enskum er kallið ritað ahoy (ho there). Er ahoy komið af hoy, sem aftur er skylt hó, hæ, o.s.frv. og sagt, að þetta hafi í fyrnsku verið stríðsöskur og vígorð víkinga.<br> | ||
Á tímum seglskipa og sjóræningja kölluðu enskir bátsformenn — eða fremur sungu með tónrödd - ship-o-hoj, þegar þeir nálguðust skip, sem lá við akkeri, og hefur þetta tíðkazt fram á þennan dag. Væri róið að ákveðnu skipi, var nafn skipsins kallað á undan ahoy - t.d. Bounty ahoy o.s.frv. Vaktformaður um borð í hverju skipi kallaði ávallt, þegar hann sá óþekktan bát nálgast - „bátur ahoy". <br> | Á tímum seglskipa og sjóræningja kölluðu enskir bátsformenn — eða fremur sungu með tónrödd - ship-o-hoj, þegar þeir nálguðust skip, sem lá við akkeri, og hefur þetta tíðkazt fram á þennan dag. Væri róið að ákveðnu skipi, var nafn skipsins kallað á undan ahoy - t.d. Bounty ahoy o.s.frv. Vaktformaður um borð í hverju skipi kallaði ávallt, þegar hann sá óþekktan bát nálgast - „bátur ahoy". <br> | ||
Lína 6: | Lína 7: | ||
Sumir telja þó, að ship-ohoj sé komið frá Frökkum. Á miðöldum tónuðu franskir sjómenn kallið: „Ohé du navire", þegar þeir sögðu til nafns á skipi sínu. Þetta þýðir hið sama og ship-ohoj, og ástæða fyrir kveðjunni er einnig hin sama, að fullvissa aðra um, að ekki væri um óvelkomna gesti eða sjóræningja að ræða. | Sumir telja þó, að ship-ohoj sé komið frá Frökkum. Á miðöldum tónuðu franskir sjómenn kallið: „Ohé du navire", þegar þeir sögðu til nafns á skipi sínu. Þetta þýðir hið sama og ship-ohoj, og ástæða fyrir kveðjunni er einnig hin sama, að fullvissa aðra um, að ekki væri um óvelkomna gesti eða sjóræningja að ræða. | ||
Nú á tímum er kallið ship-o hoj alþjóðlegt slagorð sjómanna á milli, og má heyra það meðal sjómanna á sjó og landi um allan heim.<br> | Nú á tímum er kallið ship-o hoj alþjóðlegt slagorð sjómanna á milli, og má heyra það meðal sjómanna á sjó og landi um allan heim.<br> | ||
[[Mynd:Kapalskipið, Henry P.png|300px|thumb|Kapalskipið, Henry P. Lading, leggur síðasta enda vatnsleiðslunnar, sem lögð var út frá Bakkafjöru 16. og 17. júlí 1968.]] | |||
[[Mynd:Línuveiðar.png|300px|thumb|Línuveiðar.]] | |||
'''SJÓMANNSLÍF'''<br> | '''SJÓMANNSLÍF'''<br> | ||
Sjómannslíf, sjómannslíf,<br> | Sjómannslíf, sjómannslíf,<br> |
Núverandi breyting frá og með 4. júlí 2016 kl. 14:11
Í sjómannaljóði Lofts er hressilega sungið ship-o-hoj. En hvað skyldi svo þessi þekkta og gáskafulla upphrópun þýða? í orðabókum enskum er kallið ritað ahoy (ho there). Er ahoy komið af hoy, sem aftur er skylt hó, hæ, o.s.frv. og sagt, að þetta hafi í fyrnsku verið stríðsöskur og vígorð víkinga.
Á tímum seglskipa og sjóræningja kölluðu enskir bátsformenn — eða fremur sungu með tónrödd - ship-o-hoj, þegar þeir nálguðust skip, sem lá við akkeri, og hefur þetta tíðkazt fram á þennan dag. Væri róið að ákveðnu skipi, var nafn skipsins kallað á undan ahoy - t.d. Bounty ahoy o.s.frv. Vaktformaður um borð í hverju skipi kallaði ávallt, þegar hann sá óþekktan bát nálgast - „bátur ahoy".
Þegar óþekkt skip kom í kallfæri á rúmsjó, kallaði annaðhvort stýrimaður af pallþiljum eða vörður í framsiglu -„ship ahoy" —, því að merkjaflögg komust ekki í notkun fyrr en eftir Napóleonsstyrjaldirnar í byrjun 19. aldar. Þessu kalli var alltaf svarað með nafni skips og heimahafnar. Mikið var lagt upp úr að fá strax skorið úr um heiti og erindi óþekktra skipa, því að lengi fram eftir 19. öld óttuðust skipstjórar seglskipa sjórán, ef þeir sáu ókunnugt skip.
Hafi þetta alkunna og alþjóðlega kall sjómanna verið notað á tímum víkinga, má telja víst, að það hafi hljómað eitthvað á aðra lund.
Sumir telja þó, að ship-ohoj sé komið frá Frökkum. Á miðöldum tónuðu franskir sjómenn kallið: „Ohé du navire", þegar þeir sögðu til nafns á skipi sínu. Þetta þýðir hið sama og ship-ohoj, og ástæða fyrir kveðjunni er einnig hin sama, að fullvissa aðra um, að ekki væri um óvelkomna gesti eða sjóræningja að ræða.
Nú á tímum er kallið ship-o hoj alþjóðlegt slagorð sjómanna á milli, og má heyra það meðal sjómanna á sjó og landi um allan heim.
SJÓMANNSLÍF
Sjómannslíf, sjómannslíf,
draumur hins djarfa manns,
blikandi bárufans,
býður í trylltan dans.
Sjómannslíf, sjómannslíf,
ástir og ævintýr,
fögnuð í faðmi býr,
brimhljóð og
veðragnýr.
Ship-o-hoj - ship-o-hoj
ferðbúið liggur fley,
ship-o-hoj - ship-o-hoj
boðanna bíð ég ei.
Við stelpurnar segi ég ástarljúf orð,
einn, tveir, þrír kossar
svo stekk ég um borð.
Ship-o-hoj - ship-o-hoj
mig seiðir hin svala dröfn
ship-o-hoj - ship-o-hoj
og svo nýja í næstu höfn.
Loftur Guðmundsson