„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987/Réttindanám undanþágumanna“: Munur á milli breytinga
StefánBjörn (spjall | framlög) (Ný síða: <center><big><big>'''Réttindanám undanþágumanna'''</big></big></center><br> Í vetur var starfrækt svonefnd „undanþágudeild" við Stýrimannaskólann fyrir menn sem starfað ...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<center><big><big>'''Réttindanám undanþágumanna'''</big></big></center><br> | <center><big><big>'''Réttindanám undanþágumanna'''</big></big></center><br> | ||
Í vetur var starfrækt svonefnd | Í vetur var starfrækt svonefnd „undanþágudeild“ við Stýrimannaskólann fyrir menn sem starfað hafa undanfarin ár sem stýrimenn eða skipstjórar á undanþágu, þar sem réttindi hafa ekki verið fyrir hendi.<br> | ||
Slík námskeið hafa verið haldin víðs vegar um landið en ekki í Vestmannaeyjum fyrr en nú. Veldur þar að sjálfsögðu miklu að hér er starfræktur stýrimannaskóli, þannig að undanþágumenn hafa að öllu jöfnu farið beint í I. stig, hafi þeir ætlað sér að öðlast aukin réttindi. En ,,Lávarðadeildin", eins og hún var jafnan nefnd hér, byrjaði um miðjan október 1986 og voru sjö nemendur innritaðir í hana.<br> | Slík námskeið hafa verið haldin víðs vegar um landið en ekki í Vestmannaeyjum fyrr en nú. Veldur þar að sjálfsögðu miklu að hér er starfræktur stýrimannaskóli, þannig að undanþágumenn hafa að öllu jöfnu farið beint í I. stig, hafi þeir ætlað sér að öðlast aukin réttindi. En ,,Lávarðadeildin", eins og hún var jafnan nefnd hér, byrjaði um miðjan október 1986 og voru sjö nemendur innritaðir í hana.<br> | ||
Aðalkennarar voru [[Friðrik Ásmundsson]], skólastjóri sem kenndi siglingafræði, siglingareglur og stöðugleikaútreikning, [[Sigurgeir Jónsson (Þorlaugargerði)|Sigurgeir Jónsson]] sem kenndi íslensku, stærðfræði og bóklega sjómennsku og [[Brynjúlfur Jónatansson]] sem kenndi meðferð tækja. Að auki kenndu stundakennarar ýmsar greinar.<br> | Aðalkennarar voru [[Friðrik Ásmundsson]], skólastjóri sem kenndi siglingafræði, siglingareglur og stöðugleikaútreikning, [[Sigurgeir Jónsson (Þorlaugargerði)|Sigurgeir Jónsson]] sem kenndi íslensku, stærðfræði og bóklega sjómennsku og [[Brynjúlfur Jónatansson]] sem kenndi meðferð tækja. Að auki kenndu stundakennarar ýmsar greinar.<br> | ||
Lína 6: | Lína 6: | ||
Mikill áhugi var hjá nemendum um að halda áfram námi nú í haust og er stefnt að því að svo geti orðið.<br> | Mikill áhugi var hjá nemendum um að halda áfram námi nú í haust og er stefnt að því að svo geti orðið.<br> | ||
Hæstu einkunn á lokaprófi hlaut [[Guðmundur Pálsson]] frá [[Héðinshöfði|Héðinshöfða]], 9.45 sem er ágætiseinkunn. Annar varð [[Óskar Pétur Friðriksson (Stakkholti)|Óskar P. Friðriksson]] (Ásmundssonar skólastjóra) 9.10 sem sömuleiðis er ágætiseinkunn. Þriðji varð [[Haraldur Traustason|Haraldur Traustason]] (á [[Sjöstjarnan VE-92|Sjöstjörnunni]]) með 8,73.<br> | Hæstu einkunn á lokaprófi hlaut [[Guðmundur Pálsson]] frá [[Héðinshöfði|Héðinshöfða]], 9.45 sem er ágætiseinkunn. Annar varð [[Óskar Pétur Friðriksson (Stakkholti)|Óskar P. Friðriksson]] (Ásmundssonar skólastjóra) 9.10 sem sömuleiðis er ágætiseinkunn. Þriðji varð [[Haraldur Traustason|Haraldur Traustason]] (á [[Sjöstjarnan VE-92|Sjöstjörnunni]]) með 8,73.<br> | ||
[[Mynd:Réttindanám undanþágumanna SDBL. 1987.jpg|miðja|thumb|500x500dp|Myndin var tekin á skólaslitum af nemendum og aðalkennurum sem eru talið frá vinstri: Sigurgeir Jónsson, kennari, Óskar P. Friðriksson, Guðmundur Pálsson, Ingi Páll Karlsson, Björgvin Sigurjónsson, Haraldur Traustason, Ingibergur Vestmann, Sigurður Jónsson, Friðrik Ásmundsson, skólastjóri.]] | |||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 14. desember 2018 kl. 14:08
Í vetur var starfrækt svonefnd „undanþágudeild“ við Stýrimannaskólann fyrir menn sem starfað hafa undanfarin ár sem stýrimenn eða skipstjórar á undanþágu, þar sem réttindi hafa ekki verið fyrir hendi.
Slík námskeið hafa verið haldin víðs vegar um landið en ekki í Vestmannaeyjum fyrr en nú. Veldur þar að sjálfsögðu miklu að hér er starfræktur stýrimannaskóli, þannig að undanþágumenn hafa að öllu jöfnu farið beint í I. stig, hafi þeir ætlað sér að öðlast aukin réttindi. En ,,Lávarðadeildin", eins og hún var jafnan nefnd hér, byrjaði um miðjan október 1986 og voru sjö nemendur innritaðir í hana.
Aðalkennarar voru Friðrik Ásmundsson, skólastjóri sem kenndi siglingafræði, siglingareglur og stöðugleikaútreikning, Sigurgeir Jónsson sem kenndi íslensku, stærðfræði og bóklega sjómennsku og Brynjúlfur Jónatansson sem kenndi meðferð tækja. Að auki kenndu stundakennarar ýmsar greinar.
Ástundun nemenda Lávarðadeildar var með miklum ágætum, 100% hjá flestum en 98% hjá tveimur. Námið var stundað af miklu kappi og stóðust allir próf. Þetta próf gefur réttindi til skipstjórnar á skipum allt að 80 brúttórúmlestir og að auki framhaldseinkunn til réttindanáms fyrir 200 brúttórúmlestir í innanlandssiglingum.
Mikill áhugi var hjá nemendum um að halda áfram námi nú í haust og er stefnt að því að svo geti orðið.
Hæstu einkunn á lokaprófi hlaut Guðmundur Pálsson frá Héðinshöfða, 9.45 sem er ágætiseinkunn. Annar varð Óskar P. Friðriksson (Ásmundssonar skólastjóra) 9.10 sem sömuleiðis er ágætiseinkunn. Þriðji varð Haraldur Traustason (á Sjöstjörnunni) með 8,73.