„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1966/ Mótornámskeið Fiskifélags Íslands í Vestmannaeyjum 1965-66. Heilsíðumynd“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
<big><big><center>Aflakóngur Vestmannaeyja 1965</center></big></big><br>
[[Mynd:Mótornámskeið.png]]
<big><center>Aflaskipið [[Ísleifur VE-463|Ísleifur IV]] skilaði 14 millj. kr. afla á land árið 1965</center></big><br>
[[Ingólfsstöngin|Ingólfsstöngina]] hlýtur að þessu sinni [[Gísli Jónasson skipstjóri|Gísli Jónasson]] og skipshöfnin á Ísleifi IV, en hann kom með mest aflaverðmæti Vestmannaeyjabáta á land árið 1965.<br>
Samtals skilaði Ísleifur IV afla á land fyrir rúmar 14 milljónir króna síðastliðið ár og skiptist aflinn þannig:<br> Bolfiskur: 420 tonn<br>
Síld: 84.700 tunnur (á 100 kg).<br>
Samtals skilaði Ísleifur IV á land um 8.900 tonnum — átta þúsund og níu hundruð tonn —. Er það geysilegur afli á eitt skip og mesti afli, sem Vestmannaeyjaskip hefur borið á land til þessa. Eru þetta um 50 fullfermi á bátinn.<br>
Ísleifur IV hefur verið hið mesta aflaskip síðan hann kom til landsins. Báturinn er 216 rúmlestir brúttó með 450 hestafla Stork-Diesel vél og gengur um 10 mílur. Hann er smíðaður í Þrándheimi í Noregi og var afhentur eigendum 26. maí 1964. Aflaðist það ár fyrir um 6 milljónir króna á bátinn.<br>
Þennan afla hafa 3 skipstjórar komið með að landi ásamt hinni vösku skipshöfn á Ísleifi IV. Þeir eru [[Guðmar Tómasson]], sem var skipstjóri með bátinn vetrarvertíðina 1965, en þá um vorið varð hann að láta af störfum vegna veikinda. [[Gunnar Jónsson]], sem Ieysti hann af, er nú skipstjóri með bátinn, og svo aflakóngur Vestmannaeyja 1965. Gísli Jónasson, sem tók við Ísleifi IV í júnílok 1965 og var með bátinn til áramóta, en 18. desember lauk síldarvertíð.<br>
Gísli Jónasson er Landeyingur að ætt, fæddur í Reykjavík 13. september 1933. Hann missti ungur föður sinn og ólst upp hjá [[Guðmundur Guðlaugsson|Guðmundi Guðlaugssyni]] í [[Hallgeirsey]] og konu hans, [[Guðríður Jónasdóttir|Guðríði Jónasdóttur]], til 17 ára aldurs.<br>
Hugur Gísla hneigðist strax að sjónum, og árið 1952 fór hann til sjós á togurum. Vetrarvertíðina 1954 kom hann til Eyja og er þá með [[Ólafur Sigurðsson (Skuld)|Óla]] í [[Skuld]] á [[Ófeigur II|Ófeigi II]]. Síðan fer Gísli í siglingar og kannar þá hlið sjómennskunnar.<br>
Vorið 1958 lauk Gísli farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Lagði hann þá farmennskuna á hilluna og fór stýrimaður á báta héðan úr Eyjum.<br>
Formennsku byrjaði Gísli haustið 1963 með m.b. [[Halkion]], en vertíðina 1964 var hann stýrimaður á aflaskipinu Ófeigi II, með Ólafi frá Skuld.<br>
Vorið 1964 tók Gísli við skipstjórn á [[Huginn VE-65|Huganum VE 65]] og hefur verið í „[[Hóllinn|Hólnum]]“ síðan.<br>
Árið 1965 var Gísli skipstjóri með bátana Akurey RE 6 og m.b. Ögra RE 42, auk aflaskipsins Ísleifs IV. Var hann með Akurey vertíðina, en leysti af á Ögra.<br>
Á þessa 3 báta skilaði Gísli á land þessum afla:<br>
Akurey RE 6:<br>
Síld: 13.300 tunnur. loðna: 20.600 tunnur, fiskur: 215 tonn, samtals aflaverðmæti 3,4 milljónir kr.<br>
Ögri RE 42:<br>
Síld: 6.000 mál. Samtals aflaverðmæti 1,3 milljónir kr.<br>
Ísleifur IV VE 463:<br>
Síld: 62.000 mál og tn. Samtals aflaverðmæti 10,2 milljónir kr.<br>
Aflaverðmæti þessara þriggja skipa tímann, sem Gísli er skipstjóri, er 14,9 milljónir kr.<br>
Þetta er sannarlega glæsilegur afli á einu ári hjá einum og sama manninum; er síldaraflinn samtals 81.300 mál og tunnur. Ef þessi mikli afli er tekinn saman í heild eru þetta 10.500 tonn — tíu þúsund og fimm hundruð tonn —.<br>
Gísli Jónasson er því óumdeilanlega sá skipstjóri, sem mestan afla og aflaverðmæti hefur skilað á land af Eyjaskipstjórum á s.l. ári, og er hann vel að heiðurstitlinum „Aflakóngur Vestmannaeyja 1965“ kominn.<br> Sennilega er Gísli síldarkóngur Íslands s.l. ár, þó að ég hafi ekki sönnur fyrir því. Er þetta ákaflega ánægjulegt fyrir alla Eyjamenn að eiga svo snjallan fiskimann í röðum sjómanna hér.<br>
Gísli er kappsmaður að hverju sem hann gengur og sjómaður góður. Hann er einn þeirra, sem við vonum að eigi eftir að setja svip á sjósókn héðan úr Vestmannaeyjum um langan aldur, og við munum áreiðanlega heyra oftar frá, þó að hann sem betur fer eigi marga og harða keppinauta í hópi skipstjóra í Vestmannaeyjum.
Hann tók við nýju skipi, [[Seley]], um síðustu áramót.<br>
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja óskar Gísla Jónassyni og skipshöfninni á Ísleifi IV allra heilla og til hamingju með Ingólfsstöngina, sem þeir eru vel að komnir.<br>
 
''Lærði að taka lag og mið,''<br>
''lenda, stjaka, halda við,''<br>
''skorða, baka, hitta hlið,''<br>
''hamla, skaka og andófið —''<br>
 
''Hausa, fletja, slíta slóg,''<br>
''sleddu hvelja, ausa sjó,''<br>
''fast að setja, fíra kló,''<br>
''fella nel og splæsa tó —''<br>
 
''Grunnmál laka, leggja lóð,''<br>
''lúðu flaka, slægja kóð,''<br>
''seglum aka, beila bjóð,''<br>
''blóðga, kraka, róa í njóð.''<br>
 
''(Oddsrímur sterka) Örn Arnarson''<br>


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 29. mars 2016 kl. 13:07