„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1982/Veiðiferðin“: Munur á milli breytinga
StefánBjörn (spjall | framlög) (Ný síða: <center><big><big>'''Veiðiferðin'''</big></big></center><br> ''Þetta grínkvœði varð til fyrir mörgum árum þegar tveir lögregluþjónar voru að skjótafugl, hér út á f...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<center><big><big>'''Veiðiferðin'''</big></big></center><br> | <center><big><big>'''Veiðiferðin'''</big></big></center><br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-20 at 09.10.38.png|500px|center]] | |||
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-20 at 09.10.56.png|300px|thumb|Handtökum bófana]] | |||
''Þetta grínkvœði varð til fyrir mörgum árum þegar tveir lögregluþjónar voru að skjótafugl, hér út á flóanum. Þriðji lögregluþjóninn síðan sendur eftir þeim, vegna kæru sem barst á hendur þeim, sem þó reyndist ekki byggð á sterkum rökum.''<br> | ''Þetta grínkvœði varð til fyrir mörgum árum þegar tveir lögregluþjónar voru að skjótafugl, hér út á flóanum. Þriðji lögregluþjóninn síðan sendur eftir þeim, vegna kæru sem barst á hendur þeim, sem þó reyndist ekki byggð á sterkum rökum.''<br> | ||
Lína 13: | Lína 14: | ||
Þá var hann [[Jóhannes]] þungur á brúnina, því að hann verndaði ríkið og krúnuna. Og hvatlega fór hann með vindinn í voðinni, nú voru þeir komnir að ófriðargnoðinni. Um samkomulag ei hann leitaði hófanna en lét bæði handjárna og keflaði bófana. Og þegar þeir sigraðir sátu í vörinni, var Sigurgeir þarna með poka í fjörunni.<br> | Þá var hann [[Jóhannes]] þungur á brúnina, því að hann verndaði ríkið og krúnuna. Og hvatlega fór hann með vindinn í voðinni, nú voru þeir komnir að ófriðargnoðinni. Um samkomulag ei hann leitaði hófanna en lét bæði handjárna og keflaði bófana. Og þegar þeir sigraðir sátu í vörinni, var Sigurgeir þarna með poka í fjörunni.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-20 at 09.11.07.png|500px|center]] | |||
'''[[Sigurgeir Kristjánsson]].'''<br> | '''[[Sigurgeir Kristjánsson]].'''<br> | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 20. júlí 2017 kl. 09:21
Þetta grínkvœði varð til fyrir mörgum árum þegar tveir lögregluþjónar voru að skjótafugl, hér út á flóanum. Þriðji lögregluþjóninn síðan sendur eftir þeim, vegna kæru sem barst á hendur þeim, sem þó reyndist ekki byggð á sterkum rökum.
Það var fyrir löngu á erfiðu árunum, að ógrynni af svartfugli vaggaði á bárunum. Menn voru svangir og sátu í sorginni, það var sárlítill fiskur og kjötlaust í borginni. Kóngurinn bannaði að blaka við fuglinum, sem buslaði á Víkinni í dökkleita kuflinum, og hersveinar valdboðans hömpuðu orðunum, hrafnsvörtum úlpum þeir veifuðu korðunum.
Þar voru tveir garpar, sem eymdinni undu ekki, og áttu í neyðinni dálítið hugrekki. Þeir vissu af fuglinum feitum og ginnandi, freistingin ögraði og nokkuð til vinnandi, því var það einn morgun þeir hengdu á hlóðirnar heilstóran soðpott og sköruðu í glóðirnar. Þeir bjuggust í skyndi með byssu við höndina, og bráðlega voru þeir niður við ströndina.
Skútan rann drjúglega á dillandi bárunni, því djúpt tóku Ragnar og Pétur í árinni. Og þegar þeir komu að svartfuglasvæðunum suðaði víkingablóðið í æðunum. Það vaknaði ákafi í veiðimannslundinni, villibráð skyldu þeir hreppa á stundinni. Gott væri seinna að setja í réttinum saddir fuglinum veiddum í Klettinum.
Þá buldi við skothríð, sem hljómaði í hjöllunum og hávaðinn glumdi í klettinum fjöllunum. Bráðlega vöknuðu bragnar á landinu því bergmálið sagði frá ófriðarstandinu. Ræningjaskip var að rupla út á flóanum, ráð var að mæta þar helvískum bófunum. Þeir mönnuðu snekkju af mikilli skyndingu, og magnaður foringi stóð þar í lyftingu.
Þá var hann Jóhannes þungur á brúnina, því að hann verndaði ríkið og krúnuna. Og hvatlega fór hann með vindinn í voðinni, nú voru þeir komnir að ófriðargnoðinni. Um samkomulag ei hann leitaði hófanna en lét bæði handjárna og keflaði bófana. Og þegar þeir sigraðir sátu í vörinni, var Sigurgeir þarna með poka í fjörunni.