„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1980/Upphaf humarveiða hér við land“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(3 millibreytingar ekki sýndar frá 1 notanda) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><big><center>'''Upphaf humarveiða hér við land 1939'''</center | <big><big><center>'''Upphaf humarveiða hér við land 1939'''</center><br> | ||
[[Mynd:Guðmundur Vigfússon skipstjóri og útgerðarmaður frá Holti.png|250px|thumb|Guðmundur Vigfússon skipstjóri og útgerðarmaður frá Holti Vestmannaeyjum, fæddur 10. febrúar 1906.]] | |||
[[Guðmundur Vigfússon (Holti)Guðmundur Vigfússon]] frá [[Holt|Holti]] er einn framsæknasti skipstjórnarmaður sem í Vestmannaeyjum hefur verið. Fyrir utan farsæld og aflasæld alla tíð var hann jafnan ótrauður um kannanir á nýjum veiðarfærum og veiðiaðferðum og lét aldrei deigan síga þótt ekki lánaðist allt í fyrstu atrennu.<br> | [[Guðmundur Vigfússon (Holti)Guðmundur Vigfússon]] frá [[Holt|Holti]] er einn framsæknasti skipstjórnarmaður sem í Vestmannaeyjum hefur verið. Fyrir utan farsæld og aflasæld alla tíð var hann jafnan ótrauður um kannanir á nýjum veiðarfærum og veiðiaðferðum og lét aldrei deigan síga þótt ekki lánaðist allt í fyrstu atrennu.<br> | ||
Guðmundur er einn af upphafsmönnum togveiða á bátum hér við land og varð fúslega við þeirri bón [[Sjómannadagsblað Vestmannaeyja|Sjómannadagsblaðsins]] að segja frá upphafi þeirra veiða. Það er ómetanlegur fengur fyrir blaðið að fá að birta þessa ýtarlegu frásögn Guðmundar, skrifaða eigin hendi stílhreinu og kjarnyrtu máli. Það er einlæg ósk okkar og von að Guðmundur haldi áfram þessum ritstörfum sem segja frá brautryðjandastarfi hans og félaga hans, þannig að okkar kynslóð fái að kynnast bæði þeim erfiðleikum sem þeir í upphafi áttu við að etja og eins ánægju sem þeir uppskáru þegar árangurinn af baráttu þeirra kom í ljós.<br> | Guðmundur er einn af upphafsmönnum togveiða á bátum hér við land og varð fúslega við þeirri bón [[Sjómannadagsblað Vestmannaeyja|Sjómannadagsblaðsins]] að segja frá upphafi þeirra veiða. Það er ómetanlegur fengur fyrir blaðið að fá að birta þessa ýtarlegu frásögn Guðmundar, skrifaða eigin hendi stílhreinu og kjarnyrtu máli. Það er einlæg ósk okkar og von að Guðmundur haldi áfram þessum ritstörfum sem segja frá brautryðjandastarfi hans og félaga hans, þannig að okkar kynslóð fái að kynnast bæði þeim erfiðleikum sem þeir í upphafi áttu við að etja og eins ánægju sem þeir uppskáru þegar árangurinn af baráttu þeirra kom í ljós.<br> | ||
Forsaga þessa máls er sú að undirritaður og Einar Sigurðsson frá Steinbæ í Reykjavík, skipstjóri á m/b Aðalbjörgu, einnig eigandi bátsins ásamt Jóni bróður sínum og föður þeirra, Sigurði, höfðu báðir stundað dragnótaveiðar á bátum okkar. Hann með Aðalbjörgu, Re 5, 22 tonna bát og ég með [[Vonin VE-279|Vonina Ve 279]], 26 tonna bát.<br> | Forsaga þessa máls er sú að undirritaður og Einar Sigurðsson frá Steinbæ í Reykjavík, skipstjóri á m/b Aðalbjörgu, einnig eigandi bátsins ásamt Jóni bróður sínum og föður þeirra, Sigurði, höfðu báðir stundað dragnótaveiðar á bátum okkar. Hann með Aðalbjörgu, Re 5, 22 tonna bát og ég með [[Vonin VE-279|Vonina Ve 279]], 26 tonna bát.<br> | ||
[[Mynd:Einar Sigurðsson skipstjóri á Aðalbjörgu.png|250px|thumb|Einar Sigurðsson skipstjóri á Aðalbjörgu.]] | |||
Á kreppuáratugnum 1930-1940 hófust kynni okkar Einars. Ég lagði á þessum árum oft upp afla í Reykjavík, annað hvort hjá Steingrími Magnússyni fisksala eða hjá Sænska Frystihúsinu sem þá var eina frysti-hús Iandsins. Lögðu því dragnótabátar víðs vegar að frá landinu upp afla sinn í Sænska frystihúsið. | Á kreppuáratugnum 1930-1940 hófust kynni okkar Einars. Ég lagði á þessum árum oft upp afla í Reykjavík, annað hvort hjá Steingrími Magnússyni fisksala eða hjá Sænska Frystihúsinu sem þá var eina frysti-hús Iandsins. Lögðu því dragnótabátar víðs vegar að frá landinu upp afla sinn í Sænska frystihúsið. | ||
Kynni okkar Einars leiddu það af sér, því báðir stunduðum við veiðiskapinn af áhuga, að við skiptumst á upplýsingum um veiðisvæði og aflabrögð og eitt skipti á þessum árum tókum við okkur til og héldum í samfloti á bátum okkar norður fyrir land. Það má segja að það hafi verið meira gert í könnunarskyni en af ábatavon, því á þessum árum var illmögulegt að selja dragnótaafla annars staðar í en í Reykjavík. | Kynni okkar Einars leiddu það af sér, því báðir stunduðum við veiðiskapinn af áhuga, að við skiptumst á upplýsingum um veiðisvæði og aflabrögð og eitt skipti á þessum árum tókum við okkur til og héldum í samfloti á bátum okkar norður fyrir land. Það má segja að það hafi verið meira gert í könnunarskyni en af ábatavon, því á þessum árum var illmögulegt að selja dragnótaafla annars staðar í en í Reykjavík. | ||
Lína 23: | Lína 23: | ||
S.Í.F. hafði komið sér upp aðstöðu í Reykjavík til vinnslu humarsins og var hann þar skelflettur og soðinn niður í dósir. | S.Í.F. hafði komið sér upp aðstöðu í Reykjavík til vinnslu humarsins og var hann þar skelflettur og soðinn niður í dósir. | ||
<center>[[Mynd:Aðalbjörg Re 5. Var byggð um 1930 og þá 22 smálestir.png|500px|thumb|center|Aðalbjörg Re 5. Var byggð um 1930 og þá 22 smálestir en á þessari mynd hefur hún verið lengd og var eftir það mæld 30 smálestir.]]</center> | |||
Nú var ákveðið að reyna víðar og ákveðið að reynt skyldi við Vestmannaeyjar og þá sérstaklega með það fyrir augum, hvort ekki fengist þar stærri humar. Það mun hafa verið svo að ekki voru fyrir hendi markaðsmögu-leikar nema á stórum og meðalstórum humri. | Nú var ákveðið að reyna víðar og ákveðið að reynt skyldi við Vestmannaeyjar og þá sérstaklega með það fyrir augum, hvort ekki fengist þar stærri humar. Það mun hafa verið svo að ekki voru fyrir hendi markaðsmögu-leikar nema á stórum og meðalstórum humri. | ||
Það mun hafa verið seint í maí eða byrjun júní að Einar á Aðalbjörgu hringir til mín og spyr | Það mun hafa verið seint í maí eða byrjun júní að Einar á Aðalbjörgu hringir til mín og spyr mig hvort ég sé ekki fáanlegur að koma með sér einn til tvo daga því það sé meiningin að reyna á Eyjamiðum með humartrollið. | ||
Sagðist hann ekki vilja offra neinu vegna ókunnugleika á Eyjamiðum. | Sagðist hann ekki vilja offra neinu vegna ókunnugleika á Eyjamiðum. | ||
Lína 36: | Lína 36: | ||
Þar sem þarna fékkst mikið magn og í bland stór og góður humar, var ekki reynt á öðrum miðum í þessari fyrstu tilraun sem mun hafa tekið einn til tvo daga, en ekki var hirt nema það stærsta og besta af humrinum. Síðan var haldið til Reykjavíkur og humarinn þar soðinn niður til útflutnings. | Þar sem þarna fékkst mikið magn og í bland stór og góður humar, var ekki reynt á öðrum miðum í þessari fyrstu tilraun sem mun hafa tekið einn til tvo daga, en ekki var hirt nema það stærsta og besta af humrinum. Síðan var haldið til Reykjavíkur og humarinn þar soðinn niður til útflutnings. | ||
Eftir þennan túr mun tilraunum Aðalbjargarmanna að mestu lokið. | Eftir þennan túr mun tilraunum Aðalbjargarmanna að mestu lokið. | ||
<center>[[Mynd:Vonin Ve 279, 26 smálestir, byggð í Noregi 1919.png|500px|thumb|center|Vonin Ve 279, 26 smálestir, byggð í Noregi 1919 og keypt til Vestmannaeyja 1928.]]</center> | |||
Fljótlega eftir tilraunir Aðalbjargar hér við Eyjar, er falast eftir því við okkur eigendur Vonarinnar Ve 279 að við tökum að okkur áframhaldandi humarveiðar. | Fljótlega eftir tilraunir Aðalbjargar hér við Eyjar, er falast eftir því við okkur eigendur Vonarinnar Ve 279 að við tökum að okkur áframhaldandi humarveiðar. | ||
Lína 55: | Lína 55: | ||
Það var farið að líða mikið á sumarið þegar við gátum byrjað humarveiðarnar, það mun hafa staðið á vinnslugræjunum. Ekki er alveg klárt hvenær þær hófust, en eftir því sem næst verður komist, hefur það verið í ágúst eða fyrri part september. | Það var farið að líða mikið á sumarið þegar við gátum byrjað humarveiðarnar, það mun hafa staðið á vinnslugræjunum. Ekki er alveg klárt hvenær þær hófust, en eftir því sem næst verður komist, hefur það verið í ágúst eða fyrri part september. | ||
[[Mynd:Jón Vigfússon frá Holti.png|250px|thumb|Jón Vigfússon frá Holti meðeigandi Guðmundar og vélamaður á voninni.]] | |||
[[Mynd:Aflinn gomsast úr pokunum niður í kassann.png|300px|thumb|Aflinn gomsast úr pokunum niður í kassann.]] | |||
Með mér á Voninni þetta sumar og þá á humarveiðunum, voru þeir Ragnar Þorvaldsson stýrimaður, Jón Vigfússon vélamaður, Ágúst Guðjónsson matsveinn og Ingibergur Friðriksson frá Batavíu, háseti. | Með mér á Voninni þetta sumar og þá á humarveiðunum, voru þeir Ragnar Þorvaldsson stýrimaður, Jón Vigfússon vélamaður, Ágúst Guðjónsson matsveinn og Ingibergur Friðriksson frá Batavíu, háseti. | ||
Rétt þótti í fyrsta túrnum að reyna fyrr könnuðu svæðin í Leirnum en afli reyndist þar þá mjög óverulegur. Ekki var annað að sjá en allt væri í lagi með veiðarfærin og báturinn virtist draga allvel. Var nú ekki annað fyrir hendi en leita annarra miða ef eitthvað átti að verða úr þessu. | Rétt þótti í fyrsta túrnum að reyna fyrr könnuðu svæðin í Leirnum en afli reyndist þar þá mjög óverulegur. Ekki var annað að sjá en allt væri í lagi með veiðarfærin og báturinn virtist draga allvel. Var nú ekki annað fyrir hendi en leita annarra miða ef eitthvað átti að verða úr þessu. | ||
Lína 93: | Lína 94: | ||
Að ekki varð frekara áframhald á þessum veiðum fyrr en svona löngu síðar, má að sjálfsögðu rekja til styrjaldarinnar. Eftir þetta reynslusumar seldi S.Í.F. tækin sem notuð voru við vinnsluna og veiðarnar. Guðmundur Ólafsson var með niðursuðu á bolfiski í tækjum þessum og í sama húsplássi nokkurn tíma á eftir, þó líklega fá ár. | Að ekki varð frekara áframhald á þessum veiðum fyrr en svona löngu síðar, má að sjálfsögðu rekja til styrjaldarinnar. Eftir þetta reynslusumar seldi S.Í.F. tækin sem notuð voru við vinnsluna og veiðarnar. Guðmundur Ólafsson var með niðursuðu á bolfiski í tækjum þessum og í sama húsplássi nokkurn tíma á eftir, þó líklega fá ár. | ||
[[Mynd:Guðlaugur Vigfússon frá Holti.png|250px|thumb|Guðlaugur Vigfússon frá Holti. Þeir bræður Guðmundur, Guðlaugur og Jón áttu nýju Vonina saman og gerðu hana út.]] | |||
Fyrsta vertíð togbáta frá Vestmannaeyjum 1940. | Fyrsta vertíð togbáta frá Vestmannaeyjum 1940. | ||
Að humarveiðunum slepptum vorum við sem útgerðina áttum og einnig þeir sem með mér voru á bátnum, ákveðnir í að prufa okkur betur áfram með fiskitrollið. Var spilið, gálgar og annað tilheyrandi keypt af S.Í.F. Trollin voru orðin slitin og hálfónýt og var því farið í það að setja upp fiskitroll. Var það miklu stórriðnara en humartrollið. Það var úr sísalgarni 50-60 feta langt. Það kom í hlut Reykdals Jónssonar að vinna og búa út fyrir okkur trollin. | Að humarveiðunum slepptum vorum við sem útgerðina áttum og einnig þeir sem með mér voru á bátnum, ákveðnir í að prufa okkur betur áfram með fiskitrollið. Var spilið, gálgar og annað tilheyrandi keypt af S.Í.F. Trollin voru orðin slitin og hálfónýt og var því farið í það að setja upp fiskitroll. Var það miklu stórriðnara en humartrollið. Það var úr sísalgarni 50-60 feta langt. Það kom í hlut Reykdals Jónssonar að vinna og búa út fyrir okkur trollin. | ||
Lína 110: | Lína 111: | ||
Í millitíðinni höfðum við látið setja upp troll úr frekar fínu bómullargarni, að öllu leyti léttara en það fyrra en sömu stærðar og gerðar og sísaltrollið. | Í millitíðinni höfðum við látið setja upp troll úr frekar fínu bómullargarni, að öllu leyti léttara en það fyrra en sömu stærðar og gerðar og sísaltrollið. | ||
[[Mynd:Belgnum tosað inn, skammt austur af Eyjum.png|300px|thumb|Belgnum tosað inn, skammt austur af Eyjum.]] | |||
Strax kom í ljós að báturinn dró þetta troll mun betur en það fyrra og jafnframt fékkst með því mun betri skver. Samt stóð á árangri sem gagn var í. | Strax kom í ljós að báturinn dró þetta troll mun betur en það fyrra og jafnframt fékkst með því mun betri skver. Samt stóð á árangri sem gagn var í. | ||
Lína 135: | Lína 136: | ||
Þegar í land kom, setti ég mig í samband við Reykdal og féllst hann góðfúslega á fyrirætlun mína. | Þegar í land kom, setti ég mig í samband við Reykdal og féllst hann góðfúslega á fyrirætlun mína. | ||
Fyrirætlum mín var í því fólgin að það fyrsta sem við skyldum gera væri að fá lánað nægilega stórt hús ef kostur væri svo hægt væri að draga þannig úr trollinu og þenja það þannig út að það væri sem líkast og við | Fyrirætlum mín var í því fólgin að það fyrsta sem við skyldum gera væri að fá lánað nægilega stórt hús ef kostur væri svo hægt væri að draga þannig úr trollinu og þenja það þannig út að það væri sem líkast og við | ||
[[Mynd:Aflinn kominn inn fyrir. Einhvern tíma hefur verið meira í en að þessu sinni.png|300px|thumb|Aflinn kominn inn fyrir. Einhvern tíma hefur verið meira í en að þessu sinni, slöttungur. Pokamaðurinn klár að hnýta fyrir aftur.]] | |||
hugsuðum okkur að það ætti að vera í drætti og útþanið aftan í hlerunum í sjónum. | hugsuðum okkur að það ætti að vera í drætti og útþanið aftan í hlerunum í sjónum. | ||
Nú vildi svo heppilega til að eina nógu stóra húsið í Eyjum var laust um þetta leyti svo okkur var leyft að hafa það til afnota við þessa athugun. Hús þetta var mjög stór geymsluskemma sem Lifrarsamlagið átti og | Nú vildi svo heppilega til að eina nógu stóra húsið í Eyjum var laust um þetta leyti svo okkur var leyft að hafa það til afnota við þessa athugun. Hús þetta var mjög stór geymsluskemma sem Lifrarsamlagið átti og | ||
stóð vestan við sjálfa fabrikkuna. | stóð vestan við sjálfa fabrikkuna. | ||
[[Mynd:Allt að verða klárt til að láta fara á ný. Greinilega hefur verið grjót í að þessu sinni.png|300px|thumb|Allt að verða klárt til að láta fara á ný. Greinilega hefur verið grjót í að þessu sinni.]] | |||
Daginn eftir vorum við sem hlut áttum að þessari ég vil segja rannsókn, Reykdal Jónsson, ég og skipshöfnin, mættir með trollið í skemmuna og var nú hafist handa. Teygt var úr trollinu og grandarar festir í sín hvora hlið hússins með þeirri opnun sem okkur þótti líklegt að ætti að vera þegar trollið væri dregið aftaní hlerunum. | Daginn eftir vorum við sem hlut áttum að þessari ég vil segja rannsókn, Reykdal Jónsson, ég og skipshöfnin, mættir með trollið í skemmuna og var nú hafist handa. Teygt var úr trollinu og grandarar festir í sín hvora hlið hússins með þeirri opnun sem okkur þótti líklegt að ætti að vera þegar trollið væri dregið aftaní hlerunum. | ||
Lína 160: | Lína 161: | ||
Þegar trollið er komið að síðunni, er að sjá líflegt í því af fiski. Lifnar nú að vonum heldur betur yfir mannskapnum og tekið er til við að innbyrða aflann, nokkra poka sem við giskuðum á að væri í heild fjögur tonn. Reyndist þessi afli að mestu leyti stór ýsa,-dálítið blandað þorski og rauðsprettu. | Þegar trollið er komið að síðunni, er að sjá líflegt í því af fiski. Lifnar nú að vonum heldur betur yfir mannskapnum og tekið er til við að innbyrða aflann, nokkra poka sem við giskuðum á að væri í heild fjögur tonn. Reyndist þessi afli að mestu leyti stór ýsa,-dálítið blandað þorski og rauðsprettu. | ||
Að sjálfsögðu er kastað aftur og að samanlögðu eru tekin þarna fimm hol til birtingar um morguninn. Þá er lestin orðin full upp í karma en hún tók 20 tonn. | Að sjálfsögðu er kastað aftur og að samanlögðu eru tekin þarna fimm hol til birtingar um morguninn. Þá er lestin orðin full upp í karma en hún tók 20 tonn. | ||
Lína 172: | Lína 172: | ||
Þegar í land kom hitti ég Hannes Hansson, Hvoli og segist hann eiga lítið troll sem fylgt hafi með Haföldunni þegar hann keypti hana af Landhelgisgæslunni. Sé mér nú velkomið að reyna það og þáði ég það með þökkum. | Þegar í land kom hitti ég Hannes Hansson, Hvoli og segist hann eiga lítið troll sem fylgt hafi með Haföldunni þegar hann keypti hana af Landhelgisgæslunni. Sé mér nú velkomið að reyna það og þáði ég það með þökkum. | ||
<center>[[Mynd:Nýja Vonin VE 113 eitt glæsilegasta skip flotans á sínum tíma.png|500px|thumb|center|Nýja Vonin VE 113 eitt glæsilegasta skip flotans á sínum tíma.]]</center> | |||
<center>[[Mynd:Vonin Ve 113 (Nýja Vonin) inni á Siglufirði með fullfermi af síld.png|500px|thumb|center|Vonin Ve 113 (Nýja Vonin) inni á Siglufirði með fullfermi af síld. Myndin sennilega tekin árið 1944.]]</center> | |||
Troll þetta var mjög lítið, 36 feta höfuðlína með 6 1/2 feta yfirneti úr grönnum hamptrolltvinna. Eftir að við höfðum skoðað trollið rækilega og stytt lítillega á því vænglessin, var það tekið um borð. | Troll þetta var mjög lítið, 36 feta höfuðlína með 6 1/2 feta yfirneti úr grönnum hamptrolltvinna. Eftir að við höfðum skoðað trollið rækilega og stytt lítillega á því vænglessin, var það tekið um borð. | ||
Lína 178: | Lína 179: | ||
Nokkur hol eru tekin þarna fram undir kvöld á nákvæmlega sömu slóð og Baldur. Um kvöldið löndum við 8 tonnum, mest stórri ýsu en þó nokkuð blandað þorski. Þetta kvöld þegar við Haraldur berum saman aflabrögð dagsins er hann mjög óánægður með sinn hlut samanborið við okkur. En fljótlega eftir þetta munu Baldursmenn hafa náð góðum árangri við þessar veiðar. | Nokkur hol eru tekin þarna fram undir kvöld á nákvæmlega sömu slóð og Baldur. Um kvöldið löndum við 8 tonnum, mest stórri ýsu en þó nokkuð blandað þorski. Þetta kvöld þegar við Haraldur berum saman aflabrögð dagsins er hann mjög óánægður með sinn hlut samanborið við okkur. En fljótlega eftir þetta munu Baldursmenn hafa náð góðum árangri við þessar veiðar. | ||
[[Mynd:Á fiskitrolli á gömlu Voninni. Vírarnir hífðir inn á spilið.png|300px|thumb|Á fiskitrolli á gömlu Voninni. Vírarnir hífðir inn á spilið. Greinarhöfundur í glugganum. | |||
Á sjómannadaginn óska ég Eyjamönnum velgengni og að þeir verði sem minnst heftir við að draga björg í bú eins og þeir hafa hug og dug til.]] | |||
[[Mynd:Man ég þá tíð.png|300px|thumb|Man ég þá tíð.]] | |||
Haraldur Hannesson gæti ýmislegt sagt um þessar veiðar, því það eru ekki minna en 40 ár sem hann hefur gert út og alltaf sama bátinn, Baldur. Mörg ár ekki stundað aðrar veiðar en togveiðar. Eftir að Haraldur hætti á sjónum tók Hannes sonur hans við stjórn bátsins og hefur vegnað vel eins og föðurnum. | Haraldur Hannesson gæti ýmislegt sagt um þessar veiðar, því það eru ekki minna en 40 ár sem hann hefur gert út og alltaf sama bátinn, Baldur. Mörg ár ekki stundað aðrar veiðar en togveiðar. Eftir að Haraldur hætti á sjónum tók Hannes sonur hans við stjórn bátsins og hefur vegnað vel eins og föðurnum. | ||
Núverandi breyting frá og með 3. maí 2019 kl. 15:52
Guðmundur Vigfússon (Holti)Guðmundur Vigfússon frá Holti er einn framsæknasti skipstjórnarmaður sem í Vestmannaeyjum hefur verið. Fyrir utan farsæld og aflasæld alla tíð var hann jafnan ótrauður um kannanir á nýjum veiðarfærum og veiðiaðferðum og lét aldrei deigan síga þótt ekki lánaðist allt í fyrstu atrennu.
Guðmundur er einn af upphafsmönnum togveiða á bátum hér við land og varð fúslega við þeirri bón Sjómannadagsblaðsins að segja frá upphafi þeirra veiða. Það er ómetanlegur fengur fyrir blaðið að fá að birta þessa ýtarlegu frásögn Guðmundar, skrifaða eigin hendi stílhreinu og kjarnyrtu máli. Það er einlæg ósk okkar og von að Guðmundur haldi áfram þessum ritstörfum sem segja frá brautryðjandastarfi hans og félaga hans, þannig að okkar kynslóð fái að kynnast bæði þeim erfiðleikum sem þeir í upphafi áttu við að etja og eins ánægju sem þeir uppskáru þegar árangurinn af baráttu þeirra kom í ljós.
Forsaga þessa máls er sú að undirritaður og Einar Sigurðsson frá Steinbæ í Reykjavík, skipstjóri á m/b Aðalbjörgu, einnig eigandi bátsins ásamt Jóni bróður sínum og föður þeirra, Sigurði, höfðu báðir stundað dragnótaveiðar á bátum okkar. Hann með Aðalbjörgu, Re 5, 22 tonna bát og ég með Vonina Ve 279, 26 tonna bát.
Á kreppuáratugnum 1930-1940 hófust kynni okkar Einars. Ég lagði á þessum árum oft upp afla í Reykjavík, annað hvort hjá Steingrími Magnússyni fisksala eða hjá Sænska Frystihúsinu sem þá var eina frysti-hús Iandsins. Lögðu því dragnótabátar víðs vegar að frá landinu upp afla sinn í Sænska frystihúsið. Kynni okkar Einars leiddu það af sér, því báðir stunduðum við veiðiskapinn af áhuga, að við skiptumst á upplýsingum um veiðisvæði og aflabrögð og eitt skipti á þessum árum tókum við okkur til og héldum í samfloti á bátum okkar norður fyrir land. Það má segja að það hafi verið meira gert í könnunarskyni en af ábatavon, því á þessum árum var illmögulegt að selja dragnótaafla annars staðar í en í Reykjavík. Túr þessi var ánægjulegur og vel heppn-aður hjá okkur á báðum bátunum þótt ekki væri hann langur. Okkur tókst að finna nokkur líkleg rauðsprettumið, sérstaklega í Skagafirði en einnig í Ólafsfirði og Eyjafirði.
Ég hafði reyndar kynnst nokuð sumum þessara miða áður, því tvívegis hafði ég reynt nokkuð með dragnót fyrir Norðurlandi og þá á fleiri stöðum en framangreindum og eitt árið komst ég kringum landið í sama túrnum. Þá var byrjað á Austfjörðum og aflinn þar lagður í togara en síðan fært sig norður fyrir land. Þegar því lauk, héldum við á Voninni til Vestfjarða og öfluðum þar nokkuð í bátinn og síðast í túrnum var nokkuð veitt í Garðsjónum og landað í Reykjavík.
Árið 1939 þegar fyrsta tilraun humarveiðanna var gerð hér við land, var forstjóri fyrir Sambandi íslenskra fiskframleiðenda (S.Í.F.) Þorvaldur Guðmundsson seinna eigandi og forstjóri fyrirtækisins Síld og fiskur. Þorvaldur er eins og allir vita löngu þjóðkunnur maður fyrir margháttuð störf sín á ýmsum sviðum þjóðlífsins.
Var það nú ákveðið af stjórn S.Í.F. að sambandið beitti sér fyrir tilraunum þessum með nokkrum styrk til þeirrar útgerðar sem falin yrði fyrsta rannsóknin eða tilraunin. Var m/b Aðalbjörg RE 5 fengin til þessara tilrauna en skipstjóri þar var sem fyrr er getið Einar Sigurðsson. S.Í.F. skaffaði veiðarfæri frá Danmörku en þar mun hafa verið komin mikil reynsla og þekking á veiðum þessum.
Veiðarfærin voru botnvarpa (humartroll) ásamt hlerum til að halda vörpunni opinni í drætti. Vírar voru stálvírar, 1 1/4 tomma að sverleika. Í aðalatriðum voru veiðarfæri þessi svipuð og þau eru nú í dag, nema hvað þau eru nú miklu stærri og sterkari. Ég kem nánar að því síðar þegar mér var falið að taka að mér áframhald þessara tilrauna.
Það var í aprílmánuði 1939 sem þeir á Aðalbjörgu hófu tilraunaveiðar sínar með humarvörpuna. Byrjað var út af Stafnesi og heppnaðist byrjunin vel. Afli var mjög góður en nokkuð smár. Næsta tilraun var gerð út og vestur af Selvogi og fékkst þar einnig góður afli en þótti sömuleiðis nokkuð smár. Aflamagn eftir tveggja tíma tog mun oft hafa verið 30-40 körfur af humar og hef ég það eftir frásögn Einars á þeim tíma sem þetta gerðist en ekki er mér kunnugt um hve mikið af þessum afla var hægt að hagnýta.
S.Í.F. hafði komið sér upp aðstöðu í Reykjavík til vinnslu humarsins og var hann þar skelflettur og soðinn niður í dósir.
Nú var ákveðið að reyna víðar og ákveðið að reynt skyldi við Vestmannaeyjar og þá sérstaklega með það fyrir augum, hvort ekki fengist þar stærri humar. Það mun hafa verið svo að ekki voru fyrir hendi markaðsmögu-leikar nema á stórum og meðalstórum humri. Það mun hafa verið seint í maí eða byrjun júní að Einar á Aðalbjörgu hringir til mín og spyr mig hvort ég sé ekki fáanlegur að koma með sér einn til tvo daga því það sé meiningin að reyna á Eyjamiðum með humartrollið.
Sagðist hann ekki vilja offra neinu vegna ókunnugleika á Eyjamiðum. Þar sem ég var upptekinn við dragnóta-veiðar, gat ég eins og á stóð ekki orðið við bón Einars en lofaði honum að útvega hon-um mann svo hann gæti framkvæmt þetta áform sitt. Það varð úr að ég fékk föður minn, Vigfús Jónsson, Holti, til að aðstoða Einar við þessa fyrstu humarleit við Eyjar.
Faðir minn var manna kunnugastur á Eyjamiðum enda gengu fyrstu tilraunirnar strax ágætlega. Aflamagnið reyndist svipað og þar sem áður hafði verið reynt við Stafnes og Selvog en humarinn við Eyjar var miklu stærri.
Miðin sem þeir voru á voru suður af Mannklakknum og austur eða suðaustur Miðleirinn. Þar sem þarna fékkst mikið magn og í bland stór og góður humar, var ekki reynt á öðrum miðum í þessari fyrstu tilraun sem mun hafa tekið einn til tvo daga, en ekki var hirt nema það stærsta og besta af humrinum. Síðan var haldið til Reykjavíkur og humarinn þar soðinn niður til útflutnings. Eftir þennan túr mun tilraunum Aðalbjargarmanna að mestu lokið.
Fljótlega eftir tilraunir Aðalbjargar hér við Eyjar, er falast eftir því við okkur eigendur Vonarinnar Ve 279 að við tökum að okkur áframhaldandi humarveiðar.
Ásamt mér áttu bátinn Jón bróðir minn og faðir okkar Vigfús frá Holti. Samningagerð við okkur annaðist Þorvaldur Guðmundsson þáverandi forstjóri S.Í.F. Það varð úr að við tókum þetta að okkur.
S.Í.F. skaffaði veiðarfæri, spil og gálga og annað tilheyrandi en útgerðin skyldi hafa 55 aura fyrir kílóið af þeim humri sem nægilega stór reyndist til niðursuðu. Þá var allur annar afli sem fékkst, útgerðarinnar, en hann urðum við að selja annað því S.Í.F. hagnýtti ekki annað en humarinn. Veiðarfærin fengum við ný frá Danmörku, samsorta og verið hafði á Aðalbjörgu. Spilið og það sem því fylgdi er mér ekki kunnugt um hvaðan kom.
Eins og fyrr hefur verið sagt, voru vírarnir 1 1/4 tommu stálvírar. Tvö troll fylgdu, annað með 80 feta höfuðlínu en hitt með 90 til 100 feta. Bæðitrollin voru með 6 feta yfimeti. Fótreipi voru ekki notuð, heldur var svert grastóg benslað á blýteininn. Grandarar voru 12 faðmar af 1 1/2 tommu vír. Hlerar voru ca. 1x1.20 metrar með þungum og mjög breiðum skóm. Þá voru þeir með keðjubrakketum sem nú þekkist víst ekki.
Vörpurnar voru úr mjög góðu bómullargarni og frekar fínu, mjög vel og snyrtilega unnar. S.Í.F. fékk aðstöðu til vinnslu humarsins hjá Einari Sigurðssyni (ríka) sem keypt hafði Edinborgareignina af Gísla J. Johnsen.
Þorvaldur Guðmundsson dvaldi nokkuð í Eyjum og var driffjöðrin í að koma þessu í gang. Mér er kunnugt um nokkra menn sem unnu við verkun humarsins í landi. Tryggvi Jónsson, Ora, mun hafa verið þar eitthvað til að byrja með. Jón Þorsteinsson frá Laufási, núverandi verkstjóri hjá Hval h/f Hafnarfirði, Guðmundur Ólafsson (Lárussonar héraðslæknis) var verkstjóri og einnig vann talsvert af kvenfólki við verkunina. Rétt áður en við hófum veiðarnar á Voninni, kom Einar á Aðalbjörgu, samkvæmt áðurgefnu loforði, til Eyja og gafst mér þá tækifæri til að vera með þeim á Aðalbjörgu einn dag til að kynnast veiðiaðferð þessari. Reynt var á sömu miðum og fyrr um sumarið, einnig vítt og breitt um Leirinn, austan og vestan Mannklakks en sáralítill humar fékkst. Eins og til stóð var ég settur í land eftir daginn og Aðalbjörg hélt til Reykjavíkur, þar með endanlega hætt þessum tilraunum.
Það var farið að líða mikið á sumarið þegar við gátum byrjað humarveiðarnar, það mun hafa staðið á vinnslugræjunum. Ekki er alveg klárt hvenær þær hófust, en eftir því sem næst verður komist, hefur það verið í ágúst eða fyrri part september.
Með mér á Voninni þetta sumar og þá á humarveiðunum, voru þeir Ragnar Þorvaldsson stýrimaður, Jón Vigfússon vélamaður, Ágúst Guðjónsson matsveinn og Ingibergur Friðriksson frá Batavíu, háseti. Rétt þótti í fyrsta túrnum að reyna fyrr könnuðu svæðin í Leirnum en afli reyndist þar þá mjög óverulegur. Ekki var annað að sjá en allt væri í lagi með veiðarfærin og báturinn virtist draga allvel. Var nú ekki annað fyrir hendi en leita annarra miða ef eitthvað átti að verða úr þessu.
Næst var reynt S og SA frá Súlnaskeri á stóru svæði. Þar reyndist mjög óverulegur afli og það litla sem fékkst var smátt.
Nú var reynt Suður af Klöppinni 12 sjómílur í V að N frá Einidrangi og var togað til VNV tvö hol á góðum botni en útkoman af því var engin, tvö eða þrjú stykki sáust, minna gat það ekki verið.
Þar næst var haldið upp að Eyjum og þegar komið var nokkuð vestur af Álsey í vaxandi SA-kalda voru þar að veiðum nokkrir dragnótabátar og komst ég að því að þeir væru að fá dágóðan ýsuafla.
Fannst mér nú rétt að reyna trollið á ýsumiðunum. Var því kastað og dregið þrjú kortér í útjaðri dragnótabátanna. Þegar híft var og hlerar komnir í gálga, spratt upp pokinn með sýnilega góðum afla. Í þessu holi munu hafa verið um þrjú tonn, mest ýsa en einnig dálítið af þorski og kola.
Tvö eða þrjú hol voru tekin til viðbótar með svipuðum árangri og svo farið heim og landað. Kom þá í ljós að aflinn hjá okkur í trollið var margfalt meiri en hjá dragnótabátunum, þrátt fyrir að þeir byrjuðu snemma um morguninn en við ekki fyrr en komið var langt fram á dag.
Þó að okkur fyndist aflinn dýrmætur, fannst okkur ekki síður dýrmætt að sjá og reyna að á ekki stærri báti myndi bera hægt að ná góðum árangri á fleiri veiðum en humarveiðum sem ekki höfðu enn borið árangur hjá okkur þótt ekki væri langt í það.
Næstu daga voru suðaustan brælur og voru því ekki skilyrði til að reyna við humarinn. En þegar hægði var farið í það.
Einn var sá staður SA af Eyjum sem ég hafði á undangengnum árum orðið var við að svolítið kæmi upp í dragnótinni af humri. Aldrei var það þó nema smávegis enda dragnótin af stórriðin til að nokkuð fengist að ráði. Nú er haldið á þessi mið og kastað 4 3/4 sjóm. SA frá Stórhöfða. Álsey sett vel laus norður úr Suðurey og togað undan því miði eina klukkustund. Snúið þar og togað sama tíma til baka og híft var á sama stað og kastað var. Þegar grandararnir höfðu verið hífðir inn og klafarnir komnir í gálga, sást talsvert af fiski í belgnum, aðallega langa og nokkrir stórþorskar. en einhver þyngsli virtust vera í pokanum því hann stautaði niður og þegar við höfðum tosað belginn inn, sáum við að þetta var humar sem valdið hafði þessum þyngslum. Þarna hífðum við inn á þriðja poka, mest humar en blandað kola og öðrum fiski. Úr þessu holi fengust 12-14 körfur af stórum óslitnum humri eða um það bil 300 kg. Sjálfsagt hefur það verið þriðjungur eða meira sem þótti of smátt og var því ekki hirt.
Þennan dag voru tekin 4 eða 5 hol með svipuðum árangri á sama miði. Um kvöldið var landað um 1 1/2 tonni af óslitnum humri eftir daginn og um tonni af öðrum nýtanlegum fiski. Þetta mun hafa verið fyrstu daga september því farið var að dimma af nóttu og eftir að dimmdi og til birtingar fékkst engin veiði.
Nokkrir brúklegir veiðidagar með litlum frátöfum gáfust nú til að byrja með og stunduðum við veiðarnar þegar veður leyfði og oftast með svipuðum árangri og að framan greinir. Lítils háttar var reynt á miðunum sem gáfu árangur þegar reynt var um vorið en það gaf sama árangur. Héldum við okkur því á framangreindu miði þegar gaf.
Þegar á leið septembermánuð fóru að verða tíðar SA-brælur. Gaf því stopult til humarveiða en eins og þeim mun kunnugt vera sem til þekkja, er ekki að vænta árangurs nema undir góðum skilyrðum. Eins og áður hefur verið tekið fram, fengum við greidda 55 aura fyrir kílóið af humrinum óslitnum (ætli menn væru ekki lukkulegir með það nú á dögum?), enginn var styrkurinn til okkar til veiðanna og engin kauptrygging til skipshafnarinnar. Notuðum við því fráteppudaga við humarinn til að reyna við annan fisk eftir heppilegheitum og gæftum og heppnaðist það oft vel. Þá var oftast verið vestur af Álsey eða norðan Dranga.
Í endaðan október hættum við humarveiðunum. Eftir því sem Jón Þorsteinsson hefur upplýst mig um, munu þær ekki hafa verið reyndar aftur fyrr en eftir ein 17-18 ár eða 1956-1957. Þá mun Einar Sigurðsson (ríki) hafa gert út einn bát til að byrja með.
Þær upplýsingar sem ég hef fengið um vinnslu humarsins, eru frá þeim Þorvaldi Guðmundssyni og Jóni Þorsteinssyni.
Jón var 16 ára þetta sumar sem hann vann í þessu og tjáði hann mér að hann hefði haldið dagbók um þessa vinnslu og mundi eiga hana. Því miður kom hún ekki í leitirnar og er því ekki fyrir hendi að gefa upp aflamagn eða hve mikið hafnýttist þetta reynslusumar.
Þorvaldur upplýsti mig um, að aldrei eftir þetta hefði humar verið soðinn niður til útflutnings. Jón sagði mér að fiskurinn hefði einnig verið tekinn úr klónum og hafi það gengið vel. Ekki var það fullkomið tækið sem notað var við það verk, það var naglbítur.
Að ekki varð frekara áframhald á þessum veiðum fyrr en svona löngu síðar, má að sjálfsögðu rekja til styrjaldarinnar. Eftir þetta reynslusumar seldi S.Í.F. tækin sem notuð voru við vinnsluna og veiðarnar. Guðmundur Ólafsson var með niðursuðu á bolfiski í tækjum þessum og í sama húsplássi nokkurn tíma á eftir, þó líklega fá ár.
Fyrsta vertíð togbáta frá Vestmannaeyjum 1940. Að humarveiðunum slepptum vorum við sem útgerðina áttum og einnig þeir sem með mér voru á bátnum, ákveðnir í að prufa okkur betur áfram með fiskitrollið. Var spilið, gálgar og annað tilheyrandi keypt af S.Í.F. Trollin voru orðin slitin og hálfónýt og var því farið í það að setja upp fiskitroll. Var það miklu stórriðnara en humartrollið. Það var úr sísalgarni 50-60 feta langt. Það kom í hlut Reykdals Jónssonar að vinna og búa út fyrir okkur trollin.
Það má segja að næstu vikur og mánuðir sem í hönd fóru, hafi verið miklir reynslu og tilraunadagar fyrir okkur sem að þessu stóðum.
Nú var farið að prufa nýja trollið en ekki þótti okkur marktækt nema vita að fiskur væri fyrir á svæðinu. Voru því prufanir gerðar þar sem vitað var að dragnótabátarnir voru að fá afla.
Nú brá svo við að þótt reynt væri dag eftir dag og viku eftir viku, gekk ekkert, héldum ekki einu sinni við soðfiski.
Ýmsir hlerar voru reyndir og allt tilheyrandi veiðarfærunum mælt upp. Eitt skiptið fór ég með trollið á Netaverkstæði Björns Benediktssonar í Reykjavík, því það var talið þá færast á landinu í veiðarfæragerð og ekki hvað síst í trollum. Þar gaf Björn trollinu þann vitnisburð að það væri mjög vel gert og hann gæti ekki séð neitt athugavert við það.
Í þessum túr voru keyptir hlerar sem voru taldir hæfa viðkomandi trolli og bát. Og áfram var haldið að reyna og prufa sig áfram en árangurinn lét á sér standa.
Nokkuð lengi fyrir og eftir áramótin hvíldum við okkur á þessu brasi en þegar líður á febrúar 1940 förum við af stað aftur.
Í millitíðinni höfðum við látið setja upp troll úr frekar fínu bómullargarni, að öllu leyti léttara en það fyrra en sömu stærðar og gerðar og sísaltrollið.
Strax kom í ljós að báturinn dró þetta troll mun betur en það fyrra og jafnframt fékkst með því mun betri skver. Samt stóð á árangri sem gagn var í.
Nú var spjallað og bollalagt um þetta og sumir héldu því fram að auðséð væri að við værum á alrangri leið með að vera að minnka trollið, þar sem við hefðum náð góðum árangri með humartrollið sem var hálfu stærra en það sem við vorum nú að reyna.
Við sem í þessu stóðum, vorum á annarri skoðun. Þótt okkur hefði tekist að ná í sæmilegan afla með humartrollið var það ekki nema veðurskilyrði og straumur væri hvort tveggja mjög hagstætt og ef út af bar, aðstæður voru ekki með hagstæðasta móti, réði báturinn ekki við veiðarfærin og undir þeim kringumstæðum var árangur því lítill eða enginn.
Ef árangur átti að verða af þessum tilraunum okkar, varð ef hægt var, að finna það út úr veiðarfæri þessu að það skilaði sæmilegum árangri í öllum brúklegum veðurskilyrðum.
Það er komið aðeins fram í marsmánuð, í blíðskaparveðri, að haldið er austur að Pétursey því sama og ekkert hafði fengist við Eyjar og héldum við að það væri aflaleysi að kenna.
Nú bjuggumst við við að allt væri í fínasta lagi en lítið reyndist það betra þar. Á þessu svæði var þá að toga lítill skoskur togari og sáum við ekki betur en hann væri að afla sæmilega. Þar sem hann var aðeins dýpra en við, bjóst ég við að fiskurinn stæði dýpra.
Nú var sá skoski að kasta og byrja tog og fannst mér ráðlegt að reyna eitt tog samsíða honum á sömu slóð. Okkur tókst að halda sama hraða á toginu og sá skoski. Togað var á 45-47 föðmum með 175 faðma í blökk og var ekki annað að sjá en sæmilega góður skver væri á vírunum hjá okkur, jafnir vírar og hélst vel í botni.
Eftir tvo og hálfan tíma hífir sá skoski og við samtímis. Sá skoski tekur þrjá væna poka, sjálfsagt ein 5-7 tonn en hjá okkur er bara skaufaræfill, tvö til þrjú hundruð kíló, samt það besta sem við höfðum lengi fengið.
Nú var okkur nóg boðið og höfðum ekki skap til að horfa lengur upp á þennan ósóma. Var því slegið í og haldið beint heim til Eyja. Nú var rætt um það á heimleiðinni að best væri að henda draslinu í land og fara að taka netin því ekki mætti eyða allri vertíðinni í þetta. Þar sem þrjár vikur voru þar til að líklegt þótti eftir venju að færi að fiskast í netin, því þá voru enn brúkuð hampnet, stakk ég upp á því við skipshöfnina hvort þeir væru ekki fáanlegir þegar í land kæmi, að við reyndum sameiginlega að finna út hvort eitthvað það væri að sem ylli því að árangur næðist ekki. Einnig hafði ég hugsað mér að hafa Reykdal Jónsson með í þessu, reyndar sjálfsagt þar sem trollið var upp sett hjá honum.
Þegar ég hafði lýst fyrir mönnum mínum hvað ég hafði í hyggju, var því vel tekið frá þeirra hendi enda var góð eining og gott samstarf milli mín og skipshafnarinnar.
Þegar í land kom, setti ég mig í samband við Reykdal og féllst hann góðfúslega á fyrirætlun mína. Fyrirætlum mín var í því fólgin að það fyrsta sem við skyldum gera væri að fá lánað nægilega stórt hús ef kostur væri svo hægt væri að draga þannig úr trollinu og þenja það þannig út að það væri sem líkast og við
hugsuðum okkur að það ætti að vera í drætti og útþanið aftan í hlerunum í sjónum. Nú vildi svo heppilega til að eina nógu stóra húsið í Eyjum var laust um þetta leyti svo okkur var leyft að hafa það til afnota við þessa athugun. Hús þetta var mjög stór geymsluskemma sem Lifrarsamlagið átti og stóð vestan við sjálfa fabrikkuna.
Daginn eftir vorum við sem hlut áttum að þessari ég vil segja rannsókn, Reykdal Jónsson, ég og skipshöfnin, mættir með trollið í skemmuna og var nú hafist handa. Teygt var úr trollinu og grandarar festir í sín hvora hlið hússins með þeirri opnun sem okkur þótti líklegt að ætti að vera þegar trollið væri dregið aftaní hlerunum.
Næst var pokaendanum fest í annan gafl hússins með tveggja faðma línu. Þar næst voru settar línur upp á þak hússins upp af höfuðlínunni. Línurnar voru tvöfaldar í blökk, til þess ætlaðar að hífa upp höfuðlínuna. Nú þegar þessum undirbúningi er lokið, og híft er í höfuðlínuna, hefst hún ekki meira en eitt fet frá gólfi. Þótti okkur þetta nú ekki líklegt til árangurs ef trollið hagaði sér svona í sjónum. Við höfðum gert okkur þær hugmyndir að það næði talsverðri opnun upp á við en misjafnar kenningar voru um það, í raun og veru held ég að enginn hafi vitað neitt um þetta með nokkurri vissu. Allra síst held ég þó að menn hafi haldið að trollið gæti alveg verið lokað.
Nú förum við félagarnir að athuga og reyna að finna út hvað þurfi að gera til að ná höfuðlínunni upp. Við tökum eftir því að netið strekkir mikið í höfuðlínuna, aðallega við kvartana. Næst förum við í að mæla upp vængnetin og reynast þau 2 1/2 til 3 fetum lengri en höfuð- og fiskilína á hvorum væng. Til að byrja með förum við í það, til að fá netið meira fram í vængjunum, að við tökum lykkjur á lessið milli vængjanna, benslum þær á nokkrum stöðum þar til lessið er jafnlangt fiskilínunni. Að sjálfsögðu er þetta gert á báðum vængjum.
Nú er farið að athuga hvort þetta muni hafa áhrif á opnun trollsins eins og við vorum búnir að láta okkur detta í hug. Nú gerist það þegar halað er í höfuðlínuna upp á við að hvergi strekkir netið í höfuðlínuna og opnar trollið sig því mjög vel og alveg eftir því sem netadýptin leyfði. Nú þegar við sjáum að þessi gjörbreyting er orðin á, er fengin grönn vírmanila og er höfð jafnlöng fisklínu aftur að kvörtum og á hana er lessinu jafnað svo engir strengir myndast í vængina. Að þessu afstöðnu eru reyndar mestu og minnstu hliðaropnanir trollsins en þær sýna ekki minnstu áhrif á að draga höfuðlínuna niður.
Næsta athugun er gerð með því að strekkja vel á pokanum til að sjá hvernig belgnetið hafi áhrif á framnetið undir þyngslaáhrifum. Þessi athugun reynist heldur ekki hafa áhrif á að strekkja höfuðlínuna niður. Það skal tekið fram að við hverja athugun fyrir sig, var höfuðlínunni fírt niður svo betur sæist þegar hún var hífð upp aftur hvort netið strekkti nokkurs staðar í.
Nú var ekki meira að gert að sinni. Trollið tekið um borð og haldið austur að Pétursey og komið þangað rétt fyrir dimmumótin. Ekkert skip var á svæðinu enda hafði seinni heimsstyrjöldin skollið á haustið áður svo mjög lítið sást af togurum stríðsárin.
Þarna er trollinu kastað á 43-45 faðma vatni og dregið það dýpi SA. Ekki var nú meiningin að eyða allri nóttinni í þetta ef árangur yrði enginn svo það var híft eftir þriggja kortéra tog.
Þegar trollið er komið að síðunni, er að sjá líflegt í því af fiski. Lifnar nú að vonum heldur betur yfir mannskapnum og tekið er til við að innbyrða aflann, nokkra poka sem við giskuðum á að væri í heild fjögur tonn. Reyndist þessi afli að mestu leyti stór ýsa,-dálítið blandað þorski og rauðsprettu. Að sjálfsögðu er kastað aftur og að samanlögðu eru tekin þarna fimm hol til birtingar um morguninn. Þá er lestin orðin full upp í karma en hún tók 20 tonn.
Þegar þetta gerðist var dýptarmælirinn ekki kominn til sögunnar en vegna góðviðris og góðra miða tókst mér að halda sömu slóð alla nóttina.
Nú var haldið heim og aflanum landað í Hraðfrystistöðina hjá Einari Sigurðssyni. Einar var þá að byrja að rekstur stöðvarinnar og höfðum við feðgarnir samið við hann um haustið að selja honum vetrarafla okkar. Einar sagði mér eitt sinn að það hefði verið fyrsti fiskkaupsamningur sem hann gerði fyrir stöðina. Eftir löndunina og dálitla hvíld fram eftir degi er aftur haldið á Péturseyjarmið og í stuttu máli sagt endurtók komandi nótt nákvæmlega það sem gerðist fyrri nóttina. í birtingu um morguninn var lestin orðin full alveg upp í karma.
Næstu daga gekk þetta þokkalega ef veður var gott en ef eitthvað stormaði að ráði, réð báturinn ekki nógu vel við veiðarfærin. Varð þá að keyra á og toga undan vindi og með því náðist oft góður árangur. Nú gerist það einn daginn að trollið lendir í vondri festu og er þar með úr sögunni því sama og ekkert kom upp af því. Nú áttum við sísaltrollið í landi sem aldrei hafði fengist neitt í. Þótti okkur því ekki fýsilegt að fara að skarka með það.
Þegar í land kom hitti ég Hannes Hansson, Hvoli og segist hann eiga lítið troll sem fylgt hafi með Haföldunni þegar hann keypti hana af Landhelgisgæslunni. Sé mér nú velkomið að reyna það og þáði ég það með þökkum.
Troll þetta var mjög lítið, 36 feta höfuðlína með 6 1/2 feta yfirneti úr grönnum hamptrolltvinna. Eftir að við höfðum skoðað trollið rækilega og stytt lítillega á því vænglessin, var það tekið um borð.
Morguninn eftir var farið út og haldið austur fyrir Eyjar. Nokkuð austur af Eyjum var Hannes Haraldsson á m/b Baldri að toga. Hafði hann byrjað um haustið nokkru á eftir okkur að fikra sig áfram með þetta og er því annar í röðinni sem byrjar á þessu. Það mun vera óhætt að segja að þeir á Baldri áttu við sömu byrjunarörðugleika að stríða og við á Voninni. Þótt ferðinni hafi verið heitið að Pétursey, ákveð ég nú að eyða deginum á sama sjó og Baldur til að fá samanburð því margir álitu að þetta litla troll sem við ætluðum nú að reyna, yrði til lítils gagns.
Nokkur hol eru tekin þarna fram undir kvöld á nákvæmlega sömu slóð og Baldur. Um kvöldið löndum við 8 tonnum, mest stórri ýsu en þó nokkuð blandað þorski. Þetta kvöld þegar við Haraldur berum saman aflabrögð dagsins er hann mjög óánægður með sinn hlut samanborið við okkur. En fljótlega eftir þetta munu Baldursmenn hafa náð góðum árangri við þessar veiðar.
Haraldur Hannesson gæti ýmislegt sagt um þessar veiðar, því það eru ekki minna en 40 ár sem hann hefur gert út og alltaf sama bátinn, Baldur. Mörg ár ekki stundað aðrar veiðar en togveiðar. Eftir að Haraldur hætti á sjónum tók Hannes sonur hans við stjórn bátsins og hefur vegnað vel eins og föðurnum.
Næstu daga er haldið áfram að veiða í litla trollið og alltaf gefur það afla og stundum mjög mikið. Nú er það auðfundið að báturinn ræður mjög vel við veiðarfærið og jafnframt því þarf minni vélarorku við dráttinn. Nú tekst okkur að ná áangri þótt veður séu rysjótt, sem sagt í öllum sæmilega slarkandi sjóveðrum. Vel gengur að halda sig á valinni fiskislóð því nú er hægt að beita bátnum í allar stefnur og beygjur sem með þarf. Ráði skipið ekki vel við veiðarfærið, hvort sem það er stórt eða smátt, næst aldrei góður árangur.
Ekki hélst okkur lengi á þessi happatrolli því eftir fáa daga lenti það í festu og þar hvílir það síðan. Sem betur fer var Reykdal búinn að teikna upp trollið. Hófst hann því strax handa og setti upp fyrir okkur tvö troll af sömu stærð og gerð og það sem tapaðist. Þessa 36 feta trollstærð notaði ég að heita má upp frá þessu meðan ég stundaði togveiðar á gömlu Voninni.
Það mætti tína til marga fleiri örðugleika sem við áttum við að stríða á byrjunarstigi þessara veiða á litlu bátunum, t.d. hlerana sem voru mikið vandamál þegar var farið að draga þetta aftan í tímunum saman, mílu eftir mílu og skal hér ekki frekar út í það farið.
Í lok þessarar fyrstu trollvertíðar okkar þurftum við sem að þessu stóðum ekki að harma hlutinn okkar því hann var síst minni en hinna, sem stunduðu gömlu hefðbundnu veiðarnar með línu og netum.
Ekki er það í minni mínu hvort fleiri en tveir framangreindu bátar hófu togveiðar þessa fyrstu umgetnu vertíð en strax árið og árin þar á eftir fjölgaði þeim mikið og eins og kunnugt er hafa þær verið mikið stundaðar síðan og eru enn enda er þetta eina veiðarfæri bátaflotans sem getur gefið árangur alla mánuði ársins.
Næstu árin héldum við togveiðunum á gömlu Voninni áfram og yfirleitt allt árið þar til hún var seld haustið 1943.
Í miðju mars 1943 var nýja Vonin VE 113 65 smálestir nýsmíðuð í Skipasmíðastöð Gunnars Marels Jónssonar. Þótti það mikill bátur í þá tíð sem hún sannarlega reyndist og varð okkur mikil happafleyta sem og hin fyrri.
16. mars er lögskráð og þá strax haldið á togveiðar. Nú vorum við reynslunni ríkari og vorum ekki í neinum vandræðum með það sem við þurftum að búa okkur út með. Með tilkomu nýju Vonarinnar varð breyting á eignaraðild. Guðlaugur bróðir kom í stað föður okkar, vorum við því þrír bræðurnir eigendur að jöfnu. Á þeirri nýju stunduðum við togveiðarnar meira og minna öll árin þar til ég flutti frá Eyjum seint á árinu 1957. Ef ég tel humarárið með, hef ég verið við veiðar þessar í 19 ár.
Að endingu freistast ég til að segja frá einum stuttum minnisstæðum róðri á Voninni, það var mín fjórða vertíð á henni, einhvern fyrstu daga marsmánaðar.
Lagt er úr höfn frá Eyjum seinnihluta nætur og haldið á Dyrhólaeyjarmið í blíðskaparveðri. Trollinu er kastað út og vestur frá Dyrhólaey. Mikið var þar þá af togurum, aðallega Englendingar en fáir togbátar voru þá þar. Árinu áður hafði seinni heimsstyrjöldinni lokið og voru togararnir því farnir að safnast að aftur. Dregið er nú þarna með togurunum í klukkutíma og fékkst í þessu holi ásláttarpoki, 8-900 kíló af þorski. Rétt fannst mér nú að reyna á öðrum stað, hvort hann fengist ekki eitthvað fjörugri. Er því híft og kastað á uppáhaldsstað okkar togbátanna kl. 10 árdegis. Þarna var tekið klukkutíma hringtog og fengust í því 10 pokar eða ca. 7 tonn af stórþorski. Nú er kastað aftur og hafður sami háttur á. Nú fer bátunum að fjölga í kringum okkur. Bátarnir höfðu þá orðið kvóta sín á milli og barst því fljótt fiskifréttin.
Þegar híft var í annað sinn, var aðgerð ekki lokið úr fyrra holinu. Var því bara blóðgað og sallað á dekkið. Þarna voru tekin samanlagt sex hol fram undir dimmumótin. Þá var dekkið orðið svo fullt frá stefni og aftur á hekk að við ætluðum ekki að geta losað úr síðasta pokanum.
Þegar við höfðum innbyrt veiðarfærin, var keyrt upp undir Dyrhólaey og lagst þar fyrir ankeri. Nú var tekið til við aðgerðina og ísað niður í lest jafnóðum. Ekki var búið að koma öllu niður fyrr en undir birtingu um morguninn.
Á þessum árum var skipshöfnin oftast 9 menn. Hjá okkur gátum við því skipt vöktum nema þegar mest var um að vera eins og í þetta skipti.
Kl. 8 um morguninn eru legufærin hífð og haldið til miða. Trollinu kastað og togað sama hringinn og deginum áður í eina klukkustund. Meðan togað er, er haft kvótasamband við bátana á svæðinu, virðist þá vera orðið dautt á svæðinu og hafði lítið fengist um nóttina. Það reyndist eins hjá okkur. Þegar híft var, var ekkert í. Var trollið því tekið inn, haldið beinustu leið til Eyja og landað. Vigtaður afli úr þessum stutta túr reyndist vera 45 tonn af aðgerðum stórum þorski auk hrogna og lifrar sem við alltaf hirtum.
Á sjómannadaginn óska ég Eyjamönnum velgengni og að þeir verði sem minnst heftir við að draga björg í bú eins og þeir hafa hug og dug til.
- Guðmundur Vigfússon.