„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1968/Akkerið, tákn vonarinnar“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><center>SÉRA JÓHANN S. HLÍÐAR:</center></big> | |||
<big><big><big><center>Akkerið, tákn vonarinnar</center></big></big></big> | <big><big><big><center>Akkerið, tákn vonarinnar</center></big></big></big> | ||
[[Mynd:Séra Jóhann S. Hlíðar.png|200px|left]] | |||
AKKJERI hefir frá ómunatíð verið mikilvægur hlutur og nátengdur sérhverjum farkosti, hvort heldur stórum eða smáum. Upprunalega munu steinar hafa gegnt því hlutverki, sem síðar beið akkerisins, eins og við þekkjum það í dag. En raunverulegs akkeris er fyrst getið í ljóðum gríska skáldsins Theognis (um 550 f.K.). Allir, sem fást við sjósókn, gera sér ljósa grein fyrir gildi akkerisins. Það er einn þeirra hluta, sem reynsla kynslóðanna hefir myndað og mótað í fangbrögðum við reginmátt ægivoldugra náttúruafla. Við akkerið hafa menn bundið vonir í fárviðrum og voðasjó, er öll mannleg ráð í þeim hildarleik voru að þrotum komin.<br> | AKKJERI hefir frá ómunatíð verið mikilvægur hlutur og nátengdur sérhverjum farkosti, hvort heldur stórum eða smáum. Upprunalega munu steinar hafa gegnt því hlutverki, sem síðar beið akkerisins, eins og við þekkjum það í dag. En raunverulegs akkeris er fyrst getið í ljóðum gríska skáldsins Theognis (um 550 f.K.). Allir, sem fást við sjósókn, gera sér ljósa grein fyrir gildi akkerisins. Það er einn þeirra hluta, sem reynsla kynslóðanna hefir myndað og mótað í fangbrögðum við reginmátt ægivoldugra náttúruafla. Við akkerið hafa menn bundið vonir í fárviðrum og voðasjó, er öll mannleg ráð í þeim hildarleik voru að þrotum komin.<br> | ||
Það þarf því engan að undra, þótt akkerið skipi hinn veglega sess sem tákn vonarinnar.<br> | Það þarf því engan að undra, þótt akkerið skipi hinn veglega sess sem tákn vonarinnar.<br> | ||
Lína 9: | Lína 10: | ||
En til er von, sem ekki veldur vonbrigðum. Og hver skyldi ekki vilja höndla þá von.<br> | En til er von, sem ekki veldur vonbrigðum. Og hver skyldi ekki vilja höndla þá von.<br> | ||
Þú, sjómaður, sem á ferðum þínum hefur daglega akkerið fyrir augum, þú ert minntur á þá einu von, sem aldrei svíkur, né brugðizt getur. Um þá von talar tákn akkerisins, von kristinnar trúar. - „Þeir, sem vona á Drottin, munu ekki til skammar verða", segir Guðs orð. Og það er samhljóma reynsla og vitnisburður þúsundanna, sem hafa reynt hjástoð þess Drottins, sem þær hafa vonað á.<br> | Þú, sjómaður, sem á ferðum þínum hefur daglega akkerið fyrir augum, þú ert minntur á þá einu von, sem aldrei svíkur, né brugðizt getur. Um þá von talar tákn akkerisins, von kristinnar trúar. - „Þeir, sem vona á Drottin, munu ekki til skammar verða", segir Guðs orð. Og það er samhljóma reynsla og vitnisburður þúsundanna, sem hafa reynt hjástoð þess Drottins, sem þær hafa vonað á.<br> | ||
[[Mynd:Lending við Landeyjarsand.png|400px|left|thumb|Lending við Landeyjasand]] | |||
Akkeri vonarinnar er okkur gefið. Við þörfnumst þess undir öllum kringumstæðum í erfiðleikum eða velgengni, í gleði jafnt sem sorg. Á meðan við erum ánægðir með stundlegan hag, þá réttum við síður hendur okkar fram eftir því, sem eingöngu er að ofan. En þegar við kynnumst heiminum og neyð hans, þá er gott að mega beina sjónum sínum fram og upp og lifa í krafti lifandi vonar.<br> | Akkeri vonarinnar er okkur gefið. Við þörfnumst þess undir öllum kringumstæðum í erfiðleikum eða velgengni, í gleði jafnt sem sorg. Á meðan við erum ánægðir með stundlegan hag, þá réttum við síður hendur okkar fram eftir því, sem eingöngu er að ofan. En þegar við kynnumst heiminum og neyð hans, þá er gott að mega beina sjónum sínum fram og upp og lifa í krafti lifandi vonar.<br> | ||
Í einu bréfa Nýja testamentisins, Hebreabréfinu, er talað um þessa lifandi von, þar er hún nefnd „sæluvon, sem oss sé geymd, sem vér höfum eins og akkeri sálarinnar, traust og öruggt. Og það nær alla leið inn fyrir fortjaldið. Þangað, sem Jesús gekk inn". Hin kristna von nær inn fyrir fortjaldið, þ.e. út yfir gröf og dauða. Við sjáum ekki, hvað bíður okkar þar. En við vitum, að Jesús er þar, að hann hefir gengið þangað á undan okkur. Þegar akkerinu er varpað út, flýtur það ekki eins og korkur, nei, það leitar botns. Þar verða átökin. Þegar við vörpum út akkeri vonarinnar, þá flýtur það ekki heldur, ef ég má nota þá líkingu hér. Eins og akkeri hverfur í freyðandi og æðandi öldurnar, sem við sjáum og ógna farkostinum og hverfur að botni, sem við sjáum ekki og sem er traustur og óhagganlegur og á sama hátt og akkerið, þegar það hefir náð botni, heldur skipinu föstu, sem vindar og öldurót gnauða á, þannig er því farið með von trúarinnar. Vonin þrengir sér í gegnum erfiðleikana, hætturnar, neyðina og kvíðann, sem hún sér og þreifar á og leitar hins örugga og trausta halds, sem hún sér ekki, en sem hún veit að er til og svíkur ekki, þ.e. hins eilífa, almáttuga, alvitra, miskunnsama Guðs og setur traust sitt á hann. Á þann hátt predikar akkerið, tákn vonarinnar og gefur sálinni frið, styrk og mátt mitt í erfiðleikum daglegs lífs og glæðir hana lífsþrótti mitt í dauðanum. Kærleikans Guð, sem hefir talað til okkar fyrir son sinn, Jesúm Krist, er sá grundvöllur, sem hin kristna von treystir á.<br> | Í einu bréfa Nýja testamentisins, Hebreabréfinu, er talað um þessa lifandi von, þar er hún nefnd „sæluvon, sem oss sé geymd, sem vér höfum eins og akkeri sálarinnar, traust og öruggt. Og það nær alla leið inn fyrir fortjaldið. Þangað, sem Jesús gekk inn". Hin kristna von nær inn fyrir fortjaldið, þ.e. út yfir gröf og dauða. Við sjáum ekki, hvað bíður okkar þar. En við vitum, að Jesús er þar, að hann hefir gengið þangað á undan okkur. Þegar akkerinu er varpað út, flýtur það ekki eins og korkur, nei, það leitar botns. Þar verða átökin. Þegar við vörpum út akkeri vonarinnar, þá flýtur það ekki heldur, ef ég má nota þá líkingu hér. Eins og akkeri hverfur í freyðandi og æðandi öldurnar, sem við sjáum og ógna farkostinum og hverfur að botni, sem við sjáum ekki og sem er traustur og óhagganlegur og á sama hátt og akkerið, þegar það hefir náð botni, heldur skipinu föstu, sem vindar og öldurót gnauða á, þannig er því farið með von trúarinnar. Vonin þrengir sér í gegnum erfiðleikana, hætturnar, neyðina og kvíðann, sem hún sér og þreifar á og leitar hins örugga og trausta halds, sem hún sér ekki, en sem hún veit að er til og svíkur ekki, þ.e. hins eilífa, almáttuga, alvitra, miskunnsama Guðs og setur traust sitt á hann. Á þann hátt predikar akkerið, tákn vonarinnar og gefur sálinni frið, styrk og mátt mitt í erfiðleikum daglegs lífs og glæðir hana lífsþrótti mitt í dauðanum. Kærleikans Guð, sem hefir talað til okkar fyrir son sinn, Jesúm Krist, er sá grundvöllur, sem hin kristna von treystir á.<br> |
Núverandi breyting frá og með 22. desember 2015 kl. 11:39
AKKJERI hefir frá ómunatíð verið mikilvægur hlutur og nátengdur sérhverjum farkosti, hvort heldur stórum eða smáum. Upprunalega munu steinar hafa gegnt því hlutverki, sem síðar beið akkerisins, eins og við þekkjum það í dag. En raunverulegs akkeris er fyrst getið í ljóðum gríska skáldsins Theognis (um 550 f.K.). Allir, sem fást við sjósókn, gera sér ljósa grein fyrir gildi akkerisins. Það er einn þeirra hluta, sem reynsla kynslóðanna hefir myndað og mótað í fangbrögðum við reginmátt ægivoldugra náttúruafla. Við akkerið hafa menn bundið vonir í fárviðrum og voðasjó, er öll mannleg ráð í þeim hildarleik voru að þrotum komin.
Það þarf því engan að undra, þótt akkerið skipi hinn veglega sess sem tákn vonarinnar.
Það er kristin trú, sem hefir gert akkerið að vonarinnar tákni. Einnig sú staðreynd er eðlileg, þegar það er haft í huga, að sumir postulanna voru sjómenn, og fyrir þeim átti að liggja að fara víða um hið mikla Miðjarðarhaf og um Eyjahafið, með mörgum eyjum, skerjum og boðum þess og það í misjöfnum veðrum og sjólagi. (Sbr. Post. 27. kap.).
Hver er sá, sem ekki þekkir af eigin raun vonina bærast í brjósti sér?
Við vitum allir, hve vonin á mikil ítök í okkur varðandi okkar stundlega og hverfula líf. Bóndinn erjar jörðina í von um uppskeru. Sjómaðurinn varpar út veiðarværum sínum í von. Foreldrar ala upp börn sín í von um hamingjusamt líf. Margir þrauka í andbyr, striti og þjáningum í von um betri og bjartari tíma.
Oft syrtir í álinn, bæði í innra og ytra tilliti. Þú, vinur, þekkir þitt eigið hjarta, og þá storma, sem svo oft æða þar. En daglega erum við minntir á, að veröldin er sem ólgandi hafrót. Hér blása hvers konar vindar. Margs konar öfl eru í hreyfingu, sem vilja soga okkur með sér. Við erum ávallt í hættu staddir. Sú von, sem bundin er við stundleg gæði og forgengilega hluti, er völt. Og mörg eru sviðasár vonbrigða.
En til er von, sem ekki veldur vonbrigðum. Og hver skyldi ekki vilja höndla þá von.
Þú, sjómaður, sem á ferðum þínum hefur daglega akkerið fyrir augum, þú ert minntur á þá einu von, sem aldrei svíkur, né brugðizt getur. Um þá von talar tákn akkerisins, von kristinnar trúar. - „Þeir, sem vona á Drottin, munu ekki til skammar verða", segir Guðs orð. Og það er samhljóma reynsla og vitnisburður þúsundanna, sem hafa reynt hjástoð þess Drottins, sem þær hafa vonað á.
Akkeri vonarinnar er okkur gefið. Við þörfnumst þess undir öllum kringumstæðum í erfiðleikum eða velgengni, í gleði jafnt sem sorg. Á meðan við erum ánægðir með stundlegan hag, þá réttum við síður hendur okkar fram eftir því, sem eingöngu er að ofan. En þegar við kynnumst heiminum og neyð hans, þá er gott að mega beina sjónum sínum fram og upp og lifa í krafti lifandi vonar.
Í einu bréfa Nýja testamentisins, Hebreabréfinu, er talað um þessa lifandi von, þar er hún nefnd „sæluvon, sem oss sé geymd, sem vér höfum eins og akkeri sálarinnar, traust og öruggt. Og það nær alla leið inn fyrir fortjaldið. Þangað, sem Jesús gekk inn". Hin kristna von nær inn fyrir fortjaldið, þ.e. út yfir gröf og dauða. Við sjáum ekki, hvað bíður okkar þar. En við vitum, að Jesús er þar, að hann hefir gengið þangað á undan okkur. Þegar akkerinu er varpað út, flýtur það ekki eins og korkur, nei, það leitar botns. Þar verða átökin. Þegar við vörpum út akkeri vonarinnar, þá flýtur það ekki heldur, ef ég má nota þá líkingu hér. Eins og akkeri hverfur í freyðandi og æðandi öldurnar, sem við sjáum og ógna farkostinum og hverfur að botni, sem við sjáum ekki og sem er traustur og óhagganlegur og á sama hátt og akkerið, þegar það hefir náð botni, heldur skipinu föstu, sem vindar og öldurót gnauða á, þannig er því farið með von trúarinnar. Vonin þrengir sér í gegnum erfiðleikana, hætturnar, neyðina og kvíðann, sem hún sér og þreifar á og leitar hins örugga og trausta halds, sem hún sér ekki, en sem hún veit að er til og svíkur ekki, þ.e. hins eilífa, almáttuga, alvitra, miskunnsama Guðs og setur traust sitt á hann. Á þann hátt predikar akkerið, tákn vonarinnar og gefur sálinni frið, styrk og mátt mitt í erfiðleikum daglegs lífs og glæðir hana lífsþrótti mitt í dauðanum. Kærleikans Guð, sem hefir talað til okkar fyrir son sinn, Jesúm Krist, er sá grundvöllur, sem hin kristna von treystir á.
Akkerið hindrar ekki öldur og strauma að æða. Það getur gefið yfir skipið, en það varnar því að það berist burt, brotni við klettana, berist á land.
Kæru sjómenn! Haldið fast í hina lifandi von, í starfi, í lífi og í dauða.
Í lifandi von bið ég ykkur blessunar á þessum degi, sjómannadeginum og alla daga, hvert sem leiðir ykkar liggja og bið ykkur að varðveita þessa bæn í hjarta, hvernig sem blæs.
- Blessuð von í brjósti mínu
- bú þú meðan hér ég dvel,
- lát mig sjá í ljósi þínu
- ljómann dýrðar bak við hel.
Guð gefi ykkur gleðiríkan sjómannadag 1968, í Jesú nafni. Jóhann S. Hlíðar