„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1997/Vísur Brynjólfs“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <br> <big><big><center>SNORRI ÓSKASSON</center></big></big> <big><big><big><center>VÍSUR BRYNJÓLFS</center></big></big></big> Brynjólfur Einarsson bátasmiður var vel þe...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 12: Lína 12:
::Þó að sagt þeir séu að fá  
::Þó að sagt þeir séu að fá  
::síld á Húnaflóa.<br>
::síld á Húnaflóa.<br>
Hafsteinn Stefánsson var samstarfsmaður, vinur og oft skotmark Brynjólfs. Eitt sinn voru þeir saman í messu og Hafsteinn rjóður af hita. Þá gat Brynjólfur ekki látið vera að vísa til púkans á bitanum í sögum um Sæmund fróða og sendi honum þetta:
Hafsteinn Stefánsson var samstarfsmaður, vinur og oft skotmark Brynjólfs. Eitt sinn voru þeir saman í messu og Hafsteinn rjóður af hita. Þá gat Brynjólfur ekki látið vera að vísa til púkans á bitanum í sögum um Sæmund fróða og sendi honum þetta:
::Rekjan þér um rjóða kin
::Rekjan þér um rjóða kin
Lína 17: Lína 18:
::ef þú sætir eins og hinn  
::ef þú sætir eins og hinn  
::upp á kirkjubitanum.<br>
::upp á kirkjubitanum.<br>
Einn vinnudaginn í slippnum sendi Brynjólfur honum þennan fyrripart:
Einn vinnudaginn í slippnum sendi Brynjólfur honum þennan fyrripart:
::Ungur Hafsteinn sótti sjó  
::Ungur Hafsteinn sótti sjó  
::seinna fékkst hann við að smíða.
::seinna fékkst hann við að smíða.
Hafsteinn svaraði:
Hafsteinn svaraði:
::Fjölhæfnin var feykinóg  
::Fjölhæfnin var feykinóg  
::fékk hann af því hrósið víða.<br>
::fékk hann af því hrósið víða.<br>
Þessi botn var of góður. Svona auðveldlega mátti Hafsteinn ekki sleppa svo hann fékk:
Þessi botn var of góður. Svona auðveldlega mátti Hafsteinn ekki sleppa svo hann fékk:
::Leitt hvað þjóðin lítils metur hann  
::Leitt hvað þjóðin lítils metur hann  
Lína 28: Lína 32:
::Eigin kostum engum leynir hann,  
::Eigin kostum engum leynir hann,  
::öllum skýra frá þeim reynir hann.<br>
::öllum skýra frá þeim reynir hann.<br>
Síðar kom þetta:
Síðar kom þetta:
::Þótt menn striti þétt og jafnt,  
::Þótt menn striti þétt og jafnt,  
Lína 33: Lína 38:
::verður alltaf eitthvað samt  
::verður alltaf eitthvað samt  
::ógert sem mann langar til.<br>
::ógert sem mann langar til.<br>
Einar Sveinn Jóhannesson skipstjóri, síðast á Lóðsinum, var afbragðssjómaður og fékk marga góða veiðitúra þegar hann reri til fiskjar. Brynjólfur kvað árið 1948 svo:
Einar Sveinn Jóhannesson skipstjóri, síðast á Lóðsinum, var afbragðssjómaður og fékk marga góða veiðitúra þegar hann reri til fiskjar. Brynjólfur kvað árið 1948 svo:
::Talinn hann af öllum er  
::Talinn hann af öllum er  
Lína 38: Lína 44:
::Oft á sjó í illu fer  
::Oft á sjó í illu fer  
::Einar Jóhannesson.<br>
::Einar Jóhannesson.<br>
Gárungarnir botnuðu hana öðruvísi svo að Einar kom að máli við Brynjólf og spurði hvort einhver óhróður hafi verið kveðinn um sig? Brynjólfur kvað nei við og sagði honum vísuna svona:
Gárungarnir botnuðu hana öðruvísi svo að Einar kom að máli við Brynjólf og spurði hvort einhver óhróður hafi verið kveðinn um sig? Brynjólfur kvað nei við og sagði honum vísuna svona:
::Talinn hann af öllum er  
::Talinn hann af öllum er  
Lína 43: Lína 50:
::Oft á sjó í illu fer  
::Oft á sjó í illu fer  
::Einar Jóhannesson.
::Einar Jóhannesson.
Við þetta fór Einar leið sína með kankvísu glotti.<br>
Við þetta fór Einar leið sína með kankvísu glotti.<br>
Stebbi á Sléttabóli var Austfirðingur og trillukarl:<br>
Stebbi á Sléttabóli var Austfirðingur og trillukarl:<br>
Lína 49: Lína 57:
::Hleður bráðum hús á dag,  
::Hleður bráðum hús á dag,  
::höfðinginn á Sléttabóli.<br>
::höfðinginn á Sléttabóli.<br>
Atið í Slippnum var Brynjólfi hugleikið enda hans daglega brauð:
Atið í Slippnum var Brynjólfi hugleikið enda hans daglega brauð:
::Svona bæti ég seint og snemma  
::Svona bæti ég seint og snemma  
Lína 54: Lína 63:
::og hef ekki undan, hvað þeir skemma  
::og hef ekki undan, hvað þeir skemma  
::helst á Mugg og Skaftfelling.<br>
::helst á Mugg og Skaftfelling.<br>
Sveinn þurfti að vinna í fimm bátum sama daginn og þá fékk hann þessa kveðjuna:
Sveinn þurfti að vinna í fimm bátum sama daginn og þá fékk hann þessa kveðjuna:
::Annirnar að Sveini sækja sá má  
::Annirnar að Sveini sækja sá má  
Lína 59: Lína 69:
::Verður eins og skipaskækja  
::Verður eins og skipaskækja  
::að skipta sér á milli báta.
::að skipta sér á milli báta.


::Ég veit hann fara varla má  
::Ég veit hann fara varla má  
Lína 69: Lína 80:
::þó að endist illa tími,  
::þó að endist illa tími,  
::allt það greiðir Jói Páls.<br>
::allt það greiðir Jói Páls.<br>
Binni greip undir planka sem slippkarlarnir voru að bera að Sindra en sjálfur var hann að vinna í Hannesi lóðs. Jói sér til karlanna og segir að Binni sé að vinna annars staðar (í Hannesi) og hann gæti bara setið þar og ort. Svo Binni tyllti sér á einn kjölgarðinn í slippnum til að yrkja þetta:
Binni greip undir planka sem slippkarlarnir voru að bera að Sindra en sjálfur var hann að vinna í Hannesi lóðs. Jói sér til karlanna og segir að Binni sé að vinna annars staðar (í Hannesi) og hann gæti bara setið þar og ort. Svo Binni tyllti sér á einn kjölgarðinn í slippnum til að yrkja þetta:
::Eru margir Íslendingar,  
::Eru margir Íslendingar,  
Lína 74: Lína 86:
::Fyrir blót og formælingar  
::Fyrir blót og formælingar  
::frægur varð í Svíaríki.
::frægur varð í Svíaríki.
<br>
 
 
::Svía hryllti fram í fingur,  
::Svía hryllti fram í fingur,  
::þeir fengu að heyra ragnið ljóta.  
::þeir fengu að heyra ragnið ljóta.  
::Hvaðan ertu, Íslendingur?  
::Hvaðan ertu, Íslendingur?  
::Og yfir hverju ertu að blóta?<br>
::Og yfir hverju ertu að blóta?<br>
Jói kom sér í burtu eftir þessa ádrepu.<br>
Jói kom sér í burtu eftir þessa ádrepu.<br>
Þegar Björgvin VE datt á hliðina í dráttarsleðanum í slippnum býsnaðist einn eigendanna yfir því eins og von var. Samtímalýsingin er svona:
Þegar Björgvin VE datt á hliðina í dráttarsleðanum í slippnum býsnaðist einn eigendanna yfir því eins og von var. Samtímalýsingin er svona:
Lína 85: Lína 99:
::Reykdal sagði og var það mjög til vona:  
::Reykdal sagði og var það mjög til vona:  
::„voðalega er slæmt að fá þá svona."<br>
::„voðalega er slæmt að fá þá svona."<br>
Meiningarlaust gamanið gekk oft á milli þeirra í slippnum. Guðmundur á Háeyri lagði þennan fyrripart til:
Meiningarlaust gamanið gekk oft á milli þeirra í slippnum. Guðmundur á Háeyri lagði þennan fyrripart til:
::Gúanó og grútarlykt  
::Gúanó og grútarlykt  
::get ég þar muni anga.<br>
::get ég þar muni anga.<br>
Brynjólfur botnaði:
Brynjólfur botnaði:
::Og húsið er varla betur byggt  
::Og húsið er varla betur byggt  
::en bátarnir eftir Manga.<br>
::en bátarnir eftir Manga.<br>
Í annað skipti var verið að lesta Foldina á höfninni og mikill atgangur við útskipunina. Svo Brynjólfur segir við Guðmund:
Í annað skipti var verið að lesta Foldina á höfninni og mikill atgangur við útskipunina. Svo Brynjólfur segir við Guðmund:
::Foldin með freðna ýsu  
::Foldin með freðna ýsu  
Lína 96: Lína 113:
::Hvort er þetta upphaf vísu  
::Hvort er þetta upphaf vísu  
::ellegar niðurlag?<br>
::ellegar niðurlag?<br>
Guðmundur velti vöngum og sagði: „Ja, þetta getur verið hvort sem er" og svo bætti hann við allt í einu: „Nei, heyrðu, nú fórstu illa með mig." Þá áttaði hann sig á því að þetta var fullgerð vísa sem Iæddist fram af vörum hagyrðingsins.<br>
Guðmundur velti vöngum og sagði: „Ja, þetta getur verið hvort sem er" og svo bætti hann við allt í einu: „Nei, heyrðu, nú fórstu illa með mig." Þá áttaði hann sig á því að þetta var fullgerð vísa sem Iæddist fram af vörum hagyrðingsins.<br>
Jón Stefánsson hafði fengið glennur frá Brynjólfi sem kallaði hann „Eyjakratanna leiðarljós". Um það Ieyti var hann og Bárður Auðunsson að smíða nýtt stýrishús á Björgu VE. Birni Guðmundssyni á „Barnum" þótti hver rúmeining í stýrishúsinu dýf og hafði á orði að dýrt væri að smíða einbýlishús eftir sama verðlagi. Svo Jón kvað til Brynjólfs:
Jón Stefánsson hafði fengið glennur frá Brynjólfi sem kallaði hann „Eyjakratanna leiðarljós". Um það Ieyti var hann og Bárður Auðunsson að smíða nýtt stýrishús á Björgu VE. Birni Guðmundssyni á „Barnum" þótti hver rúmeining í stýrishúsinu dýf og hafði á orði að dýrt væri að smíða einbýlishús eftir sama verðlagi. Svo Jón kvað til Brynjólfs:
Lína 102: Lína 120:
::Hæglætismaður í mörgu,  
::Hæglætismaður í mörgu,  
::mest þó í húsinu á Björgu.
::mest þó í húsinu á Björgu.
Á þorrablóti sendi Jón Brynjólfi þessa:
Á þorrablóti sendi Jón Brynjólfi þessa:
::Sumir eru seinir mjög að éta  
::Sumir eru seinir mjög að éta  
Lína 107: Lína 126:
::Menn halda í þessum hópi megi finna  
::Menn halda í þessum hópi megi finna  
::húsa-, ljóða- og skipasmiðinn Binna.<br>
::húsa-, ljóða- og skipasmiðinn Binna.<br>
Jón var lengi vökumaður hjá Símanum og þetta skeyti fékk hann á sjötugsafmæli sínu frá Binna:
Jón var lengi vökumaður hjá Símanum og þetta skeyti fékk hann á sjötugsafmæli sínu frá Binna:
::Enn þá um langa æfi  
::Enn þá um langa æfi  
Lína 112: Lína 132:
::Sittu í sæmd þinni glaður  
::Sittu í sæmd þinni glaður  
::sjötugi vökumaður.<br>
::sjötugi vökumaður.<br>
Atinu í Lifrarsamlaginu Iýsti Binni svona:
Atinu í Lifrarsamlaginu Iýsti Binni svona:
::Okkur Drottinn iðka bauð  
::Okkur Drottinn iðka bauð  
Lína 117: Lína 138:
::Það er líka lifibrauð  
::Það er líka lifibrauð  
::að lifa á grút og ryði.
::að lifa á grút og ryði.


::Samhent er í Samlaginu
::Samhent er í Samlaginu
Lína 122: Lína 144:
::vítt er hérna verkasviðið
::vítt er hérna verkasviðið
::ekki vantar, nóg er ryðið.<br>
::ekki vantar, nóg er ryðið.<br>
Eitt sinn er ÓIi Ísleifsson fór yfir í Gúanóið til að stöðva dælingu á lýsi spurði Páll Scheving, Brynjólf hvort eitthvað væri að: „Ég sá að ÓIi hljóp!" Meira þurfti ekki:
Eitt sinn er ÓIi Ísleifsson fór yfir í Gúanóið til að stöðva dælingu á lýsi spurði Páll Scheving, Brynjólf hvort eitthvað væri að: „Ég sá að ÓIi hljóp!" Meira þurfti ekki:
::Eldurinn nýja eyju skóp.  
::Eldurinn nýja eyju skóp.  
Lína 127: Lína 150:
::árið sem að Óli hljóp  
::árið sem að Óli hljóp  
::undur fleiri gjörðust.<br>
::undur fleiri gjörðust.<br>
Brynjólfur tók eftir ýmsum töktum í fari samstarfsmanna sinna. Einn af þeim var Finnur í Eyjabúð en hann var um tíma ísláttarmaður í smíðinni á Helga:
Brynjólfur tók eftir ýmsum töktum í fari samstarfsmanna sinna. Einn af þeim var Finnur í Eyjabúð en hann var um tíma ísláttarmaður í smíðinni á Helga:
::Það skal segja svo að engvan blekki  
::Það skal segja svo að engvan blekki  
Lína 132: Lína 156:
::En málóðasti maður sem ég þekki  
::En málóðasti maður sem ég þekki  
::mun þó vera Finnur kafari.<br>
::mun þó vera Finnur kafari.<br>
Svo hækkaði frægðarsól Einars í Betel en Brynjólfur sá hann í þessu ljósi:
Svo hækkaði frægðarsól Einars í Betel en Brynjólfur sá hann í þessu ljósi:
::Einar kominn er í tísku  
::Einar kominn er í tísku  
Lína 137: Lína 162:
::enda mun við orðanísku  
::enda mun við orðanísku  
::enginn geta bendlað hann.<br>
::enginn geta bendlað hann.<br>
Ástþór Matthíasson, sem stofnaði Gúanóið, var þakkað svona:
Ástþór Matthíasson, sem stofnaði Gúanóið, var þakkað svona:
::Lífs af hollum heilsulindum  
::Lífs af hollum heilsulindum  
Lína 142: Lína 168:
::Yldulykt í öllum myndum  
::Yldulykt í öllum myndum  
::Ástþór skaffar þessum bæ.<br>
::Ástþór skaffar þessum bæ.<br>
Siggi Reim og Brynjólfur unnu lengi saman í Lifrarsamlaginu og var góð  vinátta með þeim. Árni Páls kom með þennan fyrripart:
Siggi Reim og Brynjólfur unnu lengi saman í Lifrarsamlaginu og var góð  vinátta með þeim. Árni Páls kom með þennan fyrripart:
::Allar stúlkur elska Sigga Reim,  
::Allar stúlkur elska Sigga Reim,  
::enginn sem ég hygg að lái þeim.
::enginn sem ég hygg að lái þeim.
::Þetta er svo efnilegur maður  
::Þetta er svo efnilegur maður  
::orðheppinn og sérstaklega glaður
::orðheppinn og sérstaklega glaður.
botnaði Brynjólfur.<br>
botnaði Brynjólfur.<br>
Nokkrar afmælisvísur sendi hann sínum vildarvinum eins og Unnsteini bátasmið:
Nokkrar afmælisvísur sendi hann sínum vildarvinum eins og Unnsteini bátasmið:
::Um það verður allra sætt  
::Um það verður allra sætt  
Lína 153: Lína 181:
::Þú hefur margan bátinn bætt  
::Þú hefur margan bátinn bætt  
::á besta hátt sem verða mátti.<br>
::á besta hátt sem verða mátti.<br>
Og þegar Jón Ben á Sæfaxa varð 60 ára fékk hann þá þessa kveðju:
Og þegar Jón Ben á Sæfaxa varð 60 ára fékk hann þá þessa kveðju:
::Árafjöldann er að sjá  
::Árafjöldann er að sjá  
Lína 158: Lína 187:
::fyrst þú aflar á við þá  
::fyrst þú aflar á við þá  
::yngri sem að gera best.<br>
::yngri sem að gera best.<br>
Fyrir veislurnar þurfti mikið að baka og þá var leitað til Ingólfs Guðjónssonar, eggjabónda í Lukku:
Fyrir veislurnar þurfti mikið að baka og þá var leitað til Ingólfs Guðjónssonar, eggjabónda í Lukku:
::Ingólfs leita ungfrúr tvær  
::Ingólfs leita ungfrúr tvær  
Lína 163: Lína 193:
::Illa staddar eru þær  
::Illa staddar eru þær  
::með eggjastokkinn tómann.<br>
::með eggjastokkinn tómann.<br>
Guðjón á Oddsstöðum var lengi líkkistusmiður. Páll Kolka læknir hafði farið frá Eyjum og tekið til starfa annars staðar er þeir hittast. Auðvitað brá glettninni við eins og þeim var einum lagið. Páll spurði tíðinda úr Eyjum, um nýja lækninn og hvernig gengi hjá Guðjóni. Guðjón svarar: „Það er ekkert að gera eftir að þú fórst." Hann fékk þessa kveðju frá Brynjólfi:
Guðjón á Oddsstöðum var lengi líkkistusmiður. Páll Kolka læknir hafði farið frá Eyjum og tekið til starfa annars staðar er þeir hittast. Auðvitað brá glettninni við eins og þeim var einum lagið. Páll spurði tíðinda úr Eyjum, um nýja lækninn og hvernig gengi hjá Guðjóni. Guðjón svarar: „Það er ekkert að gera eftir að þú fórst." Hann fékk þessa kveðju frá Brynjólfi:
::Lifðu í sæmd og láni glaður  
::Lifðu í sæmd og láni glaður  
Lína 168: Lína 199:
::Utan um þig vill enginn maður  
::Utan um þig vill enginn maður  
::áratugi næstu smíða.<br>
::áratugi næstu smíða.<br>
Dægurmálin gripu oft hugi Brynjólfs, hvort sem þau tengdust útfærslu landhelginnar í 12 mílur eða öðru:
Dægurmálin gripu oft hugi Brynjólfs, hvort sem þau tengdust útfærslu landhelginnar í 12 mílur eða öðru:
::Fljótt mun takast íslandsmið að eyða  
::Fljótt mun takast íslandsmið að eyða  
Lína 173: Lína 205:
::Breski flotinn býr sig til að veiða  
::Breski flotinn býr sig til að veiða  
::blöndulóka handa drottningunni.
::blöndulóka handa drottningunni.


::Öll eru skafin Íslandsmið
::Öll eru skafin Íslandsmið
Lína 178: Lína 211:
::Stóribróðir streitist við  
::Stóribróðir streitist við  
::að stela fiski.
::að stela fiski.


::Augljós dæmi enn þá fæst  
::Augljós dæmi enn þá fæst  
Lína 183: Lína 217:
::Þeir hafa góðum Guði næst  
::Þeir hafa góðum Guði næst  
::gefið okkur Selvogsbanka.<br>
::gefið okkur Selvogsbanka.<br>
Við ævikvöldið leit hann yfir farinn veg og gaf lífshlaupi sínu þessa lýsingu:
Við ævikvöldið leit hann yfir farinn veg og gaf lífshlaupi sínu þessa lýsingu:
::Bjargið erjar báran köld,  
::Bjargið erjar báran köld,  
Lína 188: Lína 223:
::Þá er illt um koldimm kvöld  
::Þá er illt um koldimm kvöld  
::að koma skakkt að landi.
::að koma skakkt að landi.


::Norðan garri fjúk og frost  
::Norðan garri fjúk og frost  
Lína 193: Lína 229:
::Þá er bágt við knappan kost  
::Þá er bágt við knappan kost  
::og klæðaskort að stríða.
::og klæðaskort að stríða.


::Hafís tíðum hafið þakti  
::Hafís tíðum hafið þakti  
Lína 198: Lína 235:
::Á litlu skari lífið blakti  
::Á litlu skari lífið blakti  
::lýðs og dýra vegna þess.
::lýðs og dýra vegna þess.


::Enn eru tengd við Austurland  
::Enn eru tengd við Austurland  
Lína 203: Lína 241:
::Ellin slítur ei það band  
::Ellin slítur ei það band  
::eða nýrri kynni.
::eða nýrri kynni.


::Ungur þaðan sótti ég sjó  
::Ungur þaðan sótti ég sjó  
Lína 208: Lína 247:
::Sjóveikur en sjaldan þó  
::Sjóveikur en sjaldan þó  
::seinna leið mér betur.<br>
::seinna leið mér betur.<br>
Og við ljós minninganna hillti undir þessa mynd:
Og við ljós minninganna hillti undir þessa mynd:
::Þó að hér í fylgd með fólki góðu  
::Þó að hér í fylgd með fólki góðu  
Lína 214: Lína 254:
::mótar alltaf fyrir Hólmatindi.<br>
::mótar alltaf fyrir Hólmatindi.<br>
Þannig kvaddi Eskfirðingurinn með glensi og glettni samtíðamenn sína en heimahagana í draumsýn bernskunnar.
Þannig kvaddi Eskfirðingurinn með glensi og glettni samtíðamenn sína en heimahagana í draumsýn bernskunnar.
:::::::::::::::::::::::::::::::::::'''Snorri í Betel tók saman.'''
:::::::::::::::::::::::::::::::::::'''Snorri í Betel tók saman.'''

Núverandi breyting frá og með 6. desember 2015 kl. 22:32


SNORRI ÓSKASSON


VÍSUR BRYNJÓLFS


Brynjólfur Einarsson bátasmiður var vel þekktur meðal samtíðarmanna sinna, bæði fyrir hagleik í skipasmíði og orðum. Hann fæddist 7. júní 1905 en lést 11. apríl 1996. Til Vestmannaeyja fluttist hann frá Eskifirði 1933 sem útlærður skipa-smiður hjá Auðbergi Benediktssyni, móðurbróður sínum. Vann hann í viðgerðum og nýsmíði lengst af. En á unga aldri fór hann að bregða fyrir sig vísum og senda samstarfsmönnum sínum kveðjur af ýmsu tilefni í bundu máli. Margar vísur hans lifa enn í dag og varpa ljósi á samtíma þann sem þær spruttu úr. Það er von mín að engin vísa, sem hér verður prentuð, verði tekin illa upp. Þó að vísurnar hafi átt við á „einum stað og einu sinni" eins og Brynjólfur orðaði það þá glettust menn hver að öðrum án þess að vilja meiða nokkurn. Tilefnin þurftu ekki endilega að vera stór.
Árið 1939 reri Brynjólfur til síldveiða fyrir Norðurlandi. Veiðin var treg eins og sjá má af þessari „aflaskýrslu":

Tregðan er svo teljast má
tilgangslaust að róa.
Þó að sagt þeir séu að fá
síld á Húnaflóa.

Hafsteinn Stefánsson var samstarfsmaður, vinur og oft skotmark Brynjólfs. Eitt sinn voru þeir saman í messu og Hafsteinn rjóður af hita. Þá gat Brynjólfur ekki látið vera að vísa til púkans á bitanum í sögum um Sæmund fróða og sendi honum þetta:

Rekjan þér um rjóða kin
renna myndi í hitanum
ef þú sætir eins og hinn
upp á kirkjubitanum.

Einn vinnudaginn í slippnum sendi Brynjólfur honum þennan fyrripart:

Ungur Hafsteinn sótti sjó
seinna fékkst hann við að smíða.

Hafsteinn svaraði:

Fjölhæfnin var feykinóg
fékk hann af því hrósið víða.

Þessi botn var of góður. Svona auðveldlega mátti Hafsteinn ekki sleppa svo hann fékk:

Leitt hvað þjóðin lítils metur hann
ljóst er þó að mikið getur hann.
Eigin kostum engum leynir hann,
öllum skýra frá þeim reynir hann.

Síðar kom þetta:

Þótt menn striti þétt og jafnt,
þurrki út dags og nætur skil,
verður alltaf eitthvað samt
ógert sem mann langar til.

Einar Sveinn Jóhannesson skipstjóri, síðast á Lóðsinum, var afbragðssjómaður og fékk marga góða veiðitúra þegar hann reri til fiskjar. Brynjólfur kvað árið 1948 svo:

Talinn hann af öllum er
aflagarpur mikill.
Oft á sjó í illu fer
Einar Jóhannesson.

Gárungarnir botnuðu hana öðruvísi svo að Einar kom að máli við Brynjólf og spurði hvort einhver óhróður hafi verið kveðinn um sig? Brynjólfur kvað nei við og sagði honum vísuna svona:

Talinn hann af öllum er
aflar lon og don.
Oft á sjó í illu fer
Einar Jóhannesson.

Við þetta fór Einar leið sína með kankvísu glotti.
Stebbi á Sléttabóli var Austfirðingur og trillukarl:

Hefir sérstakt hleðslulag,
hann er einatt senmma á róli.
Hleður bráðum hús á dag,
höfðinginn á Sléttabóli.

Atið í Slippnum var Brynjólfi hugleikið enda hans daglega brauð:

Svona bæti ég seint og snemma
sýknt og heilagt ár um kring
og hef ekki undan, hvað þeir skemma
helst á Mugg og Skaftfelling.

Sveinn þurfti að vinna í fimm bátum sama daginn og þá fékk hann þessa kveðjuna:

Annirnar að Sveini sækja sá má
aldrei hvílast láta.
Verður eins og skipaskækja
að skipta sér á milli báta.


Ég veit hann fara varla má
varhluta af hrósinu.
Hvort er meiri hraðinn á
honum eða ljósinu?

Þegar Hannesi lóðs var nýkominn frá Svíþjóð þurfti að lagfæra margt smálegt áður en báturinn væri hæfur til fiskveiða. Þá samdi Hafsteinn Stefánsson þessa vísu og lét Jóa Páls heyra hana. Jói eignaði Brynjólfi kveðskapinn og ætlaði ekki að láta slippkarlana dunda sér við kveðskap á sinn kostnað, en vísan er svona:

Gaman er að grufla í rími
í góðu veðri einn og frjáls
þó að endist illa tími,
allt það greiðir Jói Páls.

Binni greip undir planka sem slippkarlarnir voru að bera að Sindra en sjálfur var hann að vinna í Hannesi lóðs. Jói sér til karlanna og segir að Binni sé að vinna annars staðar (í Hannesi) og hann gæti bara setið þar og ort. Svo Binni tyllti sér á einn kjölgarðinn í slippnum til að yrkja þetta:

Eru margir Íslendingar,
enginn er þó Jóa líki.
Fyrir blót og formælingar
frægur varð í Svíaríki.


Svía hryllti fram í fingur,
þeir fengu að heyra ragnið ljóta.
Hvaðan ertu, Íslendingur?
Og yfir hverju ertu að blóta?

Jói kom sér í burtu eftir þessa ádrepu.
Þegar Björgvin VE datt á hliðina í dráttarsleðanum í slippnum býsnaðist einn eigendanna yfir því eins og von var. Samtímalýsingin er svona:

Fjandalega fór þetta með hann,
flatur lenti báturinn á sleðann.
Reykdal sagði og var það mjög til vona:
„voðalega er slæmt að fá þá svona."

Meiningarlaust gamanið gekk oft á milli þeirra í slippnum. Guðmundur á Háeyri lagði þennan fyrripart til:

Gúanó og grútarlykt
get ég þar muni anga.

Brynjólfur botnaði:

Og húsið er varla betur byggt
en bátarnir eftir Manga.

Í annað skipti var verið að lesta Foldina á höfninni og mikill atgangur við útskipunina. Svo Brynjólfur segir við Guðmund:

Foldin með freðna ýsu
fer víst héðan í dag.
Hvort er þetta upphaf vísu
ellegar niðurlag?

Guðmundur velti vöngum og sagði: „Ja, þetta getur verið hvort sem er" og svo bætti hann við allt í einu: „Nei, heyrðu, nú fórstu illa með mig." Þá áttaði hann sig á því að þetta var fullgerð vísa sem Iæddist fram af vörum hagyrðingsins.
Jón Stefánsson hafði fengið glennur frá Brynjólfi sem kallaði hann „Eyjakratanna leiðarljós". Um það Ieyti var hann og Bárður Auðunsson að smíða nýtt stýrishús á Björgu VE. Birni Guðmundssyni á „Barnum" þótti hver rúmeining í stýrishúsinu dýf og hafði á orði að dýrt væri að smíða einbýlishús eftir sama verðlagi. Svo Jón kvað til Brynjólfs:

Brillur með bronsuðum spöngum
ber hann á nefinu löngum.
Hæglætismaður í mörgu,
mest þó í húsinu á Björgu.

Á þorrablóti sendi Jón Brynjólfi þessa:

Sumir eru seinir mjög að éta
sjálfsagt af því lítið tuggið geta.
Menn halda í þessum hópi megi finna
húsa-, ljóða- og skipasmiðinn Binna.

Jón var lengi vökumaður hjá Símanum og þetta skeyti fékk hann á sjötugsafmæli sínu frá Binna:

Enn þá um langa æfi
allt falli þér við hæfi.
Sittu í sæmd þinni glaður
sjötugi vökumaður.

Atinu í Lifrarsamlaginu Iýsti Binni svona:

Okkur Drottinn iðka bauð
öll vor störf í friði.
Það er líka lifibrauð
að lifa á grút og ryði.


Samhent er í Samlaginu
samstarfsliðið
vítt er hérna verkasviðið
ekki vantar, nóg er ryðið.

Eitt sinn er ÓIi Ísleifsson fór yfir í Gúanóið til að stöðva dælingu á lýsi spurði Páll Scheving, Brynjólf hvort eitthvað væri að: „Ég sá að ÓIi hljóp!" Meira þurfti ekki:

Eldurinn nýja eyju skóp.
Asíu þjóðir börðust
árið sem að Óli hljóp
undur fleiri gjörðust.

Brynjólfur tók eftir ýmsum töktum í fari samstarfsmanna sinna. Einn af þeim var Finnur í Eyjabúð en hann var um tíma ísláttarmaður í smíðinni á Helga:

Það skal segja svo að engvan blekki
sjálfur er ég drjúgur skrafari.
En málóðasti maður sem ég þekki
mun þó vera Finnur kafari.

Svo hækkaði frægðarsól Einars í Betel en Brynjólfur sá hann í þessu ljósi:

Einar kominn er í tísku
eigi að nota ræðumann,
enda mun við orðanísku
enginn geta bendlað hann.

Ástþór Matthíasson, sem stofnaði Gúanóið, var þakkað svona:

Lífs af hollum heilsulindum
hreysti og þrótt ég teygað fæ.
Yldulykt í öllum myndum
Ástþór skaffar þessum bæ.

Siggi Reim og Brynjólfur unnu lengi saman í Lifrarsamlaginu og var góð vinátta með þeim. Árni Páls kom með þennan fyrripart:

Allar stúlkur elska Sigga Reim,
enginn sem ég hygg að lái þeim.
Þetta er svo efnilegur maður
orðheppinn og sérstaklega glaður.

botnaði Brynjólfur.

Nokkrar afmælisvísur sendi hann sínum vildarvinum eins og Unnsteini bátasmið:

Um það verður allra sætt
enda þó um flest menn þrátti.
Þú hefur margan bátinn bætt
á besta hátt sem verða mátti.

Og þegar Jón Ben á Sæfaxa varð 60 ára fékk hann þá þessa kveðju:

Árafjöldann er að sjá
á þér hafi lítið fest,
fyrst þú aflar á við þá
yngri sem að gera best.

Fyrir veislurnar þurfti mikið að baka og þá var leitað til Ingólfs Guðjónssonar, eggjabónda í Lukku:

Ingólfs leita ungfrúr tvær
með æskuþíða blómann.
Illa staddar eru þær
með eggjastokkinn tómann.

Guðjón á Oddsstöðum var lengi líkkistusmiður. Páll Kolka læknir hafði farið frá Eyjum og tekið til starfa annars staðar er þeir hittast. Auðvitað brá glettninni við eins og þeim var einum lagið. Páll spurði tíðinda úr Eyjum, um nýja lækninn og hvernig gengi hjá Guðjóni. Guðjón svarar: „Það er ekkert að gera eftir að þú fórst." Hann fékk þessa kveðju frá Brynjólfi:

Lifðu í sæmd og láni glaður
lengi þína stétt að prýða.
Utan um þig vill enginn maður
áratugi næstu smíða.

Dægurmálin gripu oft hugi Brynjólfs, hvort sem þau tengdust útfærslu landhelginnar í 12 mílur eða öðru:

Fljótt mun takast íslandsmið að eyða
inni á hverri vík og fjarðarmunni.
Breski flotinn býr sig til að veiða
blöndulóka handa drottningunni.


Öll eru skafin Íslandsmið
af ensku hyski.
Stóribróðir streitist við
að stela fiski.


Augljós dæmi enn þá fæst
upp á göfgi breskra þanka.
Þeir hafa góðum Guði næst
gefið okkur Selvogsbanka.

Við ævikvöldið leit hann yfir farinn veg og gaf lífshlaupi sínu þessa lýsingu:

Bjargið erjar báran köld,
brim er fyrir sandi.
Þá er illt um koldimm kvöld
að koma skakkt að landi.


Norðan garri fjúk og frost
fer um landið víða.
Þá er bágt við knappan kost
og klæðaskort að stríða.


Hafís tíðum hafið þakti
Horni frá til Langaness.
Á litlu skari lífið blakti
lýðs og dýra vegna þess.


Enn eru tengd við Austurland
öll mín kærstu minni.
Ellin slítur ei það band
eða nýrri kynni.


Ungur þaðan sótti ég sjó
sumar bæði og vetur.
Sjóveikur en sjaldan þó
seinna leið mér betur.

Og við ljós minninganna hillti undir þessa mynd:

Þó að hér í fylgd með fólki góðu
fest ég hafi Vestmannaeyjum yndi.
Enn í gegnum minninganna móðu
mótar alltaf fyrir Hólmatindi.

Þannig kvaddi Eskfirðingurinn með glensi og glettni samtíðamenn sína en heimahagana í draumsýn bernskunnar.

Snorri í Betel tók saman.