„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1996/ Sjómaðurinn og bóndinn“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <br> <big><big><center>Ólafur Sigurðsson</center></big></big> <big><big><big><center>SJÓMAÐURINN OG BÓNDINN</center></big></big></big> Hafið hefur ávallt verið gjöfu...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(3 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
<br>
<big><big><center>[[Ólafur Sigurðsson]]</center></big></big>


 
<big><center>[[Ólafur Sigurðsson]]</center></big>
<big><big><big><center>SJÓMAÐURINN OG BÓNDINN</center></big></big></big>




<big><center>SJÓMAÐURINN OG BÓNDINN</center></big>


Hafið hefur ávallt verið gjöfult, ekki síst áður fyrr þegar fiskur gekk óhindraður inn á grunnslóð og ekki fyrir að fara stórvirkum veiðarfærum sem tóku of mikið og eyðilögðu hrygningarstöðvar. Þeir sem bjuggu í nálægð hafsins höfðu meiri möguleika til lífsbjargar og margir sóttu á vetrarvertíð til Vestmannaeyja, ekki síst Fjallamenn og Skaftfellingar. <br>
Hafið hefur ávallt verið gjöfult, ekki síst áður fyrr þegar fiskur gekk óhindraður inn á grunnslóð og ekki fyrir að fara stórvirkum veiðarfærum sem tóku of mikið og eyðilögðu hrygningarstöðvar. Þeir sem bjuggu í nálægð hafsins höfðu meiri möguleika til lífsbjargar og margir sóttu á vetrarvertíð til Vestmannaeyja, ekki síst Fjallamenn og Skaftfellingar. <br>
Lína 11: Lína 9:
Fyrir um áratug kynntist ég bónda á bæ einum í Álftaveri sem stundaði sjómennsku á sínum yngri árum frá Vestmannaeyjum og  víðar.  Ég fór til fundar við hann, ók eftir þjóðvegi 1. Bíllinn brunaði í gegnum Víkurkauptún sem andar að sér súrefni fjallanna og sjávarseltu í bland. Þetta ferðalag mitt var ekkert í líkingu við ferðalög fyrri tíma manna sem áttu hér leið um til verstöðva, eða í öðrum erindum. Vegurinn er með bundnu slitlagi og sléttur sem gler. Í farteskinu er ferðavatn og mikið af tilhlökkun. <br>
Fyrir um áratug kynntist ég bónda á bæ einum í Álftaveri sem stundaði sjómennsku á sínum yngri árum frá Vestmannaeyjum og  víðar.  Ég fór til fundar við hann, ók eftir þjóðvegi 1. Bíllinn brunaði í gegnum Víkurkauptún sem andar að sér súrefni fjallanna og sjávarseltu í bland. Þetta ferðalag mitt var ekkert í líkingu við ferðalög fyrri tíma manna sem áttu hér leið um til verstöðva, eða í öðrum erindum. Vegurinn er með bundnu slitlagi og sléttur sem gler. Í farteskinu er ferðavatn og mikið af tilhlökkun. <br>
Kerlingardalsá og Múlakvísl eru framundan. Þær eru enginn farartálmi lengur. Hér var brúað árið 1955. Fram að því þurfti ekki bara þrek og áræði til að komast leiðar sinnar og þá á tveim jafnfljótum, heldur og guðshjálp oft á tíðum. <br>
Kerlingardalsá og Múlakvísl eru framundan. Þær eru enginn farartálmi lengur. Hér var brúað árið 1955. Fram að því þurfti ekki bara þrek og áræði til að komast leiðar sinnar og þá á tveim jafnfljótum, heldur og guðshjálp oft á tíðum. <br>
Er nær dró Hjörleifshöfða sá til Vestmannaeyja í góðu skyggni og ofar í landinu grillti í Hafursey. Ekki langt í hafið og fiskimiðin sem Vestmanneyingar stunda, yfirleitt með góðum árangri, fiskimið sem bera örnefni allt frá hinni minnstu þúfu til fjalla og skorninga í jöklum, fossum og jafnvel kirkjum sem standa hátt, svo sem Víkurkirkja. Með nútíma staðsetningartækjum er vart þörf á öðru, en samt sem áður eru til skipstjórar sem eiga sýna bleyðu sem þeir telja best varðveitta í heilabúinu, annars gæti hún farið á „flakk".<br>
Er nær dró Hjörleifshöfða sá til Vestmannaeyja í góðu skyggni og ofar í landinu grillti í Hafursey. Ekki langt í hafið og fiskimiðin sem Vestmanneyingar stunda, yfirleitt með góðum árangri, fiskimið sem bera örnefni allt frá hinni minnstu þúfu til fjalla og skorninga í jöklum, fossum og jafnvel kirkjum sem standa hátt, svo sem Víkurkirkja. Með nútíma staðsetningartækjum er vart þörf á öðru, en samt sem áður eru til skipstjórar sem eiga sýna bleyðu sem þeir telja best varðveitta í heilabúinu, annars gæti hún farið á „flakk.<br>
Áfram var haldið ferðinni, en ósjálfrátt slakaði hægri fóturinn á bensíngjöfinni. Umhverfið bókstaflega krefst þess. Svartur sandurinn er dularfullur, enda býr hann yfir töfrum. Hér er fortíðin á kreiki. <br>
Áfram var haldið ferðinni, en ósjálfrátt slakaði hægri fóturinn á bensíngjöfinni. Umhverfið bókstaflega krefst þess. Svartur sandurinn er dularfullur, enda býr hann yfir töfrum. Hér er fortíðin á kreiki. <br>
Þegar nálgaðist veginn sem liggur í Álftaverið birtist Katla gamla í Mýrdalsjökli, klædd silfri í birtu af tungli og stjörnum eins og Kúðafljót og Skálm. Það er norðan andvari sem heilsar á þessum slóðum.  
Þegar nálgaðist veginn sem liggur í Álftaverið birtist Katla gamla í Mýrdalsjökli, klædd silfri í birtu af tungli og stjörnum eins og Kúðafljót og Skálm. Það er norðan andvari sem heilsar á þessum slóðum.  
Katla, þetta heimsfræga eldfjall sem segir fátt á milli þess sem hún öskrar, umbreytti landinu árið 1918 en eljusömu fólki, sem ann sinni heimabyggð, tókst að græða að nýju. Áfram var haldið og nú eftir holóttum veginum með stefnu á ljós sem eins og blaktir í kyrrðinni. <br>
Katla, þetta heimsfræga eldfjall sem segir fátt á milli þess sem hún öskrar, umbreytti landinu árið 1918 en eljusömu fólki, sem ann sinni heimabyggð, tókst að græða að nýju. Áfram var haldið og nú eftir holóttum veginum með stefnu á ljós sem eins og blaktir í kyrrðinni. <br>
Á hlaðinu á Þykkvabæjarklaustri stendur hokinn maður, augun brosa undan loðnum augnabrúnunum. Handtakið traust og hlýtt. Einhvertíma hafa þessar stóru hendur getað tekið á. <br>
Á hlaðinu á Þykkvabæjarklaustri stendur hokinn maður, augun brosa undan loðnum augnabrúnunum. Handtakið traust og hlýtt. Einhvertíma hafa þessar stóru hendur getað tekið á. <br>
Hér var ég þá mættur til að ræða við bóndann og sjómanninn Hilmar Jón Brynjólfsson. Hann Iítur í kringum sig eins og til að kanna hvort allt sé nú ekki í röð og reglu kringum bæinn. Kannski er hann að hlusta eftir öldunni sem brotnar við sandinn, öldunni sem kveikti í ungum manni áhuga á sjómennsku. <br>
Hér var ég þá mættur til að ræða við bóndann og sjómanninn Hilmar Jón Brynjólfsson. Hann lítur í kringum sig eins og til að kanna hvort allt sé nú ekki í röð og reglu kringum bæinn. Kannski er hann að hlusta eftir öldunni sem brotnar við sandinn, öldunni sem kveikti í ungum manni áhuga á sjómennsku. <br>
Mér er boðið í stofu þar sem smekkvísin er í fyrirrúmi. Sjáanlega er hlutur eiginkonunnar, Brynju Bjarnadóttur, stór í þeim efnum. Á veggnum yfir þægilegum húsbóndastól hangir málverk af togaranum Bjarnarey frá Vestmannaeyjum þar sem hún veður í ölduna. Hilmar Jón er sestur í stólinn sinn og teygir fæturna upp á skemil og Iætur Iíða úr sér. <br>
Mér er boðið í stofu þar sem smekkvísin er í fyrirrúmi. Sjáanlega er hlutur eiginkonunnar, Brynju Bjarnadóttur, stór í þeim efnum. Á veggnum yfir þægilegum húsbóndastól hangir málverk af togaranum Bjarnarey frá Vestmannaeyjum þar sem hún veður í ölduna. Hilmar Jón er sestur í stólinn sinn og teygir fæturna upp á skemil og lætur líða úr sér. <br>
Hann lenti í þeirri reynslu fyrir rúmu ári að vera fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Ósæðin hafði sprungið, læknum tókst að koma lífskeðjunni í gang að nýju. Eigum við ekki að fá okkur koníakstár og kaffisopa spyr Hilmar Jón. Hann veit að gesturinn kann að meta slíkt eftir strangt ferðalag. Um leið og hann hellir í bollana bætir hann því við að lífshlaupið hafi nú verið með líku sniði og margra sveitunga hans. Þeir væru þó nokkrir bændurnir sem hefðu farið á vertíð í Eyjum. <br>
Hann lenti í þeirri reynslu fyrir rúmu ári að vera fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Ósæðin hafði sprungið, læknum tókst að koma lífskeðjunni í gang að nýju. Eigum við ekki að fá okkur koníakstár og kaffisopa spyr Hilmar Jón. Hann veit að gesturinn kann að meta slíkt eftir strangt ferðalag. Um leið og hann hellir í bollana bætir hann því við að lífshlaupið hafi nú verið með líku sniði og margra sveitunga hans. Þeir væru þó nokkrir bændurnir sem hefðu farið á vertíð í Eyjum. <br>
Ég er fæddur hérna á Þykkvabæjarklaustri 24. október árið 1924. Á því sérðu að árin eru orðin 71 segir Hilmar Jón. Foreldrar mínir voru Guðrún Torfadóttir og Brynjólfur Oddsson. Móðir mín var gift áður og átti þrjú böm frá því hjónabandi og vorum við systkinin sex og tvö fósturbörn. Ég man fyrst eftir mér 4 ára. Þá voru sandskaflar eftir Kötlugosið á túnum sem pabbi var að moka upp af í vagn. Allur nýgræðingur eyðilagðist og mátti stórvara sig á að féð festi sig ekki í drullupollum eftir jökulhlaupið. Það kom fyrir að fé drapst. Ég ólst upp í systkinahópnum og vann alla venjulega vinnu við búskapinn og þegar mér fór að vaxa fiskur um hrygg fór ég í vegavinnu eða það sem til féll. <br>
Ég er fæddur hérna á Þykkvabæjarklaustri 24. október árið 1924. Á því sérðu að árin eru orðin 71 segir Hilmar Jón. Foreldrar mínir voru Guðrún Torfadóttir og Brynjólfur Oddsson. Móðir mín var gift áður og átti þrjú börn frá því hjónabandi og vorum við systkinin sex og tvö fósturbörn. Ég man fyrst eftir mér 4 ára. Þá voru sandskaflar eftir Kötlugosið á túnum sem pabbi var að moka upp af í vagn. Allur nýgræðingur eyðilagðist og mátti stórvara sig á að féð festi sig ekki í drullupollum eftir jökulhlaupið. Það kom fyrir að fé drapst. Ég ólst upp í systkinahópnum og vann alla venjulega vinnu við búskapinn og þegar mér fór að vaxa fiskur um hrygg fór ég í vegavinnu eða það sem til féll. <br>
Áhugi minn á hafinu hefur alltaf verið mikill enda stutt að fara á fjörur. Frá Þykkvabæjarklaustri eru þetta um 8 kílómetrar. Þó getur sá spölur verið erfiður yfirferðar í vondum veðrum. Það þekkja Skaftfellingar enda oft komist í hann krappan við björgun úr sjó. <br>
Áhugi minn á hafinu hefur alltaf verið mikill enda stutt að fara á fjörur. Frá Þykkvabæjarklaustri eru þetta um 8 kílómetrar. Þó getur sá spölur verið erfiður yfirferðar í vondum veðrum. Það þekkja Skaftfellingar enda oft komist í hann krappan við björgun úr sjó. <br>
Svo var það að ég fór á vertíð í Vestmannaeyjum árið 1944, enda hafði hugur minn ávallt staðið þangað. Leið mín lá fyrst til Reykjavíkur og þaðan með gamla Þór til Eyja. Við lögðum af stað seinni part dags en urðum að snúa til baka við Reykjanes vegna veðurs. Þrem dögum síðar fórum við aftur og vorum við fjórir austanmenn saman. Dvöldumst við í lestinni. Siglingin til Eyja tók 18 tíma. <br>
Svo var það að ég fór á vertíð í Vestmannaeyjum árið 1944, enda hafði hugur minn ávallt staðið þangað. Leið mín lá fyrst til Reykjavíkur og þaðan með gamla [[Þór VE|Þór]] til Eyja. Við lögðum af stað seinni part dags en urðum að snúa til baka við Reykjanes vegna veðurs. Þrem dögum síðar fórum við aftur og vorum við fjórir austanmenn saman. Dvöldumst við í lestinni. Siglingin til Eyja tók 18 tíma. <br>
Báturinn sem ég réð mig á hét Erlingur og skipstjóri Sigurjón Auðunsson. Vélstjóri hét Jón og hásetar Sigurður Eyjólfsson og Hafsteinn Stefánsson sem kenndi mér vel öll handtök sem að sjó lutu. Ég hef aldrei séð mann draga eins fallega Iínu eins og hann. Báturinn var alltaf að bila og hálfgert ólag á þessu. Sigurjón hætti með bátinn eftir þessa vertíð. Hann hvatti mig til að leita mér að öðru plássi því ekki væri víst að hann yrði með bát aftur. <br>
Báturinn sem ég réð mig á hét [[Erlingur VE|Erlingur]] og skipstjóri [[Sigurjón Auðunsson]]. Vélstjóri hét Jón og hásetar [[Sigurður Eyjólfsson]] og [[Hafsteinn Stefánsson]] sem kenndi mér vel öll handtök sem að sjó lutu. Ég hef aldrei séð mann draga eins fallega línu eins og hann. Báturinn var alltaf að bila og hálfgert ólag á þessu. Sigurjón hætti með bátinn eftir þessa vertíð. Hann hvatti mig til að leita mér að öðru plássi því ekki væri víst að hann yrði með bát aftur. <br>
Þá fékk ég pláss hjá Jóni Guðmundssyni á Ver. Ögmundur á Hvoli var mótoristi fyrstu vertíðina og Austfirðingarnir Halldór og Benni frá Fáskrúðsfirði voru þar einnig um borð. Annan veturinn var sami mannskapur, en Beggi frá Goðalandi var þá mótoristi. Ver var þá hæstur af línu og netabátum. Jón var mikill skipstjóri og gætinn formaður. Hann þótti þó harður sjósóknari. <br>
Þá fékk ég pláss hjá [[Jón Guðmundsson|Jóni Guðmundssyni]] á Ve VE|Ver. Ögmundur á Hvoli var mótoristi fyrstu vertíðina og Austfirðingarnir Halldór og Benni frá Fáskrúðsfirði voru þar einnig um borð. Annan veturinn var sami mannskapur, en Beggi frá Goðalandi var þá mótoristi. Ver var þá hæstur af línu og netabátum. Jón var mikill skipstjóri og gætinn formaður. Hann þótti þó harður sjósóknari. <br>
Árið 1947 var ég með honum aftur á Ver. Hásetar voru Siggi Vídó og Ingimar Ottóson. Það voru nú meiri karlarnir. Þá munaði ekki um að lyfta Iínustömpunum með annarri hendi og skutla þeim upp á bryggju. <br>
Árið 1947 var ég með honum aftur á Ver. Hásetar voru [[Sigurgeir Ólafsson|Siggi Vídó]] og [[Ingimar Ottóson]]. Það voru nú meiri karlarnir. Þá munaði ekki um að lyfta línustömpunum með annarri hendi og skutla þeim upp á bryggju. <br>
Um haustið fór ég á Hvalfjarðarsíldina og var á Friðriki Jónssyni frá Eyjum. Saman voru með nót hann og Heimaklettur. Brynjólfur var á Friðriki, hann var Vestmanneyingur. Ég var eini hásetinn um borð sem hafði bílpróf og var mér falið að passa upp á vélina sem var í öðrum nótnabátnum og gekk það áfallalaust. Eftir áramótin var ég áfram á Hvalfjarðarsíldinni fram í mars, en þá kom nýsköpunartogarinn Fylkir og réð ég mig á hann. Á honum var ég tvo túra. <br>
Um haustið fór ég á Hvalfjarðarsíldina og var á Friðriki Jónssyni frá Eyjum. Saman voru með nót hann og Heimaklettur. Brynjólfur var á Friðriki, hann var Vestmanneyingur. Ég var eini hásetinn um borð sem hafði bílpróf og var mér falið að passa upp á vélina sem var í öðrum nótnabátnum og gekk það áfallalaust. Eftir áramótin var ég áfram á Hvalfjarðarsíldinni fram í mars, en þá kom nýsköpunartogarinn Fylkir og réð ég mig á hann. Á honum var ég tvo túra. <br>
Um þetta leyti var farið að undirbúa suðfjárveiki-varnargirðingu á Mýrdalssandi. Fór ég þá heim í það verk. Átti ég þá Dodds víbon, tveggja dyra bíl, sem hentaði vel við að flytja efni og mannskap. Fór ég í þetta um vorið. <br>
Um þetta leyti var farið að undirbúa suðfjárveiki-varnargirðingu á Mýrdalssandi. Fór ég þá heim í það verk. Átti ég þá Dodds víbon, tveggja dyra bíl, sem hentaði vel við að flytja efni og mannskap. Fór ég í þetta um vorið. <br>
Veturinn eftir réð ég mig á Belgum, gamlan kolatogara. Þetta var óttalegt skip miðað við Fylki. Á Belgum var ég fram undir jól og hélt þá heim. <br>
Veturinn eftir réð ég mig á Belgum, gamlan kolatogara. Þetta var óttalegt skip miðað við Fylki. Á Belgum var ég fram undir jól og hélt þá heim. <br>
Eftir jólin ætlaði ég aftur á sjó en allt var þá ófært svo ég komst ekki fyrr en í febrúar. Þá fór ég á hestum út Skarðshlíð og þaðan í rútu til Reykjavíkur. Réð ég mig á Kára. Það var ljóta skipið. Á honum var ég fram í maí. Þetta skip var með lágar lunningar og veltikláfur mikill. Það kom fyrir í veltingi að hann tók inn belginn með öllu saman. Í eitt skiptið varð einn hásetinn undir og stóð hausinn undan trollinu. Ég var fljótur til í þá daga og átti góðan vasahníf, risti í sundur trollið og komst hann fljótt undan. Þetta var mikill hörkukarl og vorum við síðar saman á Bjarnarey. Hann var þá bátsmaður. <br>
Eftir jólin ætlaði ég aftur á sjó en allt var þá ófært svo ég komst ekki fyrr en í febrúar. Þá fór ég á hestum út Skarðshlíð og þaðan í rútu til Reykjavíkur. Réð ég mig á Kára. Það var ljóta skipið. Á honum var ég fram í maí. Þetta skip var með lágar lunningar og veltikláfur mikill. Það kom fyrir í veltingi að hann tók inn belginn með öllu saman. Í eitt skiptið varð einn hásetinn undir og stóð hausinn undan trollinu. Ég var fljótur til í þá daga og átti góðan vasahníf, risti í sundur trollið og komst hann fljótt undan. Þetta var mikill hörkukarl og vorum við síðar saman á Bjarnarey. Hann var þá bátsmaður. <br>
Í janúar 1950 fór ég á Bjarnarey frá Vestmannaeyjum. Fyrst var farið vestur á Hala og fengum við þar ágætis fisk og sigldum með hann. Skipstjóri var Óskar Gíslason og stýrimaðurinn gamall skipstjóri úr Reykjavík. Óskar tók skástu mennina með í siglinguna til að missa okkur ekki á önnur skip. Ég var þar á meðal. Eftir siglinguna var farið á saltfiskirí og vorum við að fram í apríl. Þá fór ég heim og var þar um sumarið í vegavinnu og við heyskap. <br>
Í janúar 1950 fór ég á [[Bjarnarey VE|Bjarnarey]] frá Vestmannaeyjum. Fyrst var farið vestur á Hala og fengum við þar ágætis fisk og sigldum með hann. Skipstjóri var [[Óskar Gíslason]] og stýrimaðurinn gamall skipstjóri úr Reykjavík. Óskar tók skástu mennina með í siglinguna til að missa okkur ekki á önnur skip. Ég var þar á meðal. Eftir siglinguna var farið á saltfiskirí og vorum við að fram í apríl. Þá fór ég heim og var þar um sumarið í vegavinnu og við heyskap. <br>
Í nóvember fór ég aftur á Bjarnarey og sigldum við marga túra. Ég var dagvinnumaður í siglingunum, það er að segja ég stóð ekki stýrisvaktir, en vann við lagfæringu á vírum, trolli og þess háttar. Þá var skipstjóri Einar Torfason og stýrimaður Pálmi Sigurðsson. Siggi Giss var gilsari. Þar var einnig Maggi felló, Bjössi í Vatnsdal, Óli Páls og Guðni sem fórst með henni Guðrúnu. <br>
Í nóvember fór ég aftur á Bjarnarey og sigldum við marga túra. Ég var dagvinnumaður í siglingunum, það er að segja ég stóð ekki stýrisvaktir, en vann við lagfæringu á vírum, trolli og þess háttar. Þá var skipstjóri Einar Torfason og stýrimaður Pálmi Sigurðsson. Siggi Giss var gilsari. Þar var einnig Maggi felló, Bjössi í Vatnsdal, Óli Páls og Guðni sem fórst með henni Guðrúnu. <br>
Það fór vel um skipshöfnina á Bjarnarey. Fram í voru fjórir klefar fyrir háseta, einn uppi og þrír niðri. Matsalurinn var rúmgóður. Bjarnarey var síðutogari og öll vinna undir berum himni. Eftir að búið var hífa bobbingana inn var netið dregið á höndunum þangað til kom að snörlun. Þetta var stundum erfttt þegar þungt var í sjó og oft fengum við á okkur hressilegar gusur og vorum ekki alltaf þurrir. Það voru 12 tímar á dekki til að byrja með en svo breyttist það í sex og sex. Fiskiríið gekk misjafnlega eins og gengur. Við vorum einu sinni með flottroll vestur á Selvogsbanka og fylltum skipið á þrem  
Það fór vel um skipshöfnina á Bjarnarey. Fram í voru fjórir klefar fyrir háseta, einn uppi og þrír niðri. Matsalurinn var rúmgóður. Bjarnarey var síðutogari og öll vinna undir berum himni. Eftir að búið var hífa bobbingana inn var netið dregið á höndunum þangað til kom að snörlun. Þetta var stundum erfttt þegar þungt var í sjó og oft fengum við á okkur hressilegar gusur og vorum ekki alltaf þurrir. Það voru 12 tímar á dekki til að byrja með en svo breyttist það í sex og sex. Fiskiríið gekk misjafnlega eins og gengur. Við vorum einu sinni með flottroll vestur á Selvogsbanka og fylltum skipið á þrem sólarhringum. Það var bókstaflega kjaftfullt og landað í Keflavík. Þetta var um hávertíð og ekki hægt að landa í Vestmannaeyjum því þar flóði fiskur út úr dyrum fiskvinnsluhúsanna. <br>
sólarhringum. Það var bókstaflega kjaftfullt og landað í Keflavík. Þetta var um hávertíð og ekki hægt að landa í Vestmannaeyjum því þar flóði fiskur út úr dyrum fiskvinnsluhúsanna. <br>
Svo endaði ég minn sjómannsferil þá aftur á Bjarnarey árið 1952. Ég var þar frá því í október og fram á vor. Foreldrar mínir voru þá orðin ein. Ég mátti ekki til þess hugsa að heima færi allt í auðn og eyðileggingu. <br>
Svo endaði ég minn sjómannsferil þá aftur á Bjarnarey árið 1952. Ég var þar frá því í október og fram á vor. Foreldrar mínir voru þá orðin ein. Ég mátti ekki til þess hugsa að heima færi allt í auðn og eyðileggingu. <br>
Ég hef þó þrisvar farið til Vestmannaeyja síðan og skotist á sjó. Einn róður fór ég á Sæbjörginni með honum Guðjóni Pálssyni og síðan með Gunnari Jónsyni á Ísleifi. Gunnar er sonur hans Jóns, sem var með Ver, og hennar Rósu Guðmundsdóttur, þeirrar indælu manneskju. Ég hef farið með Gunnari tvo túra, annan á síld og hinn á loðnu. Ég kalla þetta skemmtitúra enda mikil upplifun að mega fylgjast með fiskiríi á nútímavísu og sjá hversu vel er búið að sjómönnum, svo ekki sé nú talað um öryggisbúnaðinn. Þegar ég byrjaði til sjós voru einungis björgunarvesti og þau úr lélegum efnum. <br>
Ég hef þó þrisvar farið til Vestmannaeyja síðan og skotist á sjó. Einn róður fór ég á Sæbjörginni með honum Guðjóni Pálssyni og síðan með Gunnari Jónsyni á Ísleifi. Gunnar er sonur hans Jóns, sem var með Ver, og hennar Rósu Guðmundsdóttur, þeirrar indælu manneskju. Ég hef farið með Gunnari tvo túra, annan á síld og hinn á loðnu. Ég kalla þetta skemmtitúra enda mikil upplifun að mega fylgjast með fiskiríi á nútímavísu og sjá hversu vel er búið að sjómönnum, svo ekki sé nú talað um öryggisbúnaðinn. Þegar ég byrjaði til sjós voru einungis björgunarvesti og þau úr lélegum efnum. <br>
Lína 45: Lína 42:
Við erum nú staðnir upp úr þægilegum sætunum og Hilmar Jón bendir í átt að Alviðruvitanum. Hann var byggður árið 1929 og hefur sent dyggilega leiftur sín til sjófarenda. En þrátt fyrir öflug siglingatæki eru slysin enn að gerast þó í minna mæli en áður fyrr. Það er auðvitað þeim að þakka sem standa í baráttunni fyrir bættum aðbúnaði sjómanna og hafa Vestmanneyingar verið þar í forustu frá upphafi. Það er kannski rétt að ljúka viðtalinu með þessum orðum Hilmars Jóns. <br>
Við erum nú staðnir upp úr þægilegum sætunum og Hilmar Jón bendir í átt að Alviðruvitanum. Hann var byggður árið 1929 og hefur sent dyggilega leiftur sín til sjófarenda. En þrátt fyrir öflug siglingatæki eru slysin enn að gerast þó í minna mæli en áður fyrr. Það er auðvitað þeim að þakka sem standa í baráttunni fyrir bættum aðbúnaði sjómanna og hafa Vestmanneyingar verið þar í forustu frá upphafi. Það er kannski rétt að ljúka viðtalinu með þessum orðum Hilmars Jóns. <br>
Þegar við kveðjumst undir berum himni á hlaðinu á Þykkvabæjarklaustri heyrist ekki lengur í öldunni. Hún virðist hafa dottað í fjöruborðinu. Berðu kveðjur mínar til Eyja segir Hilmar Jón, ósköp hæversklega. Þar á ég vini og vandamenn og ljúfar minningar.
Þegar við kveðjumst undir berum himni á hlaðinu á Þykkvabæjarklaustri heyrist ekki lengur í öldunni. Hún virðist hafa dottað í fjöruborðinu. Berðu kveðjur mínar til Eyja segir Hilmar Jón, ósköp hæversklega. Þar á ég vini og vandamenn og ljúfar minningar.
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 11. apríl 2017 kl. 13:17

Ólafur Sigurðsson


SJÓMAÐURINN OG BÓNDINN

Hafið hefur ávallt verið gjöfult, ekki síst áður fyrr þegar fiskur gekk óhindraður inn á grunnslóð og ekki fyrir að fara stórvirkum veiðarfærum sem tóku of mikið og eyðilögðu hrygningarstöðvar. Þeir sem bjuggu í nálægð hafsins höfðu meiri möguleika til lífsbjargar og margir sóttu á vetrarvertíð til Vestmannaeyja, ekki síst Fjallamenn og Skaftfellingar.
Afdalabóndinn, sem sá ekki til hafs, hlustaði þeim mun betur eftir sjávarhljóðinu þegar það barst inn dalinn. Hann kom líka og synirnir. Það var mikil blessun fyrir Eyjarnar að fá til liðs við þá sem fyrir voru duglega sjó- og landmenn, enda var uppbygging Eyjanna á öllum sviðum hröð á þeim árum.
Fyrir um áratug kynntist ég bónda á bæ einum í Álftaveri sem stundaði sjómennsku á sínum yngri árum frá Vestmannaeyjum og víðar. Ég fór til fundar við hann, ók eftir þjóðvegi 1. Bíllinn brunaði í gegnum Víkurkauptún sem andar að sér súrefni fjallanna og sjávarseltu í bland. Þetta ferðalag mitt var ekkert í líkingu við ferðalög fyrri tíma manna sem áttu hér leið um til verstöðva, eða í öðrum erindum. Vegurinn er með bundnu slitlagi og sléttur sem gler. Í farteskinu er ferðavatn og mikið af tilhlökkun.
Kerlingardalsá og Múlakvísl eru framundan. Þær eru enginn farartálmi lengur. Hér var brúað árið 1955. Fram að því þurfti ekki bara þrek og áræði til að komast leiðar sinnar og þá á tveim jafnfljótum, heldur og guðshjálp oft á tíðum.
Er nær dró Hjörleifshöfða sá til Vestmannaeyja í góðu skyggni og ofar í landinu grillti í Hafursey. Ekki langt í hafið og fiskimiðin sem Vestmanneyingar stunda, yfirleitt með góðum árangri, fiskimið sem bera örnefni allt frá hinni minnstu þúfu til fjalla og skorninga í jöklum, fossum og jafnvel kirkjum sem standa hátt, svo sem Víkurkirkja. Með nútíma staðsetningartækjum er vart þörf á öðru, en samt sem áður eru til skipstjórar sem eiga sýna bleyðu sem þeir telja best varðveitta í heilabúinu, annars gæti hún farið á „flakk.“
Áfram var haldið ferðinni, en ósjálfrátt slakaði hægri fóturinn á bensíngjöfinni. Umhverfið bókstaflega krefst þess. Svartur sandurinn er dularfullur, enda býr hann yfir töfrum. Hér er fortíðin á kreiki.
Þegar nálgaðist veginn sem liggur í Álftaverið birtist Katla gamla í Mýrdalsjökli, klædd silfri í birtu af tungli og stjörnum eins og Kúðafljót og Skálm. Það er norðan andvari sem heilsar á þessum slóðum. Katla, þetta heimsfræga eldfjall sem segir fátt á milli þess sem hún öskrar, umbreytti landinu árið 1918 en eljusömu fólki, sem ann sinni heimabyggð, tókst að græða að nýju. Áfram var haldið og nú eftir holóttum veginum með stefnu á ljós sem eins og blaktir í kyrrðinni.
Á hlaðinu á Þykkvabæjarklaustri stendur hokinn maður, augun brosa undan loðnum augnabrúnunum. Handtakið traust og hlýtt. Einhvertíma hafa þessar stóru hendur getað tekið á.
Hér var ég þá mættur til að ræða við bóndann og sjómanninn Hilmar Jón Brynjólfsson. Hann lítur í kringum sig eins og til að kanna hvort allt sé nú ekki í röð og reglu kringum bæinn. Kannski er hann að hlusta eftir öldunni sem brotnar við sandinn, öldunni sem kveikti í ungum manni áhuga á sjómennsku.
Mér er boðið í stofu þar sem smekkvísin er í fyrirrúmi. Sjáanlega er hlutur eiginkonunnar, Brynju Bjarnadóttur, stór í þeim efnum. Á veggnum yfir þægilegum húsbóndastól hangir málverk af togaranum Bjarnarey frá Vestmannaeyjum þar sem hún veður í ölduna. Hilmar Jón er sestur í stólinn sinn og teygir fæturna upp á skemil og lætur líða úr sér.
Hann lenti í þeirri reynslu fyrir rúmu ári að vera fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Ósæðin hafði sprungið, læknum tókst að koma lífskeðjunni í gang að nýju. Eigum við ekki að fá okkur koníakstár og kaffisopa spyr Hilmar Jón. Hann veit að gesturinn kann að meta slíkt eftir strangt ferðalag. Um leið og hann hellir í bollana bætir hann því við að lífshlaupið hafi nú verið með líku sniði og margra sveitunga hans. Þeir væru þó nokkrir bændurnir sem hefðu farið á vertíð í Eyjum.
Ég er fæddur hérna á Þykkvabæjarklaustri 24. október árið 1924. Á því sérðu að árin eru orðin 71 segir Hilmar Jón. Foreldrar mínir voru Guðrún Torfadóttir og Brynjólfur Oddsson. Móðir mín var gift áður og átti þrjú börn frá því hjónabandi og vorum við systkinin sex og tvö fósturbörn. Ég man fyrst eftir mér 4 ára. Þá voru sandskaflar eftir Kötlugosið á túnum sem pabbi var að moka upp af í vagn. Allur nýgræðingur eyðilagðist og mátti stórvara sig á að féð festi sig ekki í drullupollum eftir jökulhlaupið. Það kom fyrir að fé drapst. Ég ólst upp í systkinahópnum og vann alla venjulega vinnu við búskapinn og þegar mér fór að vaxa fiskur um hrygg fór ég í vegavinnu eða það sem til féll.
Áhugi minn á hafinu hefur alltaf verið mikill enda stutt að fara á fjörur. Frá Þykkvabæjarklaustri eru þetta um 8 kílómetrar. Þó getur sá spölur verið erfiður yfirferðar í vondum veðrum. Það þekkja Skaftfellingar enda oft komist í hann krappan við björgun úr sjó.
Svo var það að ég fór á vertíð í Vestmannaeyjum árið 1944, enda hafði hugur minn ávallt staðið þangað. Leið mín lá fyrst til Reykjavíkur og þaðan með gamla Þór til Eyja. Við lögðum af stað seinni part dags en urðum að snúa til baka við Reykjanes vegna veðurs. Þrem dögum síðar fórum við aftur og vorum við fjórir austanmenn saman. Dvöldumst við í lestinni. Siglingin til Eyja tók 18 tíma.
Báturinn sem ég réð mig á hét Erlingur og skipstjóri Sigurjón Auðunsson. Vélstjóri hét Jón og hásetar Sigurður Eyjólfsson og Hafsteinn Stefánsson sem kenndi mér vel öll handtök sem að sjó lutu. Ég hef aldrei séð mann draga eins fallega línu eins og hann. Báturinn var alltaf að bila og hálfgert ólag á þessu. Sigurjón hætti með bátinn eftir þessa vertíð. Hann hvatti mig til að leita mér að öðru plássi því ekki væri víst að hann yrði með bát aftur.
Þá fékk ég pláss hjá Jóni Guðmundssyni á Ve VE|Ver. Ögmundur á Hvoli var mótoristi fyrstu vertíðina og Austfirðingarnir Halldór og Benni frá Fáskrúðsfirði voru þar einnig um borð. Annan veturinn var sami mannskapur, en Beggi frá Goðalandi var þá mótoristi. Ver var þá hæstur af línu og netabátum. Jón var mikill skipstjóri og gætinn formaður. Hann þótti þó harður sjósóknari.
Árið 1947 var ég með honum aftur á Ver. Hásetar voru Siggi Vídó og Ingimar Ottóson. Það voru nú meiri karlarnir. Þá munaði ekki um að lyfta línustömpunum með annarri hendi og skutla þeim upp á bryggju.
Um haustið fór ég á Hvalfjarðarsíldina og var á Friðriki Jónssyni frá Eyjum. Saman voru með nót hann og Heimaklettur. Brynjólfur var á Friðriki, hann var Vestmanneyingur. Ég var eini hásetinn um borð sem hafði bílpróf og var mér falið að passa upp á vélina sem var í öðrum nótnabátnum og gekk það áfallalaust. Eftir áramótin var ég áfram á Hvalfjarðarsíldinni fram í mars, en þá kom nýsköpunartogarinn Fylkir og réð ég mig á hann. Á honum var ég tvo túra.
Um þetta leyti var farið að undirbúa suðfjárveiki-varnargirðingu á Mýrdalssandi. Fór ég þá heim í það verk. Átti ég þá Dodds víbon, tveggja dyra bíl, sem hentaði vel við að flytja efni og mannskap. Fór ég í þetta um vorið.
Veturinn eftir réð ég mig á Belgum, gamlan kolatogara. Þetta var óttalegt skip miðað við Fylki. Á Belgum var ég fram undir jól og hélt þá heim.
Eftir jólin ætlaði ég aftur á sjó en allt var þá ófært svo ég komst ekki fyrr en í febrúar. Þá fór ég á hestum út Skarðshlíð og þaðan í rútu til Reykjavíkur. Réð ég mig á Kára. Það var ljóta skipið. Á honum var ég fram í maí. Þetta skip var með lágar lunningar og veltikláfur mikill. Það kom fyrir í veltingi að hann tók inn belginn með öllu saman. Í eitt skiptið varð einn hásetinn undir og stóð hausinn undan trollinu. Ég var fljótur til í þá daga og átti góðan vasahníf, risti í sundur trollið og komst hann fljótt undan. Þetta var mikill hörkukarl og vorum við síðar saman á Bjarnarey. Hann var þá bátsmaður.
Í janúar 1950 fór ég á Bjarnarey frá Vestmannaeyjum. Fyrst var farið vestur á Hala og fengum við þar ágætis fisk og sigldum með hann. Skipstjóri var Óskar Gíslason og stýrimaðurinn gamall skipstjóri úr Reykjavík. Óskar tók skástu mennina með í siglinguna til að missa okkur ekki á önnur skip. Ég var þar á meðal. Eftir siglinguna var farið á saltfiskirí og vorum við að fram í apríl. Þá fór ég heim og var þar um sumarið í vegavinnu og við heyskap.
Í nóvember fór ég aftur á Bjarnarey og sigldum við marga túra. Ég var dagvinnumaður í siglingunum, það er að segja ég stóð ekki stýrisvaktir, en vann við lagfæringu á vírum, trolli og þess háttar. Þá var skipstjóri Einar Torfason og stýrimaður Pálmi Sigurðsson. Siggi Giss var gilsari. Þar var einnig Maggi felló, Bjössi í Vatnsdal, Óli Páls og Guðni sem fórst með henni Guðrúnu.
Það fór vel um skipshöfnina á Bjarnarey. Fram í voru fjórir klefar fyrir háseta, einn uppi og þrír niðri. Matsalurinn var rúmgóður. Bjarnarey var síðutogari og öll vinna undir berum himni. Eftir að búið var hífa bobbingana inn var netið dregið á höndunum þangað til kom að snörlun. Þetta var stundum erfttt þegar þungt var í sjó og oft fengum við á okkur hressilegar gusur og vorum ekki alltaf þurrir. Það voru 12 tímar á dekki til að byrja með en svo breyttist það í sex og sex. Fiskiríið gekk misjafnlega eins og gengur. Við vorum einu sinni með flottroll vestur á Selvogsbanka og fylltum skipið á þrem sólarhringum. Það var bókstaflega kjaftfullt og landað í Keflavík. Þetta var um hávertíð og ekki hægt að landa í Vestmannaeyjum því þar flóði fiskur út úr dyrum fiskvinnsluhúsanna.
Svo endaði ég minn sjómannsferil þá aftur á Bjarnarey árið 1952. Ég var þar frá því í október og fram á vor. Foreldrar mínir voru þá orðin ein. Ég mátti ekki til þess hugsa að heima færi allt í auðn og eyðileggingu.
Ég hef þó þrisvar farið til Vestmannaeyja síðan og skotist á sjó. Einn róður fór ég á Sæbjörginni með honum Guðjóni Pálssyni og síðan með Gunnari Jónsyni á Ísleifi. Gunnar er sonur hans Jóns, sem var með Ver, og hennar Rósu Guðmundsdóttur, þeirrar indælu manneskju. Ég hef farið með Gunnari tvo túra, annan á síld og hinn á loðnu. Ég kalla þetta skemmtitúra enda mikil upplifun að mega fylgjast með fiskiríi á nútímavísu og sjá hversu vel er búið að sjómönnum, svo ekki sé nú talað um öryggisbúnaðinn. Þegar ég byrjaði til sjós voru einungis björgunarvesti og þau úr lélegum efnum.
Þau sitja í manni skipsströndin sem voru alltíð hér áður fyrr, segir Hilmar Jón, og horfir út um gluggann á stofunni þar sem við erum að ræða saman.
Árið 1941 strandaði hér við Kötlutanga belgískt skip sem hét Persía. Það var 8.300 lestir. Það sigldi í skipalest á leið frá Ameríku áleiðis til Bretlands og lenti í fárviðri. Það varð viðskila við skipalestina. Skipverjar voru 44 og björguðust þeir allir. Farmurinn voru vörubifreiðar, Chevrolet og Dodge, auk járns. Hafist var handa við að bjarga farminum á land og fékk ég vinnu við það. Mikill sjór hafði komist í skipið. Í dag þætti sá aðbúnaður, sem við björgunarmenn bjuggum við, lélegur. Við unnum 10 tíma í fyrstunni og kaupið var 1,50 kr. á tímann, en þá var gert verkfall og eftir þriggja tíma þref var það hækkað upp í 2,50. Við bjuggum í eins konar tjaldi á sandinum, reist var grind og yfir hana lagður segldúkur sem hafði verið um borð í skipinu. Mokaður var sandur upp að hliðunum til að halda seglinu í skorðum. Rúmdýnur, einnig úr skipinu, voru lagðar á sandinn og á þeim sváfum við. Lágum við þétt saman til að halda á okkur hlýju. Mat fengum við sendan að heiman tvisvar í viku, en kartöflur voru eldaðar í tjaldinu og hitað kaffi.
Í fyrstu voru bifreiðarnar hífðar upp á handafli. Blökkum var komið fyrir í möstrunum og vírstrengt í land. Fljótlega tókst að þurrka skipið og dampur komst á og spilin komust í gagnið. Björgunin hófst 13. mars og þann 11. maí var búið að létta skipið svo að látið var reyna á hvort það næðist út, sem og varð. Búið var að leggja tvö akkeri langt út í sjó og frá þeim vírar í afturspilin. Á öllum flóðum voru spilin höfð á fullu og smám saman snérist það. Ægir var þarna fyrir utan og frá honum voru vírar í skipið. Allt var keyrt á fullu, Ægir eins og aflið leyfði og skrúfur skipsins einnig og smám saman flaut það úti á rúmsjó. Það var ánægjulegt, ekki síst fyrir okkur björgunarmennina.
Á meðan á björgunaraðgerðum stóð gerðist það, þegar við vorum að fara í land frá skipinu, að vírstrengur slitnaði og fóru átta menn í sjóinn. Sem betur fer björguðust þeir allir, en tveir voru þó hætt komnir, Gunnar Pálsson og Þorsteinn í Garðakoti, hann var orðin meðvitundarlaus þegar hann náðist. Sigurjón Böðvarsson frá Bólstað var handlama og í landi. Kom hann þarna að þegar þetta skeði. Það voru kaðlar yfir útfallið út í skipið. Hann skutlaði sér á köðlunum, þótt handlama væri, og komst út á tangann sem þarna er og þó ósyndur væri tókst honum að ná þeim báðum. Með aðstoð þeirra sem í landi voru, sem héldust hönd í hönd, náðist að koma þeim á þurrt. Gerð var lífgunartilraun á Þorsteini sem heppnaðist.
Um vorið þetta ár voru Sigurjóni veitt afreksverðlaun sjómannadagsins fyrir þessa frækilegu björgun. Þrátt fyrir mikinn líkamsvöxt og lipurleika var hann ávallt hógværðin sjálf enda var hann bara heima hjá sér er í sveitinni er verðlaunin voru tilkynnt.
Sama vetur og þetta varð strandaði belgiskur togari skammt austar. Þá fórust fimm menn, en sjö komust við illan leik að Höfðabrekku og gátu látið vita af sér. Afdrif þeirra sem létust voru þau að einn drukknaði í fjörunni og fjórir komust á land. Tveir dóu við björgunarskýlið á Mýrdalssandi. Einn fannst á sandhól austan við Múlakvísl, norðan við veginn, og sá fimmti komst hérum bil heim að Höfðabrekku, fannst hann þar í snjónum.
Í þessu tilfelli má segja að eigi sé feigum forðað því daginn áður en þeir dóu þarna á Mýrdalssandi fóru þeir Gísli, bróðir minn, og Jörundur Sveinsson áleiðis á fjörur, en urðu frá að hverfa vegna óveðurs sem var að bresta á. Þeir fóru svo daginn eftir og fundu þann sem drukknaði í fjörunni. Það var sandfjúk og förin af. Héldu þeir því hið snarasta til baka og létu vita. Þá voru Víkurmenn búnir að fá vitneskju um atburðinn.
Árið 1962 strandaði Hafþór á Mýrdalssandi. Ég var þá heima og fórum við fjórir saman til að gá að bátnum og afdrifum skipverja. Þetta var mikil svaðilför. Áttin var suðvestan, kolvitlaust vatnsveður. Vorum við á tveim Ferguson traktorum. Allir ósar voru eins og stórfljót. Þórhallsfljót og Dýrhólakvísl voru eins og Þjórsá og ófærar með öllu. Það kom svo í ljós að styttra var hjá Víkurmönnum á strandstað og tókst þeim að bjarga öllum bátsverjum fimm, að mig minnir. Í bakaleiðinni af strandstað lentu björgunarmenn í gífurlegum erfiðleikum vegna veðurs og ófærðar og var einn þeirra hætt kominn. Við Álftveringar fundum svo sannarlega fyrir því líka, en við stöldruðum við í björgunarskýlinu við Alviðruhamra. Leiðangurinn tók 14 tíma.
Við erum nú staðnir upp úr þægilegum sætunum og Hilmar Jón bendir í átt að Alviðruvitanum. Hann var byggður árið 1929 og hefur sent dyggilega leiftur sín til sjófarenda. En þrátt fyrir öflug siglingatæki eru slysin enn að gerast þó í minna mæli en áður fyrr. Það er auðvitað þeim að þakka sem standa í baráttunni fyrir bættum aðbúnaði sjómanna og hafa Vestmanneyingar verið þar í forustu frá upphafi. Það er kannski rétt að ljúka viðtalinu með þessum orðum Hilmars Jóns.
Þegar við kveðjumst undir berum himni á hlaðinu á Þykkvabæjarklaustri heyrist ekki lengur í öldunni. Hún virðist hafa dottað í fjöruborðinu. Berðu kveðjur mínar til Eyja segir Hilmar Jón, ósköp hæversklega. Þar á ég vini og vandamenn og ljúfar minningar.