„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1963/ Rabbað við aflakóng Vestmannaeyja 1963“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big><center>Rabbað við aflakóng Vestmannaeyja 1963</center></big></big><br> Af þeim bátum, sem stunduðu línu og netjaveiðar á vertíðinni, var m/b [[Stígandi VE-77|S...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
<big><big><center>Rabbað við aflakóng Vestmannaeyja 1963</center></big></big><br>
<big><big><center>Rabbað við aflakóng Vestmannaeyja 1963</center></big></big><br>


[[Mynd:Helgi Bergvinsson aflakóngur 1963.png|250px|thumb|Helgi Bergvinsson aflakóngur 1963.]]
Af þeim bátum, sem stunduðu línu og netjaveiðar á vertíðinni, var m/b [[Stígandi VE-77|Stígandi VE 77]] aflahæstur. [[Helgi Bergvinsson]], eigandi og skipstjóri bátsins, er því aflakóngur í Vestmannaeyjum þetta árið. Það er í annað skipti, sem hann hlýtur þann titil, því árið 1960 fiskaði Helgi 1075 smálestir, sem var mesti afli á þeirri vertíð.<br>
Af þeim bátum, sem stunduðu línu og netjaveiðar á vertíðinni, var m/b [[Stígandi VE-77|Stígandi VE 77]] aflahæstur. [[Helgi Bergvinsson]], eigandi og skipstjóri bátsins, er því aflakóngur í Vestmannaeyjum þetta árið. Það er í annað skipti, sem hann hlýtur þann titil, því árið 1960 fiskaði Helgi 1075 smálestir, sem var mesti afli á þeirri vertíð.<br>
Helgi Bergvinsson er Þingeyingur að uppruna. Hann kom hingað fyrst á vertíð 1938 og hefur síðan stundað sjó að einni vertíð undanskilinni, en þá var hann við nám á Laugarvatni. Skipstjórn hafði hann fyrst með höndum á vetrarvertíð 1950, svo vertíðin í ár er sú þrettánda, sem hann er formaður og verður ekki sagt að talan 13 hafi reynzt honum óhappatala.<br>
Helgi Bergvinsson er Þingeyingur að uppruna. Hann kom hingað fyrst á vertíð 1938 og hefur síðan stundað sjó að einni vertíð undanskilinni, en þá var hann við nám á Laugarvatni. Skipstjórn hafði hann fyrst með höndum á vetrarvertíð 1950, svo vertíðin í ár er sú þrettánda, sem hann er formaður og verður ekki sagt að talan 13 hafi reynzt honum óhappatala.<br>
Lína 20: Lína 21:


'''S. K.'''
'''S. K.'''
[[Mynd:Stígandi VE 77.png|500px|thumb|center|Stígandi VE 77. Skip aflakóngsins.]]


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 23. júní 2016 kl. 09:15

Rabbað við aflakóng Vestmannaeyja 1963


Helgi Bergvinsson aflakóngur 1963.

Af þeim bátum, sem stunduðu línu og netjaveiðar á vertíðinni, var m/b Stígandi VE 77 aflahæstur. Helgi Bergvinsson, eigandi og skipstjóri bátsins, er því aflakóngur í Vestmannaeyjum þetta árið. Það er í annað skipti, sem hann hlýtur þann titil, því árið 1960 fiskaði Helgi 1075 smálestir, sem var mesti afli á þeirri vertíð.
Helgi Bergvinsson er Þingeyingur að uppruna. Hann kom hingað fyrst á vertíð 1938 og hefur síðan stundað sjó að einni vertíð undanskilinni, en þá var hann við nám á Laugarvatni. Skipstjórn hafði hann fyrst með höndum á vetrarvertíð 1950, svo vertíðin í ár er sú þrettánda, sem hann er formaður og verður ekki sagt að talan 13 hafi reynzt honum óhappatala.
Þegar sá er þessar línur ritar fór heim til Helga, að Miðstræti 25, var hann orðfár og hógvær í svörum, og er langt frá því að velgengnin stigi honum til höfuðs. Hann leggur áherzlu á, að ágætur mannskapur á bátnum eigi stóran þátt í aflabrögðunum. Aflinn í vetur var 1004 tonn, þar af var línufiskur 223 tonn.
Við lögðum netin óvenjulega snemma, þann 17. febrúar, og vorum með þau til 24. apríl. Þá tókum við línuna aftur. Stærsti róðurinn var 31. marz, 50 tonn og 800 kg. Það var mikill fiskur á norðvestursvæðinu í vetur. Þar er nú friðað fyrir togurum, en áður voru þeir á mestöllu svæðinu þar sem menn fiskuðu bezt í vetur. Útfærsla landhelginnar hefur ómetaulega þýðingu fyrir okkur.

Svo spyr landkrabbinn, ert þú sjómaður í eðli þínu, Helgi?
Nei, það held ég ekki. Maður lenti svona út í þessu. Samt viðurkennir hann, að formennskan hjá honum hafi gengið vel. Aflabrögðin ævinlega góð og engin slys, en það er ekki verið spinna lopann utan um þetta.

En hvernig er aðstaða til útgerðar eins og nú árar?
Það skiptir mjög í tvö horn. Þeir, sem áttu báta fyrir gengislækkanirnar og fiska vel, hafa það sæmilegt. En það er erfitt að byrja útgerð núna, og nýsmiði eða bátakaup byggjast yfirleitt á von um mikinn síldarafla.

Og hvað er nú framundan hjá þér? Það veit ég ekki ennþá, svarar Helgi og er svo ákveðinn á svipinn, að mér sýnist hyggilegt að fara ekki lengra út í þá sálma.

Þar sem ég veit að Helgi er að keppast við að gera upp vertíðina, og ég var raunar búinn að lofa að tefja hann ekki lengi, þá sláum við botninn í rabb, sem er þó í knappasta lagi.

Svo óska ég aflakónginum til hamingju með titilinn og kveð hann með virktum eins og vera ber.

S. K.

Stígandi VE 77. Skip aflakóngsins.